Morgunblaðið - 08.02.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 08.02.1962, Síða 13
Fimmtudagur 8. febr. 1962 MORGVISBLAÐIÐ 13 E IN S og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu kærðu tveir bæjarfulltrúar á Sauðárkróki til félagsmála- ráðuneytisins út af reikning- um kaupstaðarins fyrir árin 1959 og ’60. Á fundi bæjar- stjórnar 31. jan. sl. gerði bæjarstjóri, Rögnvaldur Finn bogason, rækilega grein fyr- ir reikningsfærslu bæjarins. iVar bæjarstjóra á fundinum falið að svara þessari kæru á grundvelli þeirra upplýsinga, sem hann hafði gefið. Þessa greinargerð hefur bæjar- stjórinn þegar sent félags- málaráðuneytinu. Hann hef- ur óskað eftir birtingu henn- ar hér í blaðinu. Fer fyrri hluti greinargerðar hans hér á eftir: Séð ýfir Sauðárkrók. Bæjarstjdrinn á Sauöár- krdki svarar kærumálum 1 upphafi kæru sinnar til hins háttvirta félagsmálaráðuneytis, dags. 15. des. s.l. telja kærendur, fþeir bæjarfulltrúarnir Erlendur Hansen og Skafti Magnússon, sig knúna til kæru vegna skorts á upplýsingum varðandi hina ýmsu liði bæjarreikninga áranna 1959 og 1960. Þetta tel ég vægast sagt hæpna fullyrðingu. Eins og kunnugt er hefur sá háttur verið viðhafður í tíð núverandi bæjar- stjórnar, að reikningar bæjar- sjóðs og fyrirtækja hans hafa farið fyrir fjárhagsnefnd til um- sagnar, bæði áður en þeir eru lagðir fyrir bæjarstjórn í fyrsta skipti og síðan fyrir sömu nefnd áður en þeir hljóta endanlega af- greiðslu. Þannig hefur Erlendur ihaft tækifæri til að koma á fram færi sínum athugasemdum og fyrirspurnum, að minnsta kosti á jþrem fundum áður en reikning- arnir hljóta fullnaðarafgreiðslu. A fundi fjárhagsnefndar 8. des. s.l. kom Erlendur með athuga- semdir eins og fram kemur í kær unni og tel ég, að hann hafi feng ið fullnægjandi svör við þeim. Ennfremur voru upplýsingar þessar lesnar upp á bæjarstjórn- arfundi, þegar reikningarnir voru til umræðu. Leyfi ég mér i því sambandi að taka upp úr gjörðabók bæjarstjórnar frá fundinum 10. des. s.l. En þar seg- ir orðrétt: „Bæjarstjóri skýrði því næst þau atriði í reikningum bæjarins, sem Erlendur hafði gagnrýnt og viljað setja upp á ennan veg“. Og síðar orðrétt. „Bæjarstjóri svaraði fyrirspurn- um og skýrði nánar tölulega upp setningu reikninga og leiðrétti nokkur mishermi." Hinsvegar fannst mér strax á téðum fjár- hagsnefndarfundi gæta all mikill ar vankunnáttu í reikningum bæjarsjóðs og reikningsfærslu yfirleitt. Og minnist ég í því sam bandi, að Erlendur talaði um t.d. vangreidd framlög til hafnar- sjóðs. Benti ég honum á, hvar þau væri að finna á eignahlið reikninganna. Sagðist þá kær- andi hafa álitið, að sú upphæð væru lán tekin af bæjarsjóði vegna hafnarsjóðs. Áður en við Bkildum á nefndum fjárhags- nefndarfundi bað ég kæranda að láta mig vita, ef fleiri fyrirspurn ir kæmu fram fyrir væntanlegan bæjarstjórnarfund. Þetta var ekki gert, enda augljóst, af framkomu ikærenda, þegar á fund bæjar- Btjórnar kom 10. des. s.l., að kæru jnál þetta var þegar undirbúið. J>að sýnir greinargerð Skafta Magnússonar gleggst, sem hann kom með á fundinn vélritaða. En greinargerðin er svohljóðandi. „Við fulltrúar H-listans í bæjar- stjórn gerum svofellda grein fyr- ir atkvæði okkar við afgreiðslu bæjarreikninga 1959 og 1960. Þar •em við teljum okkur hafa veiga- m.iklar athugasemdir við fram- lagða reikninga og þar sem end- urskoðendur