Morgunblaðið - 31.08.1961, Síða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. ágöst 1961
....- ""*............
AUSTUR í Persíu boðaði |
Zaraþústra spekingur þá trú, f§
að manneölið væri skipt í ||
tvær náttúrur, góða og illa. ||
Nú hefur það komið í ljós, ;i|
að góði hrafninn frá Úifars-
felli, sem talið var að um- :
hverfzt hefði og hlotið jn ik-
leg málagjöld uppi í Mosfells ||
sveit á mánudaginn, er tveir
hrafnar, góður og annar held:||
ur verri, svo ekki sé meira §§
sagt.
Hrafninn frá Úlfarsfelli !if-
ir góðu lífi á Ásulandi við ||
Reynisvatn. Á Úlfarsfelli
hafði hrafninn fundið hvöt" "
hjá sér til þess að aðstoða við
málun á rakstrarvél og feng-
Sjö stúdentar hljóta
30 þús. kr. styrki í 5 ár
í FJÁRLÖGUM fyrir árið 1961,
14. gr. A. II. er svo fyrir mælt, að
af fé því, sem ætlað er til styrkt
ar íslenzkum námsmönnum, skuli
gert ráð fyrir sjö 30 þúsund kr.
styrkjum til allt að fimm ára
náms erlendis eða við Háskóla ís
lands. Skulu styrkir þessir veitt
ir nýstúdentum, sem sýnt hafa
sérstaka hæfileika til náms —
Þessi mynd var tekin af góða krumma í gær upp við
Reynisvatn.
(Ljósm. Mbl. KM)
hjólbarðinn á hlaðinu á Ásu-
lundi.
Það þóttu heldur en ekki
gleðitíðindi á Úlfarsfelli, þeg
ar fréttist um góða heilsu
Innir hrafninn: Aldrei meir
kk
ið rauðan blett á vænginn.
Það stendur heima við hrafn-
inn á Ásulandi. Hann hefur
þrifizt þar ágætlega í næst-
um tvær vikur og er farinn
að segja já, já. Hann hefur
gamnað sér við börnin og
leikið við hvem sinn fingur,
sagði frúin á Ásulandi. Við
sjáum mikið eftir honum.
Börnin á Úlfarsfelli koma að
sækja hann á morgun.
Hrafninn ,sem gerði usl-
ann í Reykjahverfinu er hins
vegar dauður og grafinn, eins
og skýrt var frá í blaðinu í
gær. En hvaðan kom hann?
Uppruni annars hvors
hrafnsins liggur ljós fyrir.
I vor stálu strákar einum
hrafnsunga í hreiðrinu við
Hafrahlíðarhornið. Sigurður
Ólason lögfræðingur fann
hrafninn ófleygan við bú-
stað sinn og þau hjónin
færðu honum daglega mat
upp í hlíðina. Svo kom
benzínverkfallið og krummi
fór illa út úr því, eins og
svo margir aðrir. Ekki var
hægt að fara daglega upp að
Hafravatni og fóðra fuglinn,
og svo hvarf hann.
Dauði hrafninn sagði hins
vegar ekki sitt síðasta orð á
mánudag. Þegar framkalla
átti filmuna af honum og
banamanni hans í gær, þá
varð framkallarinn of sterk-
ur og lá við að myndin færi
út um þúfur. Þegar brjóta
átti söguna af hrekkjabrögð-
um hans inn á síðuna, þá
hrundi letrið í gólfið. Og
þegar mynda átti góða
krumma í gær, þá sprakk
krumma. íbúar Reykjahverf-
isins varpa hins vegar önd-
inni léttar, þegar hinn spillti
frændi góðakrumma er kom-
inn undir græna torfu.
Grafskrift okkar yfir hon-
um er úr ljóðmæli Poe í
þýðingu Einars Ben.:
Eg var hryggur i þann tíma,
og þó lá mér við að kíma,
er ég krumma kæki leit, svo
kringilegir voru þeir ...
J. R.
Menntamálaráði fslands er falið
að úthluta styrkjunum.
Hinn 6. júlí s.l. auglýsti Mennta
málaráð eftir umsóknum um fyrr
greinda styrki. Umsóknarfrestur
var til 10. ágúst. Alls bárust 18
umsóknir. Hugðust umsækjend!
ur leggja stund á eftirtaldar náms
greinar (aðalnámsgreinar einar
taldar): Fimm ætluðu að nema
verkfræði, fjórir læknisfræði, —■
tveir hagfræði og einn hverja
eftirtalinna greina: dýralækning
ar, eðlisfræði, ensku, norrænu,
sálarfræði, stærðfræði og tann-
lækningar.
Menntamálaráð hefur lokið út
hlutun styrkja þessara.
Eftirtaldir stúdentar hlutu I
ár fimm ára styrki:
Guömundur Sigurðsson stúdent
úr Menntaskólanum á Akureyri,
til náms í læknisfræði.
Guðrún Agnarsdóttir, stúdent
úr Verzlunarskóla íslands, til
náms í læknisfræði.
Gunnar Benediktsson, stúdent
úr Menntaskólanum í Reykjavík
til náms í rafmagnsverkfræði og
stærðfræði.
Gunnar Karlsson, stúdent frá
Menntaskólanum á Laugarvatni,
til náms í sálarfræði og þjóð-
félagsfræði.
Þorgeir Pálsson, stúdent úr
Menntaskólanum í Reykjavík, til
náms í flugvélaverkfræði.
Þorsteinn Gylfason, stúdent úr
Mermtaskólanum í Reykjavík, til
náms í hagfræði.
Þórir Jónsson, stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri, til
náms í norrænu.
Þess skal getið, að umsóknum
allra fyrrgreindra stúdenta
fylgdu mjög eindregin meðmæli
skólastjóra og kennara.
