Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. febr. 1962 o» r A fjórða hundrað keppendur í kðrfu knattleiksmdtin u Mullersmótinu frestað MULLERS-MÓTIÐ svonefnda var ráðgert við Skíðaskálann á sunnudaginn. Átti þar að vera sveitakeppni í svigi en mótið er haldið til minningar um L. H. Muller. Vegna veðurs varð að fresta keppninni en 7 sveitir voru skráðar til leiks. — Mótið fer vætanlega fram Um aðra helgi. Trausti Olafsson A vann 50. Skjaldarglímuna Þorsteinn Hallgrimsson skorar sem orðið hefur hjá körfuknatt- leiknum, sem er yngst íþrótta- greina á íslandi. Hann ræddi og um vandamál íþróttarinnar, skoraði á körfuknattleiksmenn að vinna íþrótt sinni vel, það væri bezta kynning sem hún gæti fengið. Á laugardaginn fóru svo fram tveir leikir. í 2. flokki mættust lið Ármanns og ÍR og lauk þeirri viðureign með 4 stiga vinning Ármenninga sem skoruðu 33 stig gegn 29. Sama kvöld mættust einnig meistaralið KR og Ármanns í karlaflokki. * IR, KFR og Armann unnu í fyrstu leikjum mfl. karla Jón Þ. Ólafsson í þrístökki. — Hann vann í 3 greinum. Ármenningar náðu forystu í leiknum snemma og héldu henni til leiksloka. Lokatölur voru 59 stig Ármanns gegn 49 KR. Góð tilþrif sáust hjá báðum liðum, enda eiga þau ágætum mönnum á að skipa, ungum mönn um sem skortir enn reynslu — einkum KR-inga — og öðrum sem þegar eru í röð fremstu körfuknattleiksmanna landsins. Á sunnudag fóru fram tveir leikir í meistaraflokki karla. Mættust í öðrum ÍR og ÍS (stúd- entar) Hafði ÍR algera yfirburði og sigraði með 85 stigum gegn 35. Þá mttust KFR og ÍKF. Þar var einnig um yfirburðasigur að ræða. KFR vann með 66 stigum gegn 39. Trausti Ólafsson leggur Þórð Kristjánsson. (Ljósm. Sv. Þ.) þátttakendum. Hann stendur ó- venjulega vel að glímum sínum, gengur hreinlega og drengilega fram til hverrar glímum sínum, gengur hreinlega og drengilega fram til hverrar glímu og þó brögð hans séu ekki fjölbreytt eru þau hrein og án bols. Er það meira en hægt er að segja um marga aðra keppendur. Ein aðalglíma keppninnar var glíma Trausta og Hilmars Bjarna soriar. Varð nokkur kurr — eink- um frá tveim mönnum sem virt- ust undir áhrifum áfengis og höfðu sig mjög í frammi við að hvetja glímumenn UMFR — er Trausti féll ofan á Hilmar eftir fall hans. En fall Hilmars hafði óður orðið með því að öxl hans nam við gólf og fall Trausta ofan á hann réði þar engu um. Trausti lagði alla sína keppi- nauta. Guðmundur Jónsson, UMFR kom næstur, lagði alla nema Trausta. Guðmundur er knár glímumaður, en virðist ekki í fullkominni þjálfun. Ól- afur Guðlaugsson Á varð þric.i með 7 vinninga — féll aðeina fyrir Trausta og Guðmundi. Ól- afur er knár glímumaður, stöð- ugur vel en ekki fjölbrögðóttur. Skemmtilegar glímur sáust einnig meðal hinna yngri og minni, sem ekki báru vinninga- Frh. á bls. 23. Afmælismót ÍSÍ hadminton Á SUNNUDAG fór fram afmælis mót ÍSÍ í badminton. Var keppt í tvíliðaleik karla og kvenna. Til úrslita í tvíliðaleik karla komust Einar Jónsson og Óskar Guð- mundsson og léku gegn Lárusil Guðmundssyni og Karli Maack. Sigruðu þeir Einar og Óskar með öryggi og nokkrum yfirburðum, í kvennakeppni stóðu úrslit milli Halldóru Thoroddsen og Lovísu Sigurðardóttur gegn þeim Júlíönu Isebarn og Guðmundu Stefánsdóttur. Halldóra og Lov- ísa unnu með nokkrum yfirburð- um. Margir leikanna í undanúrslit- um voru mjög jafnir og tvísýnir og skemmtilegir. Allir keppendur voru frá TBR. Margt til hátíðarbrigða vegna afmœlis glímunnar Gunnar Huseby sigrar ennþá Jón Þ. Ólafsson v Á LAUGARDAGINN minntust frjálsíþróttamenn afmælis ÍSÍ með innanhússmóti að Háloga- landi. Jón. Þ. Ólafsson ÍR sigr- aði þar í þremur greinum og náði athyglisverðum árangri. En það sem kom skemmtilegast á ó- vart var sigur Gunnars Huseby í kúluvarpi. Gunnar hefur nú tek ið þátt i mótum í hálfan þriðja áratug og marga sigra hefur hann ir stjarna mótsins unmið, og er enn í fremstu röð. En úrslit urðu þessi: Þrístökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,80. Hans lang- bezta afrek. 