Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 6

Morgunblaðið - 13.02.1962, Side 6
6 MORGUISBL AÐ1Ð Þriðjudagur 13. febr. 1962 Kristján Albertsson: Svar við Reykjavíkurbréfi i. Um leið og ég þakka Snæ- birni Jónssyni fyrir góða lið- veizlu í deilunni um hver muni vera höfundur Norðl'ngs-grein- arinnar um jarðarför Jóns Sig- urðssonar, og Mc gunblaðinu fyrir hlýleg ummæli um æfisögu Hannesar Hafsteins í Reykjavík- urbréfi blaðsins síðastliðinn sunnudag, vil ég mega gera nokkrar athugasemdir við atriði í þessu bréfi. Þar er sagt að lýsing mín í blaðagrein fyrir skemmstu á „staðfestu Gröndals og ákveðn- um stjórnmálaskoðunum" hafi verði „vægast sagt ýkjukennd". Gröndal hafi verið skáld en ekki stjórnmálamaður. En öll höfuð- skáld fslands á 19. öld voru í þeim skilningi stjórnmálamenn, að þeir hugsuðu mikið um þau efni, og höfðu á þeim ákveðnar skoðanir — og engu staðfestu- minni en þeir menn, margir hverjir. sem höfðu bein afskipti af þeim málum. Mér þykir lík- legt að reynsla um heim allan sýni, að stjórnmálamönnum hætti fremur við að haga segl- um eftir vindi — en einmitt skáldum. sem yfirleitt munu fremur hugsa um þau mál án nokkurs tillits til háttvirtra kjósenda. Reykjavíkurbréfið' minnir á, að Gröndal hafi um tíma verið í nöp við Jón Sigurðsson af per- sónulegum ástæðum, og eins hafi hann játað, að hafa skrifað rit- gerð sína, þar sem hann réðst á Jón, meðfram í þakkarskyni fyrir styrk frá stjórninni til að gefa út tímarit sitt Gefn. En þó að sitthvað hafi þanníg ýtt und- ir Gröndal, að gefa hugsunum sínum um stjórnmál einu sinni lausan tauminn, þá fer því fjarri að neitt bendi til þess, að hann hafi sagt annað en það, sem var einlseg skoðun hans. Þegar hann löngu síðar, í æfisögu sinni, minn ist á sína miklu stjórnmálarit- gerð, þá farast honum svo orð: „Eg ritaði eftir þekkingu minni og sannfæringu . . . “ Hver sem ritgerðina les finnur að þetta er satt, hún er bersýnilega skrifuð af sterkri sannfæringu. Það má deila um hvort Grön- dal geti talist stjómmálamað- mun æfinlega hafa sett nafn sitt i undir allt sem hann skrifaði í blöð, líka greinar með ónotum og hnútum i garð náungans. Eða veit nokkur með fullum sann- indum dæmi þess að hann hafi neitt birt nafnlaust — aðeins ,,aðsent“? 2. Reykjavíkurbréfið gefur í skyn, að ég muni ekki hafa lagt „sama mælikvarða“ á alla sem við sögu koma i bók minni um Hannes Hafstein. Eg sanni að andstæðingar hans „voru sumir brögðóttir um of. En Hannes var einnig stjórnmálamaður með kostum og göllum þeirrar mann- tegundar." Stjórnmáiamenn munu vera hver öðrum eins gersamlega ólík ir — og mennirnir eru yfirleitt. Þó að stjórnmálin kunni að vissu marki að innræta þeim, sem við þau fást, ýmsar sameiginlegar leikreglur, þá munu stjórnmála- menn sízt allir hafa sömu kosti og galla. Mér hefur fundist sum- ir lesendur æfisögu Hannesar Hafsteins gera þá kröfu til mín, að ég hefði átt að sýna einhverja stóra galla á skapgerð hans, eða að minnst kosti eitthvað ámælis- vert í framkomu hans, til jafn- vægis við aðrar mannlýsingar bókarinnar — annars væri ég ekki hlutlaus. Hannes Hafstein hafði auðvitað sínar takmarkan- ir, eins og aðrir dauðlegir menn. En að öðru leyti get ég ekki gef- ið lesendum mínum annað betra