Morgunblaðið - 29.10.1961, Side 13
r/ Sunnudagur 29. okt. 1961
M O R G V 'N BXjH Ð l Ð
13
Samhngur
'' Andstseðingar Sjálfstæðisflokks
Sns höfðu lengi hlakkað til þess,
að Ólafur Thors léti af forystu
Sjálfstæðisflokksins. Þeir töldu
ívist, að það væru einungis yfir-
Iburðahsefileikar Ólafs, sem héldi
tflokknum saman. Árum sarnan
Ihafa þeir breitt út um allt land
ffurðusagnir af valdastreitu og
'óvináttu innan flokksins. Svo
mæla börn sem vilja. Allir þeir,
sem skil kunnu á vissu hinsvegar,
að þetta var bláber ímyndun og
óskhy.ggja öfundarmanna flokks-
Sns, svo sem rækilega staðfestist
iá Landsfundinum um síðustu
helgi.
Fundur þessi var betur sóttur
en nokkur annar. Þar voru menn
úr öllum byggðum landsins, ung-
ir og gamlir, karlar og koníir úr
öllum stéttum þjóðfélagsins.
Ei.tt meginverkefni fundarins var
að setja flokknum nýjar starfs-
reglur, þ. á m. ákvað fundurinn.
að formaður og varaformaður
skyldu kosnir sérstaklega á
Landsfundi sjálfum, auk fimm
miðstjórnarmanna en tveir
skyldu valdir af flokksráði. Kosn
Frá setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
REYKJAVÍKURBRÉF
eftirtektarverðari sem hann ger-
ir sig beran að henni fáum dög-
um eftir að hann var kjörinn
formaður þingflokks AXþýðu-
bandalagsins.
Laugaid, 28. okt
Formennska
Vegna samfylkingartilraunanna
hefur ekki þótt henta að þeir
félagar hyrfu sjálfir úr landi á
fyrstu dögum Alþingis til
þess að sitja „flokksþingið". *
Þeir muna, að Mokvuferðir hafa
stundum vakið óþægilega at-
hygli á þjónustusemi þeirra við
valdhafana austur þar.
Ekki án allrar
sómatilfinningar
Margir minnast enn myndar-
innar af Einari Olgeirssyni, þá-
verandi forseta neðri deildar Al-
þingis, þar sem hann sat meðal
æðstu valdamanna hins alþjóð-
lega kommúnisma á byltingar-
afmælinu í Kreml 7. nóv. 1957.
Hannibal Valdimarsson, þóver-
andi ráðherra í ríkisstjórn ís-
lands, hljópst sömu erinda brott
af Alþingi, þótt honum væri feng
inn óveglegri sess þegar austur
kom en Einari. Enda má Hanni-
bal eiga það, hvort sem það er
bonum til lofs eða lasts, að hann
er sjálfur ekki visvitandi komm-
únisti, heldur einungis verkfæri
í þeirra höndum. Flokksþjónust-
an er honum ekki eins í blóð
borin og félögum hans. Því svar-
aði hann óhugsað spurningu
Morgunblaðsins á dögunum og
sagði:
,-Ég er algerlega andvígur
slíku tiltæki. Ég hef annars ekk-
ert meira um málið að segja,
svona pá stáende fod.“
ingarnar fóru fram sl. sunnudag
með þeim hætti, að meðal hinna
mörg hundruð fundarmanna, er
viðstaddir voru. var útbýtt kjör-
seðlum og kaus síðan hver og
einn, án þess. að nokkur tillaga
eða uppástunga um, hvem kjósa
ekyldi. kæmi fram. Þegar at-
kvæði voru talin, lýsti kosning
formanns og varaformanns slík-
um einhug, að einstæður er á
jafnfjölmennum fundi. Flokkn-
um er vissulega mikil eftirsjá
eð Ólafi Thors úr formannssessi.
En samhugur flokksmanna, sem
ætíð var Ólafi ómetanlegur
styrkur, helzt og mun halda á-
tfram að verða höfuðstoð flokks-
ins.