bæjarreikninga eru báðir kjörnir af meirihluta bæj- arstjórnar (sem ekki er rétt þar eð annar endurskoðandinn er framsóknarmaður) og því ekki fulltrúar okkar. áskiljum við okkur allan rétt á því að láta fara fram frekari rannsókn á reikningunum og greiðum at- kvæði gegn samþykkt þeirra." Ekkert það atriði hafði komið fram fyrir bæjarstjórnarfund- inn, sem veigamikið mátti telj- ast og ekkert það atriði kom fram á nefndum bæjarstjórnar- fundi, sem ekki var skýrt_ fyrir kærendum. Það eina, sem ágrein ingur var um, var uppstilling á þeim liðum fjárhagsáætlunar, sem ekki höfðu verið notaðar, sem ég taldi að Erlendur hlyti að sjá hvers eðlis væri. Engin fyrirspurn hafði borizt fyrir fund inn og engin fyrirspurn ítrekuð, þegar á fundinn kom. Kærendur voru því ákveðnir í því fyrir- fram að virða að vettugi upplýs- ingar, sem fram kynnu að koma og eins og segir í greinargerð Skafta að áskilja sér rétt til að láta rannsaka reikningana og gera það síðan, eins og komið hefur í Ijós. Hér var því greini- lega verið að vinna eftir póli- tískri fyrirframgerðri áætlun. Mun ég nú snúa mér að því að svara kæru þeirra félaga. 1. liður. Strax undir þessum lið kemur fram grundvallarmisskilningur, þar eð fyrirframgerð fjárhags- áætlun þ. e. greiðsluáætlun fyr- ir eitt ár er ekki raunhæf til samanburðar við rekstursreikn- ing viðkomandi árs b.e.a.s. eigna_- breytingar, sem áætlaðar eru á greiðsluáætlun koma ekki fram á rekstursieikningi heldur á efna hagsreikningi. Skal nú vikið að nokkrum liðum, sem kærendur taka fram í samanburðaryfirlit- um sínum. Augljóst er hverS vegna reikningarnir eru ekki sendir með kærunni, þó út af þeim sé kært, þar eð meðferð á tölum er mjög djarfleg. 1. Á efnahagsreikningi bæjar- sjóðs fyrir árið 1960 sést, að ián til hafnarsjóðs nam á árinu kr. 582.461,09, en samkvæmt yfirliti kærenda ekki krónu. Tekið hefur verið inn á fjárhagsáætlanir bæj- arsjóðs mörg undanfarin Sr til hafnarframkvæmda vissar upp- hæðir, en eins og að minnsta kosti annar kærandinn ætti að vita hefur þessi liður fjárhags- áætlunar verið lán, en ekki óaft- urkræft framlag. Er því þessi liður að sjálfsögðu færður yfir efnahagsreikning, en ekki rekst- ursreikning. 2. Á samanburðaryfirliti kær- enda stendur, að afborganir af I lánum og vextir og kostnaður sé á árinu 1960 kr. 109.613,80. Sú upphæð er tekin skv. reksturs- reikningi ársins, en þar stendur aðeins vextir og kostnaður. Ef litið er á efnahagsreikninginn sést, að bæjarsjóður hefur greitt í afborganir kr. 117.303,00. Þess- ar greiðslur eru á samanburðar- yfirliti kærenda færðar undir lið- inn ónotað fé og þannig látið líta út, að bæjarsjóður hafi ekki greitt af lánum sínum. 3. Á samanburðaryfirliti kær- enda stendur, að á árinu 1960, liður 23. tap á bv. Norðlendingi Fyrri hluti kr. 467.044,66 sé greitt á árinu fram yfir fjárhagsáætlun, sbr. bréf til félagsmálaráðuneytisins. Ef kærendur hefðu lesið yfir efnahagsreikning bæjarfélagsins pr. 31. des. 1959, sést að nákvæm- lega sama upphæð er tilfærð þar í eignum. Hér hefur bæjarfélag- ið enga greiðslu innt af hendi heldur afskrifað fyrri eign, þar eð útgerðarfélagið h.f. Norðlend- ingur var afherit lögfræðingi til félagsslita. Hér kemur mjög ljós- lega fram, að 'kærendur gera eng an greinarmun á afskrift og raun verulegum greiðslum. 