Morgunblaðið - 30.06.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 30.06.1961, Síða 22
22 MORGUISBLAÐIÐ Fösfudagur 30. júní 1961 Markaaustur í ausandi regni KR vann Freja 6—2 Liðsmenn I.B.V. í 2. aldursflokki. Aftari röð frá vinstri: Baldur, Sigurður Ingi, Bragi, Atli, Óli, Bjarni. — Fremri röð frá vinstri: Bói, Aðalsteinn, Ouðni, Viktor og Helgi. 4 Vesfmannaeyingar hrífasf af sínum knattspyrnumönnum ÞÓRÓLFUR BECK gjörsigr- aði danska knattspyrnuliðið Freija frá Randers. Hann skoraði fimm mörk sjálfur og átti þátt í sjötta markinu. Sigur KR-inga 6:2 var verð- skuldaður, upphlaup þeirra voru hættulegri og samleik- Hr þeirra á vellinum jákvæð- ari. — • Danir slappir Rúmlega 2000 áhorfendur voru mættir á Laugardalsvellinum þrátt fyrir úrhellisrigningu til að horfa á leik KR við hið danska lið sem gjörsigrað hafði Akur- eyringa og talið er vera all sterkt á danskan mæMkvarða. Ýmsir munu þó hafa orðið hálf von- sviknir yfir getuleysi hins danska liðs. KR-ingar áttu yfirleitt allt- af alls kostar við Danina nema ef vera skyldi fyrstu mínúturnar á meðan að þeir voru að átta sig á hlutunum. • Rangstöðutaktik Dana Leikurinn hófst með sókn Dan- anna Og KR-ingar virtust eiga í talsvert meiri örðugleikum með að fóta sig á hálum vellinum, heldur en hinir dönsku knatt- spyrnumenn. Á 4. mínútu átti Bengt Schmidt þrumuskot rétt framhjá markinu en þegar á 7. mínútu komst danska markið í mikla hættu þegar Þórólfur rendi knettinum til Leifs, sem var frír, en brást skotfimin. Ellert skoraði á 9. mínútu en var dæmdur rang stæður. Rangstöðutaktikin kom sér Oft vel fyrir Danina og tók talsverðan tíma fyrir KR-inga að varast þá gildru. Á 18. mínútu komst mark KR fyrst í verulega hættu, en þá kömst Jensen inn fyrir vörnina, Heimir hljóp út, en Jensen renndi knettinum framhjá mark- inu. Á 20. mfnútu kom fyrsta mark KR. Þórólfur gaf knöttinn til Gunnars Felixsonar, sem skaut í úthlaupandi markvörðinn, knött- urinn rann til Þórólfs, sem skor- aði örugglega. Níu mínútum síð- ar sendi Gunnar Guðmannsson Oonskír drengir til KR í GÆR kom með m.s. Dronning Alexandrine danskt knattspyrnu lið, sem hér mun dvelja næstu viku í boði KR. Er hér um að ,Tæða II. aldursflokk frá Bag- sværd, en það félag er þekkt í Danmörku fyrir góð unglingalið og tvívegis áður sent hingað flokka til keppni. Danska liðið mun leika hér þrjá leiki. Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld, föstudag kl. 20 á grasvelli KR við Kapplaskjóls- veg gegn II. flokki KR. B-Jiði. Annar leikur gestanna verður leikinn á Melavellinum mánudag inn 3. júlí kl. 20:30 og mæta þeir þá Val. Þriðji og síðasti leikur Bagsværd fer fram á Laugardals vellinum miðvikudaginn 5. júlí kl. 20:30 og verður þá leikið gegn II. fl. KR A-liði. Dönsku knattspyrnumennirnir munu búa í Félagsheimili KR meðan á dvölinni stendur, en halda heimleiðis með m.s. Guil fossi laugardaginn 8. júlí. knöttinn fyrir markið en Þórólf- ur var vel staðsettur og skallar knöttinn í netið. Á 36. mínútu skaut Ole Rith- penn framhjá úr góðu færi. Þriðja mark KR kom á 36. mínútu, er Gunnar Guðmannsson gaf. fyrir markið en Þórólfur henti knöttinn á lofti og skoraði með óverjandi þrumuskoti. Nokkrum