Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 1
'i4 siour Skátamótið á Þingvöllum var sett við liátíðlega athöfn á sunnudaginn. Myndin er tekin, er Forseti íslands, sem jafnframt M er verndari skátahreyfingarinnar hér á lanái, gekk inn á mótssvæðið í fylgd með Jónasi B. Jónssyni, skátahöfðingja og Aðal- steini Júlíussyni, aðstoðarmótsstjóra. (Ljósm. Mbl. ól. K. M.) Finnsk æska mót- mælir Helsingtors, 30. júlí (NTB) Lögreglan í Helsingfors þurfti að grípa í taumana um helgina og í dag, vegna mótmælaaðgerða finnskrar æsku gegn þátttakend- um í áttunda heimsmóti æskunn- ar, sem kommúnistar gangast fyr ir og haldið er í borginni um þess ar mundir. Er talið að nokkrar þúsundir ungmenna hafi tekið þátt í aðgerðum þessum. í dag gekk undirbúningsnefnd heimsmótsins fyrir Karjalainen forsætisráðherra og dagskrá móts ins var helguð Finnlandi. Haldn ir voru Sibeliusartónleikar og 1 kvöld var dagskrá til kynningar á finnskri menningu. Ben Khedda kallar ráðherra sína til Algeirsborgar Kosningunum í Alsír frestað Aðstoðarforsætisráðherra, handtekinn Alsír, 30. júlí (NTB-AP) Hluti fjórðu herdeildar þjóð- frelsishersins í Aslír, sem stað- eettur var í nágrenni Algeirsborg ar, tók borgina á sitt vald sl. sunnudag. Fór valdatakan fram á rekstralaust. Ben Khedda, forsætlsráðherra serknesku útlagastjórnarinnar, skoraði í dag á alla ráðherra stjórnar sinnar, að koma til Al- geirsborgar hið fyrsta til að jafna ágreininginn, sem verið hefur inn an stjórnarinnar. Ben Khedda lagði áherzlu á að leiðtogarnir yrðu að gera tilraun til að leysa hin alvariegu vandamál, sem að þjóðinni steðjuðu. ★ Tilkynnt hefur verið að stuðn ingsmenn og andstæðingar Ben Bella komi á morgun til fundar í Algeirsb. og meðal þeirra yrði einn nánasti samstarfsmaður Ben Bella, Mohammed Khider, Belka- cem Krim og einn svarnasti and- stæðingur Ben Bella, Mohammed Boudiaf, sem hefur nú verið handtekinn af serkneskum her- mönnum, sem fylgja Ben Bella. ár Mohammed Khider, sagði í dag, að stjórnarnefnd Ben Bella myndi taka við völdum í Alsír seinni hluta vikunnar. Ben Khedda, forssetisráð- herra, sagði í dag í yfirlýs- ingu, sem gefin var út í Al- geirsborg, að vegna ágrein- ingsins milii stjómmálaleið- toganna í Alsír, liti út fyrir að fresta yrði kosningunum, sem fram áttu að fara í Al- sír 12. ágúst n. k. Fulltrúi bráðabirgðast j órnarnef ndar- innar í Rocher Noir lét einn- ig svo um mælt í dag, að allt útlit væri fyrir að kosning- unum yrði að íresta, þar sem enginn hafi boðið sig fram til að Vera í kjöri og fcamboðs- frestur sé nú útrunninn. — Taldi hann líklegt, að kosn- ingamar myndu fara fram í byrjun september. Ástandið í landinu mjög slæmt Ben Khedda dró í yfirlýsingu sinni upp döikka mynd af ástand- inu í efnaihags- og félagsmálum Alsír og sagði, að alvarlegustu vandamálin, sem að þjóðinni fteðjuðu biðu enn úrlausnar. Sagði bann að afcvinnuleysi yk- ist ört, evrópsku fyrirtækin í landinu hættu störfum, utanríkis- verzlun væri lömuð og vöru- skemmur tæmdust óðum. Ástand rð í heilbrigðismálum væri ugg- vænlegt og ekkert hefði verið gert til að undirbúa skólagöngu barna og unglinga á komandi vetri. Lagði Ben Kihedda áherzlu í að ekki mætti dragast að leið- togar þjóðarinnar kæmu saman til að freista þess að leysa vanda- mál þessi. Skoraði hann á ráð- herra stjórnar sinnar að koma hið skjótasta til Algeirsborgar Taka upp stjóm málasamband við Perú London, 30. júlí — (NTB) Haft var eftir áreiðanlegum