Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 15
ÞriSjudaguT 31. júlí 1962 MORCriNRL AÐIÐ 15 4 Stjörnubíó byrjar í kvöld að endursýna myndina „Ævintýr i frumskóginum". Myndin hefur áður verið sýnd -hér við metaðsókn en margir spyrja um hana enn. Myndin er gerð af Svíanum Arne Sucksdorff, tekin í Indlandi. Sagan var og framhaldssaga í Hjemmet. — Orlofsvika * Framhald af bls. 13. Um kvöldið var svo setið og talað saman í hinni vistlegu setu- stofu skólans og m. a. rætt um vandamál eldra fólksins og þá gerðu húsmæðurnar svohljóðandi ályktun! Konur samankomnar á Löngu- mýri í .Skagafirði álykta að vanda mál gamla fólksins sé mjög að- kallandi íhugunarefni og sé því mjög æskilegt að þetta mál yrði tekið til ákveðinnar meðferðar, rætt um það í Ríkisútvarpinu og skrifað um það í blöð landsins. Jafnframt sé þeim mönnum þakkað sem mest og bezt hafa unnið fyrir þessi mál, eins og þeim herra Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra elliheimilisins „Grund“ Reykjavík og herra Stefáni Jóns- syni forstjóra elliheimilisins í Skjaldarvík. Dagarnir liðu fljótt á Löngu- mýri og það var auðséð á öllum að þeim leið þar vel. Frú Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli, sem sjórnaði dvölinni þarna fyrir hönd orlofsnefndarinnar vann hlutverk sitt af mestu prýði og háttvísi og hlaut lof og þökk allra fyrir. í góða veðrinu var verið úti í grasi vöxnum lautum milíi trjánna, en á kvöldin skemmtu konurnar sér á ýmsan hátt: Er- indi voru flutt, sungið og spilað á hljóðfæri, vísur ortar — þarna voru Jórunn skáldkona Pálsdótt- ir frá Sörlastöðum og frú Pála organisti frá Hofsósi. Hver kvöld- ■ stund ondaði með sálmasöng og I bæn. Og á skilnaðar og kveðju- I Félagslíl ÖRÆFASLÓÐIB. Verzlunarmannaihelgi. 3.—6. ágúst Fjallabaksleið nyðri. Land- mannalaugar, Eldgjá, Skaftafells sýsla, kl. 8 á föstudagskvöldi. 4.—6. ágúst Þórsmörk kl. 2 á laugardag. 11. ágúst 13 daga f-erð í Öskju og Norðurland. Upplýsingar og farseðlar á B.S.R. og í síma 35215. Guðmnuaur Jónasson. stund voru sendar hlýjar hugs- anir og þakklæti til allra sem komu þessari sæluviku á og veittu henni forstöðu. Gréta Ásgeirsson. Samkassiur K.F.U.K. í sambandi við heimsókn nör- rænu K.F.U.M. kvennanna held- ur Hanna Romfo frá Noregi, tvo biblíulestra í húsi félaganna við Amtmannsstíg. Sá fyrri verður priðjudaginn 31. júlí kl. 10. ár- degis um efnið: „Livets lov“. og fimmtudaginn 2. ágúst kl. 10. ár degis um efnið: „Kallets kraft“. Allar konur velkomnar. Hraunlagið undir Reykja- vík 2 km. á þykkt Samfal v/ð Eysfein Tryggvason MBL. FÉKK nýlega úrklippu úr blaði frá Oklahoma í Bandaríkj- unum, þar sem frá því er sagt að náttúruvísindadeild háskólans í Tulsa sé að fá nýjan prófessor, dr. Eystein Tryggvason, jarðskjálfta- fræðing frá íslandi. Hefur blaðið það eftir yfirmanni náttúruvís- indadeildarinnar, að skólinn hugsi gott til að fá svo hæfan mann að deildinni, þar sem lögð sé mikil áherzla á jarðeðlisfræðilegar rannsóknir við Tulsaháskóla. Rekur blaðið náms- og starfs- feril Eysteins. Hann lauk prófi við háskólann í Osló, vann við jarðeðlisfræðid eild Veðurstofunn- ar á árunum 1952—60 og stund- aði þá m.a. norðurljósa og jarð- skjálftarannsóknir. Árið 1961 vann hann við jarðskjálftadeild Uppsalaháskóla að rannsóknum á jarðskorpunni á norðanverðu At- lantshafi og næsta lagi undir henni. Birtust þá eftir hann 6 greinar í amerískum og ítölskum fagtímariturn. Hann hefur látið frá sér fara 17 vísindalegar rit- gerðir varðandi jarðskjálftafræði, veðurfræði, jöklafræði og