Morgunblaðið - 14.11.1961, Page 3
Þriðjudagur 14. nóv. 1961
MORCVNBLAÐIÐ
3
☆
Stykkishólmi:
FYRIR rúmum átta árum
setti kaþólska kirkjan á Is-
landi á íót prentsmiðju í
Stykkishólmi. Ekki lét hún
mikið yfir sér í fyrstu — og
lætur jafnvel lítið yfir sér enn
1 dag. Hún byrjaði í litlum
húsakynnum og með einni
lítilli prentvél, skurðarvél og
heftivél. Þessar vélar voru
fengnar í Belgíu og um leið
kom hingeð til lands ein reglu
systir st. Franciskureglunnar,
en það er sú regla, sem rekur
sjúkrahúsið í Stykkishólmi.
Þessi reglusystir, Hippolytus
að nafni, ólst upp í Belgíu
við prentiðn. Faðir hennar
átti prentsmiðjd og frá unga
aldri — og allt til þess er hún
gekk í kiaustur — vann hún
í préntsmiðju föður síns, þótt
hún lyki aldrei prófi. En þeg-
ar hafinn var prentsmiðju-
rekstur í Stykkishólmi og
henni gefinn kostur á að taka
stjórnina að sér, vatt hún sér
Nunnur í prentsmiðju
til Brussel, þar sem reglusyst-
ur hennar ráku prentsmiðju,
og tók þar sex mánaða nám-
skeið, áður en hún sigldi til
Islands.
• ★ •
Það leið ekki á löngu þar
til fleiri vélar bættust í hóp-
inn í prentsmiðjunni í Stykk-
ishólmi, og varð þá að stæka
salarkynnin að mun og um
leið voru þau gerð hin vistleg-
ustu og öliu haganlega og vel
fyrir komið. Ekki eru þetta
nýmóðins tæki, sem systurnar
hafa undir höndum, heldur
verður að setja allt með hönd-
unum. Prestarnir, bæði i
Stykkishólmi og á Landakoti,
lesa svo prófarkir, og síðan er
bætt úr því, sem aflaga hefur
farið, sett á ný og prentað —
og er leitun að prentvillum
í því, sem þær láta frá sér
fara. Vandvirknin er einstök
í öllum greinum.
• ★ •
Allar bækur, sem kaþólskir
hafa gefið út hér á landi, eru
pretaðar í prentsmiðjunni í
Stykkishólmi. Málgagn ka-
þólsku kirkjunnar, Merki
krossins, er einnig prentað þar,
svo og öll skjöl og skilriki,
I
sem reg’an hefur undir hönd-
um og þarf að nota. Þá er það
ekki ósjaldan að Stykkishólms
búum er hjálpað, þegar þeir
þurfa að láta prenta eitthvað
smávegis. svo sem eyðublöð.
Systir Helena Jóhanna aðstoð
ar systur Hippolytus við þetta
verk, og segja má að hún sé
í læri hjá henni, þó hún fái
ekkert próf eða meistarapróf,
þar sem prentsmiðjustjórinn
hefur ekkert próf. Vinnutím-
inn er langur. Stöfunum er
raðað frá kl. átta á morgnana
til kl. sjö á kvöldin. Það er
mesta og erfiðasta verkið.
Hitt kemur allt að sjálfu sér.
Iðnin vinnur allt og þess
vegna er furðulegt, hve prent-
smiðjan afkastar miklu. Þá
má ekki gleyma því, að þegar
systurnar hafa frí frá önn»rm
dagsins og bænahaldi, þá
leggja þær leið sína í prent-
smiðjuna og hjálpa til. Það
þykir sjálfsagt. Margar hend-
ur vinna þá létt verk. En þess-
ír frítimar þeirra eru alltof
fáir. x
• ★ •
Það er margt að gera í stóru
sjúkrahúsi. Systurnar eru ekki
nema tiu að tölu, og þær reka
auk sjúkrahússins barnaheim-
ili að sumrinu og annast sjálf-
ar um stóra matjurtagarða,
svo stóra að uppskeran nægir
til alls vetrarins og fram á sum
ar. Þá hafa þær skóla fyrir
börn, sem ekki eru kömin á
lögsky'dualdur. Með náminu
er alls konar föndurvinna,
svo af þessu sést að í mörg
horn er að líta.
• ★ •
Systir Hippolytus sagði mer,
að hún heíði mikla ánægju af
starfinu. Hún gengur upp í
því, ef svo mætti segja.
