Morgunblaðið - 13.06.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 13.06.1962, Síða 17
Miðvikudagur 13. júní 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 17 Björn H. Jónsson BJÖRN H. Jónsson fyrrverandi skólastjóri lézt hinn 4. þ.m. og var jarðsunginn í gær. Með hon um er horfinn einn af sann- menntuðustu og farsælustu skólamönnum þessa lands, og þeir, sem þekktu hann náið, hafa við lát hans misst tryggan og hollráðan vin og svo hjálp- fúsan, að hann lét ekkert ógert sem í hans valdi stóð, til að verða að sem hallkvæmustu iiði. 1 Björn Hermann Jónsson fædd ist á Jónsmessudag árið 1888 í Núpsdalstungu í Miðfirði, en ólst upp á Torfastöðum í sama byggðarlagi, því þar bjó faðir hans, Jón Jónsson, allan sinn búskap. Móðir Björns var Ólöf Jónasdóttir, bónda á Auðunar- Btöðum í Víðidal. Björn var í föðurhúsum til átján ára ald- urs og varð snemma að góðu ígagni, því að hann var þegar S bernsku mjög lagvirkur og með afbrigðum hagsýnn um sllan verkshátt. Hann fór í Flensborgarskóla og stundaði þar nám í tvo vetur, tók þaðan burtfararpróf vorið 1907. Hann var síðan í aðra tvo vetur kennari í átthögum sínum, en stundaði á sumrum ýmist sveita vinnu eða var háseti á sunn- •lenzkum skútum. Hann fór til Danmerkur sumarið 1909 og var þar í 5 ár samfleytt. Fyrstu 'tvö árin vann hann hjá dönsk- um bændum og við verzlun hjá kaupfélögum, en síðan var hann einn vetur í framhalds- deild Friðriksborgarlýðháskóla á Sjálandi. Þeim skóla stjórnaði einn mesti persónuleiki í hópi danskra skólamanna á þeim ár- um, Holger Begtrup, en hann var stjórnsamur og hagsýnn og um leið ágætur kennari og áhrifaríkúr hugsjónamaður. Þá var Björn einnig tvo vetur í lýðháskólanum í Askov. öll ár sín í Danmörku kynntist hann einkum hinum áhugasömu, lýð- ræðissinnuðu og frjálslyndu viðreisnarmönnum, sem aldir voru upp í anda Grundtvigs og þess þjóðræknislega og þróun- arsinnaða framfaraanda, sem varð dönsku þjóðinni ómetan- leg lyftistöng eftir ósigurinn ár- ið 1864. Meðal annars dvaldi Björn um hríð á Suður-Jót- landi og kynntist muninum á þýzkum þjóðernis- og menn- ingaranda og dönskum. Björn hafði þegar í bernsku og síðan á unglingsárunum lesið mikið íslenzkar bókmenntir, bæði forn ar og nýjar, og í Danmörku las hann margt af ágætum skáld ritum, eldri og yngri. Hann heyrði sjálfan Björnstjerne Björnson flytja eitt af sínum frægu erindum um sameiginlegt menningarhlutverk Norður- landa, heyrði skáldin Ákjær, Skjoldborg og Jakob Knudsen lesa upp úr bókum sínum og flytja ræður um danska menn- ingarreisn, og hann batt vin- áttu við ýmsa af ungum áhuga- mönnum í danskri kennara- og bændastétt. Arið 1914 — eftir að heims- styrjöldin fyrri var skollin á — varð Björn skólastjóri barna- skólans í Vestmannaeyjum. Arið eftir kvæntist hann .Jónínu Þór- halisdóttur, sem lifir mann sinn. Þau hafa eignazt fjögur börn, ólaf héraðslækni á Hellu, Svöfu, sem er sjúklingur, Jón, rafvirkjameistara í Hafnarfirði, og Harald, iðnverkamann, sem er búsettur i Garðahreppi, dvel- ur á heimili foreldra sinna. Frú Jónína er fædd og uppalin í Beykjavík. Hún tók kennara- próf 1913 og var kennari við barnaskólann í Vestmannaeyj- um. Hún var og fastur kennari við skólann á fsafirði, eftir að þau hjón fluttust þangað, og er hún svo mikillar gerðar, að þótt hún hafi jafnan stundað kennslustörf sín af kostgæfni, hefur hún einnig verið hin myndarlegasta húsfreyja og nær fágæt móðir. Hún er og með afbrigðum hjálpsöm, eins og bóndi hennar — og þá voru þau einnig svo samhent um gestrisni, að öllum fannst, sem til