Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVHBLAÐIB Miðvik’udagyr 17. mai 1961 ♦ jT *- Hugvísindadeiid úthlut- aði 540 þús. kr. HU GVÍSIND ADEILD Visinda- sjóðs hefur fyrir skömmu lokið við úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir álrið 1961. Umsóknarfrestur var að þessu sinni til 25 marz. Alls bárust deildinni 31 umsókn, en veittir voru 16 styrkir, er námu samtals 540 þús. kr. Til samanburðar skal þess getið, að árið 1960 voru veitiir 12 styrkir að qipphæð 350 þús. kr. Aukning in stafar af því, að bráðlega er von á framlagi til Vísindasjóðs frá Seðlabankanum samkvæmt á kvæðum í lögum þeim, er sett voru um bankann á síðasta Al- þingi. Væntanlega mun verða unnt að hækka styrkupphæðina tvö næstu ár, ef allt fer sem horf- ir. — ★ — Eins og jafnan áður eru styrk upphæðirnar talsvert misháar. Hæstu styrkina hafa þeir hlotið, sem eingöngu sinna rannsóknum Og genga ekki launuðu st&rfi eða hafa lagt í sérstakan kostnað vegna rannsókna sinna. Flestir þessara manna þurfa að dveljast erlendis lengst af styrktímabils- ins. — ★ — Að þessu sinni veitti nefndin eftirtalda styrki: 50 þús. kr. hlutu: Björn Þorsteinsson, sagnfræð- ingur. — Til að semja rit um verzlunar- og hagsögu íslands fram til 1602. (Björn hlaut einn ig styrk 1959). Sigfús H. Andrésson cand mag. — Til að semja rit um verzlun og verzlunarmálefni á íslandi 1774—1807. (Sigfús hlaut einnig Styrk 1959 og 1960). Sigurður Líndal cand. jur. og B.A. — Til rannsókna í norrænni og germanskri réttarsögu. Stefán Karlsson mag art. — Til að rannsaka rithandir og mál Guðbjartur Ólafsson látinn GUÐBJARTUR ólafsson, fyrrum hafnsögumaður, lézt í Landakots spítala í fyrradag. Guðbjartur var fæddur í Rauðasandshreppi árið 1889, lauk stýrimannaprófi árið 1911 og var á sjónum, fyrst stýrimaður, síðan skipstjóri, fram til 1929, er hann gerðist hafnsögu maður í Reykjavík. Guðbjartur var um árabil formaður Slysa- varnafélags íslands og vann mik ið og óeigingjarnt starf í þágu slysavarna og annarra framfara- mála. Kona hans, Ástbjörg Jóns- dóttir, lifú- mann sinn. íslenzkra fornbréfa fram til 1450, þeirra sem varðveitt eru í frum- riti. Stefán hefur undanfarið unn ið að útgáfu þessara bréfa. (Ste- fán hlaut einnig styrk 1960). 40 þús. kr. hlutu: Gaukur Jörundsson cand jur. — Til að rannsaka og vinna að ritgerð um stjórnskipulega vernd eignarréttar og eignarnám (Gauk ur hlaut einnig styrk 1960). Séra Jakob Jónsson sóknar- prestur. — Til að standa straum af kostnaði við rannsókn, er varð ar kímni og hæðni í Nýja testa mentinu, og útgáfu doktorsrit- gerðar um þetta efni. Ritgerðin er á ensku og nefnist „Humor and írony in the New Testament". Jón Sveinbjörnsson cand theol. og fil. kand. — Til að vinna að ritgerð um samanburð á grískum og kristnum siðfræðihugtökum. (Jón hlaut einnig styrk 1960). Lúðvík Kristjánsson sagnfræð- ingur. — Til þess að dveljast um skeið á Norðurlöndum, einkum þó í Noregi, til að kynna sér rann sóknir og rannsóknarferðir Norð urlandaþjóða á sviði þjóðhátta til sjávar, en Lúðvík hefur um margra ára skeið safnað gögnum um íslenzka sjávarhætti fyrr og síðar. Fyrirhuguð ferð hans er undirbúningur að samningu rits um þetta efni. 30 þús. kr. hlutu: Bjarni Einarsson cand. mag. — Til að rannsaka vinnubrögð heim ildir og fyrirmyndir höfundar Eg ils-sögu og semja rit um efnið. (Bjarni hláut einnig styrk 1958). Handritaútgáfunefnd Háskól- ans. — Til rannsókna á riddara- söguhandritum. Nefndin hefur í hyggju að gefa næst út Viktors sögu og Bláus og fá Jónas Krist- jánsson skjalavörð til að annast verkið. — Jóhann Þ. Framh. af bls. 1. flutti hann búferlum til Reykja- víkur. Alþingismaður Vestmanaeyja- kaupstaðar var