Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar íréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
jC0vmt> Xrt x Íj
Skattalögin
Sjá bls. 8.
36. tbl. — Þriðjudagur 13. febrúar 1962
Skarðsvík sðkk
1
SKARÐSVIK SH 205, sé bát-
urinn sem fyrstiur kom að
gúmmíbártnuim með hinum
látnu mönnum tveim af Ell-
iða, kom ekki aftur úr þeirri
leit. Leki kom að bá'tnum um
15 sjómíliur V-NV a£ Önd-
verðamesi um 2 leytið í gær
er hann var á leið heim og
sökk hann. Áhöfnin, 6 manns,
komist á gúmmíbátnum yfir
í Stapafellið.
Sem dæmi um það hve ört
lekinn magnaðist í Skarðs-
vík má geta þess, að fréttarit-
ari blaðsins á Hellissandi var
áisamt fleiri Snæfellingum
staddur við Hvítárbrú í áæitl-
unarbílnum til Reykjavíkur
er Skarðsvíkin heyrðiist eenda
frá sér hjálparbeiðni, en bíll-
inn var ekki kominn lengra
en í Hvalfjörðin er fólkið
heyrði gegnum talstöðina að
Skarðisvíkin var sokkin.
Skipstjórinm á Skarðsvík
var hinn bunni aflakóngur
þar vestra Sigurður Kristjóns
son, enda hafði báturinn skil-
að þriðjungi hærri afla en
næsti bátur í þeim 10 róðr-
um sem a£ eru þessari ver-
tíð. í gær áttum við símtal
við Sigurð, sm skýrði frá því
sem gerðist.
★ Fyrstir að gúmmíbátnum.
Um 7 leytið á laugardags-
kvöldið fór Skarðsvíkin út til
að leita að gú mmíbátnum af
Elliða ásamt öðrum Snæfellis-
nesbátum og var við leitina
þar til báturinn fannst.
— Þið komuð fyrstir báta
að gúmmíbátnum, Sigurður?
Báturinm var á hvolfi og
mennirnir lágu á botninum í
sjó. Hanm var á svipuðum
slóðum og togarinm sökk.
Vindáttim hafði breytt sér og
hann rekið eitthvað til baka.
Við vorum búnir að leita inn-
ar en farnir að leita á þessum
slóðum. Við létum skipherr-
ann á Óðni vita og hann tók
iíkin.
★ Sjórinn flæddi inn.
— Við voru rétt lagðir af
stað í land, þegar lekans varð
vart frammi í og sjórimn
flæddi inm. Við vorum ný-
búnir að fá okkur að borða
þar, og tveir menn voru
þarna enn.
— Hvað heldurðu að hafi
komið fyrir. Sló báturinm úr
sér?
— Það tel ég útilokað.
Þetta var miklu meiri leki en
það. Það var engu likara en
eitthvað mikið hefði opn-
azt Óðinn hefur tekið Skarðsvík í tog. Til vinstri á myndinni sjást Þorkell máni og ber Stapafell
— Hvernig var veðrið þá? í togarann. Skarðsvík er í miðjn en lengst til hægri er Júpiter. (Myndina tók Adolf Hansen)
á heimleið úr leitarleiðangrinum
— Það voru 6—7 vindstig
og var að ganga upp í NA of-
an í vestan sjó. Við sendum
út hjálparbeiðni. Óðinn var
í ca. 15 mílna fjarlægð og var
kominn eftir 45 mínútur.
Hann tók okkur á slef. Það
voru 10 mílur í var og hiefð-
um við kornist í sléttan sjó,
þá gat verið að hægt yrði að
kom.a við dælu og það dygði.
En báturinn fylltiist á hálfum
öðrum klukkutíma. Þegar við
þorðum ekki að vera lenigur
um borð yfirgáfum við hann.
Þá voru komrnir til okfcar
togarinn Þorkeil mání oig Júpi
ter, sem var með skipbrots-
mennina a£ Elliða og Stapa-
fellið, sem tók okkur upp. —
Þess má geta í þessu sam-
bandi að skipstjórinn á Stapa-
fellinu er Guðmundur Krist-
jónsson, bróðir Sigurðar á
Skarðsvikinni.
