Morgunblaðið - 30.06.1961, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.06.1961, Qupperneq 23
Föstudagur 30. júní 1961 MORCUNBLAÐ1Ð 23 rezk herskip Dregur til ti&inda i Persaflóa á ieið til Kuwait TEHERAN, fran, 29. júní (Reut- er). — Grunur leikur á, að til tíð- inda kunni að draga í furstadæm inu Kuwait, áður en langt um líður. Berast fregnir um, að brezk herskip séu á leiðinni þangað. Eftirlitsbátar frá frak skutu á gufubáta frá fran í dag, er þeir voru að flytja matvæli til Ku- wait. Þaðan berast jafnframt þær fregnir, að allmargir menn hafi særzt alvarlega í átökum, sem urðu i höfuðborginni Bazaarr í dag milli þarlendra kaupmanna og kaupmanna frá írak. Mjög er óttazt að verið sé að undirbúa skemmdarverk í Kuwait og nef- ur hinum fámenna her landsins — sem telur um þrjú þúsund manns — verið skipað að vera viðbúinn hverju sem er. • Freigátur og flugvélaskip. Sagt var í Kuwait í dag, að tvær brezkar freigátur væru væntanlegar til landsins á morg- un til þess að verja m.a. olíu- Ihreinsunarstöðina í Ahmadi. f»eg ar hefur verið gerð tilraun til þess að kveikja í stöðinni en hún imistókst. Þá segir í fréttum frá Hong Kong, að brezku freigáturnar — Sild Framh. af bls. 1 plönum, i dag á öllum, og nú í nótt verður hamazt á hverju plani. Mörg skip bíða afgreiðslu. Kvenfólki smalað af kappi. Óhemjumargt fólk er komið hingað, og þegar litið er niður á bryggjur, er þar svart eins og af flugnasveimi. Þó skortir eitt- hvað enn af stúlkum. Öllu kven fólki, sem rólfært er og rúm- lega það, er smalað niður á plönin til að salta. Segja gár- ungarnir, að sumar dömumar hafi ekki sézt árum saman úti við, enda hafi þær löngu verið taldar dauðar. Hér er ekki til svo „háttsett“ frú í bænum, að hún sé ekki komin í síldina. Saltað i alla nótt Hér verður sem sagt saltað af kappi í alla nótt. í dag hefur verið ágætis veður á miðunum og margir fengið síld á sömu miðum og í nótt, þ. e. milli Kolbeinseyjargrunns og Rifs- banka. Veðrið versnar — mikil áta. Seinni hluta dags fór veður heldur að versna, og nú í kvöld er kominn á austanstormur. Þeg- ar fór að þyngja, sigldu skipin flest upp undir Grjótnes, norð- vestast á Melrakkasléttu og liggja þar nú í vari. Síldin mun hafa spillzt eitthvað við að slást utan í, eftir að fór að hvessa, og «ná vera, að verðmæti þessarar fallegu síldar lækki eitthvað. Sjó menn eru samt alls ókvíðnir, því að þessi stormur getur ekki var- að lengi, og mikil áta er í sjón- um. /Eglr finnur enn síld — netamenn svefnvana. Ægir hélt áfram að finna sild & þessu svæði í dag, en hætti leit inni undir kvöld vegna austan- Bnerpustormsins. Mikið er um það, að nætur rifni, og hafa netamenn ekki und an við að bæta netarifrildin. Ef- ast ég um, að þeir nái tveggja tíma svefni á sólarhring. 17 sklp yfir 1000 mál og tunnur. Þessi 17 skip voru með 1000 mál og tunnur eða meira: Víðir IX. (1800) Haraldur '(1700), Auðunn GK (1600), Ólatf ur Magnússon KE (1600), Pétur Sigurðsson (1550), Guðmundur Þórðarson RE (1300), Sæþór „Yarmouth“ og „Llandaff" hafi skyndilega haldið frá Hong Kong í dag og að því er sagt var, hald- ið til Singapore. Ekki hefur feng izt staðfest, hvort þær eigi síðan að fara til Kuwait. Flugvélaskip- ið „Victorious", sem átti að fara til Hong Kong hefur sömuleiðis fengið skipun um að halda til Singapore. Annað flugvélaskip „Bulwark" er á fyrirfram áætl aðri ferð um Persaflóa. í London sagði talsmaður brezka flótamálaráðuneytisins, að Bretar fylgdust nákvæmlega með framvindu mála í Persaflóa, en annars vildi hann ekkert um mál ið segja. Óstaðtfestar fregnir frá Kuwait herma, að hermenn séu .komnir þangað frá Saudi Arabíu, og hafi þeir tekið sér stöðu á landamær- um Kuwaits og íraks, sem nú hefur verið lokað. Ekki er vitað hversu fjölmennt lið þetta er. Ennfremur segir, að hermenn frá Jórdaníu séu væntanl. til lands ins á morgun. Hinn fámenni her Kuwait hefur fengið skipun um að vera við öllu búin. Loks skýr ir stjórnarblaðið A1 Ahran í Kairo svo frá í dag, að tvö her- fylki í írak hafi