Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 13. íebr. 1962 MORGUNBLAÐÍÐ 17 Halldóra Ásgeirs- dóttir frá þverá F. 13. sept. 1886. D. 16. jan. 1962. ÓSJALDAN erum við á það iminnt, að „Allt fram streymir endalaust, ár ag dagar líða“. Hljóðlaust fer þessu fram, því eð hljóðlaust fellur tknans elfur, alltiaf í eina átt, beint og mark- visst, veður aldrei á flúðum, rennur aldrei í útúrdúrum, aldrei til baka, en ávallt fram, jafnt Og þétt. y Við mennimir getum látið klukkuna þagna. Við getum lagt árar í bátinn um tímanlgear tramkvæmdir, en við getum ekki valdið með því neinni kyrrstöðu. Tímans tönn er ávallt Og alls etaðar að verki. Og þótt við stiaðnæmumst sjálf nm stundarsakir, nemur timinn eamt ekki staðar. Við sjáum þessa líka merki. í eömu andránni, sem við stönzum eða þögnum, þá opnast e. t. v. Bítil barnsaugu, er sjá í fyrsta sinni Ijós þessarar veraldar. Og í þessum nývöktu augum blikar þrá og von langra lífdaga. En svo í sömu andránni lokast önnur augu, manns eða konu með grát- blik kvala og þjáningu í hyl- djúpu, lífsþyrstu tilliti brestandi augna. Við sjáum í þessu eyktamörk jarðnesks mannlífs. Fyrst er vagg an, síðan gröfin. Ég horfi um öxl, þrjá aldar- fjórðunga aftur í tímann. Ég er etaddur í Miklaholtskirkju á Snæ fellsnesi. Þar sé ég standa hinn þjóðkunna piest, síra Árna Þór- arinsson, sem er að heilsa ný- fæddu barm með þjónustu heil- agrar skírnar. Og er hann eys barnið vatni, nefnir hann það Halldóni. Þetta er fyrsta barnið, sem hann skírir, þá nýkominn til kallsins, þar sem hann átti eft- ir að starfa í 48 ár. Og svo eftir andartak, hverf ég enn í anda inn í nýja Mikla- holtskirkju, sem stendur þar á sama grunni. Þar sé ég nú ann- an síra Arna standa í sporum afa síns. Nú er það ekki barn vöggunnar, með von Og þrá langra lífdaga, sem athöfnin snýst um, þv' að kista stendur þar, þögul og dul og bendir á gröf ina. Og í dag er það síra Árni, dóttursonur hins, sem í fyrsta skipti kveður látið sóknarbarn sitt með síðustu þjónustu mann- legra hana. Halldóra, sem skírð var þarna fyrir 75 árum, er nú Ikvödd þar í dag. Svona letrar oft tíminn sina eögu í stöðugu áframhaldi, fyrst við vögguna, síðast við gröfina. Halldóra var fædd 13. sept. 1886 að Rauðkollsstöðum í Eyja- Ihreppi. Hún var dóttir Ásgeirs, fyrrum bónda á Fróðá, Þórðarson ar, alþingismanns á Rauðkolls- stöðum, og Ólinu Guðmundsdótt- ur konu hans, ættaðrar úr Húna- yatnssýslu. Halldóra ólst upp I foreldra- húsum, en 24 ára gömul giftist hún Þorleifi Sigurðssyni frá Skóg arnesi Syðra í Miklaholtshreppi, þann 3. júlí 1910. Fyrstu búskapar ár sín bjuggu þau í Skógaimesi á móti foreldr- um Þorleifs, uns þau keyptu Þverá í Eyjahreppi og bjuggu þar aíðan allan sinn búskap. En árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur og þar dó Þorleifur tveimur ár- um síðar, 25 marz 1958. Halldóra ól manni sínum 4 börn. Dóu tvö þegar í bernsku, en tvö komust upp, sonur og dóttir, Ásgeir, flugmaður í Reykjavík og Kristín húsfreyja á Þverá. Halldóra og Þorleifur verða mér og konu minni ávallt minnis stæð sem ágætis hjón hin mestu. Verður okkur jafnan hugstæð ein læg velvild þeirra og traust vin- átta, sem prófaðist í daglegurn samskiptum að kalla um 25 ára skeið. Bar aldrei neinn skugga þar á. Þverárheimilið var eitt af aðal- forystuheimilum sveitarinnar um iangt skeið, og var Þorleifur hreppstjóri Eyjahrepps og for- maður Búnaðarfélagsins flest ár- in, sem þau bjuggu þar. Gera slík störf miklar kröfur til húsmóð- urinnar, og gegndi Halldóra þeim með hinum rnesta sóma. Það var líka oft mannkvæmt á heimili þeirra, margir, sem nutu hlýlegr- ar gestrisni þeirra, og á hverju hausti var þar alltaf fjölmenni mikið, í réttunum. Mátti enginn koma svo í Þverárrétit, að hann kæmi ekki inn og nyti góðgerða hjá húsmóðurinni. Halldóra á Þverá var sómi sinnar stéttar fyrir margra hluta sakir. Hún tók á öllu með