Mikið áunnizt -
Stcfnan staðfest
Þessi einhugur lýsti sér í öll-
um störfum fundarins. Auðvifeið
voru ekki allir sammála um öll
aukaatriði. Menn settu hiklaust
íram skoðanir sínar. gerðu grein
tfyrir sérsjónarmiðum og gagn-
irýndu það, er þeir töldu betur
mega fara. Svo hlýtur ætíð að
vera, þar sem frjálsir menn hitt-
ast ag Landsfundir Sjálfstæðis-
manna eru einmitt vettvangur
opinskárra umræðna um þjóð-
mnálin. En í meginefnum kom
öllum saman.
Allir fögnuðu sigri réttlætis
bg lýðræðis með kjördæmabreyt
ingunni, sigri felenzku þjóðar-
innar í landhelgisdeilunni og
sigri vináttu og bræðraþels í
lausn handritamálsins.
Menn gerðu sér grein fyrir, að
|>ótt mikið hefði áunnizt í efna-
hagsmálunum væri þar enn við
imikinn vanda að etja. Fundurinn
benti á ýms ráð til lausnar hon-
tun og var á einu máli um. að
gegn nýjum skemmdarverkum
yrði að snúast af fullri festu.
Hann minnti á hið gamla kjörorð
tflokksins: Stétt með stétt, og að
vinnulöggjöfina bæri að endur-
skoða með þau sannindi í huga.
Fundurinn lýsti samþykki sínu
við samningu 5 ára efnahags-
áætlunarinnar og afstöðu ríkis-
stjórnarinnar til Efnahagsbanda-
lags Evrópu. Hann hvatti til
tframleiðsluaukningar og bætts
vinnufyrirkomulags, sem leitt
igæti til lifskjarabóta, og stofn-
unar nýrra atvinnugreina, svo
sem stóriðju, eftir atvikum með
aðild erlends fjármagns, ef
tryggilega væri um búið.
Þá ítrekaði fundurinn sam-
þyk ktir fyrri Landsfunda um
endurbætur skattalöggjafar og
nauðsyn á jafnvægi uppbygging-
ar atvinnuvega um allt land, um
aðstoð til þeirxa landshluta og
atvinnugreina, sem illa eru stadd
ar um sinn.
Að lokum hét fundurinn á
landsmenn að búa landið sem
bezt í hendur komandi kynslóða,
halda vörð um frelsi þjóðarinnar
og sjálfstæði einstaklinganna,
svo að æskulýðurinn geti neytt
hæfileika sinna og þekkingar til
blessunar íslandi um alla fram-
tíð.
Traustar varnir
Ætla hefði mátt, að eftir allan
undirróður hinna svokölluðu
,.hernámsandstæðinga“, þar sem
þeir hafa flaggað með nöfnum
manna úr öllum flokkum, mundi
einhver rödd láta í sér heyra á
svo fjölmennum fundi til að
draga í efa nauðsyn á vörnum
landsins. Enginn varð þó til þess.
Enda er sannleikurinn sá, að
jafnvel þeir, sem um skeið voru
efasamir í þessum efnum, hafa
nú sannfærzt um, að öruggar
varnir eru ekki síður lífsnauðsyn
íslendingum en öðrum frjálsum
þjóðum. Af þeim sökum þótti
sumum sem flokkurinn hefði að
undanförnu verið of afskipta-
lítill í þessum efnum og ekki
snúizt nógu hart gegn blygðun-
arlausum áróðri og óhemju fjár-
austri útsendara Moskvuvalds-
ins, sem farið hafa um landið
í gervi „hernámsandstæðinga".
Lengi má um það deila, hvernig
bregðast eigi við þvílíkum óheil-
indum. Sterkast er, þegar stað-
reyndirnar sjálfar tala, og eftir
síðustu atburði getur engum ó-
blinduðum manni dulizt. að
traustar varnir eru nú aðalsjálf-
stæðismál okkar kynslóðar á ís-
landi.