4. Á sama hátt er tekið i sam- anburðaryfirliti kærenda sem greiðslur fram yfir áætlun ársins 1960 afskrift á niðursuðu- og beinamjölsverksmlðju kr. 100. 000,00, afskrift af brunabifreið og tækjum kr. 22.201,34, skulda- töp og niðurfelld útsvör kr. 76. 703,42, alls hafa því kærendur tekið sem útborgaða peninga úr bæjarsjóði heildarafskriftir að upphæð kr. 665.949.42. 5. Að auki er kært yfir að ekki skuli vera fært til skuldar ógreiddir liðir á fjárhagsáætlun til ýmissa framkvæmda t.d. fram lag til gagnfræðaskólabyggingar o. fl. Skv. aðfengnum upplýsing- um þekkist hvergi að færa til skuldar á efnahagsreikningi slík- ar áætlamr. því að hvað ætti að færa eignamegin. Auðvitað eiga óinnheimt útsvör að mæta slíkum liðum. Eins og af framangreindum dæmum sést er samanburðar- greinargerð kærenda ekki ein- göngu villandi heldur eru bein- ar falsanir á tölum. Með því að senda ekki reikninga bæjarins með kærunni er allur samanburð ur útilokaður og þar með athug- un á réttmæti hennar. Og ég vil leyfa mér að segja. að hafi kær- endur skilið samanburðaryfirlit- ið, sem sent var með kærunni, þá er þeim vorkunnarlaust að skilja reikr.inga bæjarsjóðs Sauð árkróks. 2. liður. Hér er farið að beinum óskum bæjarfulltrúa hvað það atriði snertir, að liðir bæjarreikninga og fjárhagsáætlunar beri sömu heiti og er því þessi liður varla svaraverður, þar eð um beinan útúrsnúning og hártogun er að ræða og sýnir kannski hvað gj.egg.st hve sáralítill vilji og geta er til að skilja hlutina. Nákvæm sundurliðun er til varðandi þenn an lið, enda viðurkennt í kæru þeirra félaga, að hún hafi verið lesin upp á fundi bæjarstjórnar 10. des. s.1. Fylgir þessi sundur- liðun hér með í svari til hins háa ráðuneytis. 3. liður. Þá kemur að framkvæmda sjóðnum. Hann hefur reynst mönnum erfiður og æði oft til hans gripið, ef annað hefur ekki verið til að reka hornin í. Þar á að vera eilífur peningaforði, sem sífellt er hægt af að taka, en þó alltaf að vera óskertur. Sjóðnum hefur á undanförnum árum verið ráðstafað til þeirra nauðsynja- mála, er bæjarfélagið hefur unn- ið að á hverjum tíma. Hafi hon- um ekki verið ráðstafað strax við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs, hefur bæjarstjórn gert það, þegar nauðsyn hefur þótt til. Reikningur framkvæmdasjóðs hefur fylgt bæjarreikningunum síðan árið 1951 og alltaf í þessu formi og aldrei verið að því fundið eða gerð við það athuga- semd. Finrist mér því þetta furðu legt kæruatriði. Satt að segja datt mér alls ekki í 'hug, að sá bæjarfulltrúi fyndist innan bæj- arstjórnar Sauðárkróks, sem ekki skyldi og vissi tengsl fram- kvæmðasjóðs við efr.ahagsreikn- ing bæjarsjóðs. Framkvæmda- sjóðurinn er innifalinn í hinum ýmsu liðum efnahagsreiknings- ins og meðfylgjandi yfirlit gert til að sýna undir hvaða liðum hans hann er að finna. Þar af leiðandi eru nefndar upphæðir í kærunni, eign framkvæmdasjóðs, tilfærðar í heildarframlögum bæjarsjóðs hjá hinum ýmsu bæj- arfyrirtækjum síðan árið 1951. Eg vil í þessu sambandi benda á, að annar kærandinn Skafti Magnússon, hefur tvívegis sam- þykkt bæj arreikninga með sömu uppstillingu framkvæmdasjóðs athugasemdalaust og vil leyfa mér að fullyrða að slíkt hefði ekki verið gert, ef þetta atriði hefði á einhvern máta þótt at- hugavert. 