Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. júlí 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 ★ Farið var á bílum frá Xsafirði til Reykjavíkur. Bílarnir voru frá Borgarnesi, mjög svo hátt- prúðir og kurteisir bílstjórar og manni virðist að nokkuð reyni á (bílstjórana í langkeyrslum og á jnisjöfnum vegum og spurði ég ennan bílstjórann hvort hann yrði ekki þreyttur og svaraði Ihann því fljótt neitandi. I»að eru allsstaðar hetjur í öll um störfum okkar á íslandi. í Bolungarvík var okkur boð- lð upp á leiksýningu — Meyja- ekemmuna daginn sem við kom um til ísafjarðar. Bolungarvík er fallegt þorp. Lagt var upp frá ísafirði á Breiðadalslheiði frekar stutta heiði og er þá komið niður í On undarfj., mjög svo fallega og vinalega sveit. >ar sögðu konurn «r að þær hefðu séð myndarleg ustu piltana í ferðinni. Eg læt Austfirðingar í bændaför BÆNDAFÖR var farin af Fljóts dalshéraði 11. júní sl. — 9 úaga ferðalag. Þátttakendur voru 64 af Héraði og Fjörðum. Þriðjungur inn af hópnum mun hafa verið Ibonur —..ar ógiftar og ef til vill hafa þær náð :;ér í pilt ' f—’ð inni og þá hefur þeirra ferðalag ekki verið til einskis; 16 barna móðir var í ferðinni, og enginn gat séð það á henni að hún hafði alið svo mörg börn. Hún lítur út eins og ung kona. Aldursfor seti var Gísli Helgason í Skógar gerði, ..ærri 82 ára, og stóð hann sig eins og .íatja, eins o6 hans Var von og vísa. Flogið var frá Egilsstöðum til ísafjarðar og tók vélin 53 farþega en Vopnfirðingar fóru til Þórs- Ihafnar og flugu þaðan. Segja má að það sé ævintýri líkast að eft- ir 2 klukkutíma ferð ofan af Jök uldal er maður kominn vestur á ísafjörð — slíi.ar eru samgöng- urnar orðnar hér á landi. Hinn frái fáki um háveg lofts ins var réttan klukkutíma vestur á fsafjörð og þoka var alla leið ina, svo við sáum aldrei til jarð ar, og þótti okkur það miður. f>egar flugvélin lenti á ísafirði, var þar strax fyrir hinn vinsæli fararstjóri okkar Ragnar Ásgeirs son. Riagnari þótti áreiðanlega vænt um, er vélin kom fram úr þokunni. Þetta verður engin ferðasaga, aðeins drepið á fátt eitt, sem fyrir augun bar. Eg vona að ein- hver annar, sem var í ferðinni segi frá ferðalaginu nánar, síðar meir. Slíkar bændafarir sem þessar hafa mikið menningarlegt gildi að kynnast landi og þjóð hefur sína þýðingu. Þetta var 28. „toændaförin“, sem Ragnar er far arstjóri fyrir. Hann á eftir að íara margar enn. Það eru einmitt sannir fslend- fngar, sem ferðast sem allra mest um landið sitt, því óvíða er önn ur eins riáttúrufegurð og á hinu góða landi okkar, hvar sem far ið er. Hvar sem maður kemur, er fólkið prúðmannlegt og glæsilegt og viðtökurnar allsstaðar svo Ihöfðinglegar, að því er varla hægt að lýsa sem skyldi. Eg held að ef við hefðum verið öllu leng ur í ferðalaginu, hefðum við svo Ikastað á okkur, að við hefðum okkur hvergi g*tað hrært ar heim kom. ósagt um það. Svo er farið yfir Gemlufallsheiði og þá er Dýra fjörður framundan, einnig falleg ur fjörður og búsældarleg sveit. Komið var að Núpi og skoðaður hinn fallegi trjágarður, Skrúð- ur Hann hefur verið stað- settur undir há Núpnum, á frek ar hrjóstugum stað. Séra Sig- tryggur hefur haft mikla trú á landinu. Er þetta glæsilegur garð ur. Svo sáum við eitt mesta æð arvarp í landinu á Mýrum í sömu sveit, komum þó ekki að því, en sáum það tilsýndar. Áfram er ekið og næst blasir við Arnarfjörður. Tekur maður fljótt eftir hinum fræga fossi þar Dynjanda. Þar er Mjólkárvirkj- unin fyrir Vestfirði, sem við sá- um. Svo lá leið okkar af Vest- fjörðum um Barðaströndina, sem er mjög svo grösug og frjósöm, og begar kemur niður að Bjarkar lundi er nokkurt skóglendi. ★ Þegar komið er fyrir Gilsfjörð blasir við Dalasýsla, fríðir dalir og mikil víðátta og ræktunarskil yrði þar mjög góð, er mér sýnd ist. Fyrsti bserinn, þar sem ekið er framlhjá, er Ólafsdalur, þar sem hinn mikli brautryðj andi var í búskaþ, Torfi Bjarnason. Áfram er haldið, Skógarströnd ina, og niður í Helgafellssveitina Þaðan er búsældarlegt og fögur sjón í góðu veðri að líta yfir Breiðafjarðareyjarnar. Veðrið var okkur frekar óhagstætt hluta ferðarinnar og nutum við því ekki fegurðarinnar sem skyldi En allsstaðar blasir við sjón. f upphafi var ákveðið að fara í bát úr Hnúksnesi um eyjarnar og koma við i Brokey og sigla til Stykkisihólms, en þessi sigling fórst fyrir vegna ofsastorms og þótti öllum það illt. Þeir, sem gistu í Helgafellssveitinni, hafa vafalaust fengið ósk sína upp- fyllta, er gengu á Helgafell. en ég læt nú ósagt hvort allir hafi fylgt settum reglum þar