Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 12
12
MORGVTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. febr. 1962
JIIttlpmM&MtSí
Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Rítstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasðlu kr. 3.00 eintakið.
UPPGJÖF ERLENDAR
EG hef orðið nokkuð lang-
orður um lausn verk-
fallanna. Þetta er merkilegt
mál. í nágrannalöndunum er
það talið sjálfsagt, að sam-
vinnuhreyfingin og verkalýðs
hreyfingin vinni saman. Þess
ar hreyfingar stefna báðar að
sama marki. Slík samvinna
og gagnkvæmt traust þarf að
ríkja hér á landi. Þessar
hreyfingar eru sterk öfl í
þjóðlífinu. Þessu afli á að
beita á ábyrgan og raunsæ-
an hátt til hagsbóta fyrir líf
fólksins í landinu. Það er
vonandi að þessum tveim
hreyfingum megi í samvinnu
takast það á komandi ár-
um.“
Þessi orð er að finna í
grein, sem Erlendur Einars-
son ritaði í Samvinnuna og
Tíminn endurprentar með
mikilli velþóknun sl. sunnu-
dag. En hvað segja þessi orð
forstjóra SÍS okkur?
Enginn, sem til þekkir,
dregur í efa að Erlendur
Einarsson sé einlægur and-
stæðingur kommúnisma, enda
er það vitað, að hann var í
sumar þvingaður af forystu
Framsóknarflokksins til að
gera svikasamningana við
hina kommúnísku forystu
Dagsbrúnar. Málgagn komm
únista lofaði þá hástöfum
forystu Sambandsins og
markaði þá línu, sem síðan
hefur 'verið sameiginlegt
stefnumál Framsóknarflokks
ins og kommúnista, að hags-
munir þeirra verkalýðsfé-
laga, sem kommúnistar ráða
og þeirra samvinnufélaga,
sem eru undir stjórn Fram-
sóknar, færu saman.
Erlendur Einarsson þarf að
verja gerðir sínar — líklega
þó fyrst og fremst fyrir eig-
/itn samvizku, og hann fell-
ur í þá freistni að taka
upp röksemdir þeirra póli-
tísku samsærismanna, sem
hagnýttu samtök hans sl.
sumar í þeim tilgangi að
kollvarpa efnahag landsins.
Hann líkir hugsunarlaust
saman samvinnu lýðræðis-
sinna í verkalýðs- og sam-
vinnuhreýfingum nágranna-
landanna og starfsemi komm
únískrar klíku, sem í sumar
fékk til liðs við sig pólitíska
tækifærissinna. Hann talar
meira að segja um „gagn-
kvæmt traust“ erindreka
heimskommúnismans og
stjórnenda samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Erlendur Einarsson rétti
kommúnistum litla fingurinn
í sumar. Og Morgunblaðið
telur sér skylt að aðvara
hann, áður en þeir taka
höndina alla. Aðstaða þessa
lýðræðissinna er nauða-
lík framferði góðra föður-
landsvina í leppríkjunum,
meðan kommúnistar voru að
seilast til valda — Þeir
féllu hver af öðrum í þá
freistni að gera slagorð
kommúnista um samstarf
verkalýðs og samvinnumanna
að sínum, og þegar þeir um
síðir gerðu sér grein fyrir,
hvert stefndi, voru þeir út-
hrópaðir sem svikarar við
eigin stefnu, er vitnað var
til orða á borð við þau sem
Erlendur Einarsson nú hef-
ur viðhaft.