traust- um og öruggum handtökum í önn dagsins, oft jafnt utan bæjar sem innan, ávallt verkdjörf, mikil- virk, velvirk og ósérhlífin. í öll- um störfum voru hjónin mjög samhent, enaa jafnan ágætir fé- lagar. Halldóra var vaxin upp úr ís- lenzkum jarðvegi, af snæfellzku bergi brotin. Átti hún flesta þá beztu kostd þeirrar kyrislóðar, sem nú er óðum að falla í val- inn. öllum, sem henni kynntust, hlaut að þykja vænt um hana, enda vildi hún ekki gera á hluta nokkurs manns. Hún var ábúðar- laus og óáleitin, reyndi ekki að villa á sér heimildir, en gerði heldur ekkert til að flagga með tálfinningar sínar við hvern sem var. Viðhorf hennar gagnvart Drottni var í senn hógvært og auðmjúkt. Hún unni kirkju sinni og vildi styðja hana sem bezt hún gat. Meðfædd skyldu- rækni og trygglyndi gagnvart mönnum og málleysingjum mót- aði hennar hjartahreina geð, seni að vísu var langt frá því að vera skaplaust. En hennar skap og viljafesta var án hrekkjabragða Og undirhyggju. Þannig búin finnst mér að Hall dóra hafi ávallt verið. Og þannig oúin kemur hún þá fram fyrir hann, sem allt þekkir og allt veit, hann, sem lýkur upp, og sá hinn sami segir: „Ég þekki verkin þín — sjá, ég hefi látið dyr standa opnar fyrir þér, sem eng- inn getur lokað“. Og nú hefur verið numið stað- ar hér í Miklaholti við síðasta áfangann, þegar kistur þeirra hjóna liggja orðið hlið við hlið. Hér höfðu þau kosið sér legstað, hér höfðu þau líka andað að sér lífi og angan helgidómsins, hér höfðu þau hlotið sína andlegu vígslu í byrjun sem vöggugjöf. Sú vígsla gaf þeim báðum mark- vissa köllun fram í ferðalok, svo að jafnvel gröfin gefur fyrir- heit um nýja fæðing til nýrrar jarðar undir nýjum himni. „Hví er bá að sakast um sár eða fall? í sólroða hverfur mér dauðleikans fjall. Hið stærsta frá glötun er geymt. Það ódauðlegt þroskast, sem æðst var og hæst, uns algæskudraumurinn loks hefur rætst, og guð hefui hjörð sína heimt“. Blessuð sé minning Halldóru og Þorleifs á Þverá. Vestmannaeyjum, 27. jan. 1962. Þorsteiun L. Jónsson. Myndir þessar voru teknar að kvöldi dags hinn 8. febrúar sl. í París. En það kvöld kom til mikilla átaka milli vinstrisinn- aðra andstæðinga OAS og lögreglu. Átta menn létust i átök- unum en um 200 særðust. Meðal hinna særðu voru 40 lög- reglumenn. — Efri myndin sýnir lögreglumenn með reiddar kylfur ráðast gegn nokkrum OAS-andstæðingum á Bastillu- torgi, en á neðri myndinni eru hjúkrunarkonur með hjálma á höfði að leiða einn hinna særðu á brott. -,/Við ætluðum..." Framhald af bls. 3. rifja upp það sem síðan gerð- ist. — Mér leizt ekkert á þeg- ar síðasti björgunarbáturinn blést ekki út og skipið að fara, segu Steingrímur. Það kom aðeins loft í annan helrn- inginn, þegar bátnum var varpað í sjóinn. Eg fór niður í kaðli til að athuga hvort eitthvað stæði á sér. En flask an var tóm, hefur ekki verið neitt gas í henni. —r Við Páll stóðum þarna saman við lunninguna, hélt Steingrímur áfram og vorum að ræða um að reyna að synda yfir að Júpiter og hugsa um að fara úr stökkunum. Það hafa sennilega verið svona 150 m. milli skipanna, við er- um báðir vel syndir og aldan þannig að okkur hefði borið í rétta átt. — Eg var alveg tilbúinn til að synda líka, skaut yngsli skipverjinn, Sigurðui inn í. — En þá náðist línan yfir í Júpiter, hélt Steingrímur á- fram. Hún var rétt að renna út af stefninu, þegar hún náð- ist. Það mátiti engu muna. Og ef hún hefði ekki náðst, já þá hefðu áreiðanlega ekki allir komist yfir í hitt skipið. Það liðu svona 3—5 mínútur frá því við hrúguðumst allir í bátinn Og vorum dregnir yf- ir og þangað til Elliði var sokkinn. Þeir Páll róma báðir mót- tökurnar yfir í Júpiter. — Við fengum þurr föt lán- uð, segir Páll. — Og vorum hresstir á vínsopa, bætir Steingrímui við. Páll er 17 ára gamall og kveðst hafa verið á Elliða í tvö ár, að undanteknu einu sumri er hann var á síld. Stein grímur er 19 ára og hefur einnig verið öðru hverju á sjó í nokkur ár. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir ætli aftur á sjóinn, svara báðir: — Ætli það ekki! Bráðkvaddur í roon Vestmannaeyjum, 12. febr. SÁ sviplegi atburður varð hér við Eyjar í dag, að tmgur maður varð bráðkvaddur í róðri. Mb Hildingur var við veiðar um tveggja tírna siglingu vestur af Vestmannaeyjum í morgun, þegar stýrimaðurinn, Hávarður Ásbjörnsson, sem var að vinna við veiðarfæri á þilfarinu, kvart- aði undan lasleika við félaga sína. Sagðist hann ætla að leggja sig smástund. Skipstjóri gætti að honum og sá þegar, að Hávarður var alvarlega veikur. Hætti hann veiðum þegar í stað og stefndi til hafnar í Heimaey. Mb Hild- ingur kom í höfn um kl. hálftvö, og var Hávarður þá látinn. Hávarður Ásbjörnsson var 27 ára gamall, kvæntur og átti fimm ára gamlan son.. — Björn. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. úr syði í íran áður en nokkm yrði áorkað í átt til endurbóta. Þeir kyndi óspart undir kötlun- um og verði ekki seinir að grípa til spennitreyjunnar. þegar þeir sjá þess nokkra leið Þótt stjórnarandsiöðunni tak- izt að fella Amini úr stóli for- sætisráðherra. verður öllu erfið- ara um vik að stugga við keisar- anum, því að hann er vinsæll af öllum þorra alþýðu Irans og fer hróður hans stöðugt vaxandi, eftir því, sem ljósara verður að þjóðfélagsumbætur hans eru ráunverulega gerðar með hag þjóðarinnar fyrir augum en ekki í eiginhagsmuna skyni, eins og andstæðingar hans halda stöðugt fram. Nægir í því sambandi að minnast á hann lét af hendi til þjóðarinnar jarðeignir, sem heyrðu honum til sem keisara og voru að verðmæti tug-milljónir kr. Hinar margúmdeildu breyting- ar á landbúnaðinum eru stærsta högg, sem auðugum óðalsbænd- um frans hefur nokkru sinni ver- ið veitt. Samkvæmt þessari ný- skipan má enginn einn maður eiga meira en eina jörð — áður áttu sumir bændur 50—100 jarð- ir, með húsbúnaði, búfénaði öll- um — og vinnufólkinu, sem vann nánast eins og þrælar og hafði rétt fyrir brýnustu lífsnauðsynj- um. Ríkið mun greiða stórbændun- um fyrir jarðirnar í samræmi við skattaframtöl bændanna sjálfra, — en það er ráðstöfun, sem eflaust á e.ftir að koma mörg- um í koll. Ábúendur fá síðan jarðirnar til afnota gegn lágri greiðslu til ríkisins, en verða skuldbundnir til þess að mynda með sér félög er annist innkaup fyrir búin, fræðslu um nýjungar í landbúnaðarháttum, nýjar vél- ar og margt fleira. Fái keisarinn frið til þess' að fullkomna þessa áætlun sína yrði mikið áunnið — en takizt stjórn- arandstöðunni hins vegar, að grafa undan þessum fyrirætlun- um, blasir ekkert við nema upp- lausn og áframhaldandi ófeeil- brigði í írönskum stjórnmálum. — Krúsjeff Frh. af bls. 1. þann hátt sé bezt tryggt að ráð- stefnan verði ekki að orðastymp- ingum embættismanna. Orðsendingu Krúsjeffs hefur verið misjafnt tekið, en ekki er búizt við að Vesturveldin svari henni fyrr en leiðtogar ríkjanna hafa rætt málið innbyrðis. Talið er að með þessu vilji Krúsjeff losna undan ábyrgð þeirri, er Vesturveldin lögðu honum á herðar með því að óska eftir ut- anríkisráðherrafundi Hann sé andvígur leiðtogafundi, en búist við að Vesturveldin felli til’boð hans þar sem þau séu alls óundir búin undir leiðtogafund. Á Genfarráðstefnunni eiga full trúa Bretland, Bandaríkin, ítalia, Frakkland, Kanada, Sovétríkin, Pólland, Rúmenía, Búlgaría, Tékkóslóvakía, Xndland, Burma, Arabíska sambandslýðveldið, — Eþíópía, Nigería, Mexikó, Brasii- ía og Svíþjóð. IVæturklúbburinn bbbbbbbbbbbbbthbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Sænskar HARÐPLASTPLÖTUR á eldhússborð í miklu litaúrvali ggingavörur h.f. Siml 35697 Laugaveg 178 b b b b b b b b b b < b l ,b I í í i í ! í í í í í í í Opið í kvöld Hin vinsæla söngkona Sigrún Jónsdóttir syngur með hljómsveit Jóns Páls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.