Norrænn
bókafundur
OSLÓ, 24. ágúst — (NTB) —
Norrænn akademískur bókafund
ur hefst hér í Osló á föstudag
og mun standa til sunnudags.
Hin mikla grózka í starfsemi há
skólanna á Norðurlöndum gerir
vaxandi kröfur til bókaútgáfu
og — verzlunar á þeirra sviði. Það
eru einkum vandamál spunnin
af þessum toga, sem rædd verða
á fundinum. Þar á meðal mun
verða fjallað um möguleikana
á sameiginlegri útgáfu norrænna
bóka, sem notaðar eru við há-
skólakennslu; svo og hugsanlega
samvinnu um innflutning og út-
vegun á vörum í þarfir stúd-
enta.
Fundinn sitja alls 30 fulltrúar
frá Danmörku, Finnlandi, ís-
landi, Noregi og Svíþjóð. —
Samkvæmt upplýsingum, er
Mbl. hefur aflað sér hér, tekur
Njörður P. Njarðvík, stud. mag.
þátt jl störfum fundarins af
hálfu Stúdentaráðs Háskóla ís-
land3.
• Kiljanskvöld
í sumar hafa öðru hverju
borist okkur til eyrna auglýs-
ingar um Kiljanskvöld — í
Ólafsvík, á Sauðárkróki á
Vopnafirði og víðar. Ég hugs-
aði ætíð með mér að þegar
sýningar þessar bærust til
Reykjavíkur þá ætlaði ég að
fara. Svo á laugardag, þegar
önnur sýning var auglýst um
kvöldið, var mér sagt að ekki
gæti orðið framhald á sýning-
unum, vegna þess að Lárus
Pálsson væri að fara í sjúkra
hús á mánudag og flokkurinn
mundi aðeins hafa eina sýn-
ingu í viðbót á sunnudags-
kvöld austur á Flúðum.
Ég var svo heppinn að fá
miða á laugardagssýninguna
í Iðnó, og þurfti því ekki að
elta flokkinn austur í Hreppa.
Ég átti von á skemmtilegri
stund, en sýningin tók þó
langt fram því sem ég hafði
búizt við. Þetta Kiljanskvöld
er í meðförum þeirra Helgu
Valtýsdóttur, Lárusar Pálsson
ar, Haraldar Björnssonar og
Rúriks Haraldssonar að mín-
um dómi, afar ánægjuleg sýn-
ing.
Fyrri helmingur sýningar-
innar er úr Paradísarheimt og
eru persónurnar stórskemmti-
legar í meðfönim leikaranna
— ekki síður en á síðum bók-
arinnar, Steinar Steinsson í
Hlíðum undir Steinahlíðum
sem aldrei sagði já eða nei,
Steina dóttir hans, sem ekki
vissi glöggt hvernig hún var
orðin þunguð, prangarinn og
kvennabósinn Björn á Leir-
um, sýslumaðurinn með hug-
sjónirnar, Þjóðrekur morm-
óna-biskup með boðskap sinn
um förina yfir eyðimörkina
og biðillinn, frá næsta bæ, er
eygði möguleika á jarðnæði
fyrir það eitt að segjast hafa
lagt konu upp á kistu frammi
í búri. Ef þessar persónur eiga
ekki með tímanum éftir að
verða álíka kunnar og vinsæl-
ar og Bogesen, Ásta Sóllilja,
heimasætan á Fæti jmdir
Fótafæti og fleiri skemmti-
legar Kiljanspersónur, sem
allir þekkja, þá er ég illa svik-
inn,
• Þrjár sögupersónur
Næst á sýningunni komu
þrjár sögupersónur: Todda
trunta úr Sölku Völku vitn-
aði á sinni Hjálpræðishers-
samkomu (Helga Valtýsdótt-
ir), Gudmundsen kaupmaður
(Haraldur Björnsson) úr
Brekkukotsannál hélt sína
stórkostlegu ræðu til heiðurs
söngvaranum sem var búinn
að bera hróður landsins út
um víða veröld, og Pétur þrí«
hross (Rúrik Haraldsson)
lýsti fyrir Ljósvíkingnumi
hugsjónum sínum um flugmál
og trúmál.
• Nýr Jón
Hreggviðsson
Ég hafði orðið fyrir von-
brigðum, þegar ég sá að síð-
asti hluti Kiljanskvöldsins
voru þættir úr íslandsklukk.
unni, þar eð það hefur áður
verið flutt hér. En þetta reynd
ist vera alveg ný sýning. Eitt
atriðið, Breiðafjarðarsenan,
þar sem þau eru, Snæ-
fríður íslandssól og Árni
Magnússon, hefur ekki verið
fyrr á sviði. Og hin atriðin.
sem tekin voru, í alveg nýj-
um búningi. Það var gaman
að sjá hve ólíkur Jón Hregg-
viðsson í meðförum Lárusar
var Jóni Brynjólfs Jóhannes-
sonar. í meðförum Lárusar
var hann glæpamaðurinn
svarti, en Brynjólfs gráskeggj
aði ásótti bóndinn frá Rein
.— hvor öðrum sannari og
skemmtilegri, þó þeir séu
svona ólíkir. Aðrar gamal-
kunnar persónur svo sem
danska frúin voru • einnig
komnar í ný og skemmtileg
gerfi.
Ég varð ákaflega hrifinn af
þessari sýningu, og heyrðist
aðrir sem ég talaði við einnig
vera það. Skaði að sýningar
skuli þuría að falla niður. AS
vísu hefur Lárus fengið frest
hjá læknum sínum, svo hann
geti leikið á einni sýningu
enn — í kvöld — en Kiljans-
kvöldið er þess virði að fleiri
sjái það en komast á eina
sýningu í viðbót í Iðnó.