Við íslendingar erum að
vísu ekki á áhrifasvæði hinna
rússnesku heimsvaldasinna,
svo að hættan er hér fjar-
lægari, meðan heilbrigð
stjórnarvöld ráða. Þetta er
þó lítil afsökun fyrir Erlend
Einarsson, einkum þegarþess
er gætt, að afstaða hans mið-
ar að því að styrkja og efla
til valda þau öfl, sem í fjöl-
mörgum þjóðlöndum sviptu
fólkið frelsi. Það er t.d. ekki
úr vegi að minna á það, að
í síðustu frjálsum kosning-
um í Ungverjalandi höfðu
kommúnistar aðeins 17% at-
kvæða, en þeim tókst með
tilstyrk jafnaðarmanna og
Þjóðlega bændaflokksins, sem
hér svarar til Framsóknar-
flokksins, að undiroka þjóð
sína og sú undirokun var
framkvæmd undir slagorð-
um, sem forstjóri SÍS nú hef-
ur gert að sínum.
VELGENGNI SIS
AÐ öðru leyti má segja um
grein Erlendar Einars-
sonar, að hún beri þess ekki
vitni að hérlendis sé mikill
„samdráttur" eða „móðu-
harðindi af manna völdum“.
Hún afsannar raunar líka
þá kenningu Framsóknar-
manna, að Sambandið sé
beitt þrælatökum.
Forstjóri SÍS skýrir frá
því, að yfirleitt hafi orðið
mikil veltuaukning hjá fyrir-
tækinu og það blómgist með
ágætum. Þar kennir ekki
þeirrar svartsýni, sem ætti
að vera samfara trúnni á
réttmæti þeirrar skoðana,
sem Tíminn hefur haldið
fram um miklar þrengingar
atvinnuveganna.
Áður hefur líka verið frá
því skýrt, áð forystumenn
SÍS hafi mörg ný verkefni á
prjónunum og mikillar bjart
sýni gæti innan samtak-
anna. Erlendur Einarsson
verður því að njóta þess sann
mælis, að hann löðrungar
Framsóknarforingjana um
leið og hann fellur í þá
UTAN UR HEIMI
Sundurleit öfl kynda undir
eldunum í íran
SÍÐUSTU vikur og mánuði hafa
af og til borizt fregnir af óeirð-
um og uppþotum í fran —. Að
baki þeim atburðum virðast
standa hin sundurleitustu öfl, allt
frá kommúnistum til öfgafullra
hægrisinna — frá stúdentum til
óðalsbænda.
Margir stjórnmálafrétt.aritarar,
sem fylgjast með málum austur
þar, eru þeirrar skoðunar, að
vart verði þar friðar að vænta á
næstunni. Þei benda á mögulegar
afleiðingar þeirrar ólgu, sem í
landinu er — einkum tvær —.
Annars vegar, að Stjórnarbylt-
ing verði 1 landinu og stjórn Ali
Amini kollvarpað, hins vegar að
komið verði á um stundarsakir
frjálslyndri herstjórn undir for-
sæti keisarans, Reza Pahlevi, sem
þannig fái svigrúm til þess að
koma í framkvæmd fyrirhuguð-
um þjóðfélagsibreytingum, eink-
um breytingum á skipan landbún
aðarmála, en þær eru eitt veiga-
mesta deiluefnið.
Sú fyrirætlun keisarans að
skipta stórjörðum upp á miili
bænda hefur vakið heiftarleg
mótmæli þeirra, sem telja sig
bera skarðan hlut frá borði —
þ.e.a.s. óðalsbændanna. Forsætis-
ráðherrann Ali Amini segir, að
það séu fyrst og fremst þeir, sem
hafi beitt stúdentum fyrir plóg
sinn — fengið þá til að halda
mótmæla og kröfugöngur. En
fréttaritarar í Teheran telja þá
1 skýringu forsætisráðherrans ekki
alls kostar fullnægjandi. Stúd-
entar séu margir vinstrisinnaðir
og telji sig hafa yfir ýmsu að
kvarta. Það notfæri kommúnísk
öfl sér til hins ítrasta til að
hræra í þeim þar til upp úr sýð-
ur.
Reza Pahlovi keisari.
Kommúnistaflokkur frans,
Tudeh-flokkurinn og Þjóðfylking
in — flokkur stuðningsmanna
Mossadeqs, fyrrum forsætisráð-
herra, hafa haldið uppi hvað
hörðustum árásum á Amini og
stjórn hans.