2. Úlfar Teitsson KR 9,45. 3. Jón Péfcursson KR 9.40. Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson 1,95. 2. Valbjörn Þor- láksson ÍR 1.85. Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,65. 2. Valbjörn 1,60. 3. Jón Ögm. Þormóðsson ÍR 1.55. Stangárstökk: Valbjörn Þor- láksson ÍR 4.00. 2. Heiðar Georgs son UMFK 3,50. 3. Valgarð Sig- urðsson ÍR, 3,50. Kúluvarp- Gunnar Huseby KR 14.92, 2. Guðmundur Hermanns- son KR 14.88, Grétar Ólafsson ÍS 13.14. Hástökk drengja: Sig. Ingólfs- son Á 1,75. 2. Jón Kjartansson Á, 1,65. GLÍMAN NÚ Ellefu glímumenn tóku þátt í glímunni, en 13 höfðu verið skráðir. Einn gekk úr keppni mjög snemma vegna tognunar, en hinir 10 luku keppninni. Gunnar Huseby er þettur a velli <í>— og sigrar enn. FIMMTUGASTA Skjaldarglíma Ármanns var glimd á sunnudag- inn. í tilefni þess að þetta var 50. glíman var margt til hátíða- brigða. Forseti íslands heiðraði glímumennina með nærveru sinni og meðal annarra gesta var borgarstjórinn í Reykjavik, for- seti ÍSÍ og flestir þeir, sem lífs eru af þeim, er unnið hafa Ár- mannskjöldinn Þar var og einn þeirra er þátt tóku í fyrstu Skjaldarglímunni 1908. Var það Guðmundur S. Hofdal. Hann var sæmdur sérstökum heiðurspen- ingi. Allir fyrrverandi Skjaldar- hafar veittu viðtöku sérstökum heiðursverðlaunum og hver þátt- takandi í glímunni nú fékik sér- stakan minjapening. Þessa heiðurspeninga, svo og verðlaun í glímunni sjálfri af- henti borgarstjórinn, Geir Hall- grímsson, en hann er sonur Hall- gríms Benediktssonar sem vann fyrstu Skjaldarglímuna. Auk alls þessa kom út vandað afmælisrit um glímuna. Er það vel unnið rit og frágangur vand- aður. Er þarna miklar og góðar upplýsingar að finna um glímu og glímumenn. Glímur voru misjafnar eins og gengur og skiptar skoðanir manna um ýmsar byltur og brögð. En ekki mun það leika á tveim tungum að Trausti Ólafs- son Á hafi ekki glímt bezt af Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ hófst 11. Körfuknattleiksmót ís- lands. Körfuknattleiksráð Reykja víkur sér um mótið en þetta er fjölmennasta mótið í þessari grein sem farið hefur fram. Taka 31 lið þátt í mótinu og keppt er í 7 flokkum karla og kvenna. Keppendur eru frá Reykjavík, Hafnarfirði og af Suðumesjum. MÓTSSETNING. Bogi Þorsteinsson formaður KKÍ setti mótið með stuttri ræðu. Fagnaði hann þeirri öru fjölgun iðkenda og keppenda « Sundmót í kvöld KVOLD fer fram í Sund- höllinni afmælismót Ist sundi. Er vel til mótsins vand að — valdar eru stuttar sund greinar, sem skapa meiri spenning í keppnina og tví-, sýnu um úrslit. Það hefur þau áhrif að þátttaka er meiri í þessu móti en verið hefur í isundmóti lengi. Ef að líkum lætur, verður höfuðkeppnin í hrimgusundi karla. Þar mætast þeir Hörður B. Finnsson ÍR og Ámi Krist- jánsson frá Hafnarfirði. Þeir hafa unnið til skiptis á síðustu' mótum og sett svip á öll mót. Þá er það til nýlundu að keppt er í fjórsundi einistak- linga. Þ. e. a. s. hver maður syndir 25 m. sprett á hverri' sundaðferð (bringusund, bak- sund, flugsund, skriðsund) án hvíldar. Em keppendur 10 í þessari grein, m. a. Guð- mundur Gíslason, Pétur Kristjántsson og Hörður Finns son. Fjöldi annarra sundgreina kvenna, karla og unglinga eru á keppniskránni ,k' li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.