Morgunblaðið - 08.02.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.02.1962, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. febr. 1962 Togari strandar á Vestfjörðum ísafirði og Bolungrarvík, 7. felwúar — Um kl. 18:30 í kvöld strandaði brezkur togari út af Óshólavita við Bolungarvík. Tog arinn heitir Northern Queen GY 124 frá Grimsby og var hann á leið inn til ísafjarðar með mann, sem þurfti að komast heim til Englands með flugvél á laugar- daginn vegna veikinda konu sinn ar. Um kl. átta í kvöld tókst tog aranum að komast á flot af eig in rammleik. Veður var allsæmi- legt, en þó nokkur suðaustan strekkingur. Togaraimerm vorni komnir í björgunarveati, þótt akki hefði verið komið að því að bjö«rgiun af sjó eða landi yrði reynd. Haft var samband við togar- arm um loftskeytastöðina á ísa- firði. ÓSkaði hann eftir því að Dansarar frá út- löndum í My Fair Lady f KVÖLD earu væntainlegir til landsins dansarar, sem dansa eiga í söngleiknuim „My Fair Lady“, er hann verður færður upp í Þjóðleikhúsiniu, en íslenzk ir dansarar eru ekki fyrir hendi hér heima. Meðal þeirra sem koma, er þó einm íslendingur, Jón Valgieir, sam verið hefur í Kaup mannahöfn í vetur. Þá eru 3 frá Danmörku, einn frá Sviþjóð, einn frá Edinborg og einn frá Þýzka' landi, og eru þetta allt þjálfaðir dansarar. bátur yrði sendur með mann frá Bolungarvík til viðræðna við skipstjórann og voru gerðar ráð stafanir til þess. Kom þó ekki til þess, þar eð togarinn losnaði áð ur. — Þá mun togarinn hafa beð ið um hafnsögumann frá Xsa- firði og fór Guðmundiur Guð- mundsson hafnsögumaður um borð og mun hann hafa leið- beimt togaranum inn á Xsafjörð þar sem hann liggur nú. Verður kafari sendur niður á morgun til þess að kanna hvort skipið hefur orðið fyrir skermmdum, en stór grýtt var þar sem það tók niðri. Stórtjón af bruna a5 Vegamótum Verzlun Kaupfélags Stykkishólms brann GLAÐIR kommúnistar — tæknifræðingar frá Rússlandi og lepprikjunum — njóta lífs- ins við sundlaug hótels í Hav- ana. Bandaríski blaðamaður- inn Carl Migdail, sem nýkom- “ inn er úr ellefu daga ferða- iagi um. Kúbu, ritaði grein í síðasta hefti U.S. News World and Report um ástandið á Kúbu í dag, og birtist á bls. 10 úrdrá.ttur úr frásögn hans. STYKKISHÓLMI, 7. febrúar. —1 Um fjögurleytið í dag kom upp eldur í verzlunarhúsi Kaupfélags Stykkishólms að Vegamótum, Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Brunnju allar vörur verzlunarinn- ar og tjónið metið á hundruð þúsunda króna. Er talið, að ef ekki hefði orðið svo að segja strax vart við eldinn eða veður- skilyrði verið óhagstæð, hefðu veitingastofa og íbúðarhús, áföst verzluninoii, einnig brunnið. Verzlunarstjóri að Vegamótum í’er örnólfur Örnólfsson, og hafði hann nýlega gengið inn í íbúðar- húsið, en húsaskipan er þannig að segja má að hér sé um þrjár samliggjandi byggingar að ræða. Austast er íbúðarhúsið, í miðju veitingastofa en verzlunin vest- ast Bílstjóri kom að Er konu örnólfs varð gengið inn i veitingastofuna fannst henni reykjarlykt leggja frá verzlun- inni. Gerði hún manni sínum að- Eivlnd Johnson hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs i Stokkhólmi, 7. febrúar — NTB. í DAG var bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs út- hlutað í fyrsta sinn og hlaut þau sænski rithöfundurinn Eivind Johnson, fyrir skáld- sögiuna „Hans nádes tid“. Nefnd sú, sem valin var til þess að ákveða hver verð- launin skyldi hljóta að þessu sinni, segir í greinargerð fyrir ákvörðun sinni: „Eivind Johnson hefur með myndrík- um þrótti og leyndardómsfull- um og kaldhæðnislegum stíl í þessu verki sínu lyft sögu- legu efni þannig að það end- urspeglar okkar eigin tíma.