Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. maí 1961 MORGUISBLAÐIÐ 11 Þ jóðlelkhúsið : Listdanssýning Lisa Czobel og Alexander von Swaine vel unnin og greyptu sig i und m&nns. % Lisa Czobel og Alexander vón Swaine eru víðþekktir dansaiþr og hafa ferðazt á vegum vestúk- þýzku stjórnarinnar víða úm heim á undanförnum árum. voru bæði þekktir dansarar áður en þau hófu samstarf sitt fy.rir fimmtán árum. Hafa árin |lú tekið að færast yfir þau, ogtsá þess einkum merki á daás- meynni. 'É IIM síðustu 'lielgi gistu okkur ;itveir góðir listamenn frá Þýikar landi þau Lisa Czobel og Alex- ander von Swaine, ög sýridu dans í Þjóðleikhúsinu laugardag og sunnudag fyrir þunriskipuðum ' sal. Parið sýndi það sem nefnt hefur verið kammer-danslist (sbr. kammertónlist), þ. e. a. s. stutta dansa sem bregða upp skyndimyndum af ákveðnum alvikum eða hugarástandi. Stund um er einungis leitazt við að ná 1 ram dramatískum geðblæ tón- listarinnar eða tjá hrynjandi hennar með hreyfingum, en öðr- um stundum er sögð lítil „saga“ um stefnumót eða sáðmanninn og Stúlkuna hans. Dansarnir eru aliir samdir af dansparinu, og er þar beitt bæði nýtízkri og hefð- bundinni túlkun, þetta er sam- foland af þjóðdönsum, klassískum dansi Og nútímadanslist. Á efnisskránni voru þrettán atriði, hið síðasta í sex liðum. Var þar um merkilega auðugan garð að gresja, fjölbreytni mikil og geðhrif snögg. Sex dansanna yoru við tónlist eftir Debussy. „Rökkurengill" og „Vindur yfir sléttu" voru eins konar hermi- dansar þar sem fyrirbærin voru „stæld“, þetta voru frumlegar hugdettur en ekki ýkja áhrifa- ríkar. „Göngudans blökkubrúð- anna“ (hvað sem það nú þýðir) var af svipuðum toga, skopstæl- ing á brúðudansi. „Undir ljúfu íagi“ var angurvær stemning og hasta. „Einsemd (spor í snjón- um)“ fannst mér áhrifamestur dansanna við tónlist Debussys, Sterkur dökkur hugblær, drama- tísk spenna í hverri hreyfingu, tvær einmana sálir fálmandi út í myrkrið, engin snerting, ein- semdin órofin. sýnishorn af hinni auðugú þjóð- daiisálist Spánverja, þar sem kýniri eigast við í þokkafullu og taktföstu einvígi. Það er gáski og lífsgleði í þessum dansi, hrynj- andi lífs og gróanda. Fyrsti dansinn eftir hlé var „Dans skelfingarinnar" við tón- list eftir de Falla. Hér var enn leitazt við að draga fram geðblæ tónanna, og angistarópið í lokin tók af öll tvímæli um hvað dans- mærin vildi sagt hafa. „Múhameðstrúarmunkurinn", við tónlist eftir Beethoven, var kannski furðulegasta atriði kvöldsins, eins konar „tour de force“ sem heppnaðist merkilega vel. Búningur dansarans og lát- bragð allt voru í stíl við efnið, og fyrr en varði hafði maður fyrir augum einn þessara undar- legu áhangenda Spámannsins, sem ganga undir nafninu „dervisjar“ og dansa sig inn í algleymið — og allt þetta við músík eftir sjálfan Beethoven! „Pavane", við tónlist Ravels, var þokkafullur og hátíðlegur spænskur dans, hægur og hnit- miðaður, reisn og þótti í hverri hreyfingu. Sfðasta ctiiðið, „Fjörug svíta", við tónbst eftir Poulenc og Stravinsky og þjóðlög frá Bæ- heimi, var ósamstætt og með köfium siappt. Beztir voru bæ- heimsku þjóðdansarnir. Eins og fyrr segir var efnis- skráin sundurleit og heildar- svipur sýningarinnar því dálítið í rnolum. Hitt skipti þó meira máli að atriðin voru mjög mis- jöfn að gæðum, mörg heldur svipiaus, en önnur frábærilega Alexander von Swaine er sann kallaður Próteifur danskúnstár- innar, virðist geta brúgðið sér í allra kvikinda líki, er öruggúr og ævinlega ferskur í túlkún sinni. Hann er gæddur mikilli kímnigáfu, liðugum líkama Og