Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 10
Lýsti skátahöfðingi mótið síðan sett og bað skáta að minnast þess, að band það, er hann hefði hnýtt, væri vébönd þessa mikla móts vináttu og bræðralags og gengu þá fríun skátar, einn frá hverju félagi og lögðu bandið umhverfis mótsstaðinn. Þessi fagra athöfn minnir á samkomur feðra vorra, er komu saman til Alþingis og lýstu hvern þann varg í véum, sem saurgaði staðinn með skaki vopna. Þar skyldi ríkja virðing fyrir mannslífum og þótt ekki sé mikil haetta á að skátar firtist og grípi til vopna, var athöfn þessi til áréttingar þeim anda, sem hreyfing þeirra starfar í, til áréttingar vináttu og bræðralags allra manna. Undirbúningi þessa mikla móts hefur áður verið nokkuð lýst hér í blaðinu, en þær lýsingar ná raunverulega ekki nema til sl. föstudagskvölds, því þá fóru skát ar að þyrpast til Þingvalla og hófu að xeisa hin skrautlegu hlið og miklar tjaldbúðir. Bygging skátaborgarinnar hélt svo áfram á laugardeginum og lá stöðugur straumur þátttakenda á Leirurn hann haldinn í Hvannagjá, en þar munu allsherjarvarðeldar haldn- ir. Auk þess eru svo tvö önnur varðeldasvæði, annað fyrir drengi en hitt fyrir stúlkur. Þetta er hluti hinna miklu tjaldbúða, sem risið hafa á Þingvöllum. (Ljósm. Mbl.: ÓJ.K.M.) Landsmót skát a á Þingvöllum SL. SUNNUDAG var landsmót skáta sett á Þingvöllum. Fór mótssetning fram undir blaktandi fánum 7 landa og voru viðstaddir um 2 þús. skátar, þar af á fjórða hundrað erlendir. Meðal gesta við hina hátíðlegu athöfn voru Lady Baden-Powell. ekkja hins heims- kunna stofnanda skátahreyfingarinnar, en hún er alheimsskátahöfðingi kvenskáta og vinnur stöðugt að málefnum skáta um víða veröld. Forseti ís- lands, sem er verndari skátahreyf ingarinnar hér á landi og skáta- höfðingi Hollands, Jan Volkmaar, en hann er einmg aðstoðarskáta- höfðingi alheimssambands drengjaskáta. Hátiðleg setningarathöfn. Setningaxathöfnin skyldi hefj- ast kl. 10 og um kl. 9,30 fóru hin ir 2000 borgarbúar á Þingvöll- um að raða sér upp til göngu við hlið hinna miklu tjaldbúða, sem risið hafa á Leirunum, en þar stóð tjaldborgin, er Alþingishátíð in var haldin árið 1930. Athöfnin hófst á því að Páll Gíslason ávarpaði hinn mikla fjölda skáta og bauð þá velkomna til mótsins og að ávarpi hans loknu gengu Lady Baden-Powel, heiðursgestur mótsins, ásamt For seta íslands, herra Ásgeiri Ás- geirssyni, Jónasi B. Jónssyni, skátahöfðingja, Jan Volkmaar, skátahöfðingja Hollands, Hrefnu Tynes, varaskátahöfðingja og fleirum til Miðgarðs, en svo hefur staður sá, sem setningarathöfnin fór fram á, verið nefndur. Er Lady Baden-Powell gekk milli skátaraðanna, söng allur hópur- inn henni til heiðurs. Þá ávarpaði Hrefna Tynes Lady Baden-Pow ell, en Páll Gíslason ávarpaði Jan Volkmaar og bauð hann einnig velkomna til mótsins hina erlendu skáta, sem afhentu þjóðfána sína. Voru fánarnir síðan dregnir að hún, allir í einu, undir lúðra- þyt. Einn fáni fyrir hvert ár. Að lokinni þessari hátiðlegu at- höfn, gengu fram skátar og báru þeir 50 fána, sem á var ritað ár- tal og myndir af atburði, sem táknrænn er fyrir hvert ár í sögu skátahreyfingarinnar á fslandi. Var þetta mjög skrautleg fylking og er húri gekk inn á svæðið, lýsti Helgi S. Jónsson, skátaforingi í Keflavík nánar þeim árum, sem liðin eru frá stofnun hreyfingar- innar og skýrði atburði þá, sem fánarnir táknuðu. Röðuðu fána berarnir sér síðan upp við Mið- garð. Gekk þá fram skátahöfðingi, Jónas B. Jónsson og flutti ávarp. Að ávarpinu loknu, hnýtti hann bræðraband allra skáta og það í þess orðs fyllstu merkingu, því hvert félag, sem fulltrúa á á mót inu hafði komið með band, sem snúið var úr mörgum þráðum og táknaði hver bráður einn skáta. ar, þar sem þeir reistu borgina sína. Veðurguðirnir voru skátum þó ekki sérlega hliðhollir, því beljandi rigning var allan laugar daginn. Það hafði þó ekki hin minnstu áhrif á byggingameistar- ana og var skap þeirra sánnarlega í öfugu hlutfalli við grályndi veð Störf og leikir. Síðar urn daginn gengu skátarn ir í hópum og skoðuðu sögustaði Þingvalla, en um kvöldið var fyrsti varðeldur mótsins. Var Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi setur mótið. Á morgun hefjast svo viðtæk ar flokkakeppnir og verður n .a. farið í gönguferðir á fjöll, hellis- ferðir og víðavangsleiki, og verð ur nánar greint frá gangi mótsins í næstu blöðum. Þessir tveir knálegu ungu menn eru í hópi þeirra, sem lóg- gæzlu annast. Þeir fengu prófraunina, er hestamannamótið l var haldið og þóttu standa sig mjög vel. ' ■ - K í //. * UAfí •» Eitt af hinum mörgu skemmtilegu hliðum. Þctta reistu Heiðabúar frá Keflavík. Að setningarathöfninni lokinni, tóku allir óspart til matar sins. MOKCnvHLAÐIB Þriðjudagur 31. júlí 1962

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.