Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 3
Þriðjudagur 13. febr. 1962
MORGUNBLAÐ1Ð
3
Skipbrotsmenn af Elliða
um borð í Júpiter. Talið
frá vinstri: Páll Jónsson
(sem var á flekanum), Jó-
bann Matthíasson, Hauk-
ur Kristjánsson, Sigurður
Jónsson, Matthias Jóhann-
esson, 1. kyndari, Arn-
grímur Jónsson, 2. stýri-
maffur, og Pétur Þorsteins
son. Hjalti Björnsson snýr
baki í Ijósmyndarann.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.
„Við ætluðum að reyna að
synda yfir í Júpiter“
í ÞVÍ veðri og þeim hauga-
sjó sem var þegar Elliði var
að sökkva losnaði korkfleki
eða réttara sagt korkrammi
frá skipinu með tveimur pilt
um á, þeim Páli Jónssyni og
Guðmundi Ragnarssyni, og á
hönum héngu þeir á annan
tíma, án þess að sjá til skips-
ins, þar til þá bar aftiur að
hinu sökkvandi skipi, félagar
þeirra köstuðu til þeirra kaðli
og náðu þeim aftur um borð.
Fréttamaður Mbl. náði tali
af Páli á Hótel Skjaldbreið,
þar sem hann stóð í anddyr-
inu ásamt nokkrum félögum
sínum.
— Við vorum allir í brúnni.
Eg sá að korkfleki, sem hafði
verið undir öðrum björgunar-
bátnum, var losnaður og að
einn . maður var í honum.
við héldum að skipið væri að
koma á okkur. Því var farið
að halla svo mikið. Við vorum
lengi að komast frá skipinu,
því aldan bar okkur alltaf inn
aftur. Nú og svö sáum við
ekki skipið langan tima.
• Faðirinn beið um borð
— Þið hafið blotnað. Var
ekki vitlaust veður?
— Það var haglhríð annað
slagið og maður var auðvitað
hundrennandi blautur, alltaf
með fæturna í sjónum. En við
vorum sæmilega klæddir,
einkum ég.
— Hvað hugsar maður und
ir slíkum krihgumstæðum?
— Ekkert! Við héldum að
þetta væri okkar síðasta.
— Hvað voruð þið lengi í
burtu frá skipinu?
— Eg veit það ekki — þeir
segja að það hafi verið um
hálf önnur klukkustund. Við
hljótum að hafa verið allan
tímann einhvers staðar í nánd
við skipið, en það var ómögu-
legt að sjá neitt í öllu þessu
ölduróti. Einu sinni sáum við
ljósi bregða fyrir, og við
reyndum að róa í þá áttána.
Þegar við komum að skip-
inu köstuðu þeir til okkar
kaðli og náðu okkur aftur um
borð.
— Og allan þennan tima
beið pabbi þinn um borð, án
þess að vita hvað hefði orð-
ið um þig. Páll er sonur Jóns
Rögnvaldssonar, matsveins á
Elliða Og bróðursonur Krist-
jáns skipstjóra og Rögnvalds
2. vélstjóra,
• Þegar síðasti báturinn
brást
En þó svo giftusamlega
hefði tekizt að ná þeim félög-
um app 1 skipið aftur, var
vandinn ekki leystur. Það
voru þeir nú rennandi blaut-
ir ásamt öðrum skipsmönnum
og ekki hægt að fara í þurrt.
Þeir Páll og annar félagi
hans, SSeingrímur Njálssön,
Framhald á bls. 17.
Maður hvílir sig dálítið
og byrjar svo aftur
Elzti maðurlnn um borð í
Elliða var Sigurjón Björns-
son, háseti, sjötugur að
aldri. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.)
Hann kallaði til mín að ég
skyldi koma og ég kastaði
mér niður á flekann — og fór
í gegn, sagði Páll. — Flekinn
var ónvtur og átti að vera
búið að fleygja honum í land
fyrir löngu. Þetta var ca. 2
m. langur fleki úr korki og
þegar botninn var farinn ur
honum var hann ekki annað
en hringur.
Þegar við fórum frá, lent-
um við utan í vír, sem strengd
ur er frá mastri í spilkopp,
en það var ekki að tjóni. Ein-
hvern veginn héngu á flekan-
um 3 árar, sem við tókum
og reyndum að róa frá, því
Yngsti skipbrotsmaðurinn
af Elliða er aðeins 15 ára
gamall, og heitir Sigurður
Jónsson, sonur Jóns Sigurðs-
sonar, smiðs, Hvanneyrar-
braut 28 B á Siglufirði.
- Fréttamaður Mbl. hitti
Sigurð að máli á Hótel
Skjaldbreið í gær, svo og
herbergisfélaga hans, Örn
Pálsson, Hávegi 11, Siglu-
firði, en þeir félagar voru
nýbúnir að fá nýjan alfatnað
frá útgerð Elliða.
— Ég byrjaði á Elliða í
vor sem leið og fór þá í fjóra
túra. Ég byrjaði aftur á skip-
inu í haust og þetta var
fimmti túrinn, sagði Sigurð-
ur. —
— Ég var vakandi í koju
þegar skipið fór að leggja
sig. Ég fór í stígvélin og
fram. Okkur var tilkynnt að
við ættum að klæða okkur
vel og fara með gúmmíbát-
inn, sem var fram á, aftur á
keis. Ástandið var þá ekki
slæmt og skipið hafði rétt
sig við aftur.
— Um hálftíma síðar lagð-
ist skipið alveg á hliðina, og
eftir það stóð maður bara og
barði sér til þess að halda á
sér hita.
— Ég stóð aftur á og sá
mennina fara í bátinn.
lEgill stökk út í bátinn, en
Hólmar féll útbyrðis.
