Morgunblaðið - 14.12.1961, Side 17

Morgunblaðið - 14.12.1961, Side 17
Fimmtudagur 14. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17, Kristján Hansson í DAG, 14. des. verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni, Kristján Hansson, trésmíðameistari, Ás- vallagötu 19, en hann andaðist á Bæjarspítalanum 6. þ.m. eftir langvarandi vanheilsu. I Kristján var fæddur að Gauta- stöðum í Dalasýslu þann 4. okt. 1876 sonur hjónanna Hans Ólafs- sonar og Guðrúnar Sigurðardótt- ur, er bjuggu þar. Hans var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Salome Sigurðardóttir og áttu þau eina dóttur barna, Ingiríði, er síðar varð húsfreyja að Hróð- nýjarstöðum í Laxárdal. Hans var seinni maður Guðrúnar. Fyrri mann sinn, Magnús Björnsson, missti hún eftir stutta sambúð og nokkru seinna giftist hún Hans. Með Magnúsi átti Guðrún tvo syni. Voru það þeir Sigurður, er síðar bjó að Stóra-Fjalli í Mýrasýslu og Magnús er bjó lengi að Gunnarsstöðum í Dalasýslu. Þau Hans og Guðrún eignuðust þrjú börn er öll náðu fullorðins- aldri. Voru þau þessi: Salmagnía, er bjó lengi að Akufholti í Hnappadalssýslu, Ólafía, hús- freyja að Hamri í Hörðudal Dala sýslu, síðar í Reykjavík og Kristján. Kristján ólst upp í foreldra- húsum við öll venjuleg sveita- störf. Foreldrar hans voru lítt efnum búin og höfðu engin ráð til þess að styðja son sinn til frekari menntunar, en þá tíðk- aðist meðal alþýðu þessa lands. En snemma bar á því, að Kristján var laghentur og léku öll verk í höndum hans. Var því afráðið, að hann lærði trésmíð- ar, og 17 ára að aldri fór hann alfarinn að heiman, hélt til Reykjavíkur og réðist til smíða- náms hjá Bjarna Jónssyni tré- smíðameistara og lauk hann prófi í iþninni eftir tilskilinn námstíma. Að námi loknu fór Kristján aft- ur vestur 'í Dali og vann þar við smíðar um nokkurt skeið. Stund- aði hann vinnu bæði í Búðardal og nærsveitum og smíðaði nokkur timburhús, sem rnunu standa enn, l sum hver. Á þessum árum kynnt- ist hann Sigríði, dóttur Péturs ThOmsen verzlunarstjóra í Búðar dal Og felldu þau hugi saman. Þann 22. nóvember 1901 giftust þau en fluttu vorið eftir til Reykjavíkur og áttu þar heima upp frá því. Árið 1905 byggði Kristján húsið Frakkastíg 7 og þar bjuggu þau hjónin til árs- ins 1928, er Kristján byggði hús- ið Ásvallagötu 19 í samvinnu við syni sína, er þá settu á stofn verzlun þá, sem þar er, Og þar átti hann heima til æviloka. Það var Kristján mikil gæfa, að eignast Sigríði að lífsförunaut, því sambúð þeirra var svo ástúð- leg og þau svo samhent í lífs- baráttunni að leitun mun vera á öðru eins. Efnahagur þeirra var fremur þröngur fyrstu búskap- arárin og mátti húsbóndinn ekki sleppa þeim tækifærum, sem völ var á, til þess að afla heimilinu tekna. En með dugnaði hans og hagsýni húsfreyjunnar blessuð- ust störf þeirra og efnahagurinn rýmkaðist, svo þau gátu stutt börnin til mennta, er þau uxu upp. Á efri árum hafa þau líka fengið endurgoldna umhyggjuna Og ástúðina, sem þau sýndu börn- um sínum, því nánari fjölskyldu- tengsl eru vandfundnari en þau, sem hafa bundið þessa fjölskyldu saman. Kristján var hagur maður Og vandvirkur og léku verkin í höndum hans. Var hann því eft- irsóttur til vinnu. Hann stóð fyr- ir smíði margra timburhúsa hér í bæ, og þá oft í samvinnu við annan, en lengst af