Morgunblaðið - 30.06.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.06.1961, Qupperneq 6
6 MORCUNnr 4 TilÐ Föstudagur 30. júní 1961 Bredsdorff Helgi Hjörvar: iö bréf til prófessors (Próf. Bredsdorff, hinn kunni danski arkítekt, er sérstakur ráðunautur Reykjavíkurbæjar um skipulagsmál, einkum miðbæjarins hér. Hann er hér enn staddur nú í þessum erindum. — Ritstj.) , .... ,, , Reykjavík 28. júní 1961 Háttvirti herra professor! Ég lej»fi mér sem íslenzkur þegn og reykvízkur borgari að ávarpa yður, er þér eruð enn hér Staddur á meðal vor, hinn mesti aufúsugestur. Erindi mitt er að koma undandráttarlaust á fram- færi við yður ávarpi því, sem hér fer á eftir, en efni þess snertir hinn innsta kjarna í starfi yðar hér. Á v a r p um friðhelgi á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar Vér, sem undir þetta ávarp ritum, beinum því til Alþingis og ríkisstjórnar, forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóðarinnar, að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar vi» Aðalstræti vérði frið- lýst sem þjóðlegur helgistaður. Ingólfur Amarson festi byggð og landnám norrænna manna á Islandl. „Ingólfur er frægast- ur allra landnámsmanna“, segir I.andnámabók, „því að hann kom hér a» auðu landi og byggði fyrstur landið. Og gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum“. En frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjarvík, á dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka þjóðfélag og lýðveldi, með allsherjarlögum, alþingi við Öxará og allsherjargoða í Reykjarvík. Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs í Reykjarvík hafi staðið við sunnanvert Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað þar sem síðar var kirkjan og gamli kirkjugarðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu það bar til, að höfuðborg landsins var reist á túnum og tóftum hins fyrsta landnámsmanns, þar sem æfaforn sögn hermir að guðirnir hafi vísað honum til bólfestu. Sögu- helgi þessa staðar er sameign allra íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá slíkum atburðum að segja úr sinni sögu, þar sem í einn stað koma upphaf og framtíð. Ekki þarf orða við um það, að bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og æfi friðhelgur þjóðminningarstaður. I»að er á valdi vorrar kynslóðar að skila þessum helgistað í hendur óbornum kynslóðum til varðveizlu, eða ofur- selja hann bráðri eyðingu, sem aldrei verði úr bætt. Engin kynslóð í þessu landi getur framar átt þess kost að velja hér á milli. Hér eru síðustu forvöð. Og engum getur blandast hugur um það, hvern kostinn ber að taka. Það er ályktun vor með upptöku þessa máls nú, að bæði sé skylt og auðgert að greina þetta atriði algerlega frá sérmálum Reykjavíkur, svo sem stöðu ráðhúss og almennri skipan höfuð- borgarinnar. Enda viljum vér binda málefni vort við þetta eitt, en forðast að ganga í deilur um önnur efni. Það er og ályktun vor, að friðhelgun þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera háð sérstakri húsbyggingu né miklum mannvirkium á þessum stað, heldur skyldi reisa þar minnis- merki í einhverri mynd, eða marka staðinn að sinni, en friðaður gróðurreitur fyrir almenning gerður þar umhverfis. Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðulegum áfanga væri náð í þessu máli, en þá mun verða talið ellefu alda afmæli íslandsbyggðar og landnáms Ingólfs. Bjarni Jónsson (vígslubiskup) Kristján Eldjárn (þ j óðmin j avörður ) Pétur Benediktsson (bankastjóri) Einar Ól. Sveinsson (prófessor) Magnús Már Lárusson (prófessor) Ragnar Jónsson (forstjóri) Tómas Guðmundsson (skáld) Guðni Jónsson (prófessor) Matthías Þórðarson (fyr þjóðminjav.) Sigurbjöm Einarsson (biskup) Þorkell Jóhannesson (háskólarektor) Helgi Hjörvar (rithöfundur) Ólafur Lárusson (prófessor) Sigurður Nordal (prófessor) Yður mun eitthvað um það fcunnugt, herra prófessor, að ég hef — einnig sem íslenzkur þegn Reykjavík, í desember 1959 og reykvízkur borgari — ritað nokkrar greinar í þetta blað um „bæjartóftir Ingólfs". Þér sjáið berlega af þessu ávarpi, að höf- undur þeirra blaðagreina stend- ur ekki mjög einmana um það meginatriði, sem ég hef leitast við að verja og heiðra í þessum greinaflokki; hvorki er ég einn í þessum bæ, né í þessu landi; það mun enn sýnast meir. Bæj- artóftir Ingólfs munu raunar þá fyrst valda tómlegum söknuði og sárindum í íslenzkri þjóðar- vitund, ef svo illa fer, að þess- um stað verði misboðið með þeim ráðstöfunum, sem yðar göfga nafn hlýtur mjög að verða við tengt í þeirri sögu. En sú saga mun verða langlíf, því að íslenzkt eðli mun lengi lifa. Það er ályktun mín og miklu fleiri manna, að forráðamenn Reykjavíkur hafi ekki frá upp- hafi gert sér innilegt far iim að vekja eftirtékt yðar á þessu mjög athyglisverða ávarpi; ekki heldur á því örlagaríka efni sem þar í felst. En hafi þeir gert svo, af þeirri trúmennsku, sem þeir eru þjóð sinni skyldugir, þá hlýtur sú innileg vakning að koma ótvírætt fram í yðar mik- ilsverðu ráðum og þeim tillög- um yðar, sem ríkir og fátækir bíða nú með mikilli eftirvænt- ing. Líklegt er, að yður hafi varla órað fyrir því, að þér væruð að ráðast í háskalegt verk. En þér hafið stigið fótum á mikinn ör- lagastað, einstæðan að merk- ingu í byggð þjóðanna, frum- helgastan stað á íslandi, þar sem er bæjarstæði Ingólfs Arn- arsonar við Austurvöll. Þing- völlur hlaut fyrir meir en 1000 árum sína þjóðarhelgi frá garði Ingólfs; sonur hans varð fyrsti forseti hins nýja goðaríkis. Hann vígði Þingvöll heilagri vígslu nýrrar þjóðar. Þegar Jón Sig- urðsson flutti alþing Islendinga til Reykjavíkur, eftir meir en níu aldir, þá voru sjálf örlögin að flytja hjarta hins íslenzka þjóðernis aftur til síns upp- runa, án þess að jafnvel hinum vitrustu mönnum skildist þá, að þeir væri sem óvitandi verkfæri í höndum þeirra örlaga, sem við skynjum stundum en kunn- um hvergi í gegn að sjá. Helgi Hjörvar Yður mun vera það harla ljóst, sem öðrum mönnum af yðar köllun, að hin unga og djarfa og lífsþyrsta kynslóð þjóðar, sem sækir svo ákaflega fram sem hin íslenzka þjóð ger- ir, til efnalegs sjálfstæðis og hagnýtrar þróunar þjóðlífsins, að þeirri kynslóð hættir við að selja gullhornin í vímu æsku- þroskans, en kaupa sér heldur jeppa. áeinna munu allir hinir beztu í þessari sömu kynslóð gráta sárlega sín bræddu gull- horn. — Þeir sem „ávarpið“ sendu eru úr hópi þeirra mörgu, sem lært hafa eða skynjað, að gulhomin sjálf eru kostbærari en málmurinn, sem bræðslan gefur. Nú hafið þér, herra prófessor, verið til kvaddur úr öðru landi, að leggja á ráð um það, hversu meta skuli og með fara hinn dýrsta helgistað á íslandi, ein- dæmið meðal þjóða, hverja sæmd skammsýnum mönnum í miklu annriki bæri að veita þeirri mold, fáeinar húsalóðir að víðáttu. Mundi yður ekki sýnast að á íslandi öllu