Morgunblaðið - 13.06.1962, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.06.1962, Qupperneq 24
Fréttasimar Mbl — ettir lokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 FLOTTI Sjá bls. 10. 131. tbl. — Miðvikudagur 13. júní 1962 Oskjuvatn hefur lækkað um 1 -2 m Gufumekki leggur upp úr hrauninu og Víti Akureyri 12. júní. — NOKKRIR félagar úr Ferðafé- lagi Akureyrar fóru inn í Þor- steinsskála í Herðubreiðarlind- um um hvítasunnuhelgina og var verkefni þeirra fyrst og fremst að gera skálann hreinan og taka J>ar til eftir vetrarferðirnar í sam bandi við Öskjugosið. Voru þeir á tveimur jeppabilum og segja þeir veginn mjög góðan og snjó lausan með öllu, og hefur ekki verið svo á þessum tíma um ára- bil. Að hreingerningunni í >or- steinsskála lokinni brugðu þeir sér í öskju til að kanna eldsvæð ið þar. Þeir lýsa svo Öskju nú, að þar sé hvergi eldur uppi en mikl ir gufumekkir standi víða upp úr hrauninu. Einnig eru gufu- mekkir- upp úr Víti og koma þeir upp niður undir vatnsborði, ná- lægt þeim stað, sem áður var hægt að ganga niður í Víti. Vegurinn til öskju er með öllu snjólaus og hefur ekki eyðilagzt við hraunrennslið nema sem svarar hálfum kílómeter. Sér- staka eftirtekt vakti að vatns- borð Öskjuvatns hefur lækkað að mun. Má sjá það á fjöruborð inu við hólmann í vatninu og einnig við landið nálægt Víti. Ferðalangarnir áætla að vatns- borðið hafi læk'kað um 1—2 m. Svörtu hraunhólarnir, sem myndast hafa í Öskjuopi, eru mjög heitir, og er ekki sitjandi á þeim nema augnablik í einu. >á fundu leiðangursmenn í nokkur hundruð metra hæð í hlíðunum umhverfis gígana, ein hverskonar hraunkúlur, sem hafa borizt þangað í gosinu. Eru þær stærstu á stærð við mannshöfuð en svo loftkenndar að mylja má þær milli handa sinna. Víða úr nýrunnu hrauninu streymir upp heit gufa og nokk ur hluti þess er mjög heitur. Margbreytilegar myndir er að 30 punda lax véidd- ist í Laxá í Þincj. Húsavík, 12. júní. LAXVEIÐI í Laxá í Þingeyj- eyjarsýslu hófst 10. júní og þann dag veiddust 10 laxar á þrjár stengur í ánni. Var sá þyngsti 20 pund en hinn minnsti 10 pd. í gær veidd- ust 11 laxar á fjórar stengur, og þá veiddist stærsti laxinn sem fengizt hefur í ánni sl. 2—3 ár. Laxinn var 30 pund og veiðimaðurinn Benedikt Jónsson (frá Húsavík), Hrísa teig 1 í Reykjavík. Setti Benedikt í stórlaxinn á Flös- unni í Kistukvísl og landaði honum alllangt niður á Sandi eftir rúmlega klukkustundar harða viðureign. — Lax sá, sem veiðst hefur nú, er mun stærri en laxinn, sem veidd- ist fyrstu dagana í fyrra. — Eru veiðimenn bjartsýnir á sumarið eftir þessa ágætu byrjun. — Fréttaritari. sjá í hrauninu, nú þegar snjór- inn er horfinn. Ferðamennirnir segja að sjald an hafi verið minni snjór á þess um slóðum miðað við órstíma en Brúarstæði á Jökulsá. Annar leiðangur fór á sama tíma í Herðubreiðarlindir. Var þar á ferð hinn kunni fjallamað ur Jón Sigurgeirsson frá Hellu- vaði og var ferð hans gerð til að kanna brúarstæði á Jökulsá til þess að auðvelda leiðina í Kverk- fjöll. Jón telur sig hafa fundið ágætis brúarstæði óg var það raunar kannað að nökkru