eld- fjallafræði. Loks segir blaðið að Eysteinn Tryggvason sé 37 ára gamall, kvæntur maður og eigi 2 börn. Lagskipting jarðskorpunnar mæld. Mbl. sneri sér til Eysteins og spurði hann um rannsóknir hans á jarðskorpunni hér norður frá. Hann sagði að þær hefðu verið gerðar með gömlum aðferðum, með mælingum á endurkasti frá sprengingum og jarðskjálftum og athugunum á hvernig bylgjurnar berast á svæðinu, en þetta eru frumrannsóknir á Norður-Atlants hafssvæðinu. Með þessum rann- sóiknum er verið að athuga lag- skiftiniguna í jarðskorpunni. Það hefur t.d. komið í ljós að hér í kringum Reykjavík ná hraunlög in aðeins 2 km niður, en 4 km á Norðurlandi. Þar undir er berg, sem hefur bylgjuhraða 6,7 km á sek. Þetta berg hefur enginn mámM séð og elkkert er um það vitað. Það er um 15 km á þykkt undir Suðvesturlandi. Litla trú á að landið skiptist. Aðspurður um hvernig honum li'tist á kenninguna um sprungu í Norður-Atlantshafi, sem næði gegnum ísland, sagði Eysteinn, að sú kenning væri gömul, marg ir áratugir síðan farið var að tala um að fsland væri að gliðna sundur. Það væri löngu vitað, að eftir endilöngu Atlantshafi væri belti, þar sem jarðskjáiftar eru mjög tíðir og þetta belti ligg ur gegnum ísland. Eitthvað sé þarna að gerast. Strax á Þingvöll um megi líka sjá, að sprungurn ar séu allar opnar, erlendis séu sprungurnar yfiNeitt lokaðar, þannig að þær koma fram sem missig á börmunum,. Persónulega kváðst Eysteinn þeirrar skoðun- ar, að landið væri að síga í sund ur, en að það skiptist, því hefði hann ekiki trú á. Eldfjöllin mundu sjá fyrir að það yrði ekki. Annars gengi þetta svo hægt, að það tæki áratugi að finna út með mælingum hvort þetta sé rétt eða ekki. Öskjujarðskjálftinn mældist í Ameríku. Þá snerist talið að jarðskjálft- um. Fyrst var farið að mæla jarðskjálfta hér á landi árið 1999. Þá sendi alþjóðleg jarð- skjálftanefnd mæli, sem var starfræktur til 1914. Árið 1925 kom Þorkelt Þorkelsson, þóver- andi veðurstofustjóri, jarð- skj álftamæl ingum aftur af stað í Reykjavík, en það var ekki fyrr en 1954, sem komið var fyrir mælum úti á landi og eru mælar á fjórum stöðum alls, í Reykja- vík, Akureyri, Kirkjubæjar- klaustri og Vík í Mýrdal. — Jarðskjálftar sem eitthvað kveður að eru orðnir fágætir hér á landi, sagði Eysteinn. — Fimrn stærstu jarðskjálftarnir eftir að farið var að mæla árið 1926 komu á fyrstu 10 árunum og síðan hefur enginn komið jafn sterkur. Og 1910—1912 kornu meiri jarðskjálftar heldur en þessir fimm, og fyrir mælana er vitað um ennþá sterkari og fleiri. Svo það er afturför á þessu! Eysteinn sagði að jarðskjálft- inn, sem varð 12. júní í vor og átti upptök sín í öskju, hefði fundizt á mælurn í öðrum lönd- um. T.d. hefðu Amerikjumenn staðsett hann, án þess að fiá Framh. á 17 tj’Ifar Jacobsen — Ferðaskrifstofa Sími 13499. V erzlunarmannahelgin: Þorsmörk. Farið verður af stað frá Reykjavík fimmtudag kl. 8 e h., föstudag kl. 8 e.h., laugar- dag kl. 2 e. h. og til baka mánu- dag, frá Þórsmörk kl. 2 og 5 e.h. Fjölhæfasta farartækið á landi r r L AtfD~ ~ROVE R BEIMZIN EÐA DÍESEL DiESEL EDA BENZHN „Fjölhæfasta farartækið á landi“ — þetta er fullyrðing sem þér getið fengið staðfesta hvar sem er á Iandinu, því Land-Rover eru nú komnir utn land allt, og reynslan er öruggasti mælikvarðinn. — Þér ættuð að spyrja næsta Jjand-Rover eiganda og kynn- ast reynslu hans. LancS-Rover benzin eða díesel — til afgreiðslu fljótlega HEILDVERZLUNIN HEKLA H F. Hverfisgötu 103 — Sími: 11275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.