furðulegu valdi yfir svipbrigð- um og látbragði. Hann kallaði íram margar eftirminnilegar persónur þessa stuttu kvöíd- stund. Lisa Czobel er svifaseinni óg þunglamalegri, oft beinliiiis þreytuleg. Líkaminn virðist vera orðinn henni óþægt verkfæri, sér staklega í léttum dansi og erfið- um stellingum. Hún skapaði, að mér fannst, hvergi eftirminnilega persónu, en tjáði ósjaldan „dýpt" í dramatískum geðbrigðadansi. Sýning af þessu tagi er óvenju- leg á íslandi, og má furðu sæta að ekki skyldi vera hægt að fylla leikhúsið tvö kvöld, þó ekki væri nema fyrir forvitni sakir, eink- um þegar haft er í huga að á sama tíma kaupa menn sig inn á trúðleika fyrir 75 krónur til að heyra ítalskt „undrabarn" kyrja fjögur lög! Það er engu líkara en áhugi íslendinga á list- um miðist við það hve hátt aug- lýsingaskrumarar geta lamið bumbur sínar. Forvitni á því sem er nýstárlegt eða djarft virðist varla fyrirfinnast á landi hér, enda er allt okkar margrómaða menningarlíf í samræmi við það: makræði, andlegt slen og eftir- hermuæði. Að lokum mætti beina því til Þjóðleikhússins að ráða til sín samvizkusamari prófarkalesara, því efnisskráin var morandi í vitleysum. Sigurður A. Magnússon. „Capricho", við tónlist eftir Matzl vsir líka sérlega áhrifa- mikil svipmynd, innblásin af kop arstungumynd spænska málar- ans Goya. Dansparið náði með næstum óhugnanlegum hætti hinum sterku sérkennum Goya, einkum þó karlmaðurinn. Þessi sérkenni eru fyrst og fremst fólg in í hálfgerðri afskræmingu mannsins þar sem grimmd hans ©g græðgi blandast afkáralegum tilburðum og dýrslegum losta. Mér var sem sæi ég mynd meist- íirans fara að hreyfast á sviðinu fyrir augunum á mér. „Chevalier á la Mode (Dándi- maður)“, við tónlist eftir Mozart, var hnyttin skopmynd af spjá- trungi, fjörug og stílhrein. „Tambúrína" (þjóðdans Baska) var, eins og nafnið bendir til. Breytt símanúmer Viðskiptamenn eru vinsamlegast beðnir að athuga, að frá og með þriðjudeginum 16. maí 1961 verður símanúmer vort: 17940 Samvinnutryggíngar Líftryggingarfélagið Andvaka Augiýsing um skoðun bifreiða í Kópavogi 1961 Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist, að aðalskoð- bifreiða fer fram, sem hér segir: Þriðjudagur 23. maí Y—1—50 Miðvikud. 24. maí Y—51—100 Fimmtudag. 25. maí Y—101—150 Föstudag. 26. maí Y—151—200 Þriðjudagur 30. maí Y—201—250 Þriðjudag. 6. júní Y—251—300 Miðvikudag. 7. júní Y—301—350 Fimmtudag. 8. júní Y—351—400 Föstudag. 9. júní Y—401—450 Þriðjudag. 13. júní Y—451—500 Miðvikudag. 14. júní Y—501—550 Fimmtudag. 15. júní Y—551—600 Föstudag. 16. júní Y—601—650 Þriðjudag. 20. júní Y—651—700 Miðvikudag. 21. júní Y—700 og þ Bifreiðaskoðunin fer fram við Félagsheimili Kópa- vogs ofangreinda daga kl. 9—12 og 13—16,30. Við skoðun skal sýna kvittun fyrir greiðslu bif- reiðaskatts áfallins 1961. Einnig skulu sýnd skil- ríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram. Athuga ber, að þeir er hafa útvarpstæki í bif- reiðum sínum, skulu hafa greitt afnotagjöld áður en skoðun fer fram. — Vanræki einhver að færa bif- reið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðarlögum nr. 26/1958 og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 15. maí 1961. Bergur Bjarnason, settur HÁR YÐAR ER í ÞÖRF FYRIR EGG..J AUÐVITAÐ! Það er BLACK-HEAD eggjashampoo sem gerir hárið töfrandi fagurt. STERLING HP Sími 11977, Það er hið lecitín-rika og nærandi BLACK-HEAD eggjashampoo sem gerir hárið silkimjúkt og lifandi. BLACK-HEAD-þvegið hár er prýði hverrar konu. Heildsölu- birgðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.