heilræði, en að ráða þeim til að reyna að sætta sig við þá hugs- un, að Hannes Hafstein hafi ver- ið óvenjulega fallega af guði gerður, bæði til sálar og líkama, og mjög vandur að virðingu sinni, leynt og ljóst. Annars verð- ur líka óskiljanlegt að andstæð- ingar hans töluðu alla tíð yfir- leitt öðru vísi í hans garð per- sónulega, en til þeirra manna annara, sem þeir töldu málstað sínum hættulegasta. Ég tel að ekki verði véfengt, að ég hafi gert engu miður ítar- lega og skilmerkilega grein fyrir rökum og skoðunum andstæð- inga Hannesar Hafsteins, en fyrir málstað Xians sjálfs og flokks hans. Ég tel mig hafa sýnt full- komið hlutleysi í því efni. Ég hef á örfáum stöðum sagt skoð- un mína á sumu í framkomu þessara andstæðinga — en ann- ars að langmestu leyti látið þá lýsa sjálfum sér, með ívitnun- um í ræður þeirra, greinar og bréf. Ég hef tilfært svo að segja allt úr bréfum Björns Jónssonar og Valtýs Guðmtmdssonar, enn- fremur Hannesar Hafsteins, Tryggva Gunnarssonar og ann- arra, sem varpar sterkustu ljósi á skoðanir og stjórnmálaaðgerðir. En það er ekki mín sök, að til eru margfalt fleiri og lengri bréf frá Bimi og Valtý en frá Hannesi og Tryggva — né heldur er mér um að kenna, ef bréfin sýna menn gerólíka. Reykjavíkurbréfið nefnir eitt dæmi þess að Hannes Hafstein muni hafa verið stjórnmálamað- ur „með kostum og göllum þeirrar manntegundar". Er til þess vitnað, að samkvæmt bréf- um, sem birt eru í bók minni, muni Hannes hafa vitað eftir að hann hafði fengið loforð dönsku stjórnarinnar um heimastjórn fyrir ísland, í Kaupmannahöfn 1901, að væntanleg stjórnarbót myndi fela í sér eitthvert eftirlit af hálfu Dana með því, að al- þingi færi ekki „út fyrir það svið, sem hinu sérstaka löggjafarvaldi Islands væri markað." í konungsboðskapnum í janúar 1902 var ekkert um tilhögun þessa eftirlits, aðeins boðað að stjórnin tnyndi leggja fyrir þing frumvarp, þar sem íslandi væri gefinn kostur á heimastjórn. Um vorið, eftir kosningar og tæpum mánuði fyrir þing, er stjórnar- skrárfrumvarpið birt. Þá fyrst kemur í Ijós að eftirlitinu á framvegis að haga eins og hing- að til — ráðherra íslands á að bera lögin frá alþingi upp fyrir konung í ríkisráði. Gert er að skilyrði fyrir staðfestingu frum- varpsins, að það verði samþykkt óbreytt. Út af þessu varð sem kunnugt er mikil óánægja, talið af Landvarnarmönnum að ríkis- ráðsákvæðið jafngilti innlimun íslands í Danmörku — en af öðr- um, að það breytti engu frá því sem verið hefði. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins segir: „Hvernig stóð á, að birting þessa skilyrðis var dregin svo? Úr því væri fróðlegt að fá skorið, ef hægt er. Hitt sést af tilvitnunum Kristjáns að Hannes vissi, að á einhverju slíku var von, þótt ekki sjáist, að hann skýrði opinberlega frá því. Hann kunni að þegja eins og fleiri hyggnir stjórnmálamenn, þegar hann taldi það henta.