um. Eg var ekki svo lánssamur að ganga á fellið. Við hjónin gistum þá nótt í Grafarnesi við hliðina á hinu tígulega felli, Kirkjufelli. Ferðinni var haldið áfram um Búlandshöfða og Fróðárheiði og þá blasa við fallegar sveitir sunn an á Snæfellsnesinu, og var ek- ið út á Arnarstapa, og þar snúið við. Þar þótti ýmsum fagrar kon ur að sjá, en mér fanst þær alls- staðar fallegar. Svo liggur leiðin framundan, um Mýrarsýsluna. Það er mikil slétta og gróðursæl og ekið er niður í Borgarnes, faliegt þorp og glæsilegar nýjar byggingar, svo sem kirkjan, verzlunarhús kaupfélagsins og veitingahúsið. Og þá næst tekur við Borgarfjörð urinn, fögur og grózkusöm byggð arlög.. Mér finnst þetta fagra hérað minna á Fljótsdalshérað. ★ f Borgarfirði vorum við 17 júní í miklu blíðskaparveðri og fór- um víða um héraðið og komum við á mörgum hinum fornu sögu- og höfutotoólum, og við komum á öll menntasetur Borgfirðinga, sem eru fimm að tölu. Þennan dag skartaði héraðið sínu fegusta Hraunfossarnir, sem koma undan hrauninu ofan við Giltoakka eru undraverð náttúrufyrirbrigði, falla þeir í Hvítá. Síðasta daginn var haldið til Reykjavíkur, farið um fagrar sveitir í Kjósasýslu og Kjalarnesþingi. Flogið var austur frá Reykjavík. í Hlégarði var lokaþátturinn í þessu glæsilega ferðalagi. Voru þar margar ræður fluttar, eins og fyrr í veizlum, en við sátum margar. Eins og fyrr segir var hvarvetna tekið á móti okkur með mikilli alúð og gestrisni. Hópur manna kom á móti okkur við hver sýslutakmörk og einnig var okkur fylgt á næstu sýslu- takmörk. ★ Með slíkum ferðalögum sem þessum kynnist maður allmikl- um hópi manna. Auk hinnar miklu gestrisni, sem áður er á minnzt, skai þess getið meðal annars, að þrír stórbændur buðu hópnum heim og voru þar miklar veitingar, og auk ferðalaganna var margt manna úr byggðrlög unum með okkur. Sannir bænda- og sveitahöfð- ingjar hafa lengi verið og verða lengi hér á landi. Þessir bæir voru: Gilsbakki, Brautarholt og Blikastaðir. Móttökurnar í héruðunumt er voru undirbúnar af búnaðarsam böndunum og búnaðarfélögunum voru framúrskarandi og sama er að segja um hina fjölmörgu sveitatoæi, sem við gistum á. At vinuvegir okkar hafa mikið breytzt til batnaðar í seinni tíð. Lífið er allt auðveldara, léttara og frjálslegra, en það áður var. Fólkið er þroskamikið, frjáls- legt og lífsglatt, enda líður öll- um vel. Þjóðin elskar landið sitt af heilum hug og enginn kærir sig um að skipta kjörum við okkur eða nokkra aðra, sem byggja hin ríkari og fjölmennari lönd. En hún þráir að mega búa í friði við sitt, fjöllim og dalina og foss ana, hinn tæra sjó og hið bláa loft. Mér hefði í rauninni fund- izt vel viðeigandi, þar sem þessi austfirzki hópur endaði förina í höfuðborginni, að þeir, sem með stjórn búnaðarmálanna fara í landinu, hefðu átt að sýna okk- ur Bændahöllina. Mér fannst það frekar tómlegt, að svo skyldi ekki vera, Eins og allir lands- menn vita, haía bændur lagt stórfé í þessa veglegu byggingu. Eg vil svo að lokum þakka öll um fyrir rausnarlegar viðtökur á einn og annan veg og greiddu götur okkar á eftirminnilegan hátt. Þetta ferðalag verður okk ur öllum ógleymanlegt og búum við lengi að því. Eg hef nú farið í tvær bændafarir og vonast til að eiga eftir að fara í þá þriðju. Ragnar Ásgeirsson hefur verið fararstjóri okkar hér að austan og vona ég að hann eigi eftir að fara í þriðju bændaförina með okkur. Ragnar Ásgersson er röggsamur fararstjóri, fjölfróður um land og þjóð, skemmtilegur og góðviljaður. Bið ég svo blaðið að flytja kveðju okkar, allra ferðalang- anna, til hinna fjölmörgu heimila sem-við gistum á og allra annarra sem við hittum í förinni og ferð uðust með okkur í héruðunum. Einar Jónsson — Hraunlagið Framhald af bls. 15 \ nokkrar upplýsingar héðan. ' v.“ — Og eiga ekki jarðskjálfta- mælarnir fyrir austan að gefa öruggt merki þegar Katla byrj -ar að hreyfa sig? — Jú, jarðskjálfti á að finn- ast í allra næstu sveitum, en ekki sterkur. Jarðakjálftar eru bara svo fáir þar um slóðir, svo þetta á þess vegna að vera gott við- vörunarmerki. Eysteinn er á förum utan i byrjun spetember. Háskólinn í Tulsa hefui stóra náttúruvísinda deild, þar sem kennd er jarð- fræði, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðeðlisfræði og mun Eysteinn kenna síðast- nefndu greinina. :| Eina handknattleiksheimsóknin á árinu Reykjavíkurúrvalið -- Esslingen leika í íþróttahúsinu að Hálogalandi í kvöld kl. 20.15. Dómarií Axel Sigurðsson. j Verð aðgongumiða Kr. 30 } Móttökunefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.