Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 10

Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 10
10 MORGVNBLAÐ \% Þriðjudagur 13. febr. 1962 A nokkrum sást ótti, en mennirnir voru rólegir í G Æ R átti fréttamaður blaðsins þess kost að sitja við hádegisverðarborðið með allmörgum af skips- höfn togarans Elliða. Skip- verjar voru rólegir og æðrulausir. Þeir voru glað sinna, eins og ungum mönnum er tamast. Þeir voru heilir á húfi og bráð- lega halda þeir heim á leið til fjölskyldna, vina og ættingja. Við matborðið heyrðum við hugljúfa sögu frá björgun- inni,sögu sem sýnir dreng- lund ungra manna, sem stadd- ir eru við þröskuld dauðans. • Þú ferð fyrst Þeir voru að fara í gúmrní- bátinn og yfirgefa hið sökkv- andi skip. Einn þeirra fé- laga var aldurhniginn og stirð ur í hreyfingum. Tveir ungir rnenn hjáipuðu honum út í gúmmíbátinn. Þegar þeir voru að þessu sagði annar þeirra — Þú ferð fyrst. Þú átt fjölskyldu. Vitað vai að báturinn var ekki ætlaður nema 20 mönn- um, þótt hann bæri léttilega þá 28, sem þurftu að komast í hann. Hitt vissu ungu menn- irnir að vel gat svo farið að einhverjir yrðu að vera eftir. Þá vai sjálfsagt að hinn ald- skeytaklefann fyrr en bátur- inn var kominn meira en hálfa leið til þeirra. • GÆFULEGUR PILTUR Birgir Óskarsson er sonur Óskars Sumarliðasonar raf- veitustjóra í Búðardal í I>öl- um og því Dalamaður og Breiðfirðingur í föðurætt. Móðir hans er Henriette Berndsen dóttir Fritz Bernd- sens frá Skagaströnd, sem bjó um skeið í Hafnarfirði og vann síðast á Reykjialundi. Amma Birgis var Regina Han- sen systir Jörgens Hansens skrifstofustjóra hér í bæ, sem rnargir eldri Reykvíkingar þejfktu vel. Birgir er stór og þrekinn, hægur í framgöngu Og laus við allt flas. Hann sagði er við spurðum hann hvort hann myndi halda á sjó- inn aftur ef honum byðist loft skeytamannsstaða, að eitt- hvað yi-ði maður að gera. Hann kvaðst ætla norður með skipsfélögum sínum. Birgir Óskarsson, löftskeytamaður, gengur i land af Júpiter. (Ljósmynd Sveinn Þormóðsson) Rætt við loftskeytamanninn á Elliða nistján Rögnvaldsson skipstjóri jn borð í Júpiter, er hann kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld. _ urhnigni félagi þeirra, sem átti fjölskyldu heima gengi fyrir um bútsrúm í björgunar bátnum. Að lokinni máltíð rabbaði fréttamaðurinn nokkra stund við Birgi Óskarsson loft- skeytamann á Elliða. Birgir hefir þótt standa sig með ágæt um í starfi sínu. Hann sat alla stund við loftskeytatækin og hélt stöðugt sambandi við björgunarskipið óg hann end aði starf sitt í loftskeytaklef- anum með því að kvitta fyrir feallinu frá Júpiter um að þeir á Elliða mættu draga tál sín bátinn. Hann yfirgaf ekki loft Skotið, sem bjarg- aði lífi okkar í SAMTALINU, er frétta- maður blaðsins átti við Birgi Óskarsson loftskeytamann á Elliða bar hann lofsorð á skipstjóra sinn. — Kristján sýndi allan tímann ró og festu og taldi kjark í menn. Hann kallaði t.d. eitt sinn til skipshafnar- innar að ekki væri ástæða til ótta þótt skipið hallaðist, því fyrir hefði komið við Græn- land fyrir nokkrum árum að skip hefði lagst á hliðina og legið þannig í hálfan sólar- hring, en þá rétt sig við aftur. Þannig taldi hann kjark í okkur. Hann yfirgaf skipið síðastur og sá um að allir hefðu komist heilu og höldnu um borð í gúmmíbátinn. Hann stóð einnig við op bátsins er við vorum að fara upp í Júpiter og rétti hverjum manni hjálparhönd. — Það sást bezt hvað Kristján skipstjóri var róleg- ur hve vel tókst til er hann skaut bjarglínunni yfir í Júpiter. Línubyssunni er haldið líkt og venjulegum riffli, en vélstjórinn hélt á kasanum þar sem línan var hringuð niður. Línan lenti rétt framan við frammastrið á Júpiter og þeim tókst strax að ná henni. Línubyssan hjá okkur var geymd í kortaklefanum og sömuleiðis línurnar. Kristján fór með hana út á stjórnborðs brúarvæng, en