Örn Pálsson skýrði frá því,
er korkflekinn með mönnun-
um tveimur kom aftur að
skipinu.
— Við vorum búnir að
skera ofan af björgunarbáti,
sem var ofan á flekanum,
sagði hann.
— Við höfðum allt klárt,
sem gat flotið. En þegar við
ætluðum að taka flekann
undan bátnum, sat hann fast-
ur og við náðum honum ekki.
Svo tók skipið á sig brotsjó
aftan til og þá hefur bátur-
inn lyfzt og flekinn losnað
undan.
— Við sáum að Guðmund-
Yngsti skipverjinn, Sigurður
Jónsson.
(Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.)
ur Ragnarsson stökk út á
flekann og Páll Jónsson fór
á eftir honum.
— Ég ætlaði líka að
stökkva, en þá kölluðu þeir
til mín af flekanum, og sögðu
að hann væri botnlaus, svo
ég hætti við, sagði Sigjirður.
Ólafur Matthíasson ætlaði
líka að stökkva, en hann
festi sig á einhverju og ekki
varð af stökkinu.
— Svo sáum við flekann
hverfa, og um klukkutíma
seinna heyrðum við þá allt í
einu kalla, og sáum að flek-
inn var kominn upp að
stjórnborðssíðu skipsins, en
hann var upphaflega bak-
borðsmegin. Við furðuðum
okkur mjög á þessu, því að
við höfðum ekki búizt við að
sjá þá aftur. Ég held að þetta
sé einsdæmi, sagði Örn.
— Ég veit ekki hvort mað-
ur fer á sjóinn aftur, sagði
Sigurður. — Það verður ör-
ugglega ár þangað til. Ég
ætlaði á síld í sumar, en ég
veit ekki hvort úr því verð-
ur eftir þetta.
— Maður hvílir sig dálítið
á sjónum, — og svo byrjar
maður aftur, sagði Örn.
stHstéíMr
Ljóstrað upp
leyndarmálinu
I Tímanum s.l. sunnudag stóð
eftirfarandi klausa:
„Eysteimn Jónsson hefur bent
á í greinum sín-
um um frysta
spariféð, að rík-
isstjórninni verði
ekki lengur
stætt á því að
loka inni spari-
fjáraukninguna,
ef almennings-
álitið þrengi fast
að í því efnd“.
Morgunblaðið hefur áður bent
á, að barátta Framsóknarmanna
fyrir lækkun vaxta og einkum
þó fyrir auknum útlánum byggð-
ist á því að þeir gerðu sér nú
loks ljóst, að viðreisnin hefði
staðizt í öllum efnum og tilraun
þeirra til að eyðleggja hana í
samstarfi við bommúnista í sum-
ar farið út um þúfur. Þeir telja
nú einu vonina þá, að ríkisstjórn
inni og yfirstjórnendum peninga-
mála verði sú skyssa á að auka
svo fé í umferð, að verðbólgu-
þróun hefjist hér á ný, og þeir
vita að sparnaður mundi minnka,
ef vextir yrðu stórlega lækkaðir.
Hin veika von Framsóknar-
manna er þess vegna sú, „að al-
menningsálitið þrengi fast að“,
svo að efnahagslífið fari úr skorð
um. Þess vegna brjótast þeir um
á hæli og hnakka undir forystu
Eysteins Jónssonar til að mynda
slíkt almenningsálit, en menn
þekkja orðið verðbólguna og
brosa þess vegna í kampinn.
Hin gamla leið
Benedikt Gröndal skrifar greia
í Alþýðublaðið s.I. sunnudag og
segir þar m. a. um tilgang jafn-
aðarmanna:
„Þessu takmarki varð sýnilega
ekki náð nema með því að wm-
félagið yrði eigandi atvinnu-
tækjanna. Þannág er til komin
sú gamla leið jafnaðarmanna að
takmarki þeirra, að þjóðnýta beri
öll atvinnutækin.
Nú gerðist það sem Marx og
aðrir 19. aldar menn ekki trúðu
á. Lýðræði og þingræði tók að
þroast víða um lönd. Verkafólk-
ið og konurnar fengu kosningar-
rett, mynduðu verkalýðsfélög og
samvinnufélög og urðu áhrifa-
vald I þjóðfélaginu. Smám saman
komust á stórfelldar félagslegar
umbætur. Það varð ljóst, að eign
atvinnutækjanna skipti ekki eins
miklu máli og stjórn þeirra. |
Rússlanidi myndaðist ný yfirstétt,
sem stjórnaði með meira ein-
ræði en nokkrir kapitalistar áður
fyrr.“
Ánægjulegt er að ritstjóri Al-
þýðublaðsins skuli játa þetta, því
að menn voru farnir að óttast af
skrifum blaðsins að undanförnu,
að flokkurinn ætlaði á rný að fara
lúna „gömm Ieið jafnaðarmanma“,
. . . leið „19. aldar.“
Ekki allt, en sumt
Og ritstjóri Alþýdublaðsins
bætir við:
„Leiðin er ekki lengur sú að
þjóðnýta allt heldur að hafa
blandað hagkerfi, einkarekstur,
samvinnurekstur eða ríkisrekstur
eftir þörfmn hverju sinná.“
Nánar er ekki skýrgreint hverj
þessar þarfir séu, hverju sinni,
en í framhaldi er því mótmælt,
að jafnaðarmenn erlendis hafi
yfirgefið allan ríkisrekstur. Lát-
um það ligg'ja milli hluta, en rit-
stjórinn segir, að „íhaldsmennM
í Þýzkalandi t. d. selji ekki opin-
ber fyrirtæki. Hvað um Volks-
wagenverksmiðjurnar t. d„ sem
gerðar hafa verið að almennin,gs-
hlutafélagi fyrir skemmstu?