Morgunblaðið - 13.06.1962, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.06.1962, Qupperneq 22
22 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur . 13. júni l96í> Tékkarnir „léku sér" að stórsigri 7 gegn 2 TÉKKNESKA unglingaliðið sem hér er í boði Víkings lék fyrsta leik sinn hér í fyrrakvöld. Og ]»að varð „leikur“ í orðsins fyllstu merkingu. Eftir dálítið þófkennda byrjun, tóku Tékk- arnir alger völd á vellinum, skoruðu tvö mörk, en misstu síð- an forystu að nokkru leyti eftir heppnaða vítaspyrnu Akureyr- inga. Síðan fengu Tékkar víta- spyrnu á Akureyrarliðið og aft- ur blasti stórsigur við, en með vel gerðu marki tókst Akureyri að vekja undrun í fyrri hálfieik. í síðarj hálfleik tóku Tékkar af allan vafa, skoruðu 4 mörk og unnu 7-2. Einar Helgason var „maður Akureyrarliðsins". ■k Jöfn byrjun Dyba innherji skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mín. og tveim mínútum síðar stóð 2-0. Náðu Tékkamir allt í einu öllum tök- um á leiknum eftir nokkuð jafna byrjun, en allþófkennda. Síðan dundi hvert skotið af öðru, öll frá Tékkunum, en flest framhjá marki Akureyrar eða þá að þau lentu í öruggum örm- um Einars markvarðar. — Var næsta ótrúlegt hve skothríð Tékkanna var ör á stundum, en iþar voru líka öll tsekifæri nýtt Akranes 6:0 á ísafirði AKURNIESINOAR léku þriðja lei(k sinn í I. deild fslandsmóts ins og mættu nú ísfirðingum á heimavelli. Vann Akranes stór sigur, 6:0, skoruðu 4 mörk í fyrri hálfleik en tvö í þeim síðari. Leikurinn var jafnari en marka talan gefur til kynna, en ísfirð ingar voru ekki á skotskónum. Ríkharður Jónsson lék mið- herja í liði sínu, sótti þó ekki mjög fram, en byggði upp leik og „mataði“ hina framherjana, sem skoruðu allir. Akranes, Valur og Fram eru nú efst í I. deild með 5 stig, Val ur og Fram hafa leikið 4 leiki, en Akranes 3. Frjálsíþróttamót á Akureyri AKUREYRI, 12. júní. — Frjáls- íþróttamót verður haldið á Akur eyri á miðvikudagskvöld og er það fimmta mót sumarsins hér á Akureyri. — Méðal keppenda verða, auk Akureyringa, Eyfirð- ingar og Húsvíkingar. — Þ.á.m. verður íslandsmeistarinn í spjót- kasti, Jóel Sigurðsson. Keppt verður í öllum helztu frjáls- íþróttagreinum. — Mótsstjóri er Guðmundur Þorsteinsson og hefst keppnin kl. 20 á íþrótta- Vellinum. — St. E. Sig. þó litlir möguleikar væru á marki. * Vítin Akureyringar fengu víta- spyrnu á 28. mín. og Skúli Ágústsson skoraði fallega úr henni. 5 mín. síðar fengu Tékkar vítaspyrnu og þá jöfnuðust met- in aftur, 3-1. En svo urðu alvar- leg mistök í liði Tékka og Kári Árnason komst einn innfyrir og fékk nýtt örugglega. Var rólega að unnið hjá Kára og yfirvegað. 