Það er engin ný saga á þessum
slóðum að öfgaflokkar — komm-
únistar, eldheitir þjóðernissinnar
og afturhaldssamir óðalsbændur
—taki saman höndurn í baráttu
gegn frjálslyndum öflum, þótt
markmiðin séu jafnan sett af
gerólíkum hvötum og augljóst að
slík samvinna gæti aldrei orðið
til frambúðar. Eitt af því, sem
Ali Amim er mjög gagnrýndur
fyrir, er tregða hans við að efna
til nýrra þingkosninga — sem
gætu eins vel orðið mikill ósigur
fyrir hann eins og nú standa sak-
ir. En lýðræði og frjálsar kosn-
ingar eru hugtök, sem mjög oft
hafa verið misnotuð á þessum
slóðum. Þess eru mörg dæmi, að
ýmsir stjórnmálahópar hafa með
loforðum, hótunum eða mútum
beinlínis kyrkt þessi hugtök —
og þar hafa kommúnistar og for-
ríkir óðalsbændur gert sitt.
Þess vegna láta rök Aminis
fyrir því að kosningar séu ótíma
bærar í íran að mörgu leyti
skynsamlega í eyrum. Hann seg-
ir til dæmis, að íranska þjóðin
sé svo illa farin af óreiðu og
óiheiðarlegri stjórnmálastarfsemi
liðinna ára að henni sé nauð-
synlegt að nokkurt hlé sé gert á
kosningabaráttun. áður en eðli-
leg stjórnmálastarfsemi geti haf-
izt í landinu. Hann segir einnig,
að baráttuaðferðir stjórnarand-
stöðunnar séu sízt til þess falln-
ar að flýta fyrir þeirri þróun
mála, því að allt sé gert til þess
að grafa undan nauðsynlegum og
heilbrigðum endurbótum. „
Vestrænir fréttamenn í Teher-
an eru á einu máli um að enginn
fari í grafgötur um, að kommún-
istum væri ekkert kærara en upp
Framhald á bls. 17
Sprengjum varpað á íbúðarhús í Teheran.
freistni að gera áróður
þeirra um órofa samvinnu
við kommúnista að sínum
orðum.
SJOSLYS OG
BJÖRGUNAR-
TÆKI
Ifegna hinna tíðu sjóslysa að
* undanförnu og mistaka
þeirra, sem orðið hafa við
notkun gúmmíbjörgunarbáta,
hafa þær spurningar vaknað
hugum manna, hvort í
rauninni væri viðhöfð öll sú
aðgæzla sem unnt er; ann-
ars vegar af hálfu skipaskoð-
unarinnar og hins vegar af
hálfu útgerðarmanna og sjó-
manna.
Áður en síðustu stórslys
nú um helgina urðu, gerði
skipaskoðunarstjóri, Hjálmar
Bárðarson, opinberlega grein
fyrir rannsóknum, sem fram
voru látnar fara vegna þeirra
mistaka, sem áður höfðu orð-
ið um notkun gúmmíbjörg-
unarbáta. Hann skýrði einn-
ig frá því, að ákveðið væri
að auka styrkleika nælon-
línanna, sem í bátunum eru,
en eins og kunnugt er hafa
þær æ ofan í æ að undan-
förnu slitnað, þegar mest á
reyndi.
Skipaskoðunarstjóri á þakk
ir skildar fyrir þessar al-
mennu upplýsingar, en því
miður er Morgunblaðinu ekki
grunlaust um að sjómenn og
útgerðarmenn séu of hirðu-
lausir um að framfylgja öll-
um reglum um öryggisútbún-
að
Jafnframt því sem Morgun
blaðið vonar, að hin hryggi-
legu sjóslys áorki því að
meiri aðgæzla verði sýnd og
skipaskoðunin herði eftirlit
sitt með því að settum ör-
yggisreglum sé fylgt í hví-
vetna, vottar það aðstand-
endum hinna látnu sjó-
manna dýpstu samúð