Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 13. febr. 1962
Svo var það Tony sjálfur. Hann
var ekki eins ólíklegur. Vafa-
laust hafði hann gifzt LLsu af því
að hann vissi, að hún var tilvon-
andi erfingi. Hann hefði meira að
segja getað vitað um þennan ban-
væna sjúkdóm, sem Crystal þjáð
ist af, en hefði hann vitað um
hann, hefði hann aldrei farið að
leggja í þá áhættu að myrða
hana, vitandi, að hún átti ekki
nema skammt eftir.
Edna Clark? Hún hafði gilda
ástæðu —eða hélt, að hún hefði
það. Ég mundi eftir þessum
hræðilega vonbrigðasvip, sem
kom á hana, þegar hún heyrði, að
hún mundi ekki erfa nema lítil-
ræði í staðinn fyrir auð fjár.
En svo gat fleira til mála kom
ið en fjárvonin ein. Tilfinningar
eins og reiði, hatur, afbrýðissemi,
hefnd. Líklega hafði ég eins
mikla ástæðu og hver annar. Ég
skildi, hvers vegna Rory taldi
það nauðsynlegt að ljúga að lög-
reglufulltrúanum til þess að
vernda mig. Kona, sem fyndi
manneskju eins og Crystal í íbúð
inni sinnj og það í svefnherberg-
inu, gæti vel i ofsareiði skotið
hana til bana, ef svo vildi til, að
hún hefði byssu handbæra. Ég
fór að velta því fyrir mér, hvort
það gæti verið að Leó hefði mig
líka grunaða. Jæja, ég vissi mig
að minnsta kosti saklausa sjálf
þótt ef til vill enginn gerði það
annar.
Sjálfur hefði Rory haft tæki-
færi til þess, en hann strikaði ég
strax út, því að það var óhugs-
andi. En það hindraði ekki, að
' óviðkomandi maður, sem vissi,
| að þetta hefði verið morð, mundi
geta grunað okkur bæði. Hver
annar átti nokkur tilfinningamál
í sambandi við Crystal? Ég
mundi eftir uppþotinu, sem Do-
minic Lowe gerði inni í búnings-
herbergi Rorys og reiði hans við
Rory, sem var næstum hatur.
í>ar var einn, sem til mála gat
komið. Hann var uppstökkur og
taugaóstyrkur. Svo gátu fleiri
verið, sem væru ástfangnir af
henni — hún var þannig gerð, að
hún gat vakið jöfnum höndum
ást, hatur og girnd. Leó var sá
eini, sem stóð hana af sér. Hann
var merkilega ósnortinn af henni,
og hafði þó þekkt hana árum
saman. En var honum þá alveg
sama um hana? Var ekki eitt-
hvert gamalt samband þeirra
milli? Hann hafði ekkert tæki-
færi til að myrða hana — eða
hafði hann það kannske? Hann
ók burt í bílnum sínum þegar
við skildum eftir hádegisverðinn.
Þá gat hann vel hafa farið beina
leið til Axminsterhússins, meðan
ég fór yfir i Bond Street og sat
inni í kaffihúsinu. Og það gæti
gert það skiljanlegra, að hann
skyldi fara að flytja líikið seinna.
Nei, ég hlaut að vera vitlaus að
fara að gruna Leó — sjálfan Leó,
sem hafði enga ástæðu til þess
arna nema þá umhyggjuna fyrir
mér og Rory. Og það gerir
enginn að fara að fremja morð
fyrir vini sína, hversu miklir
vinir sem þeir kunna að vera.
Lausnin á málinu var einföld:
Aðeins að komast að því, hvað
orðið hefði af byssunni, sem stol
ið var úr leikhúsinu forðum. Sá
sem síðastur hafði hana handa
milli hlaut að hafa myrt Crystal.
En svo var það skrítnasta, að
byssan var leikhúsgripur og því
hlaðin kúlulausum skotum. Lög-
. reglumaðurinn sagði, að hver
sem hefði farið að fremja sjálfs-
morð. hefði haft vit á að nota al-
mennileg skot, en gilti það ekki
alveg jafnt um hinn, sem ætlaði
að fremja morð?
Ég óskaði þess heitast, að kom-
inn væri fótaferðartími. Nú átti
ég verk fyrir höndum. Ég ætlaði
að komast að sannleikanum. Aðr
ir mundu halda. að þetta væri
sjálfsmorð — og mér var svo sem
alveg sama þó að morðinginn
slyppi, en ef framtíð okkar Rory
ætti að verða líkt því hamingju-
söm, varð ég að fá að vita, hver
morðinginn var.
Mér þótti svo leiðinlegt, að
Tony og Lísa skyldu fara án þess
að kveðja okkur, sagði ég við
Vandy næsta dag. Ég ætla að
hringja þau upp. Mig langar til
að hitta Lísu aftur
Já, hún er indælis stúlka og
svo ágæt kona fyrir hann Tony.