3-2 í hálfleik voru nokkuð ólík- leg úrslit — og reyndar ójöfn. k Yfirburðir í síðari hálfleik náðu Tékk- ar algerum yfirráðum, þó eigi svo að Akureyringar kæmust ekki í færi og vörn Tékka reynd ist alls ekki þétt er á reyndi. En sóknarleikmenn Tékka áttu þeim mun betri leik og á 5 mín. skor- uðu þeir 3 mörk. Dyba skoraði á 17. mín. og aftur örstuttu síðar með löngu skoti, en föstu og hnitmiðuðu. Mínútu síðar eykst forysta Tékka enn í 6-2 við mark Mraz og nokkru síðar kom loka- markið frá Holecek fyir mistök Einars. Einar var bezti maður Akur- eyrarliðsis, varði mjög vel á stundum, einkum er leið á ieik- inn og úthaldið þraut hjá vallar- leikmönnum. Tékkarnir eru meistarar í þess ari grein. Þetta er annað ungl- ingaliðið sem sýnir okkur hvern ig hægt er að leika knattspyrnu. En hitt er og áminning, að þegar okkar mönnum tókst upp í örfá skipti, þá náðu þeir að rugla og setja vörn Tékka í klípu. — Vel- gengní Tékka er því kannski ekki sízt að þakka því hve sára- sjaldan íslenzka liðinu tókst upp. Eitt skipti af sjö. Ljósm.: Sveinn Þormóðsson Ekki hættulegt að iðka íbrdttir var niðurstaða ijDróttafréttamanna og iþróttalæknis ettir umræóur á norrænu móti i gær ÁTTUNDA mót norrænna íþrótta fréttamanna var sett í 1. kennslu stofu Háskólans í gær. 23 íþrótta fréttamenn frá Finnlandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, eru mættir til mótsins, en það stend ur í vikutíma. Fyrr í dag höfðu mótsgestir verið gestir borgar- stjórnar Reykjavíkur í fundar- Óvænt úrslit í Chile ÞAÐ urðu óvænt úrslit í „milliriðlunum" í Chile um heimsmeistarabikarinn. Og það lítui nú helzt út fyrir að „óvænt lið“ komist í úrslit á móti hinum líklegustu Brasi- líumönnum. Á sunnudag unnu Tékkar Ungverja 1—0 og áttu þó Ung- verjar mestan hluta leiksins og mestan hluta samleiks. Sama dag unnu Chile-menn Rússa með 2—1. Kom það einnig nokkuð á óvart. Brasilía vann sem víst þótti England. Úrslit urðu 3—1 og Brasilíumenn eru líklegastir til að hljóta öðru sinni heims- meistaratign. Loks unnu Júgóslavar Þjóð- verja með 1—0. Það kom al- gjörlega á óvart og flatt upp á menn. Nú lenda Tékkar og Júgó- slavar saman og sá sem vinnur fer í úrslit. Sama dag (í kvöld) lenda Chile og Brasilía saman og sá sem vinnur fer í úrslit gegn hinum sigurveg- aranum. Það er því víst að Júgóslavar eða Tékkar lenda í úrslitum, lið sem alls ekki var spáð slíkri velgengni. salnum að Skúlatúni 2, og þegið hádegisverðarboð íþróttabanda- lags Reykjavíkur. Ráðstefnu íþróttafrétta- manna setti Atli Steinarsson, for maður Samtaka íþróttafrétta- fréttamanna. Síðan ók Sven Ek ström frá Gautaborg, formaður samtaka sænskra Iþióttafrétta- manna og varaformaður í aiþjóða samtökum íþróttafréttamenna við fundarstjórn. Hann þakkaði fyrst fundarboð Sven Ekström, flytur ávarp sitt. ið til íslands og kvað vera mikla tilhlökkun hinna norrænu gesta að kynnast fslandi, landi, sem þeir af fornum sögum og nútíma frásögnum hefðu kynnzt sem ein hverju millibili milli sögu og raunveruleika. Hann drap á rit hæfni íslendinga og minntist hinna fornu sagna og sagði: — „Mættum við ná eins langt í skrifum okkar og Snorri Sturlu son. En mættum við líka biðja þess að örlög okkar yrði ekki hin sömu og hans, að vera myrtur af mági sínum“. ic Er hættulegt að iðka íþróttir Fyrsta framsöguerindi ráð- stefnunnar flutti Jón Eiríkson, íþróttalæknir, en það hét „Er hættulegt að iðka íþróttir". Jón rakti niðurstöður læknarann- sókna og nefnda um þetta