lagt síðdegis í gær af stað til landamæranna. (1300), Eldey (1200), Sigurður Bjarnason EA (1200), Heiðrún (1150), Baldur EA (1100), Snæ- fell (1100) og 1000 tunnur höfðu Ársæll Sigurðsson, Gylfi EA, Helgi Helgason, Reynir AK og Víðir SU. M.s. Helgafell lestar hér síld- ina, sem fékkst fyrst og fer til Finnlands. — Guðjón. Mikið saltað á Ólafsvík. ÓLAFSFIRBI, 29. júní. — f gær- kvöldi haíði verið saltað hér á stöðvunum svo sem hér greinir: Auðbjörg: 2200 tn. Jökull: 1750 og Stígandi: 1150. Þá höfðu 850 tunnur farið í frystingu. Síðan í gærkvöldi og þangað til kl. 9 í kvöld hafa eftirtalin skip komið með síld: Guðrún Þorkellsdóttir (750), Ólafur Bekk ur (700), Sigurður Bjarriason (1200), Víðir II. (1800), Guðbjörg ÓF (650) Hafþór (250) og Björg Eskifirði (700). Sæþór er á leið til lands rétt ókominn með 1300 tunnur. Nú vinna við síldarsöltun u.þ. b. —160 súlkur. — J. Á. Síldarsöltun í Dalvík. Mikið er komi ðaf aðkomufólki til Dalvíkur, enda veitti ekki af því síðasta jsólarhringinn þá barst mjög mikið magn af síld þangað. Baldur kom með 1100 tn, Tálknfirðingur með 900 Bjarmi og Eldborg með 700 hvort, Árni Geir með 550 og Júlíus Björns- son með 200. Hættir á Litla Hrauni HELGI VIGFÚSSON, fangavörð ur og framkvæmdastjóri á Litla Hrauni hefur nýlega beðizt lausn ar frá starfi sínu. — Iþróttir Framh. af bls. 22 ust miðherjinn Nielsen og hægri innherji Leo Nielsen vera beztu menn liðsins auk markvarðarins, sem oft varði af öryggi og verður ekki sakaður um mörkin. Vörnin er lakari hluti liðsins. í KR-liðinu voru þeir Þórólfur og Garðar Árnason menn dags- ins og Heimir stóð sig vel í mark- inu. Rúnar Guðmannsson lék með KR sem miðframvörður og rödd heyrðist meðal áhorfenda sem sagði: „Hann er mikið betri í þessari peysu!“ — B.Þ. • Átök í höfuðborg Kuwait. Ferðamenn og sjómenn i Abadan segja að eftirlitsbátar frá frak hafi skotið á íranska gufubáta, sem fluttu matvæli og annan varning til Kuwait. Höfðu um sjötíu bátar lagt upp frá íran, í morgun, er kaupmenn frá Basra héraðinu neituðu að annast þessa flutninga. í Shatt-Al-Arab ■'rið mynni fljótanna Tigrís og Efrat hófu eftirlitsbátarnir skothríð, en ekki er vitað hvort slys urðu á mönnum. Hinsvegar höfðu all margir særzt í Bazaarr í morgun, er til átaka kom milli kaupmanna frá Kuwait og írak. Fólk fór hóp göngur um götur borgarinnar og bar myndir af furstanum í Ku- wait og íranskeisara. Lét fólkið óspart í ljósi andúð á Kassem. Sagt er, að allmargir menn frá írak hafi verið handteknir í dag, er þeir voru að breiða út áróður og undirbúa skemmdarverk. • Fundur Arabaráðsins 17. júlí. Málgagn kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, Pravda, ræðir fyrst í dag kröfu íraks til Kuwait. Ræðir blaðið málið að- eins lauslega og tekur afstöðu með hvorugum aðila. Hins — Sukselainen Framh. af bls. 1 af hálfu Kekkonens forseta um lausnarbeiðni Sukselainens, en á mánudag er boðaður ráðuneytis fundur með forsetanum og verð ur þá tekin afstaða til lausnar- beiðninnar. Ennfremur hefur Sukselainen skýrt frá þvi, að hann muni kalla miðstjórn flokks síns, Bændaflokksins, til fundar á mánudag. í lausnarbeiðni forsætisráð- herrans til Kekkonens forseta seg ir meðal annars: — Enda þótt ég geti ekki játað að ég sé sekur um það afbrot, sem dómstóllinn i Helsinki hefur dæmt mig fyrir og þótt sá dómur snerti engan veginn störf mín sem forsætis- ráðherra landsins, kunna að líða margir mánuðir þangað til ég get náð rétti mínum fyrir hæsta rétti. Þar sem ég tel óviðeigandi, að ég gegni skyldum forsætisráð- herra þann tíma, óska ég að mega leggja lausnarbeiðni mína fram fyrir forseta lýðveldisins“. Svo sem frá var sagt í gær var Suksalainen dæmdur til að greiða fésekt og honum gert að láta af forstjórastarfi sínu, en með honum voru dæmdir 16 aðrir stjórnarmeðlimir lífeyris- sjóðsins. Mál þeirra hefur verið í rannsókn í meira en ár. Sukselainen var fæddur árið 1906. Að loknu háskólanámi í Helsinki gerðist hann fyrst blaða maður, en síðar kennari í hag fræði. Árið 1944 varð hann