Helsprengja
Sovétstjórnar-
innar
Samkomulag var um, að Lands
fundurinn skyldi ekki að þessu
sinni gera samþykktir í sérstök-
um málum, heldur takmarka sig
við samþykkt starfsreglna fyrir
flokkinn og almenna stjórnmála-
ályktun. Eitt var þó það mál,
sem allir fundarmenn voru sam-
mála um, að þeir yrðu að láta
uppi skoðun sína á. Það var for-
dæming á helsprengjum Sovét-
stjórnarinnar. Fundurinn sam-
þykkti, að taka undir „þá for-
dæmingu á kjarnorkusprenging-
um Sovétríkjanna, sem fregnir
berast af hvaðanæva að úr heim-
inum og X>endir á þá geigvæn-
legu geislunarhættu, sem ís-
ienzku þjóðinni og allri heims-
byggðinni er búin, ef SovétriKin
halda áfram kjarnorkuspreng-
ingum sínum og sér í lagi spreng
ingum risakjarnorkusprengja,
svo sem boðað hefur verið síðar
í þessum mánuði. Framtíðarvel-
ferð og heilbrigði þjóðarinnar er
stofnað í mikla hættu ef spreng-
it.gar þessar verða ekki stöðv-
aðar. Um leið og landsfundur
lýsir ánægju sinni yfir því, að
ísland skuli eiga aðild að flutn-
ingi tillögu um þetta mál innan
vébanda Sameinuðu þjóðanna.
mótmælir fundurinn þessu víta-
verða atferli Sovétríkjanna.
Skorar fundurinn á þingmenn
flokksins að beita sér fyrir því,
að Alþingi mótmæli kjarnorku-
sprengingum Sovétríkjanna, sem
geta haft ógnvænlegar afleiðing-
ar fyrir framtíð alls mannkyns."
í þesum efnum hefur atburða-
rásin orðið örari og uggvænlegri
en menn óraði fyrir. Sovétstjórn
in hefur daufheyrzt við hinum
háværu mótmælum hvaðanæva
að og lætur sér ekki nægja
sprengingar risa kjarnorku-
sprengja í lofti, heldur hefur og
hafið neðansjávarsprengingar í
Norðurhöfum. Með þesu eitrar
hún í senn andrúmsloft og sjávar
djúp, svo að ófyrirjáanlegar af-
leiðingar getur haft, ekki sízt
fyrir okkur Íslendinga, sem bú-
um á næstu grösum og eigum
afkomu okkar að mestu undir
jarðargróðri og sjávarafla. Eðli-
legt er því, að uggur og gremja
fylli nú huga landsfólksins.
„Eg óska ekki eftir
að svara.64
Andúð almennings á hinu ó-
skaplega framferði Sovétstjórn-
arinnar hefur lýst sér með marg-
vfelegum hætti, svo sem hinum
fjölmenna borgarafundi sl.
fimmtudag. Einn er þó sá, sem
þrátt fyrir gefið tilefni kaus að
þegja um skoðun.sína á þessari
ósvinnu. Það er Lúðvík Jósefs-
son. hinn nýkjörni formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins.
Morgunblaðið spurði hann og
ýmsa aðra sl. þriðjudag þessarar
spurningar: '
„Hvert er álit yðar á kjarn-
orkusprengingum Sovétríkjanna,
nú með sérstöku tilliti til á-
kvörðunarinnar um að sprengja
50 megatonna sprengju?"
Þdfesari einföldu spurningu,
sem ætla hefði mátt, að enginn
Íslendingur væri í vandræðum
með að svara, svaraði Lúðvík
svo:
„Ég óska ekki eftir að svara
þessari spurningu."
Þögn Lúðvíks er þeim mun
^ Lúðvíks
Menn hafa nokkuð velt fyrir
sér ástæðunni til þess, að Einár
Olgeirsson var látinn hætta for-
mennskunni og Lúðvík taka við
af honum. Engin fullnaðarskýr-
ing skal að þessu sinni gefin á
því fyrirbæri. En af ræðu Lúð-
víks við vantraustsumræðurnar
á Alþingi var ljóst, að ein af
ástæðunum er sú, að kommún-
istar telja sér nú lífsnauðsyn að
efna til nýrrar vinstri samfylk-
ingar og þá ekki sízt við Fram-
sóknarmenn. Vegna vaxandi ó-
ánægju í röðum Framsóknar yf-
ir samfylkingarbrölti foringja
floikksins hefur Lúðvík verið tal-
inn álitlegri beita á kommúnista
króknum en svo gamalreyndur
Moskvumaður sem Einar Olgeirs
son. Eðlismunur þeirra er þó
enginn. Lúðvík er einungfe æfð-
ari í að bregða sér í allra kvik-
inda líki. Hann reyndist samt
þegar við fyrstu prófraunina
ekki nógu snar í snúningum.