heim ildum í London í dag, að brezka stjómin hyggðist taka npp stjóm málasamband við hina nýju her foringjastjórn í Perú. Sem kunnugt er slitu mörg ríki þar á meðal Bandaríkin og ýmis ríki S-Ameríku stjórnmálasam- bandi við Perú, þegar heí lands- ins tók völdin í sínar hendur og ekkert land hefur til þessa viður kennt hina nýju stjórn. Framh. á bls 23 Leynisamningar um Ungver jaland ? Heath teíur steínu EEC í landbúnaðarmálum ófullkomna London, Brussél, 30. júlí. — (NTB) EDWARD HEATH, varautanríkisráðherra Breta, sagði í dag, á fundi neðri málstofunnar, að erfiðleikarnir í sambandi við aðild Breta að efnahagsbandalaginu væru. mjög miklir. Hann lýsti því yfir, að það sem mestum erfiðleikum ylii, væri sú staðreynd, að löndin innan bandalagsins hefðu ekki á takteinum fullhugsaða Btefnu í landbúnaðarmálum — þegar haft væri í huga, að fleiri lönd kynnu að ganga í bandaiagið. Ráðherrann lagði á það áherzlu, að skapa yrði jafnvægi í land- húnaðarmálunum innan þeirrar heildar, sem yrði, er fleiri iönd hefðu bætzt í hópinn. „Jafnframt verðum við að taka tillit til, að heimsverzlunin er sífelldum breytingum háð, og kann að velja sér nýjan farveg síðar meir“, sagði Heath. • Sex-löndin og Bretar munu | lagið, þá verði að nást samkomu hafa náð samkomulagi um, að iag um þær landbúnaðarvörur, ef Bretar ganga í Efnahagsbanda I er Samveldislöndin framleiða. • Þá munu bandalagsríkin hafa fallizt á, að þýðingarmikið sé að koma á einingu um þann tilgang, er liggja skuli að baki slíku samkomulagi, og svo hve víðtækt þaðskulivera. Verði ekki hægt að ná alþjóðasamkomulagi, þá munu bandalagsríkin hafa lýst sig samþykk því, að gert verði samkomulag, með sama tilgangi, við þau ríki, sem þess óska. Ráðherrann sagði, að þrátt fyr ir það, að ekki nefði náðst sam- komulag í Brússel, hefði eining orðið um viss atriði. Hins vegar vildi ráðherrann ekki rekja Framh. á bls 23 BREZKA blaðið Observer skýrði frá því á sunnudaginn, að fregnir frá Búdapest hermi, að leynilegar samn- ingaviðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um Ung- verjaland séu nú komnar á lokastig. Kommúnistaleiðtogar í Ungverjalandi eru nú sagðir vissir urn, að Krúsjeff sé reiðubúinn til að ganga að skilmálum Bandaríkja- Norðmenn veiða vel ÁLASUND (NTB) — Norskir síldveiðibátar á Íslandsmiðum hafa nú veitt samtals 18 þús. hl. af síld. Afli tveggja hæstu bátanna Sjébris frá Álasundi og Steinhauk frá Björgvin er virtur á 350 þús. n. króna — (rúmar 2 millj. ísl. kr.). Imanna varðandi samningana Talið er að Krúsjeff hafi sagt, að hann skuli láta rússneskan her hverfa á brott frá Ungverja- landi og láta ndður falla mót- i mæli sín gegn útnefningu U Thants í embætti aðalritara Sam einuðu þjóðanna, ef Bandaríkin falli frá krötfu sinni um að Ung- verjalandsmálið verði rætt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna, sem kemur saman í sept- ember n. k. U Thant hefur þegið boð Sov- étríkjanna og Ungverjalands um að heimsækja Moskvu og Búda- pest áður en Allsherjarþingið kemur saman í haust, og ræða við stjórndr landanna um niður- stöður viðræðna Sovétrikjanna og Bandaríkjanna. Frá því að Rússar bældu nið- ur byltinguna í Ungverjalandi 1956 með hervaldi, hefur fram- ferði þeirra verið vítt 14 sinn- um á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og þess krafizt, að þeir flyttu herlið sitt á brott frá landinu og það hlyti sjálfstæði á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.