leyti á sl. ári. Þarna fellur Jökulsá á milli klappa og er um 8% til 9 metrar á milli, en niður í vatns borðið um 4 metrar. Ef hægt væri að koma brú á milli þess- ara klappa er ekki nema 60—70 km vegalengd frá Þorsteins- skála að Kverkfjöllum. Ekki hef ur hingað til verið unnt að koma bíl á þessar slóðir en þar er margt að sjá, bæði skriðjökla, jarðhita og margt fleira. Nú er það von manna að brú komizt þarna á mjög fljótlega og opnast Framhald á bls. 24. Austfirzku bændurnir við komuna til Isafjarðar á annan dag hvítasunnu. (Ljósm. Árni Matthíasson). Fíölmenn- ur fundur síldarút- vegsmanna KLUKKAN hálf níu í gær- kvöldi komu saman til fund- ar síldarútvegsmenn, sem gef ið hafa Landssamibandi ísl. út vegsmanna umboð til að semja um ný hlutaskipti á síldiveið- um. Var fundurinn haldinn til þess að skýra gang miála í deildinni, og var hann mjög fjölmennur. Stóð fundurinn enn er Mbl. fór í prentun. 15 ára drengur drukknar í sund- laug í Hveragerði ÞAÐ SLYS varð í sundlauginni í Hveragerði á öðrum degi hvíta sunnu, að 15 ára piltur, Jón Ár- mann Hallgrímsson, Hjarðarhaga 24, Reykjavík, drukknaði. Var Jón Ármann í ferðalagi ásamt bekkjarfélögum sínum úr öðrum bekk Hagaskóla. Nánari atvik voru þau að skóla félagarnir fóru hringferð um Þingvelli, Selfoss og Hveragerði þennan dag. Kom hópurinn til Hveragerðis um kl. fjögur um daginn, í þann mund er Hjört ur Jóhannsson, sundlaugarvörður var að loka sundlauginni. Leyfði sundlaugarvörður að laugin skyldi opin nokkru lengur, til þess að hópurinn gæti synt um stund. Mikil aðsókn að skólasýningimni UM 4000 manns skoðuðu skóla- sýninguna í Miðbæjarskólanum yfir hátíðina og notuðu rúmlega 700 gestir tækifærið og rituðu nafn sitt með fjaðurpenna í gesta bók. Auk þess tók fjöldi fólks þátt í getraunum og happdrætti í sambandi við sýninguna, sem er stærsta skólasýning, sem hald in hefur verið á íslandi. Sýningin er opin frá kl. 2 — 10 e.h. dag- lega. Mbl. átti í gær tal við Steinar Þorfinnsson, kennara, sem fór með hópnum í férð þessa. Sagði hann að skömmu fyrir kl. fimm hefði sundlaugarvörður tilikynnt að tíminn væri útrunninn, og hefðu krakkarnir þá farið að tín ast upp úr lauginni. Stóð Stein- ar á bakkanum, og þegar þrír síðustu piltarnir komu upp úr, hélt hann í áttina að bílnum, sem var í 30—40 m fjarlægð. Er Steinar var kominn að bíln um kom einn piltanna hlaupandi til hans og sagði að Jón Ármann fyndist hvergi. Hljóp Steinar þá að lauginni og var sundlaugar- vörður og annar maður þá að koma með drenginn að bakkan um. Lífgunartilraunir voru þeg ar hafnar, og læknir sóttur í skyndi. Sjúkrabíll með súrefnis tæki kom frá Selfossi og flutti Jón Ármann til Reykjavíkur og var lífgunartilraunum stöðugt haldið áfram, en þær báru ekki árangur. Steinar tók fram að hann hefði ásamt sundlaugarverðinum stað- ið á bakka laugarinnar allan tím ann, sem börnin voru að synda. Við krufningu kom í ljós að piltinum hefur orðið óglatt, hef ur sjálfsagt liðið yfir hann og hann drukknað í því ástandi. Jón Ármann var sonur Hall gríms Jakobssonar kennara, og taiinn hinn mesti efnispiltur. Bændaför