hann samfleytt frá 1923 til ársins 1959. Jóhann Þ. Jósefsson var fjár- málaráðherra 1 ráðuneyti Stef- áns Jóhanns Stefánssonar árið 1947 til 1949 og atvinnumála- ráðherra í ríkistjórn Ólafs Thors 1949 til 1950. Þýzkur ræðismaður í Vest- mannaeyjum var hann um fjölda ára. Hann átti sæti i mörgum verzl unarsendinefndum í viðskipta- samningum við Þýzkaland og fleiri lönd og gengdi fjölda trún aðarstarfa fyrir íslenzkan sjáv- arútveg. Lengi var hann einn- ig einn af fulltrúum íslands í Evrópuráðinu. Jóhann Þ. Jósefsson var frá- bærlega starfhæfur og fjölhæf- ur maður. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans; Svanhvít Ólafsdóttir, lézt árið 1916 en síðari kona hans, Magnea Þórðardóttir, lifir mann sinn. Á fundi Miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var í gær, minntist Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, Jó- hanns Þ. Jósefssonar, gat fjöl- þættra starfa hans í þágu flokksins, og vottuðu miðstjóm- armenn honum virðingu sína og þakklæti með því að rísa úr sætum. 20 þús. kr. hlutu: Árni Böðvarsson cand mag. — Til að vinna að málfræðilegri rannsókn handritsins Holm. Perg. nr. 15 (Stokkhólmshómilíubók). (Árni hlaut einnig styrk árið 1958). Hörður Ágústsson listmálari. — Til að kanna íslenzka húsagerð til sjávar og sveita á síðari öld um. Séra Jónas St. Gíslason sóknar- prestur. — Til að rannsaka sögu siðaskiptanna á íslandi einkum þó sögu Gizurar biskups Einars- sonar. Magnús Gíslason fil lic. náms stjóri. — Til að rannsaka þátt kvöldvökunnar í verklegri og bók legri menningu þjóðarinnar. Óskar Halldórsson cand mag. — Til að vinna úr framburðar- rannsóknum er dr. Björn Guð- finnsson lét eftir sig og búa þær til prentunar. Séra Sigurður Pálsson sóknar- prestur. — Til að Ijúka riti um þróun og sögu messunnar en að þessu .efni hefur sr. Sigurður unnið í ígripum um 30 ára skeið. — ★ — Stjórn Hugvísindadeildar skipa þessir menn: Dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri formaður dr. Halldór Hall- dórsson prófessor dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður Ólafur Jóhannesson prófessor Stefán Pétursson þjóðskjalavörður. Ritari deildarstjórnar er Bjarni Vilhjálmsson skjalavörður. UNGUR MAÐUR situr nú í gæzlu varðhaldi, fundinn sekur um tilraun til nauðgunar. Þetta er Síldin flök- uð til fryst- ingar SANDGERÐI, 15. maí. — Hafin er tilraun til að flaka síld í þeim tilgangi að losna við átuna úr henni, sem gerir hana óhæfa til frystingar. Það er Hraðfrystihús Gerðabátanna í Gerðum sem gerir þessa tilraun, en hún er alveg á byrjunarstigi. Er ekki vitað hvaða verð fæst fyrir síldina þannig, en að sjálfsögðu verður að fá allmiklu hærra verð, þar sem svo mikið gengur úr henni. Flökunarvélin sem notuð er, er af norskri gerð. Guðmundur Jónsson í Sand- gerði ætlcir að reyna að frysta síld strax og tök eru á fyrir of mikilli átu. En hingað til hefur lítið verið hægt að frysta fyrir henni. Ralf Törngren Utanríkisráðherra Finna látinn HELSINGFORS, 16. maí. (Reut- er) Ralf Johan Törngren utanrík isráðherra Finna andaðist skyndi lega í dag úr hjartaslagi. Hann varð fyrir þessu áfalli, er hann var viðstaddur athöfn þar sem skipi var hleypt af stokkunum í Turku, eða Ábo í vesturhluta Finnlands. Törngren hafði verið utanrik isráðherra síðan í janúar 1959. Áður hafði hann verið fjármála- ráðherra lands síns 1945—48, félagsmálaráðherra 1951—53. For sætisráðherra var hann skamma stund árið 1954 og áður hafði hann verið utanríkisráðherra 1956—57. Hann var foringi sænska þjóð- flokksins í Finnlandi enda var hann sænskumælandi. togarasjómaður, liðlega tvítugur, utan af landi. Hann fór í heimsókn til kunn ingjafólks í Kópavogi s.l. fimmtu