Moskvuhollustan er honum svo
samgróin. að hann gat ebki feng-
ið af sér að svara, þegar hann
var spurður um, hvort honum
líkaði, að andrúmsloftið yfir ís-
landi væri eitrað. Úr þessari
þögn bætti Lúðvík sízt með vafn
ingum sínum á Alþingi. Þar engd
fet hann sundur og saman eins og
ormur undir ofurþunga almenn-
ingsálitsins. Að lokum völdu
„línumennirnir“ og þann kost að
,«svara ekki“ heldur sátu hjá við
samþykkt Alþingfe um mótmæh'
við hið síðasta tilræði Sovét-
stjórnarinnar við mannkynið.
„Umræður haf nar
á flokks|)ingsnu“
Hin sama ósjálfráða þjónustu-
semi við Sovétstjórnina lýsti sér
í Þjóðviljanum á dögunum, þeg-
ar þar birtist á fremstu síðu með
stóru letri svofelld fyrirsögn:
„Umræður hafnar á flokks-
þinginu.
Fulltrúar deila hart á Malen-
koff og félaga.“
Þjóðviljanum þykir óþarft að
greina frá, um hvaða flokksþing
hann er að tala. Á sama veg og
fjöldi íslendinga eiga við Lands-
fund Sjálfstæðfeflokksins, þegar
þeir tala um „landsfundinn“, þá
á Þjóðviljinn við flokksþing
kommúnista í Sovétríkjunum,
þegar hann talar um .,flokks-
þingið“.
Þetta er eðlilegt. Flokkur Lúð-
víks Jósefssonar og Einars Ol-
geirssonar er aðeins ein deild úr
allsherjarflokki kommúnista. —
Þetta sýnir, að enn er eftir of-
urlítið atf sómatiltfinningu hjá
Hannibal. Eða e. t. v. er hann
ívið hyggnari en Lúðvík og .,línu
mennirnir" og skilur betur, hvað
bera má á borð fyrir íslendinga.
Tveir sendir
austur
Leifir ekki atf, því að eftir
komu sína frá Tékkóslóvakíu í
fyrra lét Kannibal uppi, að kosn-
ingafyrirkomulag í löndum aust-
an járntjalds væri ólíkt full-
komnara en hjá lýðræðfeþjóðum,
þ. á m. á íslandi. Kommúnistar
treysta Hannibal þó ekki. Þeir
telja hann óútreiknanlegan. Á A1
þingi hringsnerfet hann á eftir
„línumönnunum“ í kring um hel-
sprengjuna en slitnaði þó við
þriðja mann aftan úr þeim að lok
um. Skiljanlegt er. að kommún-
istar kysu Lúðvík sem formann
þingflokksins, en settu Hannibal
til hliðar. Lúðvík hefur ætíð
sýnt óbrigðula Moskvuhollustu,
svo sem þegar hann fór til
Moskvu rétt eftir setningu land-
helgisreglugerðarinnar 1958 tí.1
að sanna heiminum í hverra
þjónustu hann væri. Hann hafði
og ekki gleymt þjónshlutverki
sínu á Genfarráðstefnunni 1960,
svo sem alræmt er orðið. Atf
fyrrsögðum ástæðum fór enginn
höfuðpauranna nú til Moskvu.
Engu að síður voru sendir þang-
að tveir fulltrúar, þeir Eggert
Þorbjamarson og Guðmundur
Vigfússon. Er því vel séð fyrir
þátttöku íslenzku deildarinnar
nú sem fyrr.
Hvernig varð hon-
um nú við?
Eggert Þorbjarnarson mun
hafa verið annar þeirra útsend-
ara frá íslandi. sem var áheyr-
andi ræðunnar miklu, þegar
Krúsjeff skýrði 1956 frá glæpum
Stalins. Kommúnistar hér hafa í
sinn hóp sagt, að Eggert hafi þá
orðið svo mikið um, að hann hafi
fallið í öngvit og verið lengi að
ná sér eftir ógnartíðindin. Ekki
fara enn sögur af, hvernig hon-
um brá við það framhald glæpa-
sögunnar, sem rakið hefur verið
á flokksþinginu að þessu sinni.
Þar hefur verið frá því skýrt,
að hinir æðstu valdamenn, sem
til ríkfe komu eftir Stalin, hafi
sjálfir tekið þátt í glæpum síns
gamla húsbónda, og síðar sjálfir
Framhald á bls. 14.