þeirra komu, að alúð og rausn héldist þar í hendur eins og bezt yrði á kosið. Björn var skólastjóri í Vest- mannaeyjum til 1920, en þá tók hann við stjórn Alþýðuskólans í Hjarðarholti í Dölum. Það var starf, sem var honum mjög að skapi, en í þann tíð nutu ekki slíkir skólar þeirrar aðstöðu, sem þeir hafa síðar hlotið, og reyndist afkoma skólans mjög örðug. En margir eru þeir, sem áttu ógleymanlega vist í Hjarð- arholti, þegar þau voru þar, Björn og Jónína, og hafa ýms- ir nemendanna bundizt þeim hjónum vináttuböndum, sem aldrei hafa slitnað. Árið 1924 varð Björn kenn- ari við barnaskólann á ísafirði og skólastjóri sex árum síðar. Því starfi gegndi hann svo í nærfellt þrjá áratugi, eða þang- að til hann varð sjötugur. Þá fluttu þau hjón suður í Ás- garð í Garðahreppi og hafa dvalið þar síðan. En Björn var ekki aðeins skólastjóri barnaskólans á fsa- firði, heldur stjórnaði hann í áratugi Kvöldskóla iðnaðar- manna, sem lengi var einnig al- mennur kvöldskóli. Hann var og í yfirskattanefnd ísafjarðar og ísafjarðarsýslna frá 1928 og fjórðungssáttasemjari í vinnu- deilum frá því að til þess starfs var stofnað. Lengi vel vann hann öðru hverju á sumrum við trésmíði, því að hann var með ágætum hagur, og fékk hann réttindi sem trésmíðameistari, þegar hin nýja iðnlöggjöf var sett. Hann lærði og bókband og gyllingu bóka, og eftir að hann kom hingað suður, batt hann og gyllti bækur fyrir ýmsa vini sína. Á ísafirði starf- aði hann mikið og lengi í iðnað- armannafélaginu, var stundum formaður þess, en alltaf holl- ráður og nýtur félagi, og var oft fulltrúi á landsþingum iðn- aðarmanna. Hann átti frum- kvæði að stofnun Kennarafélags Vestfjarða, og lét þar til sín taka eftir því, sem honum þótti hæfa. Ég fluttist til ísafjarðar 4 árum síðar en Björn, og vorum við þar samtíða í rúm seytján ár. Fyrstu ár mín vestra var ég stundakennari við kvöld- skólann og hafði aldrei áður stundað kennslu. Ég fór því að öllu með gát og leitaði oft ráða skólastjórans, og þó að ég færi síðar allmikið minna ferða í kennslustörfum, urðu mér ráð og reynsla Björns að ómetan- legu gagni. f skólanefnd var ég kosinn 1929 og skipaður formað ur hennar rúmum tveimur ár- um siðár, og gegndi ég því starfi til ársins 1945, að Brynjólfur Bjarnason skipaði íshússtjóra formann skólanefnd- ar í stað höfundar „Gróðurs og sandfoks“. Þá var ég einnig pródómari við barnaskól- ann í 16 ár. Ég kynntist því Birni og störfum hans ærið mikið. kom oft í skólann dag- lega, skólastjórinn heim til mín og ég til hans. Ég tel mig hafa nokkur skilyrði til að dæma um starf hans sem fræðara og skólastjóra. Hann var afbrigða góður og vinsæll kennari, og raunar var hann engu síðri skólastjóri. Hann kostaði kapps um að varðveita eindrægni með al kennaraliðs þeirra skóla, sem hann stjórnaði, svo að öll vanda mál væru sem allra mest rædd sameiginlega. Þetta tókst svo vel að meðan ég þekkti til, urðu aldrei neinir árekstrar milli kennara innbyrðis — eða milli skólaliðsins annars vegar og barna og foreldra hins veg- ar. — Ef einhverjum kennara veittist örðugt að halda aga, naut hann aðstoðar ekki að- eins skólastjórans, heldur líka samkennara sinna, og ef barn reyndist mjög baldið var hjálp- azt að um — oftast þannig, að foreldrarnir vissu varla af því — að breyta afstöðu þess til skólans, til námsins, til sam- bekkinga og kennara, og fyrstu batamerkin voru oftast þau, að afstaða barnsins til skólastjór- ans varð jákvæð. Björn gein ekki yfir nýjungaflugum. Hann tók þar tillit til foreldra og samkennara. Nýjungarnar, sem helzt