Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 23

Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 23
Þriðjudagur 13. febr. 1962 MOFiCTJlSBLAÐIÐ 23 Auðveldar njósnir Washington, 12. febr. (AP) BANDARÍSKI öldungadeildar- ingmaðurinn Howard W. Cann- on skýrSi frá því í dag að and- stæðingar Bandaríkjanna gætu keypt fyrir einn dollar hernað- arleyndarmál, sem þingmönnum er trúað fyrir á lokuðum fund- um. — Fyrir einn dollar getur hver sem er keypt fjárhagsáætlun, sem bandaríska stjórnin gefur út, segir Cannon. Þar geta þeir lesið um áætluð útgjöld til hernaðarþarfa. Sem dæmi nefn- ir Cannon einn lið áætlunarinn- ar varðandi flugherinn. „XJpphæð sú sem forsetinn fer fram á“, segir Cannon, „miðast við það að hafa 1200 sprengju- vélar í árslok 1963 og um helm- ing þess fjölda viðbúinn til flugtaks með 15 mínútna fyrir- vara“. Hann segir að þegar vígbún- aðarnefnd þingsins hafi verið trúað fyrir þessum upplýsingum hafi fulltrúarnir svarið þagnar- eiða. — Átakalaus mót- mæli í París París, 12. fébr. (AP-NTB) B Ú I Z T var við nokkrum átökum í París í dag er kommúnistar, sósíalistar og kristileg verkalýðsfélög boð- uðu til útifundar á Place de la Republique til að mót- mæla aðgerðum OAS-manna, þrátt fyrir fundabann ríkis- stjórnarinnar. — Lögreglan greip til víðtækra varúðar- ráðstafana og varð lítið um árekstra. Nokkur þúsund lögreglu- xnenn, búnir kylfum, táragas- sprengjum og hríðskotabyssum umkringdu Republique-torgið skömmu áður en útifundurinn átti að hefjast. Skömmu seinna Hagur Friðriks vænkar > Stokkhólmi, 12. febrúar. Einkaskeyti til Mbl. EINI fulltrúi Norðurlanda á svæðismótinu í Stokkhólmi, íslendingurinn Friðrik Ólafs- son hefur sótt mjög á í síðustu umferðunum og möguleikar' hans á að komast í 6-manna úrslit hafa aukizt stórum. Friðrik Ólafsson byrjaði illa, en hefur nú unnið þrjár skákir í röð og er í 7. sæti eftir 10 umferðir (biðskákir ótefldar). Hann vann Benkö í 9. umferð og Indverjann Aaron í þeirri tíundu. Aaron missti hrók í 20. leik og gafst' þá upp. í 10. umferðinni vann Petrosjan Teschner, Poríiseh vann Cuellar, Filip vann Bolbochan og Biiek vami German. Jafntefli varð hjá Schweber og Bisguier. Aðrar skákir fóru í bið. BIÐSKÁKIR úr 9. og 10. um- ferð voru tefldar í dag. Úrslit' ; urðu þessi: 9. umferð: Aaron-Cueller, Barcza-Schweber, — Fischer- Pomar, jafntefli. German i vann Portisch, Bilek vann ! Yanofsky. 10. umferð: Stein-Benkö, Yanofsky-Barcza jafntefli. — Geller van Uhlmann, Kortsnoj. vann Bertok. Skák þeirra Fischers og Gligoric fór aftur '<í bið eftir 81 leik. Staðan er þá þannig að efst- ur er Uhlmann með 7 vinn- 'inga. Annar er Fischer, 6Í4 og bið, þriðji Filip með 614. ’ f f jórða til sjötta sæti eru þeir Portisch, Benkö og Petrosjan með 6 vinninga hvor, þá kem- \ ur Gligoric með 514 og bið. í 8—11. sæti eru Friðrik Ól- fsson, Kortsnoj, Geiler og Biiek með 514 vinning livor. kom hópur um 1500 manna gangandi að torginu og nam staðar við fylkingar lögreglu- manna. Þar stóð mannfjöldinn þögull þar til lögreglan hrakti hann á brott. Verzlanir og kaffihús í nágrenni við torgið lokuðu dyrum og gluggum með járngrindverki til