og í Reykja- vik einni sé ærið landrými ann- að fyrir kramarabúðir? Ráð yðar og tillögur munu verða ævinlega metnar á ís- landi eftir þessum einfalda mælikvarða: Ef nú þessum danska hámenntaða meistara hefði verið falið að skipuleggja lítið svæði í sinni eigin höfuð- borg, í landi sinnar eigin þjóð- Frarnh. á bls. 8 • Misjöfn laun Guðjón Þorsteinsson hefur sent Velvakanda bréf og í hluta þess svarar hann Evu Thorsteinsson, sem ritaði hug leiðingar sínar um launamál í þessa dálka 23. þ. m. Hann segir: „Vegna greinar um launa- mál í dál'ki yðar, vil ég benda á eftirfarandi: Undanfarin ár hafa launin verið jöfnuð svo niður á við, að nú er svo komið að menn sem gegna á- ibyrgðarmi'klum stöðum, a. m. k. hjá því opinbera eru lægri í launum en stór hóp- ur verkamana og væri hægt að benda á mörg dæmi til sönnunar, enda bendir ó- ánægja sumra starfshópa t. d. flugmanna, lækna og verkfræðingia o .fl. til þess“. Að sjálfsögðu skilur hver maður, að sá sem eyðir tíma sínum og peningum fram yfir þrítugt eða lengur til að aifla sér þekkingar fyrir ævistarf- ið, þarf að fá hærri laun en sá sem getur 16 ára gamall byrjað að vinna sér inn pen- inga og korna sér fyrir og leggur ekkert af mörkum til að gera sig hæfari í sitt starf.. Ég þekki t. d. tvo bræður, sem eru næstum jafngamlir. Báðir eru duglegir, hvor á sína vísu. Annars hefur unnið frá 16 ána aldri almenna vinnu, komið sér fyrir í eig in íbúð, alið upp börn sín og er nú á fertugsaldri. Hinn er ári yngri og hefur eytt sama tíma í lestur og undirbúning undir vandasamt starf, sem hann er að hefja með skulda bagga á bakinu. Engum finnst víst ósanngjarnt þó hann fari nú að fá fleiri krónur fyrir vinnu sína. * Til sóma — og þó! V. K. skrifar Velvakanda l'angt bréf um gagnrýni í dag bliaði einu og er ekki ánægð ur. Sá kafli, sem honum gremst sérstaklega er þannig: „Karlakórinn Svanir á Akranesi er Akurnesingum til sóma. Hann er lfka fyrst og fremst ætlaður til að skemmta A'kurnesingum, svo og til að veifca meðlimum kórsins tækifæri til að syngja, en af því hafa söngelskir menn mikið yndi“. Og svo segir V. K.: Höfundur útvarps gagnrýninnar heldur áfram: „En kórinn er ekki nógu góð ur til að haldia hálftíma tón- leika í útvarp." Þá vita menn það. Karla- kórinn Svanir er Akurnesing um til sóma, enda þótt hann sé ekki boðlegur öðrum lands mönnum smástund í útvarpi. Ekki veit ég hvað A'kurnes- ingum finnst um þetba, en það verður naumast skilið á annan vel en þann, að þeir séu menn af hjarta lítillátir. * Framdi organslátt Síðar í hinum sama útvarps þætti segir svo að ég haldi mig við tónlistargagnrýnina: „Orgel'leikur er svo algengur í kvölddagsskrá útvarpsins, að í gærkvöldi tilkynnti þul- urinn, að maður nokkur ætl- aði að fremja organslátt. Ég held þó ekki, að neinn hafi látið blekkjast þrátt fyrir þetta orðalag, því að auðvit- að reyndist þetta bara vana- legur orgelleikur". Það er rétt að taka það fram, að þessi „maður nokk- ur“, sem lék svona ,vanailega‘4 var prófessor Förstemann frá Hamborg, einn hinna færustu organleiikana Þýzkalands og þótt víða/r væri leitað. Og blekking er það engin, þó tal að sé um „organslátt“. Það er fórnt órðlag, tilkomið af því að ongelin voru slegin með einhvers konar hamri, meðan tæknin var skemmra á veg komin í gerð þeirra en nú er. Slíka giagnrýni er V. K. ekki sem ánægðastur með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.