Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 3
MORGVlSniAÐÍÐ 3 Þriðjudagur 31. júlí 1962 jt. i kolsýrings- eitrun slysinu? Tvö bifreiðaslys fyrir utan bæinn um helgina TVÖ BÍLSIYS áttu sér stað á Suðurlandsvegi, um helg ina. Hið fyrra og alvarlegra varð í Svínahrauni fyrir utan Litlu kaffistofuna skömmu eftir kl. 4 e.h. á laugardag. Dodge Weapon bíl var ekið á veghefil, er stóð kyrr utan vegarins fyrir framan kaffistofuna. Bílstjórinn og kona hans Stolni sendferSabHtinn eftir áreksturinn slösuðust mikið, en anar, farþegi, sem í bílnum var, meiddist minna. Hitt slysið var við Rauða vatn snemma á sunnudags morgun er sendiferðabíll, se mvar á leið til hæjarins var ekið á lítinn Skoda, sem var á leið til bæjarins Þorlákshöfn. Stjórnandi sendiferðabílsins var und- ir áhrifum áfengis, réttinda laus og hafði auk þess tek ið hílinn í heimildarleysi. Umferðadeild lögreglunnar gaf blaðinu upplýsingar um þessi slys í gær. Kolsýringseitrun? Um fjögurleytið á laugar- dag komu tveir af vegbeflum Vegagerðarinnar að Litlu kaffistofunni í Svinaihrauni og var þeim lagt á bílastæðið ut- an hennar Veghefillsstjórarnir gengu inn til að fá sér kaffi en vissu ekki fyrr til en Dodge Weapon bdll, sem var á austur leið, ók á annan veghefilinn á nokkurri ferð bg ýtti honum á undan sér um tveggja metra vegalengd. Var brugðið skjótt við og hugað að fólki í bíln- um, sem var þrennt, Guð- mundur Sigurðsson, Víghóla- stíg 9, Kópavogi, Hulda Daní elsdóttir, kona hans, og Jón Ólafsson til hermilis að Vatns stíg 9 hér fbæ. Hafði Guðmundur mikil eymsli fyrir brjósti, enda hrökk hann harkalega fram undir stýrishjólið, kona hans Hulda hafði stóran skurð á andliti og var þar að auki handleggsbrotin, en Jón kvart aði undan meiðslum í fæti. Lögregla og sjúkrabifreið voru tilkvödd og komu þau á staðinn um hálfa klukkust. und eftir að slysið varð, en fara þurfti upp í Skíðaskáia til að hringja á hjálp. Var fólkið flutt af slysstaðnum í Landakotsspítalann. Tiidrög þessa slyss eru lög reglunni nokkur ráðgáta, en taiið er líklegast, að um kol- sýringseitrun hafi verið að ræða og bílstjórinn sofnað und ir stýri. Skýrði bílstjóri svo frá, að Skodabíllinn eftir áreksturinn uppi vió Rauðavatn. Sést greinilega hvernig honum var vikið út á vegarbrún, sem forðaði þó ekki árekstri við drukkinn ökuþór á sendi- ferðabílnum. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). þau þremenningamir hafi ver ið vel fyrir kölluð er þau lögðu af stað úr bænum, en einkennilegt væri, að Jón hefði verið sofnaður og konan farin að dotta, er bílstjóri rnan síðast til. Hafði hann veitt vegheflunum athygli af 200 metra færi, en síðan man hann ekki söguna meir. Bíllinn var ekki á mjög mikilli ferð, en ók á veghefil Skemmdirnar á Dodge Weapon bílnum, sem rekstri við veghefilinn í Svínahrauni. lenti í á- inn án þeas að vera nokkuð 'hemlað, og skemmdist bíllinn mikið að framan við árekst- urinn. Var hann leigður Raf orkumálaskrifstofunni og var fólkið á leið austur að væntan legri Búrfellsvirkjun. Tók bilinn í heinMldarleysi — ók fullur og réttindalaus. Kiukkan faá'lf sjö á sunnu- dagsmorgun var Skodabíll á leið með sjómenn úr Reykja- vík austur í Þorlákshöfn, en þaðan ætluðu þeir með báti sínum um áttaleytið. Er bíll inn var kominn uþp að Rauða vatni tók stjórnandi hans eft ir sendiferðabíl, sem kom á móti, og vék Skodabíllinn þá út á vegarbrún eins iangt og unnt var. Engu að síður varð þarna harður árekstur og hélt sendiferðabíllinm áfarm för sinni, en stanzaði svo í 500 metra fjarlægð. Enginn alvar leg meiðisli urðu á fólkinu í Skodabiðreiðinni og ekki held ur á ökumanni sendiferðabíls ins. Var hann töluvert undir áhrifum, réttindalaus, hafði . tekið bílinn í heimildarleysi og ekið 'honum austur fyrir Fjall en var á leið í bæinn aftur er áreksturinn varð. Fjölsótt héraðsmót Sjálfstæðis- manna að Hellu HIÐ árlega héraðsmót Sjálf- siæðismanna í Rangárvallasýslu var haldið að Hellu sl. laugar- dag. Var þar fjölmenni eins og ávallt áður og mótið hið ánægju legasta, enda vel til þess vandað. Sótti það fólk víðs vegar að úr sýslunni. Mótið setti Jón Þorgilsson, fulltrúi, Hellu, og stjórnaði því síóan. Dagskráin hófst með einsöng Guðmundar Jónssonar, óperu- söngvara, en undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson. Þá flutti formaður Sjálfstæð- isflokksins, Bjami Benediktsson, dómsmálaráðherra, ræðu. Síðan söng frú Sigurveig Hjaltested, óperusöngkona, einsöng. Þessu næst flutti