efni, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að íþróttir geti t.d. aukið starfslöngun barna, aukið heilbrigði þeirra og forðað þeim frá öðrum hættum, aukið á lýð- ræðiskennd þeirra og samstarfs- og félagslegan þroska. Fyrir full orðna auðga þær lífið og veita mönnum tælcifæri til að fylla tímann éftir erfiðan starfsdag. Þetta kvað Jón vera niðurstöð ur lækna um kosti íþrótta, en lestir þeirra væru samkv. sömu skýrslum líkamsskaðar og sjúk- diómar, sem gætu aukist við iðk un íþróttanna. Læknirinn ræddi síðan um ýms ar hliðar þessra mála og sagði að röng þjálfun eða lítil gæti leitt til skaða eða sjúkdóma. Undir lókin svaraði hann heiti erindisins á þá leið að ailir hlut ir daglegs lífs væru hættulegir. Hætta gæti falizt í íþróttum en yfirleitt væru íþróttamenn lík- legri til að standast betur sjúk- dóma en aðrir. Gleði og ánægja af íþróttum fyrir fjöldann væri margfalt meiri en þau meiðsl sem af íþróttum hlytust. -- XXX ---- Miklar umræður urðu i*m þetta mál og verður vonandi hægt að koma að þeim síðar. í gærkvöldi voru mótsgestir gestir menntamálaráðuneytisins og stýrðu hófinu Birgir Thorla- cius ráðuneytisstjóri og frú hans. Ríkarður með Akra- nesi móti Tékkum I ‘ KVÖLD kl. 8,30 keppa Akurnesingar á Laugar- dalsvellinum við tékknesku unglingameistarana, sem hér eru í boði Víkings. Þetta er fyrsti leikur Akraness hér í Reykjavík á þessu ári. Þá má og geta þess að Ríkarður Jónsson leikur nú aftur með Akra- nesliðinu eftir langa fjar- veru, og er það sannarlega ánægjuefni öllum þeim, er studdu hann fjárhagslega til lækninga í Þýzkalandi. Enska knatfspyrnan ■> SKOZKA liðið Glasgow Rang- ers hefur undanfarið verið á keppnisferðálagi í Rússlandi. — Hefur liðið leikið þrjá leiki og úrslit orðið þessi: Dynamo, Kiev 1:1; Locomotive 3:1 og Dynamo, Tblisi 1:0. Endanlega hefur verið ákveð ið, að John Oharles fari frá Juventus og keppi í Englandi næsta keppnistímabil: Fyrra fé- lag Oharles, Leeds hefur for- kaupsrétt, en almennt er ekki reiknað með að Leeds hafi efni á að greiða þá fjárhæð, sem ítal- irnir krefjast. — Juventus hefur mikinn áhuga á áð kaupa Jones frá Tottenham og er fram- kvæmdastjóri liðsins væntanleg ur til London til að ræða málið. Spánska liðið Barcelona hefur mikinn áhuga á að kaupa Bobby Charlton frá Mancester U. Hef- ur heyrzt að félagið muni fara upp í allt að 300 þús. pund, ef það fái Charlton. Sjálfur segir Charlton að hann hafi ekki á» huga á að fara frá Manohester U. Mikla athygli hefur vakið, að Ray Crawford frá Ipswioh, hef ur krafizt að vera seldur. Það sem veldur er, að Ipswich vill ekki greiða honum það kaup, er hann krefst. Reiknað er með að hann verði seldur á 50 þús. pund, en Ipswich keypti hann ár 7000 pund. Everton hefur þegar lýst yfir að áhugi sé fyrir að kaupa Crawford. I lok síðasta keppnistímaibils var Crawford markahæstur í I. deild ásamt Kevan (W. B. A.) með 33 mörfc. Reiknað er með að Ghelsea selji Peter Sillett til Q. P. R. Oxford United tekur sætl Accrington Stanley í 4. deild á næsta keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.