“ ★ Eivind Johnson kom hing- að til íslands í ágústmánuði árið 1958, í tilefni af opn- un sænskrar bókasýningar, sem haldin var í Bogasal Þjóð minjasafnsins. Hann flutti þá einnig fyrirlestur í Háskólan- um. Blaðamaður Morgunblaðs- ins átti þá viðtal við skáldið sem sagðist hafa lesið all- ar Islendingasögurnar í æsku og síðan fengið mikinn áhuga á að koma til íslands. „1*0 ég hafi aldrei komið hingað fyrr,“ sagði skáldið, „finnst mér ég eiga hér heima. Ég hlakka til að fara upp í sveit. Lín- urnar eru svo hreinar og tær- ar í íslenzkri náttúru.“ Fyrirlestui Eivinds John- son í Háskólanum, fjall- aði um hlutskipti skáldsagna höfundarins. Hann ræddi við hórf manna til skáldsögunnar og vandaimál hennar á tuitfeuig Eivind Johnson ustu öldinni. Hann rakti hvern ig fyrri heiimsetyrjöldin hefði markað tímaimót í skáldsagna gerð og opnað augu manna fyrir því regindjúpi þjáninga og óréttlætis, sem mannkynið á við að búa. Hann sagði þó ástæðulaust fyrir rithafunda að gefa sig óskipta bölsýn- inni á vald — þeir settu að segja þann sannleik, sem þeir hefðu upplifað og ekki draga neitt undan. Skáldið ræddi einnig af- stöðu rithöfunda til eigin verka og sagði, að öll skáld- verk væru sjálfslýsingar í viss um skilningi. Aðeins þeir, sem hefðu hug til að skyggn- ast djúpt í sína eigin sál og horfðust í augu við eigin reynslu gætu gert sér vonir um að miðla öðrum einhverju verðmætu. FullkOmin hrein- skilni og heiðarleiki væru aðalsmerki góðs rithöfundar. ★ Eivind Johnson er eitt mesta núlifandi skáld Svía. Hann er 61 árs að aldri — jafngamall öldinni og hefur látið sig dægurmál hennar miklu skipta. Árið 1957 var hann valinn í sænsku akademi una, — kom þar í stað Nils AhnJunds, er hann lézt. Hann hefur verið einn af leiðtogum félagsins Frjáls menning, og mjög brýnt menn til baráttu gegn einræði í hverri mynd, sem það kann að birtast. Sjálf ur er Johnson verkamanns- sonur og hefur orðið að brjót- ast áfram af eigin rammleik við erfiðar aðstæður. Hann stundaði margs konar störf framan af ævinni, var m. a. verkamaður og timburfleyt- ingamaður um nokkurt skeið. Með vinsælustu verkum hans eru skáldsögurnar „Strander nas vall“ og „Drömmar om rosor och eld“, sem báðar eru sögulegar. Fjallar hin fyrri um Odysseif en hin síðari um djöf ulinn. Eivind Johnson hefur verið lýst sem fjölbreyttu skáldi, — „síungu og djörfu". Dómnefndina skipuðu tíu menn, tveir frá hverju Norð- urlandanna. Fulltrúar fslands í nefndinni eru þeir dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson, próf- essor og Helgi Sæmundsson form. Menntamálaráðs. Þeir eru báðir erlendis. Verðlaunin eru 50.000 danskar krónur. vart Og fór hann þá þegar inn í verzlunina. Þar logaði talsverður eldur. Var strax gert aðvart á