Guðlaugur Gíslason, alþingismaður, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn „Heimilisfriður" • eftir Georges Courteline og fóru með hlutverk leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Að leiksýningu lokinni sungu þau Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested tvísöng við undirleik ólafs Vignis Alberts- sonar. Var ræðumönnum og listafólk inu ágætlega fagnað. Lauk þess- ari samkomu með því að stiginn var dans fram eftir nóttu. Fylkir og Hvalfell farnir TOGARARNIR halda áfram að búa sig af stað á veiðar. Auk þeirra togara sem sagt var að farnir væru á veiðar í síðasta blaði, eru farnir Haukur og Hval fell. Þeir héldu út á sunnudag. Fylkir mun eiga að fara í dag og fleiri togarar eru að auglýsa eftir mönnum. Si\K S T11 \ A U Kona fótbrotn- ar á Esju SÍÐDEGIS á sunnudag slasaðist kona frá bandaríska sendiráðinu, ei hún var að ganga á Esju. Hún var stödd langt uppi í fjalli og iþunfti að bera hana á börum nið- ur í sjúikrabíl. Hún mun hafa brotnað um öklann. Kl. um hálf fimm síðdegis' kom maður niður að Mógilsá ogl sagði frá slysinu. Var þá sendurj sjúkrabíll frá Reykjavík upp eftir og einnig fóru lögreglu- þjónar á staðinn. Reyndist um 45 minútna gangur upp Esjuna, þar sem konan, Lin Larson að nafni, var. Skiptust brunaliðs- menn og lögreglulþjónar á að 'bera hana á börum niður að bíl- unum. Var hún flutt á Slysa- varák‘ofu'^a og síð->n í Landa- kot. Litlu verður Vöggur feginn Alþyouolaðið he»ur undanfariS birt margar greinai um ábyrgðax leysi og ncútistefnu cramsóknax flokksins i utanríkismálum. í einni þessara greina var m.a. kom izt að orði á þá leið, að jafnan þegar biði þjóðarsómi, þyrfti að núta Framsóknarflokknum tU þess að fá hann til að taka ábyrga afstöðu! Frá því hefur einnig verið skýrt, að núverandi ríkisstjórn hafi látið Ieiðtoga Framsóknar- flokksins fylgjast í öllu með at- hugunam hennar á Efnabags- ban-alaginu og afstl. .u íslands til þess. Af þessu dregiur Timinn sl. sunnudag i forystugrein sinni þá ályktun, að yfirleitt sé óhætt að treysta Fram.sóknarflokknum í utanrikismálum. Kemst blaðið um þetta m.a. á þessa leið: „Niðurstöður Alþýðublaðsins eru þanig þær, að þótt menn beri misjafnlegan trúnað til ríkis- stjórnarinnar í þessu máli, megi treysta Framsóknarflokknum. Þetta er háa-étt og stutt af reynslu fyrr og siðar. Framsókn arfickkurinn hefur jafnan sýnt mesta aðgæzlu og einbeittni í ut anríkismálum. Stefna hans hef ur jafnan verið alislenzk, laus við öll framandi sjónarm.ið. Þess vegna er það höfuðnauðsyn að þjc—.i tryggi honum úrslitavald á Alþingi áður en til þess kemur að ráða til lykta því mlkla vanda máli, sem afstaða fslands til Efna hag^bandalagsins verður“. Saltsíldarsalan til Rússlands Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort samningar takast við Rússa um áframhaldandi kaup á islenzkri saltsíld. En vitanlega er það eindregin ósk og vilji ís- lendinga að úr þeim kaupum verði. Við höfum á undanförnum árum átt mikil viðskipti við Sov étríkin og viljum halda þeim á- fram. En að sjálfsögðu ráða sömu sjónarmið viðskiptum ókk ar við Rússa og aðrar þjóðir. Við viljum fá. sem hagstæðast verð fyrir afurðir okkar en viljum jafnframt gera það sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja viðskiptavinum okkar góða vöru sem þeir geti verið ánægðir með. Það þarf ekki að vekja neina u-u.un þótt ko-:imúnista„-ál- gagnið hér á landi kenni íslensk um. stjórnarvöldum um það, að samningar skuli ekki fyrir löngu hafa tekist um sölu á saltsíld til Sovétíkjanna. Kommúnistamálgagnið tekur allt af málstað Rússa fram yfir mál stað sinnar eigin þjóðar. Þess vegna skammar það íslenzk stjórnarvöld, þegar þau reyna að gæta hagsmuna síldarframleið- enda og sjómanna í viðskipta- samningum við aðrar þjóðir. Aldrei meiri verklegar framkvæmdir Verklegar framkvæmdir hér á landi hafa sjaldan eða aldrei ver ið eins miklar eins og nú. Unnið er að vega-, brúar-, og hafnar gerðum fyrir stórfé í öllum lanðs hlutum. Takmarkið með þessum framkvæmdum er að sjálfsöðu að bæta aðstþðu framleiðslunnar og alls almennings í landinu. Málgögn Framsóknarflokksins komast ekki hjá því að skýra frá þessum miklu framkvæmdum og umbótum. um land allt. Engu að síður skamma þau Viðreisnar- stjórninni fyrir kyrrstöðu og „móðuharðindi af manna völd- um.“ En fólkið þekkir staðreynd irnar. Þess vegna mætir móðu- harðindavæl Timans daufum eyr um fólksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.