dagskvöld, heimsótti rúmlega tvítuga konu og mann, sem býr með henni. Konan var ein heima. Gesturinn var öf^aður og er hann reyndi að koma vilja sínum fram við konuna varðist hún eftir mætti. — Bróðir konunnar, sem býr í sama húsi, kom henni loks til hjálpar. Lögreglan í Kópavogi skýrði blaðinu svo frá í gær, að rann- sókn málsins væri ekki lokið, en maðurinm. hefði meðgengið. AKUREYRI, 16. maí — Tveir pilt ar slösuðust í umferðaslysi á Ak- ureyri í dag, þó ekki mjög alvar lega. Saoitjáin ára piltur, Jón Hjaltason frá Akureyri, ók bíln- um. Hann var nýbúinn að taka bílpróf. Þetta var nýlegur Mosk- witch-bíll — og var ekið norður frá Akureyri. f bílnum voru tveir Grimsby- togarar úr höfn VERKFALLINU í Grimsby lauk ekki fullkomlega um helgina eins og talið var að það myndi gera, þegar yfirmenn á togurunum til- kynntu að þeir væru fúsir að sigla. Smávegis afturkippur kom í málið a sunnudag þegar félag vélstjóra á togurunum lýsti því yfir að þeir væru enn í verk- falli. Vegna þessa verkfalls fórst það fyrir að allur flotinn sigldi úr höfn á sunnudag eins og búizt hafði verið við. Það voru aðeins tæplega tíu togarar, sem sigldu út, allir litlir Norðursjávartog- arar. En i gær tókst loksins að ná samkomulagi við vélstjóra og er ekki búizt við að fleiri hindranir verði í veginum. Málið er leyst og togararnir munu nú sigla út í stórum hópum. f kvöld höfðu 40 látið úr höfn af 176 togurum sem tóku þátt í verkfallinu. Það var á föstudag og laugar- dag sem samkomulag náðist um að yfirmenn, þ. e. skipstjórar og stýrimenn, hæfu vinnu á ný. Og á laugardaginn var samið við hásetana. Gáfu togaraeigendur þá fyrirskipun um að sigla og hlýddu sjö togarar því þegar á laugardagsmorgun. En þá lýsti George Harker for ingi vélstjóra því yfir að þeir myndu halda verkfallinu áfram. Harker var sár yfir því, að fé- lag yfirmanna skyldi afturkalla verkfallið án þess að hafa sam- ráð við félag vélstjóra um þetta. Taldi hann þetta hart, þar sem ítrekaðar yfirlýsingar hefðu ver ið gerðar um samstöðu þessara félaga í venkflallinju. Peter Henderson framkvæmda stjóri sjómannadeildar sambands flutningaverkamanna hefur birt greinargerð um Grimsby-verk- fallið. Hann segir. að það sé frá upphafi allt eitt heimskustykki. Sundrungaröfl hafi staðið að baki því sem vilji sundra öll- um samtökum sjómanna og skapa algera ringulreið í launa- málum útvegsins, þar sem lög- mál frumskóganna ríki í kjara- samningum. farþegar á svipuðu reki og Jón, Hreinn bróðir hans og Kristján Árnason. Rétt utan við Dvergastein missti Jón stjórn á bílnum. Þar er kröpp beygja, ómerkt — og hafa þar orðið slys áður. Bíllinn endastakkst út af veginum niður í skurð — og þegar hann stöðv aðist snéri bíllinn í öfuga átt við þá, sem ekið hafði verið í. Þama er vegbrúnin hálfur þriðji metri á hæð. öllum piltunum var ekið á sjúkrahús og reyndist bílstjórinn mest meiddur. Yoru þeir þó flutt ir heim í kvöld. Ekki tókst mér að afla öruggra heimilda um það hver á Mosk- witch-bílinn, en að því er ég bezt veit er það faðir bræðranna. Bíll inn skemmdist mikið. — St.E.Sig. Undir bíl Á HOFSVALLAGÖTUNNI varð umferðarslys um nónbil í gær. Þriggja ára telpa, Petrina Krist- jánsdóttir, Grenimel 26, varð und ir utanbæjarfólksbíl með þeim afleiðingum að hún lærbrotnaði og hlaut heilahristing. VORBLÍÐA er nú um allt hiti, hlýjast á Egi&töíðum , ... , .. * og næst Akureyri með 16 stig. land, einkum a Norður- og sKunnan. og vestan lands var Austurlandi. Klukkan 15 í 10 til 12 stiga hiti og víðast gær var þar víða 14—18 stiga hvar sólarlaust. Ungur sjómaður ger&i nau&gunartilraun Bíllinn endasteyptist og tveir slösu&ust 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.