Hvers vegna sagðirðu mér
ekki, að hún hefði verið skyld
manninum hennar Crystal?
Ég hafði sjálf enga hugmynd
um það fyrr en svo sem fyrir
viku, eftir að þau voru orðin
hjón og komin frá Norchester.
Mér fannst það engu máli skipta.
Tony sagði, að það mundi heppi-
legra að nefna það ekki á nafn
við þig. Hann hafði séð eina eða
tvær af þessum blaðaklausum
um Rory og Crystal, og ég verð
að segja. að ég var honum alveg
sammála; mér fannst að því
minna, sem þú heyrðir minnzt á
Crystal, því betra.
Ég skil.
Og ef út í það er farið, þá
stóð Lísa í ’heldur litlu sambandi
við hana, og sízt af öllu gat henni
dottið í hug, að hún ætti sama
sem að erfa hana. Þau voru bæði
slegin þegar þau heyrðu um frá-
fall Crstals. En Tony var það
Ijóst, að bæði þú og Rory yrðuð
að fá að vita þetta. Þess vegna
stakk hann upp á því að koma
hingað í heimsókn 1 gær. Hann
vonaði að geta sagt Rory það,
þegar þeir væru í næði.
Það er að minnsta kosti mjög
spennandi fyrir þau bæði.
Er ekki allt í lagi? Mér finnst
þessi lögreglumaður vera furðu
djarfur að vera að koma þarna
á sunnudaginn og splundra fyrir
ykkur samkvæminu. Björtu aug-
un horfðu á mig kvíðafull.
Jú, jú, það er allt í lagi, Vandy.
Ég vona, að við eigum ekki eftir
að sjá hann oftar.
Já, það mátti segja. að allt væri
í lagi og að okkur Rory tækist
furðu vel að leika hamingjusöm
hjón. Ég fór að velta því fyrir
mér, hvort börnin yrðu þess vör,
að þetta var ekki annað en leik-
ur. Ég held þau hafi nú ekki
orðið neins vör; þau voru að
minnsta kosti alveg eins og þau
áttu að sér og þau voru mjög
ung, en það er nú samt ekki auð-
velt að blekkja börn.
Leó hafði ekið aftur til borgar-
innar. Aldrei þessu vant, hafði
Rory ekkert við bundið fram að
sýningunni; hann var úti í garð-
inum að fást við grjótgarð. sem
hann var að hlaða þar. Ég var að
tala í símann.
Ég verð ekki heima til hádeg-
isverðar, sagði ég við Vandy.
Ég tók fram bílinn minn. Áður
en ég fór, gekk ég til Rory, þar
sem hann var við vinnu sína í
garðinum. Hann var í grófri
peysu og gömlum buxum og hár-
ið á honum var úfið. Hann var
eins og strákur. Tim og Júlía
voru hjá honum að þykjast
hjálpa honum.
Ég er að fara út, sagði ég, og
það getur vel verið, að ég verði
ekki komin aftur áður en þú
ferð í kvöld.
Allt í lagi. Einhverntíma hefði
hann nú spurt, hvert ég væri að
fara. Það voru skuggar undir
augunum i honum og ég gat mér
þess til, að hann hefði heldur
ekki sofið mikið. Við horfðum
snöggvast hvort á annað með
blíðusvip og kysstumst síðan —
vegna barnanna — og svo fór ég.
Benita Dyson. sem hafði leikið
eitt aðalhlutverkið í „Gullár-
söngnum" bjó í litlu en rúmeóðu
húsi í Suður-Kensington. Hún
var enginn kunningi okkar, þó að
við þekktum hana og hefur lík-
lega orðið hissa þegar ég hringdi
og spurði, hvort ég gæti hitt hana
heima. En engu að síður tók hún
mjög vingjarnlega móti mér.
Það var gaman að sjá þig, Rosa
leen. Hvernig líður Rory? Hvað
mér finnst hann stórkostlegur í
„Sólbruna og sælu“ — alveg dá-
samlegur.
Hún fór með mig inn i rúm-
góða setustofu. Þar var allt fullt
af húsgöngum og þar var stór
flygill og óteljandi myndir. A
einni myndinni var ljósmynd af
súkkulaði-umbúða mynd af
Benitu sjálfri í hlutverki Kátu
Ekkjunnar, við hliðina á mynd
Vegleg afmælisgjöf
■ ' R6TSAFN JÓNS TRAUSTA 8 bindi.
Verð kr: 1500.— Fæst hjá bóksölum.
>— Veiztu það Berta að mér þykir
leiðinlegt að Geisli höfuðsmaður
skuli fara! Væri ég sjötíu árumyngri
hefði þessu ekki lokið svona, það get
ég sagt þér!
— Lúsí Fox!!
En á heimi Alexanders Prestons,
eins mesta vísindamanns jarðar.....