“ Það var ekki aðeins Hannes Hafstein einn, sem vissi að á einhverju slíku var von, heldur vissi það hver maður sem um stjórnmál hugsaði á þessum tímum. Öllum þótti sjálfsagt, að Danir áskildu sér eftirlit með því, að löggjafarvald íslands færi ekki út fyrir verksvið sitt — eins og til dæmis kemur ljós lega fram í orðum Landvarnar- foringjans Jóns Jenssonar 1902, þegar hann segir að ríkisráðið geti verið heppilegur staður „vegna eftirlits þess með tak- mörkun sérmálasvæðisins gagn- vart alríkinu, sem vér íslend- ingar að sjálfsögðu viðurkenn- um, að alríkisstjómin þurfi að hafa“. Það sem menn greindi á um var, hvort í því fælist rétt- indaafsal eða ekki, að beinlínis væri tekið fram í stjórnarskrá íslands, að mál þess skyldu ber- ast upp í ríkisráði. Þá er spurningin — hvað vissi Hannes Hafstein um það eftir dvölina í Kaupmannahöfn 1901, hvemig stjórnin myndi vilja búa um hnútana að því er kom til eftirlits alríkisins með löggjöf alþingis? Um það hefur bersýnilega verið mjög lítið tal- að í viðræðum hans við ráð- herrana. Hann skrifar að for- sætisráðherra Dana hafi talið það „lítið formsatriði". Hannes var aðeins tólf daga í Kaup- mannahöfn, og gerir grein fyrir annríki Albertis þessa daga, svo að „honum var ómögulegt að taka þetta stórmál [stjómar- skrárbreytinguna] einnignú upp til fullnaðarúrslita“. Hannes skrifar Finni Jónssyni á heim- leið frá Höfn, að N.J. Larsen, lögfræðingur nákominn stjórn- inni, hafi beðið sig að skrifa sér „hvemig við óskuðum að inntakið væri í konungsboð- skapnum, sérstaklega . viðvíkj- andi tilboði um mein heima- stjóm, en það er léttara sagt en gjört að orða þannig að víst sé að nógu víðtækt sé orðað og þó ákveðið". Hannes skrifar að krafa íslendinga sé stjórninni nægi- lega ljós, og að við viljum um- fram allt að hún leggi fram fmmvarp. „Hverja tryggingu hún heimtar af Danmerkur hálfu fyrir því að íslendingar gangi ekki á Dani, er hennar sök að segja“. Af þessum orðum má auðvitað álykta að Hannes Hafstein hafi rennt grun í ríkis- ráðsákvæðið, eða jafnvel ein- hver orð fallið í viðræðum hans við ráðherrana, sem bentu til þessa möguleika. Jafn-ber- sýnilegt er hitt, að ekkert hef- ur verið ákveðið í þessu efni áður en Hannes fór frá Höfn —- málið þá yfirleitt aðeins verið á því stigi, að búið var að fallast á meginkröfu hans, innlenda stjóm. Jón Krabbe segir frá því í endurminningum sinum, að Friðrik áttundi hafi sagt að rík- isráðsákvæðið hafi verið sett inn í stjórnarskrána samkvæmt ósk föður síns Kristjáns níunda. Það verður að teljast líklegast, að sú ósk hafi komið fram eftir að frumvarpið hafði verið samið. Að minnsta kosti er af öllu ljóst, að Hannes Hafstein veit ekki meir um fyrirætlanir stjórn arinnar viðvíkjandi væntanlegu eftirliti með íslenzkri löggjöf en svo, að það virðist ekki sann- gjarnt að búast við því að hann skýrði opinberlega frá neinu um það efni. Ekki er vitað að hann hafi haft neitt samband við stjórnina eftir að hann kom heim, hvorki beint né óbeint. Mér þykir því vafasamt hvort rétt er að komast svo að orði, að hann hafi „kunnað að þegja eins og fleiri hyggnir stjórn- málamenn, þegar hann taldi það henta“ — vegna þess að hann skýrði ekki opinberlega frá því, sem honum gat ekki verið full- kunnugt um. Bókauppboð NÆSTA bókauppboð Si^tirðar Benediktssonar í Sjálfstæðishús- inu verður í dag og hefst klukkan 5 síðdegis. Þar verða boðnar upp 136 bækur og sumar þeirra mjög fágætar. Verða hér upp taldar nokkrra: Eiríkur Ólafsson, Brúnum: — Lítil ferðasaga Rvk. 1878. Önnur lítál ferðasaga.. Ferðasaga frá Brúnum til Utah í Spanish Hork árið 1881—1882. Kristin Saga