að koma í veg fyrir spellvirki, en allt fór friðsamlega fram og um hálf- tíma eftir að útifundurinn átti að hefjast dreifðist mannfjöld- inn. — Stúdentaráðs- kosningar KOSNINGAR til Stúdentaráðs Háskóla íslands fóru fram sl. laugardag. Á kjörskrá voru 787 stúdentar. Atkvæði greiddu um 60 af hundraði. Þessir hlutu kosn ingu í ráðið: Laga- og viðskiptadeild: Gunnar Ragnars, stud. oecön. Jón E. Ragnarsson, stud. jur. Læknadeild: Anna K. Emilsdóttir, stud med. Ólafur Björgúlfss. stud. odont. Guðfræðideild: Jón E. Einarsson, stiud. theol. Verkfræðideild: Eysteinn Hafberg, stud. polyt. Heimspekideild: Ingi Viðar Árnason, stud, philol. Svavar Sigmundsson stud. mag. Fráfarandi stúdentaráð kýs einn mann úr sínum hópi til þess að sitja áfram og er það Sigurður Hafstein, stud jur. Voru í 16 tíma með mjólkiua Geldingahoiti í Gnúpverja- hreppi, 12. febrúar HÉR í Hreppum hefur verið mesta ótíð sl. þrjár vikur, eða allt frá Þorrabyrjun. í gær var snarvitlaust veður, austanhvass- virði með snjókomu. Hér er því mikið fannfergi, og margr vegif orðnir kolófærir. Miklir örðug- leikar hafa verið á því að koma mjólk á rnarkað, þ. e. a. s. í veg fyrir bíla. T. d. voru bændurnir á Ásólfsstöðum og Skriðufelli í 16 klukkustjundir á miðvikudag að fara með mjólkina. — J.Ó. Þeir fundu gúmbátinn FLUGVEL frá vamanliðinu tók þátt í ilieitinni að gúmmí- bátnum með mönnunium tveim aif Elliða og varð fyrst til að finna bátinn lauet fyrir hádegi á sunnudag. Flugvélin var af Neptun-gerð og 10 mánna áhöfn á henni. Þessi myrad var tekin af flugmönn- unuim er þeir voru að fiá sér kaffi á Hótel Skjaldbreið eftir að þeir koimu til baka. Flugstjórinn Capt. Page er 5. maður frá vinstri. Hann sagði að þeir hefðu lagí upp í leitina kll. 8.30 uim morgun- inn. Flugveður var sæmilegt, en mikil alda á sjónum. Telur Page að flugvélin hafi verið búin að fara nokkrum sinnum framlhj á gúiminílbátnum í mjög lítilli fjarlægð án þess að þeir sæju hann, er þeiir komu allt í einu auga á hann um 15 sjómílur V-NV af Öndverðar- nesi. Varðskip og bátar voru skammt undan og flugmenn- irnir tilkynntu þe-im fundinn, biðu síðan efitir að vita hvort þetta væri rétti báturinn, því áður voru þeir búnir að sjá og tiikynna um einn björgun- arbát og tvo fleka. Page sagði að þesisi sama flugvél, er sést á meðfylgjandi mynd ó flugi yfir Breiðafirði, Loftleiðir óttast ekki lATA-lækkunina Stjórnarkjör hjá prentmynda- smiðum AÐALFUNDUR Prentmynda smiðafélags íslands var haldinn sl. laugardag. í stjórn félagsins voru kosnir: Bragi Hijnriksson, formaður, Geir Þórðarson, gjald keri, og Ingimundur Eyjólfsson, ritari. FLUGFARGJÖLD fyrir hópferð- ir á leiðum yfir N-Atlantshaf lækka töluvcrt á næstunni. Tek- izt hefur samkomulag innan al- þjóðasambands flugfélaga (IATA) um þessa lækkun og verður fargjaldið samkvæmt því 2,416 krónur danskar fyrir mann inn á milli Kaupmannahafnar og New York, segir eitt dönsku blaðanna um helgina. Telur blaðið, að þetta komi einna harðast niður á Loftleið- um, sem hingað til hafi boðið lægstu fargjöld yfir hafi. Enn frekari lækkun býður nýstofn- að leiguflugfélag í samvinnu við Riddle Airways í Bandaríkjun- um, eða 1.590 kr. danskar fram og til baka, þ. e. a. s. fyrir ein- staklinga í hópferð. Mbl. sneri sér til blaðafulltrúa Loftleiða, Sigurð Magnússon, og innti hann eftir afstöðu Loftleiða. „Þetta kemur ekki tilfinnan- lega hart niður á okkur“, sagði Sigurður. „Við höfum ekki haft svo mikið af hópum — og fæstir okkar farþega mundu vilja ferð- ast innan þess ramma, sem hóp- ferðirnar setja.