sekúndum fyrir lok hálfleiksins átti Rúnar í höggi við Ole Nielssen og tókst Nielssen að renna knettinum til Rithpenn, sem var óvaldaður og skoraði óverjandL • Ausandi rigning Rigningin óx um allan helming í síðari hálfleik en hún virtist hafa mikil áhrif á Danina, sem byrjuðu hálfleikinn með tals- vert meiri snerpu heldur en þeir höfðu sýnt fyrr í leiknum. Á 7. mínútu átti Nielsen þrumu skot á markið, sem Heimir varði í horn, en eftir hornspyrnuna varði hann glæsilega skot af stuttu færi. Fjórða mark KR kom á 19. minútu og var Þórólfur enn að verki með góðri aðstoð Gunnars Guðmannssonar. Danir tóku miðj una Og Nielssen brunaði upp með knöttinn með Rúnar Og Bjarna á hælunum, en ekkert dugði Og knötturinn lá í netinu. Þórólfur bætti síðan tveim mörkum við á 31. og 40. mínútu. • Liðin Veðrið hafði sín áhrif á þenn- an leik og fyrir bragðið varð hann ekki eins skemmtilegur og hann hefði getað orðið þrátt fyr- ir markafjöldann. í liði Freja eru engar stjörnur, en leikmenn eru yfirleitt jafngóðir og mig grunar að þeir geti sýnt talsvert meira heldur en þeir gerðu í þessum leik. Það var eins og baráttu- vilja vantaði, nema þá helzt í byrjun síðari hálfleiks. Ef nefna ætti einstaka leikmenn þá virt- Frh. á bls. 23. S.L. laugardag fór fram í Vest- mannaeyjum fyrsti leikur íslands mótsins í II. aldursflokki, en hér verða háðir allir leikirnir í öðr- um riðlinum (í þessum riðli eru ÍBV, KR, Valur og Keflavík) en í hinum riðlinum munu leikirnir fara fram einhversstaðar fyrir sunnan (í þeim riðli eru Þróttur, Akranes, Hafnarf jörður, Víkingur og Fram). Álitið var að í riðli I væri KR sigurstranglegast, en í hinum Þróttur . Þessi leikur, sem hér var háð ur í dag verður að teljast „stór leikur a.m.k. á okkar vísu, sem sé fyrsti leikur í íslandsmóti II. aldursflokks og þá fyrsta íslands mót í þessum flokki sem hér hef ur verið haldið, enda var hér beð ið eftir þessum leik með nokk- urri eftirvæntingu þar sem búist var við 1 fyrstu að þessi leikur mundi verða jafn, en það var haldið um styrkleika liðanna. — Leikurinn hófst kl. 4 e.h. í á- kjósanlegu knattspyrnuveðri. Á- horfendur voru geysimargir enda búist við miklum og jöfn- um átökum og talsverður íþrótta viðburður að fá þátttakendur í fslandsmóti hingað þó í II. fl. sé, en það er nú það sem koma skal sem sé þessir ungu keppendur sem byggja upp þorra meistara liðs, þó litlu síðar verði. ÍBV kaus að leika á norðurmarkið, undan golu. Liðin leituðu fyrir sér og sást þarna strax í upphafi virkt og skemmtilegt spil hjá báðum liðum. Lið ÍBV sótti öllu fastara fyrst en þó má segja að liðin hafi verið jöfn fyrstu 15 mín. leiksins, en einmitt þá voru mörg skemmti leg og vel uppfærð upphlaup sem ekki náðu þó að enda með marki. Á 18. mín. kom fyrsta mark leiksins. Lið ÍBV leik upp miðjuna, nokkurt þóf myndaðist á miðj- unni en samt barst leikurinn á- fram að marki KR. Þetta dró marga KR-inga inn á miðjuna en nú var boltinn rekinn yfir til vinstri þar sem Baldur Jónsson v. úth. ÍBV eygði tækifærið og brunaði í eyðuna og nóði að spyrna föstum jarðarbolta, sem hafnaði í netinu. Markv. KR átti enga möguleika að verja. 