Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. júlí 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ISLENZK UTANRÍKIS- STEFNA b. k árunum eftir síðustu F ■**■ heimsstyrjöld ' tókst bvo giftusamlega til, að allir þrír lýðræðisflokkarnir á ís- landi sameinuðust um mótun íslenzkrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Þessi ár voru hinn örlagaríkasti tími. Heimurinn var í deiglunni eftir hin trylltu átök heims- styrjaldarinnar. Þjóðimar einbeittu nú kröftum sínum að því að græða hin djúpu sár, sem eyðilegging ófriðar- ins hafði veitt þeim. En hið mikla uppbygging- arstarf var svo að segja strax að styrjöldinni lokinni trufl- að af nýrri útþenslu- og árás- arstefnu. Hinn alþjóðlegi kommúnismi tók upp merki nazismans og fasismans. — Hver þjóðin á fætur annarri var rænd frelsi sínu og sjálf- stæði. Leppstjórnir kommún ista voru settar á laggirnar í mörgum löndum Mið- og Austur-Evrópu í skjóli hins Rauða hers Sovétríkjanna. Það var gegn þessari ógnun, þessari nýju hættu, sem þjóð ir Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku snerust með stofnun Norður-Atlantshafs- bandalagsins. íslendingar hlutu, eins og aðrar smáþjóðir, þ.á.m. frænd þjóðir þeirra Danir og Norð- menn, að leita sjálfstæði sínu og öryggi skjóls í sam- tökum hins vestræna heims. Hinir þrír lýðræðisflokkar á íslandi, Sjálfstæðisflokkur- inn, Aiþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stóðu sameiginlega að þeirri á- kvörðun. í framhaldi af henni var síðan samið um ráðstaf- anir til.vamar íslandi og At- lantshafsbandalaginu veitt hér aðstaða til nauðsynlegs viðbúnaðar. Margar kosningar hafa fram farið á íslandi síðan þessar ákvarðanir voru tekn- ar undir forystu allra lýðræð isflokkanna. íslenzka þjóðin hefur hvað eftir annað lýst yfir eindregnu fylgi sínu við þátttöku lands síns í vest- rænni samvinnu. Aðeins einn stjórnmálaflokkur, kommún- istaflokkurinn, sem gengur hér í öllu erinda Sovétríkj- anna, hefur snúizt hart gegn aðild íslands að vestrænum vamarsamtökum. HÖRMULEG STAÐREYND n því miður hefur sumum leiðtogum Framsóknar- E flokksins orðið sú yfirsjón á, að gerast um of talhlýðnir kommúnistum í öryggis- og utanríkismálum. Þess vegna gat það m. a. gerzt vorið 1906, að Framsóknarmenn samþykktu með kommúnist- um, að varnarsamningnum við Bandaríkin skyldi sagt upp og ísland gert vamar- laust. — Alþýðuflokkurinn tók að vísu þátt í þes ari samþykkt, en gerði sér strax á sama ári ljóst, eftir að vinstri stjórnin hafði verið mynduð, og hann hafði tekið að sér forystu ut' anríkismálanna, að hér var um herfilegt vixlspor að ræða, sem haft gat stórhættu legar afleiðingar fyrir sjálf- stæði og öryggi landsins. Síðan hefur Framsóknar- flokkurinn hvað eftir annað látið afstöðu sína til utan- rí'kis- og öryggismála mótast af hentistefnu og tvískinn- ungshætti. — Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er enn sem fyrr fylgjandi þeirri ut- anríkisstefnu, sem lýðræðis- flokkarnir mörkuðu allir. En það er hörmuleg staðreynd, að í þessum örlagaríku mál- um skuli ekki vera hægt að treysta öðrum stærsta stjóm málaflokki þjóðarinnar. — Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það, að hann er reiðu- búinn til þess að hlaupa út undan sér og gera bandalag við kommúnista, jafnvel í öryggis- og utanríkismálun- um. — Leiðtogar Framsóknar- flokksins verða að finna, að mikill meirihluti fylgismanna þeirra vítir slíka framkomu þeirra og telur hana glap- ræði. Daður Framsóknar- flokksins við kommúnista hlýtur að veikja traust hans. Hér er ekki um neinar dylgj- ur að ræða. Staðreyndirnar tala súiu máli. DRÁTT ARBRAUT Á ÍSAFIRÐI ll/farselíus Bemharðsson, skipasmíðameistari, sem er einn af traustustu og dug- legustu iðnaðarmönnum landsins, er nú langt kominn með að byggja dráttarbraut á ísafirði, sem mun geta tekið upp öll skip á Yestfjörðum til viðgerðar og eftirlits. Er hér um að ræða mjög þýð- ingarmikið mannvirki fyrir útgerðina í þessum lands- hluta. í þessu sambandi er ástæða Rússar undirbúa kjarnorkutilraunir BLAÐIÐ „Aftenposten“ í Osló birti á dögunum kort