þóttu við hæfi, komu smátt og smátt, án þess að verulega væri eftir því tekið. Samstarf hans og skólanefndar var eins og bezt varð á kosið, og um þau atriði, sem orkað gátu tvímælis eða jafnvel virt- ust geta orðið íkveikjuefni, fór ávallt þannig, að með hægð og gætni varð fundin leið, sem aðilar sættu sig við. Björn var eðlisvitur og at- hugull, gætinn og framfarasinn aður. Hann gladdist ávallt, þeg- ar einhverjum tókst eitthvað vel, og hann fylgdi öllu með athygli og næmum skilningi, sem heildinni mætti koma að haldi. Hann var eins og áður getur hollráður og hjálpsamur vinur, en han var einnig bráð- skemmtilegur félagi. Hann var gamansamur og skopskyggn, kunni margt að segja af sér- kennilegu fólki, orðum þess og athöfnum. Hann hafði mikil yndi af fögrum ljóðum og kunni fjölda smellinna lausavísna. Sjálfur var hann mjög vel hag- mæltur, en hann fór leynt með kveðskap sinn. Eftir að hann fluttist suður, lagði hann allmikla stund á að rannsaka ættir Vestur-Húnvetn- inga. En ættir þeirra urðu ekki raktar, nema komið væri víðar við. Og Björn hafði ekki að- eins áhuga á ættfræðinni í venjulegum skilningi. Honum þótti ekki síður fróðlegt að kynnast einkennum og örlög- um ættanna, áhrifum árferðis, farsótta og opinberra aðgerða á hagi fólks og búsetu, og dró hann af athugunum sínum ýms ar mjög athyglisverðar ályktan- ir og allnýstárlegar. Hann var minnugur fram á síðustu stund, en hins vegar er mér ekki kunn ugt um, hvort hann hefur fest á pappír flest eða allt það, sem hann gróf úr gömlum plöggum þessi síðustu ár ævi sinnar. Seinustu starfsárin á ísafirði var heilsa hans orðin veil, hjart - að tekið að bila. En hann var maður, sem hafði tamið sér mikla sjálfsstjórn, og reyndi hann eftir því, sem honum var framast unnt, að fara þann með alveg, að stilla í hóf erfiði og áhyggjum, en draga sig þó ekki út úr samfélagi þeirra manna, sem gæddir eru áhuga fyrir þeim efnum, sem honum voru hugleikin. Honum batnaði og allmikið, eftir að hann kom suður, og fræðistörf hans urðu honum til örvunar og ánægju. En allt í einu var hann kvadd- ur á brott — fylg þú mér, — sagði hinn strangi ferjumaður við móðuna miklu. Og þar með hvarf hann ástvinum sínum og góðvinum, einn hinn traust asti prúðasti drengskaparmaður, sem ég hef borið gæfu til að kynnast. TIL SÖLU FVRERTÆK.I sem framleiðir stálhúsgögn ásamt efnislager og vél- um. Mjög goð sölusambönd fylgja. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer til afgr. Mbl. merkt: „Stálhús- gögn — 72’9V“. Songfólk óskasi Pólýfónkórinn getur bætt vfð nokkrum söngkröftum fyrir næsta starfsár. — Vinsamlegast hringið í síma 2-30-61, kl. 7—8 á kvöldin. SkrúðgarCaúðun Fróði Briiiks Pálsson Garðyrkjumaður — Sími 20875 Guðm. Gíslason Hagalín. Peningalán Get látið I té um 100 þús. til skamms tíma gegn öruggu veði. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Öryggi — 7296“. TIL SÖLU T résmíðaverkstæði mikið af góðum vélum. Einnig kemur til greina sala á einstakavélum. Lysthafendur sendi nafn og heim- ilisfang á afgr. Mbl. merkt: „Strax — 7298“. Verkamenn óskast strax Upplýsingar í dag á Laugaveg 10 milli 4 og 6. Goði hf. Skrifstofustulka óskast sem fyrst, hálfan eða allan daginn. Vélritunar- og enskukuunátta nauðsynleg. — Tiiboð óskast sent afgr. Mbl. merkt: „7168“. ANCLOIilAC Sumarfrakkar úr TERRYLENE SCOTCHGARD og POPLÍN E F N U M NÝTT SNIÐ — NÝIR LITIR Elisabeth Arden SNYRTIVÖRUR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI Svalan hjá Haraldi Sími 11340 — Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.