Sökk 5 mín. seinna.
— Voruð þið kiomnir yfir í
Stapafellið, þegar Skarðsvik-
in sökk?
— Já, hún sökk 5 mdnútum
eftir að við vorurn farnir frá
borði. OkJkur gekk vel að kom
aist yfir á gúm'mJbátnum.
— En var ekki orðin slæm
aðstaða á Skaæðsvíikinni, eftir
að hún var farim að síga svona
mikið í sjóinn? Það hlýtur að
hafa gengið yfir allt skipið.
— O-o, ekki svö ýkja silæmt.
Við vorum að græja oktour.
En veðrið fór versnandi.
Skarðsvíkin var nýr bátur,
kom tiíl landisins í ársbyrjun
1961. Hann var 87 smál. að
stærð og búinn fullkominustu
tækjum. Er það mikið áfall
fyrir byggðarlagið á Rifi að
missa þetta góða skip undan
þessum mikla aflamanni sem
Sigurður Kristjónisson er,
Áður en hann tók við Skarðs-
víkinni var hann með Ár-
mann og síðan Stíganda frá
Ólafsfirði og alltaf manna
aflahæstur.
Áhöfnin á Skarðisvíkmni var
öll frá Rifi. Mennirnir voru:
Sigurður Kristjónsson, skip-
stjóri, Friðjón Jónsson stýri-
maður, Sigurður Ámasön véi-
stjóri, Almar Jónsson, mat-
sveinn, Guðmundur Guð-
mundisson, Sigurjón Illugaison.
Úveðrið og inn-
anlandsflugið
FLUGIÐ er nú að komast í lag
eftir óveðrið. Á sunnudag voru
tvær flugvélar Flugfélags ís-
lands veðurtepptar erlendis; önn
ur í Stafangri, en hin í Glas-
gow. Enn fremur voru tvær
flugvélar í innanlandsflugi
tepptar sökum veðurs á Akur-
eyri. Þessar flugvélar komu báð
ar til Reykjavíkur um kl. 10.30
á sunnudagskvöld.
Millilandaflugvélarnar, Gull-
faxi, sem var í Stafangri, og
Skýfaxi, sem var í Glasgow,
komu til Reykjavíkur laust eft-
ir hádegi í gær. — Gullfaxi
hélt eftir skamma viðdvöl í
Reykjavík til Glasgow og Kaup-
mannahafnar. Skymasterflugvél-
in Sólfaxi, sem staðsett er í
Narssarssuaq, var í skoðun í
Reykjavík, og átti að fara til
Grænlands 9. þ. m., en tafðist
vegna veðurs, fór til Grænlands
kl. 15 í gær með 34 Dani, sem
komið höfðu með Skýfaxa þá
rétt áður.
Innanlandsflugið gekk rólega
fram eftir degi, og var aðeins
farið til Hornafjarðar, en í gær-
kvöldi var orðið lendandi norð-
Unglingur óskast til að bera
blaðið til kaupenda í eftir-
taiið hverfi:
Langholtsvegur 1.
Hafið samband við af-
greíðsluna. sími 2-24-80.
anlands og austan. Voru þá
farnar tvær ferðir til Akureyr-
ar og ein til Egilsstaða.
Fundur SH
AUKAFUNDUR Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna átti að hefjast
í gær, en vegna óveðursins kom-
ust menn utan af landi ekki
suður. þar sem ekki var flogið,
svo að fimdinum var frestað til
miðvikudags. Hefst hann því á
morgun kl. 2 e. h. í Sjálfstæðis-
húsinu.
Uppgjöf
í GREIN, sem Erlendur Einars-
son, forstjóri SÍS, hefur nýlega
ritað,
hefur hann komizt að
þ e i r r i niður-
stöðu, a ð eðli-
leg og sjálfsögð
væri samvinna
milli fyrirtækis
hans og komm-
únískrar verka-
lýðsforystu. — I
.......... ritstjórnargrein
í dag er fjallað
Æm um þessi sjónar
mið hans og almennt um aðstoð
þá, sem lýðræðissinnar stundum
veita erindrekum heimskommún
ismans.