mun hann hafa unnið hjá fyrirtækjum hér í Reykjavík, Kveldúlfi h.f., Slippn- um og fleirum. Hvar sem hann starfaði, ávann hann sér traust og virðingu samstarfsmanna sinna Og yfirboðara sökum trúmennsku og skyldurækni. Þau hjónin eignuðust þrjú börn og eru þau þessi: Elín, ekkja A. Johnson fyrrv. bankagjaldkera, Sólvallagötu 16, Pétur, kaupmað- ur, ókvæntur, en hefur búið alla tíð heima hjá foreldrum sínum og Haraldur, kaupmaður, Ásvalla götu 22, kvæntur Gerðu Her- bertsdóttur. Er Kristján hætti smíðum var hann sonum sínum innanhandar við ýmis störf er lutu að verzlun þeirra, enda bar hann hag þeirra mjög fyrir brjósti. Kristján var vel meðalmaður á hæð og þrekvaxinn, bjartur yf- irlitum og sviphreinn. Dagfars- prúður og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Græskulaus í glettum sínum og gjarnan með spaugsyrði á vörum. Drengskaparmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu Og lét hvarvetna gott af sér leiða. Enda var heimili hans opið öll- um ættingjum og vinum, sem þurftu að dveija í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma og var þá ekki talið eftir þótt því fylgdi áníðsla og átroðningur og annir húsbændanna ykjust sökum þess. Ein var sú skemmtun, sem Kristján mat meira öllu öðru og hvarf jafnan til, er leita þurfti andlegrar Og líkamlegrar hress- ingar eftir annir dagsins. Hann var hestamáður og átti hann jafnan úrvals reiðhesta allt frá unglingsárum ög fram á efri ár. I augum hans voru þetta ekki skynlausar skepnur, eins og svo margir telja, heldur voru hest- arnir vinir hans og félagar mörg- um mönnum fremur. Munu þeir vera nokkrir til hér í Reykjavík, sem minnast enn þessara vina hans og nærfærni hans við þá. SvO annt lét Kristján sér um hestana sína, að ef hann þurfti að dvelja fjarri heimili sínu 'um lengri tíma vegna vinnu sinnar, tók hann þá með sér, því án þeirra gat hann ekki verið, nema stutta stund. húsmóðurinni fyrirhöfn Kæliskápar Glæsilegri og vandaðri framleiðsla er vart fáanleg á heimsmark aðnum en þar sem affrystingarvatnið hverfur af sjálfu sér. 3 stærðir 6, 7 og 8,8 c.f. með stóru frystihólfi. Kæliskáp- urinn er algjörlega nýttur. Gjörið svo vel að líta á sýnis Garðastræti 2 — Sími 16770 horn af skapunum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég senda þér, frændi minn, mínar innilegustu þakkir fyrir eftirlifandi eiginkonu og börnum mína dýpstu samúð, og bið þess, að sá, sem stjórnar gangi öll árin, sem ég hef notið yináttu þinnar og frændsemi. Veit ég, að þar mæli ég fyrir munn allra þinna ættingja og vina. Eg votta I lífsins, sefi söknuð þeirra og blessi þær dýrmætu minningar, sem þau eiga um þig. Frændi EIN MYND ,,AF MORGUM glæsIlegri —^BOK^ Glœsileg myndabók, samtals 167 myndir Birgir Thorlacius róðuneytisstjóri hefur annazt útgófuna og ritað formóla. Bókin hefst ó stofnun lýðveldis 1944 og rekur síðan i móli en þó einkum myndum helztu atburði ó forsetaferli Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Þar eru myndir fró ferða-' lögum forsetanna innan lands og utan, þjóðhöfð- ingjaheimsóknum og öðrum viðburðum síðustu 17 óro. FORSETA BOKIN er tilvalin gjöf til vina yðar innan lands og utan Formólar og myndatextar eru á fimm tungumál- um: islenzku, dönsku, ensku, þýzku og spœnsku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.