4. liður. Mb. Bjarni Jónsson, eign Sauð- árkróksbæjar, var á árinu 1960 leigður einstaklingi hér á staðn- um. Sérstakur reikningur var að sjálfsögðu færður fyrir bátinn innan bókhalds bæjarsjóðs. Vil ég minna kærendur á komu þeirra á bæjarskrifstofuna dag- inn fyrir bæjarstjórnarfundinn 10. des. s.l. Óskuðu þeir eftir að líta yfir nefndan reikning og var þeim sýndur hann. Virtust þeir athuga hann mjög gaumgæfilega og þóttist ég mega skilja af um- mælum Erlendar, að hann hefði fundið það. sem hann leitaði að, þ.e.a.s. kr. 32.403,33, er fram kom í reikningum bæjarsjóðs. Eg hafði orð á því við kærend- ur, að ég hefði ekki séð ástæðu til sérstakrar uppfærslu hans í yfirlitsreikningi bæjarsjóðs, þar eð hér væri einungis um tvo liði að ræða þ e. leigutekjur og við- hald bátsins. Virtust þeir ekkert hafa við það að athuga og kom engin ósk um breytingu í þessu efni. Um efnahagsreikninginn er það að segja, að hann er færður eigna og skuldamegin á reikn- inga bæjarsjóðs. Kr. 536.238,21, sbr. eignahlið reikninganna og kr. 155.000,00 skuldamegin þ. e. lán við Fiskveiðasjóð og er tekið í tíð núverandi bæjarstjórnar og ætti því að vera bæjarfulltrúum kunnugt. Allir vita ástæðu þess, að ekki hefur reynst unnt að koma viðskiptum bæjarins og Fiskivers Sauðárkróks h.f. á hreint vegna mb. Bjarna Jónsson ar. Mér hefði hinsvegar ekki fundizt fráleitt, að kærendur hefðu látið þetta atriði bíða þar til reikningar bátsins frá hendi Fiskivers Sauðárkróks h.f. lsegju fyrir, sérstaklega þegar þess er gætt að annar kærandinn á sæti í stjórn þess fyrirtækis og hinn á sæti í fjárhagsnefnd og verður þeim því í lófa lagið, að koma á framfæri sínum bjargráðum, hvorum á sínum stað, þegar tíma bært verður. Mjólkurframleiðsla Húnvetninga eykst HINN 2. febr. sl. var bændafund- ur haldinn á Blönduósi að til- hlutan Búnaðarsambands Hún- vetninga Sátu hann rúmlega 70 manns. Þrjú framsöguerindi voru flutt á fundinum. Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðu nautur taiaði um ræktun kúa- stofnsins og gildi félagsstarfs í sambandi við það mál. Jóhann- es Eiríksson, aðstoðarráðunautur, um fóðrun og sumarbeit mjólk- urkúa, og Egill Bjárnason, hér- aðsráðunautur Skagfirðinga, um nautahald og hugsanlega sam- vinnu Húnvetninga og Skagfirð- inga um stofnun og rekstur sæð- ingarstöðva. Voru síðan umræð- ur um öll þessi mál. Að lokum sýndi Jóhannes Eiríksson mjög fróðlegar skuggamyndir og kvik- mynd um mjaltir og notkun mjaltavéla. Formaður sambands- ins, Pétur Pétursson, bóndi á Höllustöðum, stjórnaði fundin- um. Á sl. ári var innvegin mjólk i í mjólkurstöðinni á Blönduósi 2872259 kg og jókst frá fyrra ári um 130645 kg eða 4,75%. Meðalfita var 3,63%. Helztu fram leiðsluvörur mjólkurstöðvarinn- ar voru þessar: Smjör 94454 kg, undanrennuduft 162969 kg, ný- mjólkurduft 31900 kg, skyr 33880 kg, kasein 3250 kg. Þá voru seld- ir rúmlega 193 þús. lítrar af ný- mjólk og 26 þús. 1 af rjóma. Árið 1960 nam þáttur nautgripa- ræktunarinnar í framleiðslu land búnaðarvara í A-Hún. 46,4% af heildarframleiðslunni, en ekki liggja enn fyrir sambærilegar tölur um framleiðslu sl. árs. Nýraekt á árinu var 160 ha og grafnir skurðir tæpir 28 km eða 98 þús. rúmm. Er það næstum ' eins og á fyrra ári. Mjög snjólétt er í öllu héraðinu og víða næstum enginn snjór, nema hvað lítilsháttar hefur snjóað síðustu dagana. Hins vegar hefur tíð verið umhleyp- ingasöm síðan um áramót og sums staðar vont á jörð vegna storku og svellalaga. — B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.