Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 1
Í4 síðar Krúsjeff svarar London 12. febr. (NTB). LEIÐTOGUM Vesturveldanna barst í dag orðsending frá Krúsjeff forstisráðherra Sovet- ríkj-anna. Er hún svar við orð- sendingu þeirri, ér Macmillan forsætisráðherra Bretlands og Kennedy Bandaríkjaforseti sendu Krúsjeff hinn 7. þ. m. En þar fóru þeir fram á að utanríkisráð- Iherrar ríkjanna þriggja kæmu saman til viðræðna um afvopn- únarmál áður en 18 ríkja af- vopnunarráðstefnan hefst í Genf Ihinn 14. marz nk. í svari sínu ieggur Krúsjeff til að leiðtogar ríkjanna átján, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni í Genf, mæti sjálf ir til fundarins hinn 14. marz. Á Framhald á bls. 17 --------------«> Sjdmennirnir tveir fundust látnir í gúmbátnum Flugvél frá varnarliðinu fann báiinn um hádegi á sunnudag — Öðinn flutti hina látnu til Rvíkur en bátnum var sökkt 'Á ELLEFTA tímanum í gær- morgun lagðist varðskipið Óðinn að Ingólfsgarði í Rvík, með lík sjómannanna tveggja af Elliða, sem létust um borð í gúmmíbátnum, sem slitn- aði frá togaranum á laugar- dagskvöldið. Skipsfélagar hinna látnu sjómanna voru mættir á hafnarbakkanum. Þeir sem fórust voru Egill Steingrímsson, háseti, 41 árs gamall. Lætur han eftir sig tvö börn á Siglufirði. Hólmar Frímannsson, háseti, 26 ára. Lætur hann eftir sig aldraða foreldra á Siglufirði. Eins ag fcunnugit er af frétt- uim, slitnaði gúmmílbáturinn frá Elliða kliukkan 18:53 á laugar- dagskvöldið. Hafði Egill stokkið út í bátinn, en Hólmar mun harfa fallið útbyrðis, og komst í bátinn, sem síðan glitnaði frá og hvarf í sortann. Var bátsinis leitað urm nóttina en án árangurs, og fannst hann ekiki fyrr en á há- diegi á sunnudaginn. Var það flugvéil frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, sem fann bátinn og leiðbeindi Óðni á staðimn. Voru báðir mennirnir liátnir er að var komið. Flugvélin fann brak. Fréttamaður Mbl. ártti tal við Eirik Kristófersson sikipherra á Óðni í gærmorgun. Hafði Eirílk- ur þá samtals sofið í 9 klufcku- stundir í tæplega fjóra sódar- hringa. — Við fundaiom fyrsta gúmmí- bá'tinn kikuklkan 2:23 aðlfaranótt sunnudagsins, sagði Eiríkiur. — Vorum við þá staddir 8% sjó- mílu norðvestur af Öndrverðar- nesi. Við leituðum þarna ásamt fjöl'da skipa, en sáum ekkert. — Með birtu á sunnudagis- morguninn tók að hveisisa. Kom þá Rán á vettvang og skömmu síðar bandiarísika fkigvélin. Þessa mynd tók Ragnar Snæfells klukkan 15:47 um borð í Óðni á sunnudaginn. Sýnir hún Skarðsvík, þar sem skipið er að sökkva, lagzt alveg á hliðina. Nokkr- um mínútum síðar hvarf i Skarðsvík í hafið. Stapafell, I sem bjargaði áhöfn Skarðs- l víkur, sézt bíða átekta til i hægri á myndinni. — SJÁ ! NÁNAR Á BLS. 24. Skiptu flugvélarnar leitarsvæð- inu á milli sín og leitaði Rán nær landi en sú bandaríska dýpra. Bandaríska vélin var í stöðugu sambandi við olkikur og tilkynnti okikur jafnharðan og hún varð einhvers vör. — Rétt fyrir klukikan 11 til- kynnti flugvélin að hún sæi bát og fleira brak og klukkan 11:15 komum við að staðnum. Var þetta vestur frá Bárðarkistu. — Hér var um ræða björgun- arbát og korkfleka frá Eliliða. Til þe„s að báturinn yrði engum að skaða á reki þá sigldum við hamn niður. Þarna var eininig eirni gúmmíbáturinn af þremur, sem slitnuðu frá skipinu. Framhald af bls. 2. Þetta var aðeins guðleg forsjón Mennirnir yfirgáfu bátinn 5 mín. áður en hann sökk Kristján Rögnvaldsson (t.h.) skipstjóri á Elliða kveður Bjarna Ingimarsson skipstjóra á Júpiter og þakkar honum fyrir sig og sína menn. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. KLCKKAN tæplega 23 í fyrrakvöld renndi togarinn Júpiter upp að bryggju hér í Reykjavíkurhöfn og hafði innanborðs 26 menn af áhöfn togarans Elliða sem sólar- hring áður sökk út af Breiða- firði. Sú björgun var einstaett happaverk unnið á siðustu stundu. Fjöldi fólks var kominn niður á bryggju til að fagna skipbrotsmönnum, sem þó eru nálega allir Siglfirðingar. En þeir eiga margir skyldfólk og vini hér og það kom til að fagna þeim. Fréttamenn fóru þegar um borð, en lítið tæki- færi var til að ræða við skips- brotsmenn, þar sem þeir hugð ust fyrst og fremst komast í land eftir hina söguríku úti- vist. Togarinn Júpiter var ný- farinn á veiðar er hann varð til að bjarga mönnunum. Ætlunin var að varðskipið Óðinn tæki skipbrotsmennina af Elliða um borð tU sín og héldi tafarlaust með þá norð- ur til Siglufjarðar. Þetta reyndist þó ófært, því veð- urhæðin var svo mikU á Breiðafirði að ekki þótti ger- legt að flytja mennina á milli. Við hittum Bjarna, skip- stjóra á Júpiter, Ingimarsson í brúnni þar sem hann ræddi við fréttamenn og fleiri er vildu vita um nánari tildrög björgunarinnar. Einn komu- manna gekk tU Bjarna og þakaði honum hina giftu- miklu björgun, sem raunar væri ekki hægt að þakka eins og vert væri. — Það er ekkert að þakka. Þetta var aðeins guðleg for' sjón, svaraði Bjarni þegar í stað. Við töfðum fyrir Bjarna stutta stund. Hann agði okk- ur að þeir á Júpiter hefðu lengstaf legið til hlés við Eil- iða, sem stöðugt hallaðist meira og meira á bakborðs- hliðina. Mikið lán hefði ver- ið hve vel björgunarlínunni var skotið frá EUiða út í Júpiter og strax hægt að senda þeim bátinn yfir. — Þeir gátu skotið línunni undan vindinum til okkar sagði Bjarni. — Og ætlið þið að standa lengi við? spurðum við Bjarna. — Nei, við förum út í nótt kl. 3. .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.