nær- liggjandi bæi, en hinsvegar var örnólfur svo heppinn, að í þess- um svifum bar að Gísla Kristjáns son bifreiðarstjóra. Hafði hann fyrr um daginn farið með hóp af unglingum frá Stykkishólmi á skíði upp í fjöll, en skrapp nið- ur að Vegamótum á meðan ungl- ingarnir voru á skíðum. Hjálp- aði Gísli Örnólfi og fólkinu að Vegamótum að ausa vatni og snjó á eldinn, og um leið fór fólk að drífa að frá nágranna- bæjum. Tókst að kæfa eldinn, en þá var mikið brunnið í búðinni. Telur ver/.lunarstjórinn að allar vörur verzlunarinnar hafi eyði- lagzt og skiptir tjónið hundruð- um þúsunda króna. Ennfremur telur verzlunarstjórinn að ef elds ins hefði ckki þegar orðið vart þá hefði ekki verið unnt að bjarga veitingastofunni og íbúð- arhúsinu. Einnig má geta þess að svo heppilega vildi til að logn var og hefur það riðið baggamun- inn að ekki fór verr. Ekki er vitað um eldsupptök, en líkur benda til þess að kvikn að hafi í út frá rafmagni. Réttar- höld vegna brunans munu fara fram á morgun, fimmtudag. — Fréttaritari. Keflavik AÐALFUNDUR Sjálfsteeðisfé- lagsins Mjölnis á Keflavíkurflug- velli, verður haldimn í Sjálfstæð- ishúsinu í Keflavík, fknmtudag- inn 8. þ.m. kl. 20. Sjálfstæðismenn á Keflavíkur- flugvelli eru beðnir að fjölmenna á fundinn. Kópavogur FULLTRÚARÁÐSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í Kópavogi verður hald- inn í Valhöll við Suðurgötu í Reykajvík n.k. þriðjudag 13, þ. m. kl. 8,30 e. h. Stjórnin. Sjö ára fangelsi I GÆR var í sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur í mál- inu: Ákæruvaldið gegn Húbert Rósmanni Morthens, en með á- kæru dags. 29. desember s.l. var hann ákærður fyrir að berja eiginkonu sína, Ásbjörgu Har- aldsdóttur, og misþyrma henni svo árdegis sunnudaginn 1. októ- ber 1961 á heimili þeirra, að hún beið samdægurs bana Var dómþoli dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga og gert að greiða allan sakarkostnað, en gæzluvarðhaldsvist hans frá 2. okt. s.l. skal koma refsingu hans til frádráttar Sækjandi málsins var Einar B. Guðmundsson, hæstaréttarlög- Kjörbingó í Keflavík SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Keflavík halda kjörbingó íNýja bíói í kvöld kl. 9. Vinningar eru meðal annars ísskápur, þvotta- vél eða sjónvarp. auk fjölda ann- arra glæsilegra vinninga. f hlé- inu verður flutt skemmtiatriði. maður, en verjandi dómþola dr. Gunnlaugur Þórðarson, héraðs- dómslögmaður. — Námuslysið Frh. af bls. 1. verstu, sem orðið hafa í Þýzka- landi — en í þessari sömu námu varð slys árið 1940 og létust þá 30 manns. Af og til hafa komið þar fyrir smáslys — en náman hefur fengið við- urkenningu þýzka öryggiseftir- litsins vegna alls frágangs þar og öryggisútbúnaðar. Ekki er vitað, hver var orsök spreng- ingarinnar í morgun. Mennvoru nýkomnir til vinnu"— og ekki allir komnir niður í námum- ar. Er sprengingin varð hentust þeir lagnar leiðir sem voru að leggja af stað niður Á árunum 1950—1960 létust 267 námaverkamenn af slysum í Vestur-Þýzkalandi en mesta slysið, sem þar hefur orðið eftir heimsstyr j öldina síðari varð í febrúar 1946, er 402 menn lét- ust í námaslysi í Bergkamen- námunum í Ruhr-héraði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.