for maður finnska Bændafl. og hefur verið það siðan. Áður en Sukselainen varð for sætisráðherrað hafði hann gegnt embættum fjármálaráðherra og innanríkismálaráðherra. Forseti finnska þingsins var hann 1956. — Dr. Fitch Framh. af bls. 24. ins, hafði aðeins fundist lík eins stúdentsins auk flaksins af bátn um. Þegar Garm kemur að hafnar bakkanum á Akureyri mun lík bíll bíða þar og tak lík stúdents ins. örðugt verður að koma því áfram vegna verkfallsins, þar sem ekki er strax um flugferðir að ræða. Eftirlitsskipið Garm óskaði eft ir að fá að taka olíu er það kæmi til Akureyrar, en því var þá til- kynnt að þar væri enga olíu að fá vegna verkfallsins. Skipið á- kvað að koma samt til hafnar, en það mun í leiðinni sækja norska sjóliða, sem settir voru á íand í síðustu viku. vegar segir blaðið, að heims veldasinnar í Bretlandi og Banda ríkjunum séu að reyna að hleypa þar öllu í bál. Tali jafnvel banda rískir fréttamenn um, að CENTO bandalagið grípi 1 taumana. Þeir Saud konungur í Saudi Arabíu og Nasser forseti Ara- bíska Sambtmdslýðveldisins hafa í gær Og í dag skipzt á skeytum vegna Kuwait og furstinn þar hefur einnig símað til Nassers og I látið í ljósi þá ósk, að hann megi treysta á stuðning Nassers við hinn löglega rétt Kuwaits til að vernda sjálfstæði sitt I Amman í Jórdaníu átti banda riski sendiherrann, William Mac omber, viðræður við forsætisráð herra landsins Bahjat Talhouni, um Kuwait. Sagði Talhouni síðar í dag við fréttamenn, að Jórdaníu hefði ekki verið boðið að taka þátt í fundi Arabaráðsins um Kuwait, sem boðað hefur verið til 17. júlí n.k., en Jórdanir væru reiðubúnir að taka þátt í þeim fundi. Óstaðfestar fregnir herma að frak hafi tekið fyrir allar vega- bréfsáritanir frá landinu alla næstu viku, vegna hátíðahalda er þar verða í tilefni af þriggja ára afmæli lýðveldisins — en sem kunnugt er gerði Kassem hers- höfðingi byltingu í írak 14. júlí 1958. Þá hefur eitt að aðalblöðunum í írak birt á forsíðu stóra mynd af skjali, sem blaðið segir sönn- un á réttmæti kröfu íraks til Kuwats. Er skjalið undirritað af héraðstjóra Basra-héraðsins í ír ak og herforingja frá Bagdad og það er stílað til Mubarak Assa- bam fursta, þess, er árið 1899 undirritaði samkomulagið við Breta um að þeir tækju við verndargæzlu í Kuwait. — Þingmenn Framh. af bls. 18 því að útvega þetta fé og höfðu þeir tekið vel í það. Síðan var gengið um Ólafs- víkurhöfn og kynntu alþingis- mennirnir sér staðhætti alla og áætlanir Ólafsvíkinga. ★ Vegagerð Um daginn var alþingis- mönnunum boðið inn að Bú- landshöfða. Þar er nú unnið að vegagerð og voru tvær öflugar jarðýtur að verki. Standa von- ir til að hægt veröi að aka fyr- ir Búlandshöfða í lok þessa árs. Þingmennirnir héldu heim seint á þriðjudagskvöld eftir að hafa setið kvöldverðarboð hrepps nefndarinnar. Stýrimannafélag íslands heldur fund 30. júní kl. 17 að Bárugötu 11, uppi, — Félagar fjölmennið. Stjórnin ABIGAEL JÓNSDÓTTIR frá Þingeyri andaðist í Elliheimilinu að Sólvangi, Hafnarfirði, 28. þ.m. — Útförin auglýst síðar. Vandamenn Faðir minn ÓLAFUR BÖÐVARSSON andaðist 24. júní. — Útförin hefur farið fram. Hafnarfirði, 29. júní 1961. María E. Ólafsdóttir Faðir minn HJÁLMTÝR JÓHANNSSON Snorrabraut 42 andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 28. júní Jóhann Hjálmtýsson Móðir okkar GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Sólmundarhöfða, Akranesi verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn L júlí. — Athöfnin hefst með bæn að heimili hennar kL 1,30. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á sjúkrahús Akraness. Synir hinnar látnn Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför FRÚ STEFANfU GfSLADÓTTUR Hverfisgötu 39 Aðstandendur Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar STEFANÍU SIGFÚSDÓTTUR Sérstaklega þökkum við hjónunum Helgu Eiríksdóttur og Guðmundi Jónssyni, Starhaga 14 fyrir órofa tryggð og hjájpsemi við hina látnu. Jónítna Sigfúsdóttir, Árni Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.