1:0 fyrir ÍBV færði nú enn meira fjör í leikinn og hraðinn jókst KR átti nokkur ágæt upp- hlaup, en þau nýttust aldrei til fulls. Einnig áttu ÍBV nokkur snögg upphlaup, sem þó sköpuðu ekki verulega hættu fyrr en á 33. mín. er Aðalsteinn Sigurjóns- son, miðframh. ÍBV fékk send- ingu, sem hann skilaði í netið með hörku skoti af nokkuð löngu færi. 2:0 í hálfleik fyrir ÍBV. Eftir hlé sóttu KRingar nokk uð fast, sem dró til þess að þeir náðu mjög jákvæðu upphlaupi upp hægri kantinn. H. úth. KR komst fram hjá v. bakverði ÍBV og skoraði eina mark KR fram hejá úthlaupandi markv. ÍBV. Þetta var nokkuð gott þar sem KR-ingurinn skaut úr mjóg þröngri stöðu. Nú voru 30 mín. eftir til leiksloka og þá stóðu leik ar 2:1 fyrir ÍBV. Nú kom nokk ur fjörkippur í lið KR og jafn aðist leikurinn þá nokkuð, en þetta stóð skammt, því að litlu síðar eða er 15 mín voru af síðari hálfleik var dæmd víta- spyrna á KR fyrir grófa hrind- ingu á teignum. Viktor Helgason framkvæmdi spyrnuna, sem hann skoraði örugglega úr, með hnit miðuðu skoti inn í hliðarnetið Nú sóttu ÍBV látlaust það sem eftir var leiknum, Á 17. mín fær Aðalsteinn hnit miðaða sendingu á milli tveggja KRinga, en hann nær að spyrna nokkuð föstum snúnigsbolta, sem markv. KR hélt ekki og rann löt urhægt í mark. 4:1. Á 25. mín. leika ÍBV upp vinstri væng, Að alsteinn og Baldur leika mjög vel saman og á miklum hraða sem endar með að Baldur fær skorað Aðalsteinn og Baldur sýndu oft glæsilega samleikskafla 4 mín. fyrir leikslok skorar Að alsteinn 6. og síðasta mark leiks ins og það glæsilegasta. Hann fær sendingu sem hann stendur frek ar illa að en nær að leggja bolt an vel upp fyrir sig og þrumar af 18 m. færi hörku skoti upp undir þverslá og í hornið. Glæsi legt mark. Leiknum lauk sem sé með 6:1 fyrir ÍBV og má telja það nokkuð réttlát úrslit eftir tækifærum og gangi leiksins. Lið ÍBV var mjög jafnt og féll vel saman og verður verla einn tekinn fram yfir ann- an, nema þá að í framlínunni voru Baldur og Aðalsteinn mjög duglegir. Lið KR var gott á köflum, en virtist ekki ná vel saman, nema endrum og eins. Þeir sýndu á köflum hratt og nokkuð gott og virkt spil, með snöggum skipting um, en þó náði liðið aldrei að fuH komna tækifærin, svo að hættur við mark ÍBV urðu ekki margar, enda braut vörnin spilið niður fyrir KR. En því sem ef til vill mestu hefur ráðið um að ekki fór betur fyrir KR en raun ber vitni um, var of mikil sigurvissa I upphafi og það að einstaka menn liðsins fóru að ráðsmennskast inn á víð, eri við það féll öll heildarsamstaða úr liðinu og það smá brotnaði niður. Dómari í leiknum var Ólafur. Erlendsson og má segja að hann hafi sloppið dável frá leiknum. Um leikinn verður svo ekki meira sagt að sinni, en nú verð ur eflaust vel fylgzt með gangi liðst ÍBV eftir þennan stóra sigur yfir því liði, sem sigurstrangleg ast var talið í upphafi. Þetta er annar stórsigur þessa liðs þvl íyrir skömmu hefur það unniS íslandsmeistarana frá í fyrra, Akranes með 7:0 og 3:2, en þeir leikir voru ekki í þessu móti heldur aukaleikir. Ingvar Hallsteinsson vakti athygli á ÍR-mótinu með sigri sinum i spjótkasti. Þetta er fyrsta mót hans eftir Bandaríkjaförina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.