— Auðvitað er miklu
skemmtiiegra að þurfa ekki að
handfjatla hvern einasta starf,
segir hún, og það liggur við
að ég öfundi kollega mína, sem
ekki þurfa annað en að styðja
á takka til að hver stafur mót-
ist af sjáifu sér. — Já sjálf-
virkar vélar eru minn draum-
ur Og mig dreymir oft um að
þær komi, en þær eru svo
dýrar og ekki hægt að leggja
í mikinn kostnað. Kannski
náum við einhvern tíma í vél,
sem t. d. hefur vikið fyrir
annarri betri. Þetta er þó allt-
af upp á við.
— Nei, ég er ekki þreytt.
Anægjan sér fyrir því. Sam-
starfið er bæði gott og inni-
legt. Reglan er eins og stórt
heimili, þai sem allir vinna
saman. Það er hægt að gera
lífið fagurt og bjart. Það er
iíka hægc að gera það erfitt
Og vandræðafullt. Það er mik-
ið til í því, að hver sé sinnar
gæfu smiður.
• ★ •
A meðan við tölum saman
þarf mörgu að sinna. Allt verð
ur að verá á sínum stað. Brot-
in á bokunum verða að vera
rétt, og það er eins og prent-
smiðjustjórinn geti ekki unnt
sér hvíldai'. Starf og aftur
starf. Það er gaman og gott að
sjá eittnvað liggja eftir mann
að dagsverki loknu. Osjálfrátt
kemst maður í gott skap við
að ræða við þessar ágætu og
duglegu systur. Þeim finnst
ekkert ókleyft. Þær hafa tima
til alls. Og brosandi Og ánægð-
ar ganga þær að verki.
— Arni.
STAK8TEINAR
Lúðvík
Kommúnistar létu ekki sjá
sig þrátt tyrir bréflegt boð
VARÐBERG, félag ungra manna
um vestræna samvinnu, hélt f jöl-
mennan og góffan fund í Vest-
mannaeyjum á sunnudaginn. Þrir
frummælendur ræddu um ísland
og vestræna samvinnu, en áð því
loknu voru frjáisar umræffur. —
Þaff vakti undrun, aff Æskulýffs-
fylkingin í Vestmannaeyjum
sendi ekki sína menn upp í ræffu
stólinn, enda þótt frummælend-
nr hefffu bréflega vakiff athygli
un-gkommúnLsta í Eyjum á hinum
frjálsu umræffum um dagskrár-
máliff.
Frummælendur voru þeir As
geir Einarsson, skrifstofustjóri,
Magnús Óskarsson, lögfræðingur
og Tómas Karlsson, blaðamaður
•— og hlutu þeir mjög góðar und
irtektir hins fjölmenna fundar-
Síðan tóku til máls Guðlaugur
Gislason, alþm., Páll Þorbjörns-
son, stórkaupmaður. Sigurgeir
Kristjánsson, lögregluþj-, Hrólf-
ur Ingólfsson, skrifstofustj. og
Sigfús Johnsen, kennari. Allir
hvöttu þeir eindregið að Hrólfi
einum undanskildum til aukinna
átaka til styrktar þátttöku ís-
lands í samstarfi lýðræðisþjóð-
anna. — Fundarstjóri var Jóhann
Friðfinnsson og ritari Jóhann
Björnsson.
Hér fer á eftir bréf það sem
ungkommúnistum í Eyjum var
sent:
Æskulýðsfylkingin Vestmanna
eyjum,
Við undirritaðir frummælend-
ur á almennum fundi Varðbergs,
félags ungra áhugamanna um
vestræna samvinnu, viljum hér
með vekja athygli yðar og félaga
yðar á fundi þeim, sem haldinn
verður í Alþýðuhúsinu í Vest-
mannaeyjum a morgun, sunnu-
dag 12. nóvember, kl. 16,00-
Umræðuefni á fundi þessum
verður fsland og vestræn sam-
vinna. Sérstaklega viljum við
vekja athygli yðar á því að á eftir
framsöguræðum verða frjálsar
umræður og væntum við þess, að
samtök yðar noti þetta tækifæri
til að koma á fundinn til rök-
ræðna um dagskráratriði.
Ásgeir Einarsson, Magnús Ósk
arsson, Tómas Karlsson.
Bofnventlar
teknir úr Guð-
mundi Júní
Á LAUGARDAGSMORGUN
var lögreglunni tilkynnt um
að sjór væri kominn í togar-
ann Guðmund Júní, þar sem
hann lá í Reykjavíkurhöfn- —
Var slökkviliðið kvatt á vett
vang og kom Dráttarbáturinn
Magni einnig að, og tók hann
að sér að dæla úr skipinu.
Var töluverður sjór í togar
anum og er tekizt hafði að
dæla úr honum, kom í ljós, að
botnventill var brotinn eða
hafði verið tekinn úr.
Guðmundur Júní er gamall
togari, sem lengi hefur legið
aðgerðarlaus við Grandagarð.
Hefur lögreglan sent sjó-
rétti skýrslu um málið til frek
ari athugunar.