og Þáttur af ísleifi biskupi Kbh. 1773. Jón Espólín: Kennslubók í Sagna Fræðinni. Leirárgörðum 1804. Stuttur siðalærdómur fyr- ir góðra manna böm. Leirárgörð um 1799. Ólafur Ólafsson: ís- lendsk Urtagarðs Bók Kbh. 1770. Björn Gunnlaugsson: Töflur yf- ir sólarinnar gang. Viðey 1836 Steingr. Thorsteinsson þýddi: — Þúsund og ein nótt, 1—5. Khöfn 1857—1864. ur. Og þó var hann hinn eini mað ur síns tíma sem hafði óbilandi staðfestu til að berjast í tvo ára- tugi gegn Ameríkuferðum, og var það viturlegasta pólitiska barátta sem rekin var alla þá tíð. Eg mundi því telja varlegra að slá því ekki fram sem óyggj- andi sannleika, að hánn hafi ver- ið næsta lítill karl í málefnum þjóðar sinnar, eða eitthvað því- líkt. Hann var einmitt einn af þeim samtímamönnum sem af mestri alvöru og heitustum áhuga hugsaði um hag og heið- ur ættjarðar sinnar. Gröndai talar um jarðaför Jóns Sigurðssonar í endurminningum sínum — „þá var mikið um dýrð- ir“. Myndi hann ekki hafa minnst á það, ef hann hefði skrifað langa grein um jarðarförina? Loks má minna á, að Gröndal • Gaman er að tvistinum“ Velvakandi brá sér í veit- ingahús í Reykjavík á laug- ardagskvöl^ið. Þar var eitt skemmtiatriðanna sýning á „twist“-dansinum. Þetta er e. k. vindingadans (ekki vindu- eða ,,stífu“-dans), þar sem dansendur engjast og snerkj- ast og teygjast hvor gegn öðr- um með fettum og brettum. Ekki mega þeir snerta hvor annan. Dansinn er sérstak- lega skemmtilegur og fjörug- ur, fullur af gamansemi og kátínu, enda má segja, að lát- bragðalist dansenda sé hluti af „tvistinum“. Er óhætt að segja, að dansinn sé góður samkvæmislífsauki á þessum kalda vetri. Dans er jafn gamall manninum, og líklega er „tvistinn" nálægt uppruna- legasta dansinum, þar sem þátttakendur geta tjáð sig á allan hátt. Sumum finnst dans inn klúr á köflum, en það er allt undir dansendum komið og líka því, hvar gagnrýnend- ur draga markalínu milli klúrs og óklúrs. •Húsið hrundi Velvakandi minntist „tvists- ins“, þegar hann sá þá frétt letrast á einum firðritanna á Mbl. á mánudag, að heilt hús í París hefði hrunið í rúst af völdum dansins. Fréttin hljóð- aði þannig: „Hópur stúdenta í París varð nú um helgina að hætta „tvist“-veizlu, vegna þess að veggir hússins hrundu í rúst. Rétt á eftir hrundi stig- inn saman, svo að nábúarnir urðu að bjarga stúlkunni, sem fyrir veizlunni stóð, hinni 18 vetra gömlu Marie Guillot. og 30 gestum hennar. Þegar fað- ir Marie kom heim og sá heim ili sitt í rústum. kenndi hann húsameisturunum um ógæf- una og vildi alls ekki skella skuldinni á dansinn“. • Ekkert nýtt undir sólinni í seinasta hefti stúdenta- blaðs háskólanemenda í Ott. awa er grein með fyrirsögn- inni: „Hver segir að „tvist“» dansinn sé nýr?“ Þar segir, að dansinn sé mörg þúsund ára gamall; hafi verið dansað. ur í Róm, meðan borgarbúar þar stjórnuðu þeim hluta ver aldar, sem máli skipti, og skiptir kannske enn. Vitnað er í heilagan Jóhannes Chrys. otomos, sem talar um dans, þar sem konur sveifli mjöðm- um og skeki lendar, blímskakl og ranghvolfi augum, dragi hring á gólf með támjóum skóm og vindi líkamann á þann hátt, sem ekki sé hægt að lýsa. — Nil novi sub sole; ekkert er nýtt undir sólinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.