Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 6
6 MOKGUI\nr íflro Ffinmfuclagur 26. april 1962 Strandamenn og rækjuveiðar HINN 5 pjrn. ritar Guðjón Guð- mundsson á Ingólfsfirði smágrein í Morgunblaðið undir fyrirsögn- inni „Á að eyðileggja rækjusvæð- ið á Ófeigsfirði“. Eitt höfuð um- ræðuefni Guðjóns er þar, eins og í viðtali hans við Tímann s.l. laugardag, skip mitt Kristján og rækjuvarpa hans, sem Guðjón virðist hafa fengið ofnæmi fyrir. Orsökin fyrir þessum hávaða Guðjóns nú. er, sú, að 6 bátum frá ísafjarðardjúpi, þar á meðal Kristjáni, var fyrir noklkrum dögum veitt leyfi til rækjuveiða á Ingólfsíjarðarmiðum í um hálf an mánuð, en Guðjón vill hafa einkarétt fyrir fjölskyldubát sinn til veiðanna. Þennan einkarétt fékk ha.in um tveggja mánaða skeið í vetur, sennilega m. a. á þeim forsendum, að þeir Strandamenr. gætu nýtt rækju- afla sinn sjálfír og sett yrði upp rækjuverksmiðja á Ingólfsfirði, sem auðvitað hefur ekki verið gert við þessi mjög lítt reyndu mið. Það sem fjölskyldubétur Guðjóns hefur- veitt í vetur síðan hann fékk einkaréttinn hefur ýmist veríð sent með strandferða skipum til ísafjarðar eða Hólma- víkur. Sumu af því, sem sent hefur verið til ísafjarðar hefur verið fleygt, vegna þess að rækj- an var gömul Og óhæf til vinnslu. Á Hólmavík hefur rækjan verið heilfryst í skelinni, en það er lítt seljanleg vara. Þannig hafa Ingólfsfjarðarmenn nýtt rækj- una, þetta hefur m. a. leitt til þess, að öðrum var nú veitt leyfi til veiðanna. í viðtali í Tímanum s.l. laugar dag var haft eftir herra fiski- fræðingi Ingvari Hallgrímssyni um veitingu þessara veiðileyfa: „Taldi hann. að það gæti ekki spillt fyrir einum né neinum, þvert á móti fengist með þessum hætti nokkur reynsla á, hve mikill rækjustofninn væri á Ingólfsfirði, því að ef hann þyldi ekki veiði 5—6 báta í há'lfan mán uð, væri fjarstæða að setja á stocfn rækjuiðnað í Ingólfsfirði". Þannig hafa viðkomandi yfir- völd, sem um veitingu slíkra Listi Sjálfstæðis- manna á Flateyri veiðileyfa fjalla, ekki haft að engu „vísindalegt eftirlit fiski- fræðinga", ens og Gnðjón Guð- mundsson fuliyrðir í grein sinni, um það oera ummæli fiskifræð- ingsins, sem vitnað er til hér að framan, bezt vitni. Varðandi m/s Kristján Og rækjuvörpu hans, þá hefi ég gert hann út síðan í desember í vetur til þess að leita rækju fyrir norð- ur- og vesturlandL Því miður hafa þessar tilraunir ekki borið árangur ennþá, en ekkert er rækjuiðnaði hér á landi nauðsyn- legra en fundið verði úthafs- rækjumið. Til þess að létta undir útgerðinni við þessar tilraunir var skipið á rækjuveiðum á Ingölfsfjarðarmiðum í tvær vik- ur í vetur þangað til þeim var lokað fyrir öðrum en Stranda- mönnum, og nú hefir Kristján Og 5 aðrir bátar frá Djúpi leyfi til veiða þarna til loka þessa mánaðar. Rækjubotnvarpa Kristjáns er venjuleg dönsk varpa, sams kon- ar og 95% af danska rækju- veiðiflotanum notar. Herra fiski- fræðingur Aðalsteinn Sigurðsson var í vetur um tíma um borð í Kristjáni við rækjuleit.