Austfirö- inga um Vesturland ÍSAFIR3ÐI, 12. júni. — Á ann- an í hvítasunnu lenti flugvélin Hrímfaxi hér á ísafjarðarflug- velli og flutti hingað 52 þátt- takendur í bændaför Búnaðar- sambands Austurlands. Með ann arri flugvél komu sama dag 10 þátttakendur, svo að þeir verða alls 62. Á flugvellinum voru mættir flestir forystumenn sam taka bænda í ísafjarðarsýslum ásamt bændum og konum þeirra er búa í nágrenni ísafjarðar. Áður var og mættur Ragnar Ásgeirsson ráðunautur, en hann verður fararstjóri í þessari bændaför. För þessa átti að fara í fyrra, en fresta varð henni af óviðráðanlegum ástæðum. — Frá ísafirði var haldið til Súða- víkur, en þar hafði Búnaðar- félag Súðavíkurhrepps boðið til fagnaðar í gærkveldi. — Búnað- arsamband Vestfjarðar bauð þátttakendum til þess að sjá söngleikinn Meyjaskemmuna, sem Leikfélag ísafjarðar og Karlakór ísafjarðar sýndu í Bol ungarvík. Héðan frá ísafirði fara þátttakendur til Önundar- fjarðar og Dýrafjarðar. Síðan verður farið til Arnarfjarðar um Barðastrandarsýslu og gist í Dalasýslu. Ekið verður út Fellsströnd, f&rið á báti yfir Hvammsfjörð og komið við í Brokey. Gist verður í Stykkis- hólmi og Helgafellssveit. Þá verður ekið út Snæfellsnes, gist í Miklaholts- og Kolbeinsstaða- hreppum, ferðazt um Mýrar og Borgarfjörð og gist þar. Síðan verður ekið fyrir Hvalfjörð og um Kjós og Kjalarnes til Rvík* ur. — Á níunda degi lýkur bændaför Austfirðinga, þegar flogið verður frá Reykjavík til Egilsstaða. — J. Iðnþing íslend- inga á Sauðár- króki 24. IÐNÞING íslendinga verð- ur háð dagana 20.—23. júní n.k. á Sauðárkróki. Á málaskrá Iðn- þingsins eru m. a. eftirfarandi mál: Iðnfræðsla og tæknimennt- un, Iðnlánasjóður, Iðnaðarbank- inin, útflutningur iðnaðarvara, nýjar iðngreinar o. fl. Á Iðnþinginu verður þess minnst, að 30 ár eru liðin frá stofnun Landssambands iðnað- armanna, en það var stofnað á fyrsta Iðnþinginu í Reykjavík 21. júní 1932. Véliit hilaði Á HVÍTASUNNUDAG var lýst eftir trillubáti með tveimur mönnum sem farið hafði í róður frá Reykjavík á laugardags- kvöld. — Línuveiðarinn Pétur Thorsteinsson frá Bíldudal fann trilluna á reki út af Akranesi, ea vél hennar hafði bilað. Dró skip- ið trilluna til Reykjavíkur. Óku á lamb og heníu því stórmeiddu í skurð Öþokkar handteknir í fyrrinótt AÐ KVÖLDI annars hvítasunnu dags voru fjórir lögreglumenn við gæzlu á dansleik á Hellu. Er þeir voru á leið til Reykja- víkur á fjórða tímanum um nótt ina óku þeir fram á bíl, sem numið hafði staðar á veginum. Hafði fólk í bílnum séð bíl, sem á undan fór aka á lamb og floygj'3 þyí stórmeiddu út í skurð og halda síðan áfram. Náði fólkið númerinu á bílnum. Lögreglan náði þessum bil við Elliðaár og voru unglingar þeir, sem í honum voru, tafarlaust teknir til yfirheyrslu. Neituðu þeir í fyrstu að hafa ekið á lambið eða kastað því út ! skurð, en svo fór að þeir játuðu ólþokkaháttinn, enda mörg vitni að og glögg merki þess á bílnum að ekið hafði verið á lambið. Mál þetta hefur verið sent til sakadóms, enda um frek legt brot á dýraverndunarlögun um að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.