þar var ekki þægilegt til stöðu, því skipið var þá að heita mátti alveg á hliðinni. En skotið heppn- aðist eigi að síður ágætlega og til þess má raunar rekja að okkur varð svo giftusamlega bjargað. — Fyrst virtist línan ætla að lenda framan við stefni Júpiters, en vindurinn beindi henni að lokum yfir skipið, sagði Birgir loftskeytamaður. Blaðið aflaði sér upplýsinga hjá kunnugum mönnum um meðferð línubyssa. Var okkur sagt að erfitt væri að miða þessum byssum nákvæmlega, ©nda geti veðurstaða breytt stefnunni. Oftast er fyrsta skotið notað til reynslu til þess að kanna hvernig vind- urinn ber línuna. Það var því mjög vel gert hjá Kristjáni Rögnvaldssyni að hitta Við fyrstu tilraun enda sést á því, sem siðar kom fram, að þetta eina skot mátti ekki geiga. Tíkin Elly situr þarna hin spekingslegasta í fangi eins skipsmanna af Elliða er þau fóru inn í bíl á hafnarbakk- anum í fyrrakvöld. — Eg er eiginlega orðinn fastur þarna fyrir norðan, sagði hann og hló við. Er Birgir hafði lesið frá- sögn Mbl. af slysinu, sagði hann að ekkert væri'íim hana nema gott eitt að segja utan að aldur nokkurra skips- manna væri ekki réttur. • LÓNUÐU í TVO DAGA í stórum dráttum sagðist honum svo frá: —Við vorum búnir að fá eitt hol í Víkurálnum og mun það hafa verið á fimmtudag- inn að mig minnir. Þá voru kömin 9 vindstig og eftir það lónuðum við þarna. Það mun hafa verið laust fyrir kl. 17,30 á laugardagskvöldið að við urðum þess varir að sjór var kominn í skipið og lestar hálf- ar. Nokkru síðar tók það að hallast og vélarnar stöðvuðust Og þar með slokknuðu ljósin. Vélamenn reyndu að koma vél unum í gang á ný og tókst það u.m stund. Fyrst í stað hallaðist skipið undan vindi, en þegar vélarnar fóru í gang snerist það þannig að yfir- bygging og þilfar urðu áveð- urs. • ÞEIR Á FLEKANUM SÁU LJÓSIN — Nokkru áður höfðu tveir skipsmanna stokkið út í feork fleka, sem við höfðum um Hinn happasæli björgunarbátur, sem sendur var frá Júpiter yfir í Elliða og flutti 26 menn milli skipanna. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) borð Og var undir öðrum björg unarbátnum. Þeir sáu ljósin, sem kviknuðu aftur þá stund sem vélarnar gengu. Vélstjórarnir voru skríðandi um vélarrúmið í gufu og sjó og reyndu að koma þeim af stað. — Mennirnir, sem fóru í gúmbátinn og á flekanum fengu mér vitanlega aldrei neina skipun um það frá yfir- mönnurn skipsins. — Flestir höfðust mennirn- ir við í brúnni, nokkrir inni í loftskeytaklefanum hjá mér en hinir voru við keisinn í ganginum stjórnborðsmegin. — Ekki urðu önnur meiðsli á mönnum en Jón Rögnvalds- son yfirmatsveinn brenndist á vinstri hendi er hann var að skjóta upp blysi og Matthí- as Jóhannsson mun vera eitt- hvað kalinn á höndum og fót- um. — Við reyndum að skjóta upp svifblysum, en þeim er ætlað að lýsa upp slysstaðinn í kringum skipið. Ekki er hægt að skjóta þessum blysum upp nema úr þar tdl gerðum „stativum", sem eru utan á brúnni. Þar sem skipið hall- aðist svo mjög komu blysin ekki að gagni, heldur svifu þau í ooga út í sjó. • ANN4R HUNDURINN FÓRST — Um borð í skipinu hjá okkur voru tveir hundar. — Annar hét Bob Og fórst hann, var horfinn áður en við yfir- gáfum skipið. Hitt var tíkin Elly, sem var dóttir Bobs. Hana mun einu sinni hafa tekið út. en skolaði um borð aftur. Jóhann Matthíasson fór síðastur inn í brúna er við vorum að yfirgefa skipið og sótti tíkina. Hún var allan tímann hin rólegasta. — Olkkur létti mikið er Jupiter hafði fundið okkur og við sáum hann lóna skammt frá. Þó vai sennilega fögnuð- urinn mestur er við vorum allir komnir í gúmmíbátinn, því þá fannst Okkur eins og við værum kömnir í himna- ríki. Okkur var hlýtt í bátn- um, enda lágu við þar í einni kös og höfðum ylinn hver af öðrum. Báturinn veir á fanga- línu, sem þeir Júpitersmenn héldu í, og var ætlunin að Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.