“Hann skoðaði þá Og mældi umrædda nótt, Og sýndu þær mælingar, að riðill vörpunnar er nokkru stærri, en almennt er í rækju- vörpum hér. og er það auðvitað höfuðatriðið, því eftir því sem riðillinn er stærri, veiðir varpan minna af ungviði rækjunnar. Mér vitanlega hafði Aðalsteinn ekkert við nótma að athuga. Hins vegar er þessi varpa stærri en notuð er á 10—20 tonna bátum, eins og gefur að skilja þar sem þessi bátur er 90 tönn. Guðjón Guðmundsson virðist hafa fengið slíkt ofnæmi fyrir Kristjáni og vörpu hans, að hann staglast sifellt á stórri vörpu ög stórum báti. Það er áreiðanlega ekki til íramdráttar þeirri hug- mynd Strandamanna við að koma sér upp rækjuiðnaði og sett verði upp rækjuverksmiðja til að hagnýta rækjuna við Strandir, að þeir hafi Guðjón Guðmundsson fyrir framámann sinn. Það fyrsta sem þarf að gera, er að sanna að þarna á Ströndum séu haldgóð rækjumið En þetta skilja Ing- ólfsfjarðarmenn ekki. Björgvin Bjarnason. Listi Sjálfstæðis- manna á Seyðis- firði Listi Sjálfstæðismanna á Seyð isfirði hefur verið ákveðinn. — Listinn er þannig skipaður: Pétur Blöndal, iðnrekandi Sveinn Guðmundsson, frkvstj. Stefán Jóhannsson vélfræðingur Hörður Jónsson, verkamaður Guðmundur Gislason, bankarit- ari Þorbjörn Arnoldsson, verkam. Theodór Blöndal, bankastjóri Svavar Karlsson, varðstjóri Júlíus Brynjólfsson, bifreiðastj. Trausti Magnússon, stýrimaður Carl Nielsen, skrifstofumaður Einar Sigurjónsson, verzlunarm. Hafsteinn Steindórsson, verkam. Hávarður Helgason, stjómaður Einar Sveinsson, vélvirki Gestur Jóhannsson, fulltrúi Erlendur Bjömsson, bæjarfógeti • London, 25. apríl (NAB) Brezika kappaksturshetjan Stirl- ing Moss var enn meðvitundar- laus í dag eftir slysið á mánu- dag þegár Lotus-bifreið hans valt á Goödwood kappakstursbraut- inni. Læknar telja þó að Moss sé á batavegi. Listi Sjálfstæðis- manna á Eyrar- bakka SJÖ EFSTIJ menn á lista Sjálf- stæðismanna í hreppsnefndar- kosningum á Eyrarbakka eru: Hörður Thorarensen, sjómaður, Túnprýði Óskar Ma'gnússon, kennari, Hjallatúni Bjami Jóhannsson, skipstjóri, Einarshöfn Gunnar Olsen, bifreiðastjóri, Smáratúni Ingibjörg Pálsdóttir, húsfreyja, Skjaldbreið Sigurður Kristjánsson, hreppstj. Búðarstíg Guðjón Guðmundsson, sjómaður Steinskoti • Buenos Aires, 25. apríl NAB Mörgum skrifstofuim Peronista var lokað í dag og fjöádi Peron- ista og kommúnista handtekinn í Argentínu. Er þetta í framihaldi af tilskipun Guido forseta frá í gær um ógildingu allra kosninga á þessu án. Flestar munu hand- tökurnar hafa verið í borginni Gordoba. EINS og Morgunblaðið hef- ur skýrt frá er ákveðið, að ný bygging verði reist við Menntaskólann í Reykja- vík, er standa á í „olíuport- j, inu“ svokallaða. — Fram- kvæmdir eru þegar hafnar, eins og sést á meðfylgjandi mynd. — Kristinn Ár- mannsson, rektor Mennta- skólans, tjáði fréttamanni