Mm
Lúðvík alltaf
Moskvumaður
Benedikt Gröndal ritar greln
blaff sitt sl. sunnudag og
kemst þar m.a. aff orffi á þessa
leiff:
„Þegar Alþýffubandalagiff var
myndaff fóru fram á bak viff
tjöldin leynileg samtök, sem
Hermann Jónasson, Hannibal ©g
Finnbogi voru affilar aff, og Al-
þýðuflokksmönnum var kunnugt
»m. Þessir
mennhöfffusam
stöffu v i ff Lúff- ;J|
rík Jósefsson, ' !
sem þóttist þá
srera andstæffing
ur Moskvudýrk-
unar. V a r til-
'angur samsær-
isins a ff r e k a
hina hörffu
Moskvukommún
ista ú r flokkn-
um og gera Al-
þýffubandalagiff aff íslenzkum,
lýffræffissinnuffum samtökum.
Var reynt aff láta sverfa ttl
stáls, þegar Ungverjalandsmáliff
stóff sem hæst, en Lúðvík brást.
Hann virffist hafa veriff útsend-
ur af sjálfum Moskvuhópnum til
aff eyffileggja þetta samsæri,
enda rann þaff út í sandinn fyr-
ir hans verk. í staff þess aff
reka hina hörffu Moskvukomma,
eru Hannibal, Finnbogi og Al-
freff nú sjálfir í minnihluta og
eiga fárra kosta völ. Þeir sjá nú
í gegnum Lúffvík en þora ekki
aff gera neinar alvarlegar æf-
ingar af ótta viff að detta út úr
pólitík með öllu. Þeir eru rauiv-
verulega fangar kommúnista“.
Ekki einsdæmi *
Rétt er aff menn festi sér
þessa lýsingu Benedikts Grön-
dals í minni, þótt hún sé svo
sem ekkert frumleg. Þetta ættu
allir að vita, þótt ýmsum gleym-
ist þaff stundum. Menn þeir, sem
ganga kommúnistum á hönd,
verffa von bráffar fangaffir af
þeim. Þeir standast þeim engan
snúning í bardagaaffferffum. Þeir
gera sér ekki grein fyrir aff
þeir eru á valdi Ku-klux-klan-
hreyfingar, sem einskis svífst í
svikum og bolabrögffum. Raunar
er þaff furffulegt, aff Hannibal,
Finnbogi og Alfreff, sem allir
höfffu reynslu í stjórnmálum,
skyldu ekki gera sér þess fulla
grein, þegar þeir stóffu aff stofn-
un Alþýffubandalagsins, aff
kommúnistar mundu tryggja sér
þar tögl og hagldir. Þeir hefffu
sannarlega ekki átt aff vera svo
einfaldir aff halda að sá tengi-
liffur, sem þeir fengu viff komm-
únistaflokkinn, í þessu tilfelli
Lúffvík, mundi verffa á þeirra
bandi, en ekki Moskvu, um þaff
er lyki. Engar líkur eru til þess
aff þremenningarnir losni héffan
í frá burt frá heimskommún-
ismanum.
Síðbúin árás
Meff stóreflis fyrirsögn er frá
því skýrt í Moskvumálgagninu
á sunnudaginn, aff á bæjar-
stjórnarfundi fyrir 10 dögum
hafi veriff rætt um hlutafjár-
eign Reykjavíkurbæjar í Steypi-
stöffinni hf. og viðskipti hennar
viff annaff félag, Vinnuvélar hf.
Þaff er rétt að Guffmundur J.
Guffmundsson spurðist fyrir um
þessi viffskipti á fundinum og
fékk greiff svör hjá borgarstjóra.
Átti sýnilega aff reiffa hátt til
höggs en árásin rann svo gjör-
samlega út í sandinn, aff Guff-
mundur settist án fleiri orffa. —
Fréttamaður Moskvumálgagns-
ins á fundinum hætti aff skrifa
og ekkert birtist um málið í
blaði hans. Sérstaklega var at-
hyglisvert aff þegar borgárstjóri
Iýsti því yfir, aff bærinn mundi
selja hlut sin* í Steypistöðinni,
ef hann fengi fyrir hann sann-
virffi, þá var allur áhugi horf-
inn hjá kommúnistum. Áhugi
þeirra beindist sýnilega aff því
aff bærinn væri hlunnfarinn í
viffskiptunum, en þegar því var
ekki til að dreifa og samstarf-
inu átti að ljúka, þá flaug á-
huginn út í veffur og vind. Eitt-
hvaff hefur efniff veriff fátæk-
Iegt hjá Moskvumálgagninu, úr
því að það tekur þessar umræð-
ur upp 10 dögum síffar, sem eitt
meginefni blaðsins.