Lýðræðissínnar sigruðu
í IMúrarafélagi Rvíkur
liommúiiistar tapa fylgi
KOMMÚNISTAR töpuðu veru-
legu fylgi í stjórnarkosningun-
um í Múrarafélagi Reykjavík-
ur, sem fram fór um sl. helgi,
en lýðræðissinnar juku fylgi
sitt. Úrslit kosninganna urðu
þau, að listi lýðræðissinna hlaut
114 atkvæði, en listi kommún-
ista 74. 1 fyrra, við stjórnarkjör,
féllu atkvæði þannig, að lýð-
ræðissinnar hlutu 109 atkvæði,
en kommúnistar 82 atkv. Mis-
munurinn milli listanna nú er
40 atkv., en var í fyrra 27 atkv.
Þetta er mesti kosningasigur,
Lögreglan handtekur
fjóra innbrotsþjófa
Slóð rakin frá innbrotsstað um húsagarða
LÖGREGLAN í Reykjavík
hefur handtekið fjóra inn-
brotsþjófa frá því á föstu-
dagskvöldið var. — Á þriðja
tímanum aðfaramótt sunnu-
dagsins var brotin rúða í við-
tækjaverzlun Friðriks A. Jóns
sonar að Garðastræti 11. Var
stolið fimm útvarpstækjum úr
glugganum, þar af einu bíl-
tæki. Maður í húsinu varð
var við rúðubrotið og gerði
lögreglunn5 aðvart. Rakti lög
reglan sloð mannsinis frá inn-
brotsstaðnum og inn í húsa-
garða á milli Ránargötu og
Bárugötu. í slóðinni fundust
tvö útvarpstæki og loks mað-
urinn sjalfur. Var hann sett-
ur í varðhald. Skammt frá
ininbrotsstaðnum fundust þau
þrjú tæki, sem á vantaði og
hafði þjófur þessi farið tvær
ferðir í gluggann. Maðurinn
var undir áfengisáhrifum.
Þessa sömu nótt voru lög-
reglumenn á ferð, og veittu
eftirtekt manni, sem reynidist
hafa allstóran peningakassa
innan klæða. Kom á daginn að
maðurinn hafði brotizt in.n
skammt frá en ekki unnizt ,
tími til þess að opna kassann,
sem var læstur. — Á föstu-
dagskvóldið var maður hand-
tekinn fyrir að brjóta glugga
í Vinniufatabúðinni að Lauga- i
vegi 74. Á meðan lögreglu-
menn voru að leita að rúðu-
brjótinum, handtóku þeir
mann, sem brotist hafði inn
í bíl og stolið þaðan verðmæt-
um verkfærum.
sem lýðræðissinnar hafa unnið i
Múrarafélaginu, en oft hefur
mismunurinn milli listanna ver-
ið mjög lítill.
Stjóm Múrarafélags Reykja-
víkur er nú þannig skipuð:
Einar Jónsson form., Hilmar
Guðlaugsson varaform., Jörund-
ur A. Guðlaugsson ritari, Jón
>V. Tryggvason gjaldkeri félags-
sjóðs og Svavar Höskuldsson
gjaldkeri styrktarsjóðs. Vara-
stjórn: Helgi S. Karlsson, Einar
Guðmundsson og Snæbjöm Þ.
Snæbjörnsson.
Kommúnistar hafa lagt sér-
sakt ofurkapp á kosningarnar i
verkalýðsfélögunum nú í vetur,
Er greinilegt, að ætlun þeirra
var að vinna stóra sigra á þvl
sviði og styrkja aðstöðu sína
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Þessi pólitíska herferð kömmún-
istaflokksins gegn verkalýðsfé-
lögunum hefur enn gjörsamlega
mistekizt og það svo, að þeir
hafa tapað fylgi í nálega öllum
þeim verkalýðsfélögum, sem
kosið hefur verið 1 hingað til,
Sýnir þetta, betur en flest ann-
að, að launþegar óska ekki eft«
ir því, að samtök þeirra séu
misnotuð af kommúnistum til
eflingar pólitískri starfsemi
þeirra í þjóðfélaginu.