Mbl. í gær, að leyfi hefði fengizt hjá eigendum lóðar þeirrar, er hin nýja bygg- ing á að standa á, til að rífa skúra og undirbúa bygginguna, en beðið er eftir mati á lóðinni. Einnig er að ljúka teikningu hins nýja skólahúss, en hafizt verður handa um leið og henni verður lokið. í hinni nýju byggingu verða kennslu stofur fyrir eðlisfræði, efna- fræði, stærðfræði, náttúru- fræði og svokallað „húm- anistískt laboratorium“ eða stofa fyrir tungumála- kennslu, sem tilbúnar verða til notkunar í haust. Þá verður og komið upp leikfimihúsi og samkomu- sal. — SJÁLFSTÆÐISMENN hafa lagt fram lista sinn til hreppsnefnd- arkosninga á Flateyri við Ön- undarfjörð. Er listinn undirbúinn og borinn fram af Sjálfstæðisfé- lagi Önundarfjarðar og er svo skipaður: 1. Rafn A. Pétursson, framkvæmdastjóri 2. Jón Gunnar Stefánsson, viðskiptafræðingur 3. Kristján Guðmundsson, bakarameistari 4. Sólveig Bjarnadóttir, húsfrú 5. Kristján Hálfdánsson, skrifstofumaður 6. Björgvin Þórðarson, rafvirki 7. Gunnlaugar Kristjánsson, verkamaður 8. Aðalsteinn Vilbergsson, Vélsmiður 9. María Jóhannsdóttir, póst- og símstjóri 10. Sturla Ebenezerson, kaupmaður. • Skemmtilegur dagskrárliður Ýmsir hafa minnzt á Kilj- anskvö!d vökuna í útvarpinu á annan páskadag við mig tvo síðustu daga. Það er greinilegt að hún hefur þótt mjög góð, vel sett saman, vel leikin og áheyrileg. Skáldið og stúlkan hans voru með af- brigðum skemmtiiega túlkuð af þeim Lárusi Pálssyni og Kristbjörgu Kjeld. En þó fór eitt í tau'garnar á fólki og það er sennilega þessvegna, sem svo margir hafa á þetta minnzt, því oft- ar heyri ég það sem miður fer en hitt sem vel er gert. Og það er þessi ónákvæma tímaáætlun þessa dagskrár- liðar, og það þó þjálfaðir út- varpsmenn ættu í hlut. í dag skrártilkynningum í dagblöð unum stóð að þessi liður skyldi hefjast kl. 8 og ljúka kl. 10. • Beið eftir endinum í 40 mín. Hlustandi einn. sem er að- dáandi Kiljans, sagði mér að hann hefði alls ekki ætlað að missa ai þessari dagskrá í til- efni af afmæli skáldsins og því gert ráð fyrir að hitta ekki fólk fyrr en kl. 10. Svo varð kl. 10 og 10.15 og ekki lauk kvöldvökunni. Hann stóð tvístígandi fyrir framan útvarpið 10 mín. í við'bót, vildi neyra endinn, en varð svo loks að gefast upp og vissi ekki af hve miklu hann hefðf misst. En heimafólk tjáði honum að kl. 10.40 hefði dagskrárliðnum loks verið lokið. Fleiri höfðu þessa sömu sögu að segja. Þeir vildu hlusta og ætluðu að hlusta, en höfðu ekki gert ráð fyrir þessum tíma til þess. Og ferðafólk veit ég um, sem ætlaði að heyra veðurfregnir í bíl sínum og stanzaði til þess úti á vegi. beið í upp undir hálftíma, áður en það gafst upp. Öllum þessum grömu mönn um, sem ég talaði við, kom saman um að dagskrárliður- inn hefði vel verið þess virði að hafa hann í 2 klst. og 40 mín., en hlustendur hefðu bara átt að fá að vita það fyrirfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.