— Frú Preston, maðurinn yðar er
að spyrja eftir yður. Hann á ekki
langt eftir!
af ungum manni í skrautlegum
einkennisbúningi, sem ekki var
hægt að þekkja. Þetta var fegruð
mynd af barítonsöngvaranum,
manni Benitu, áður en hann fitn-
aði. Ég spurði um hann. Hann
var þá 1 Edinborg í eimhverri
óperu, sem þar var í gangi.
Og hvernig liður syni þínum?
spurði ég. Ég gat aldrei munað,
hvað hann hét.
Honum gengur ágætlega f
auglýsningastarfseminni — það
er nú einna vænlegasti atvinnu-
vegurinn nú á dögum. Svo er
guði fyrir að þakka, að hann fór
ekki í okkar starfsgrein. Hún
hleypti brúnum. Og þó get ég
aldrei skilið, að hann skyldi ekki
gera það. Það var rétt eins og
henni fyndist það eitthvað óeðli-
legt að vilja ekki leggja fyrir sig
leikstarfsemi.
Bettina var lagleg kona, sem
hefði enn getað sýnzt ungleg f
sviðsljósinu. Húi- hafði byrjað 1
rómantiskum söngleikum, sem
nú voru alveg komnir úr móð.
Enn þá kom hún einstöku sinn-
um fram en hún var ekki lengur
aiíltvarpið
Þriðjudagur 13. febrúar.
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi. — 8:15 Tónleikar -»
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfrf gnir — 9:20 Tón-
leikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilfc.
— Tónleikar — 16:00 Veðurfr.
Tónleikar — 17:00 Fréttir —•
Endurtekið tónlistarefni).
18:00 Tónlistartími barnanna (Jón G.
Þórarinsson).
18:20 Veðurfr. — 18:30 I>ingfréttir —
Tónleikar.
19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 „Le Cid“, balletmúsík eftir Masa
enet (Hljómsveit Parísaróperunn
ar leikur; Georg Sebastian stj.).
20:15 Framhaldsleikritið „Glæstar von
ir“ eftir Charles Lickens og Old
field B<ix; fimmti þáttur. Þýð«
andi: Áslaug Árnadóttir. —
Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. —«
Leikendur: Gísli Alfreðsson,
Helgi Skúlason, Gestur Pálsson.
Helga Valtýsdó“ir, Baldvin HaU
dórsson, Þorsteinn Ö. Stephen-
sen, Gísli Halldórsson, Flosi Ól-
afsson, Brynja Benediktsdóttir
og Sigurður Brynjólfsson.
20:45 íslenzk tónlistarkynning: Jón
Leifs tónskáld skilgreinir Sögu
sinfóníu sína, IV. kafla: Grettl
og Glám (Leikhússveitin í
Helsinki leikur; Jussi Jalas stj.).
21:05 Erindi: Námur íslendinga (Ólaí
ur Þorvaldsson þingvörður).
21:40 Armensk þjóðlög: Erivan-þjóð-
lagaflokkurinn syngur og leikur,
21:50 Cöngmálaþáttur þjóðkirkjunnar
(Dr. Róbert A. Ottósson söng-
málastjóri).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22 10 Lög unga fólksins (Úlfar Sveln
björnsson).
23:00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 14. febrúar.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik.
— 8.30 Htir. — 8.35 Tónleikar.
— 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón-
leikar).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12.25 Fréttir og tilkynningar),
13.00 „Við vinnuna". Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilfc,
— Tónleikar. — 16.00 Veðurfr,
— Tónleikar. — 17.00 Fréttir,
— Tónleikar).
17.40 Framburðarkennsla í dönsku og
ensku.
18.00 Útvarpssaga bamanna: „Nýja
heimilið“ eftir Petru Flagestad
Larsen; IX. (Benedikt Amkels-
son).
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétit-
ir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir,
20.00 Varðnaðarc rð: Hjálmar R. Bárð-
arson skipaskoðunarstjóri talar
um notkun björgunarbáta úr
gúmi.
20.10 Tónleikar: Ray Martin og hljóm-
sveiJ hans leika létt lög.
20.20 Kvöldvaka:
.) Lestur fornrita: Eyrbyggja-
saga; x, Helgi Hjörvar rit-
höfundur).
b) Islenzk tónlist: Lög eftir
B^ldur Andrésson og Bjama
Böðvarsson.
c) Hallgrímur Jónasson kennarl
flytur gamla minningu £rá
þorradögum.
d) Jóhannes úr Kötlum les úr
þjóðsögum Jóns Amasonar.
e) Sigurður Jónsson frá Brún
les frumort kvæði.
21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinsson
cand. mag.).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Veraldarsaga Sveins frá Mæli-
fellsá; IV. lestur (Hafliði Jóns-
son garðyrkjustjóri).
22.30 Næturhljómleikar: Frá tónleifc-
um Sinfóníuhlj. Islands í Háskóla-
bíói 8. þm. Stjómandi: Jindrich
Rohan. Sinfónía nr. 2 í D-dúr
op. 73 eftir Brahms.
23.20 Dagskrárlok.