það, sem hér sést, ásamt frétt um að sovézk yfirvöld hefðu sent út aðvörun þess efnis að allar „óviðkomandi" ferðir skipa og flugvéla um svæði það, sem þakið er dökku á kortinu, væru hættulegar. Svæði þetta er geysivíðáttu- mikið — eða sem svarar f jór- földu flatarmáli Noregs, segir blaðið. Tímabil það, sem aðvör uninni er ætlað að ná til, er frá 5. ágúst til 20 október n.k. í sovézku tilkynningunni segir, að íshafs-floti Sovét- veldisins muni ásamt sveitum úr eldflauga- og flugher lands ins stunda æfingar á Barents- og Kyrrahafi — og verði m.a. beitt nýtízku vopnum. — Seg- ist Sovétveldið ekki munu bera ábyrgð á tjóni, sem hljót ast kunni af ferðum „óviðkom andi“ aðila um svæði þetta, meðan tilraunirnar standa yfir. Naumast þarf að taka fram, að bannsvæði þetta liggur á sömu slóðum og Sovétveldið framkvæmdi hinar eftirminni- legu kjarnorkusprengjutilraun ir sínar sl. haust, þegar þeír rufu samkomulag stórveldanna frá árinu 1958 um bann við slíkum tilraunum. M.a. voru sprengdar þarna hinar öflugu neðansjávarsprengjur Sovét- veldisins. Rússar lýstu því yfir fyrir skömmu, að þeir mundu brátt hefja kjarnorkutilraunir á ný. V'iðáttumikið svæði austan Spitzbergen og Bjarnareyjar lýst hættusvæði Kort norska blaðsins „Aftenposten“, sem sýnir svæði það í Norður-lshafinu, sem Rússar hyggjast nú aftur hefja kjarnorkutilraunir á. Soblen boðið hæli til þess að benda á, að iðnað- urinn þarf að eflast meira úti um landið en hann hefur gert til þessa. Það er beinlínis nauðsynlegt til þess að marg víslegur atvinnuresktur geti þrifizt í hinum ýmsu lands- hlutum, að þar séu fyrir hendi iðnaðarfyrirtæki, sem veitt geta þjónustu, er fram- leiðslan og almenningur þarf á að halda. Jafnframt er það mjög þýðíngarmikið að atvinnulífið úti um land verði fjölbreyttara en það er og imgt fólk, sem þar vex upp, eigi kost á að velja um fjölþættari lífsstörf en það nú á. Hin nýju raforkuver í öll- um landshlutum eiga að skapa möguleika aukins og fjölbreyttari iðnaðar úti um landið. Sem betur fer sjást þess þegar víða merki að iðnaður- inn er að eflast í öllum lands- hlutum. Af því leiðir aukið atvinnuöryggi fyrir byggðar- lögin og margvíslegt hagræði fyrir íbúa þeirra. London, 30. júlí (NTB) — Bandaríkjamanninum Robert Soblen, sem sakaður er um njósnir í heimalandi sínu og er nú í gæzluvarðhaldi í Bretlandi, hefur verið boðið hæli í ónafn- greindu landi. Þingmaður í neðri deild brezka þingsins, Scholefield Allen, skýrði frá þessu í dag og sagði, að Soblen yrði leyft að dveljast í, þessu landi sem pólitsíkur flótta- maður. Allen hefur farið þess á leit við brezka innanríkisráðuneytið fyrir hönd Soblens, að hann fái hæli sem pólitískur flóttamaður í Bretlandi, en þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað. Soblen sótti einnig um hæli í ísrael, en þar var beiðni hans vísað á bug. Soblen flúði, sem kunnugt er frá Bandaríkjunum til ísraels, þegar hann átti að afplána lífs- tíðarfangelsisdóm fyrir njósnir. Honum var vísað úr landi í ísra- el, þar sem hann var með falsað vegabréf. Á leiðinni frá fsrael með flugvél, sem átti að flytja hann til Bandaríkjanna veitti Soblen sér áverka með hníf, að sögn til þess að komast til Bret lands og fá þar hæli. Þegar til Bretlands kom var Soblen lagð- ur í sjúkrahús og síðan settur i varðhald. „Dr. Zhivago“ kemur ekki út í Sovétríkjunum — segja Erenburg og útgdíustjóri Moskvu-forlags MOSKVU, 2n júlí (AP) — Sovézki rithöfundurin Ilja Eren- burg lét svo um mælt hér í dag, að fregnirnar um að hin um- deilda bók Nóbelsskáldsins Boris Pasternaks „Doktor Zhivago“ mundi brátt verða gefin út í Sovét ríkjunum, virtist úr lausu lofti gripnar. Erenburg, sem var vinur Past ernaks, sagði, að sér væri ekki kunnugt um nein áform um að gefa „Dr. Zhivago“ út í Sovét- ríkjunum — og væru fregnirnar ótrúlegar. Auk Erenburgs hefur svo út- gáfustjórirm Lesjutsjevskij í Moskvu lýst því yfir, að hann viti ekki til þess, að „Dr. Zhiv- ago“ eigi að koma út í Sovétríkj unum. Hins vegar muni ljóðsafn eftir Pasteriiak verða gefið út á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.