“ „Hins vegar hefur stjórn félags ins það til athugunar, hvort lækka beri hópa-fargjöld með hliðsjón af IATA lækkuninni. — Þetta hefur hins vegar engin áhrif á einstaklingsfargjöldin". iíópavogair AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagaiuia í Kópavogi verður haldinn í Valhöll við Suðurgötu í Reykjavík í kvöld kl. 8.30. — Stjórnin. hefði verið m^eð í leitinni að bandaríaku vélinni, sem fórst við Grænland fyrir skömmu. En sú leit hefði verið öllu erfiðari, þar sem ekki var hægt að leita afmarkað svæði, eins og í þetta skipti. — íbróttir Framh. af bls. 22. fjöld frá keppni við hina meiri glímumenn. Vakti þar athygli t.d. Elías Árnason UMFR, kornungur piltur sem gekk skemmtilega að glímum sínum og knálega. Frekari röð var þannig: 4. Hilmar Bjarnason UMFR 6 vinn. 5. Hannes Þorkelsson UMFR 5 v. 6. Sveinn Guðmundsson Á 3 v. 7. —9. Elías Árnason UMFR, Garðar Erlendsson UMFR og Þórður Kristjánsson UMFR 2 v. 10. Hreinn Bjarnason UMFR 1 v. Geir Hallgrímsson ávarpaði þátttakendur og gamla Skjaldar- hafa nokkrum orðum í mótslok. Þakkaði hann hinum gömlu fyrir það fordæmi er þeir með sigrum sínum hefðu gefið öðrum og kvaðst vona að ísl. glímuíþrótt mætti vaxa og eflast því í glímu gætu unglingar sótt aukið þrek og sótt þann þroska sem efldi manngildi þeirra. NA /5 hnutar / S)/ Söhnútar Snjókoma > OSi ^ V Skúrir fC Þrumur 'WSS, KuUatkH 'Zs' HihtkH H Hm» NORÐANÁTT var yfir land- inu í gær og éljagangur norð- an lands, en léttskýjað á Suð- urlandi. Frost var fremur vægt, 1—5 stig við sjóinn, en á Jan Mayen hafði kólnað niður í — 8 stig. Illviðri var yfir Bretlandseyjum og NV- Evrópu, enda mjög djúp lægð yfir Svíþjóð og mikil hæð norður af Azoreyjum. Allmik- il hæð var yfir Grænlandi. Enska knattspyrnan 28. lunferð ensku deildarkeppninn- ar fór fram s.I. laugardag og urðu úrsli þessi: 1 deild: Birmingham — Ansenal .... 1—0 Blackbum — Chelsa ..... 3 — 0 Blackpoo Aston Villa ........ 1—2 Everton — Bumley ....... 2 — 2 Fulham — Ipswich ......... 1—2 Manchester C- y — Manchest. U 0 — 2 SheÆfield W. — Leicester ........ 1 — 2 Tottemham — N.Forest ... 4 — 2 W.B.A. — Bolton ........ 6 — 2 West Ham — Sheffield U. 1 — 2 2. deild. Brighton — Rotherham ........ 0 — 3 Bury — Liverpool ............... 0—3 Derby — Plymouth ............ 2 — 2 Leeds — Bristol Rovers ........ 0—0 Luton — Charlton .............. 1 — 6 Middlesbrough — Swansea — 1 — 3 Newcastle — Southampton 3 — 2 Norwioh — Stok* ............. 1 — 0 Walsall — Huddersfield ...... 2 — 2 í Skotlandi urðu úrslit m.a.: Di—dee — Motherwell _______ 1 — 3 Raith — Rangers .......... 1 — 3 St. Mirren — Dundee. — U. 1 — 1 Stirling — Celtic ......... 1 — 0 T. Lanank — Kilmarnock.... 3 — 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.