Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 16
16 MORCTIHBLAÐIL Þriðjudagur 31. júlí 1962 Renault Dauphine og Renault 4 Luxe Eru til sý nis daglega njá umboðinu í Brautarholti 20. Verð á Renault 4 Luxe kr: 109 þús. — sama bíl, sem 300 kg. sendibíl er verðið aðeins kr: 88 þúsund. Fást afgreiddir héi i september. Verða á Renault Dauphine kr.: 120 þúsund — Nokkrir bíiar til afgreiðslu hér — strax. Columbus hf. Brautarholti 20 — Símar: 22116 — 22118. Áttræður 1 dag: Jón H. Þorbergs- son á Laxamýri ATTRÆÐUR er í dag merkis- bóndinn og búnaðarfrömuður- inn Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri. — Hann er fæddur á Helgastöð- um í Reykjadal 31. júlí 1882. — Foreldrar hans voru Þorbergur bóndi þar Hallgrímsson, Þor- grímssonar frá Hraunkoti, og kona hans, Þóra Hálfdánardótt- ir bónda á öndólfsstöðum Björnssonar. — Móðir Þorbergs var Sigríður Illugadóttir frá Baldursheimi, en móðir Þóru Hallfríður Jónasdóttir, Sig- mundssonar frá Belg. Ungur fór Jón utan til þess að kynnast búnaðarháttum ná- grannaþjóða okkar og menntast í þeim fræðum. Einkum lagði hann áherzlu á að athuga sauð- fjárrækt erlendis, enda hafði Jón verið fjármaður góður og fjárglöggur með afbrigðum. — Dvaldist Jón á hinu kunna rík- isfjárbúi Hodne í Noregi um árs- tíma. Á árunum 1906—1908 var Jón í búnaðardeild lýðháskóla í Noregi. Samtals dvaldist hann í Noregi og Skotlandi um þriggja ára skeið og vann fyrir sér með náminu. Kynnti hann sér þá rækilega sauðfjárrækt Skota. Við vérklegt búnaðarnám í Skot landi var hann 1909 og aftur 1919. Er Jón kom heim, gerðist hann ráðunautur Búnaðarfélags íslands um tíu ára skeið, fram til ársins 1919. Ferðaðist hann um land allt og lagði ríka á- herzlu á að kenna bændum að velja hrúta til undaneldis, kom á haustsýningum á úrvali hrúta og sundbaðkerum fyrir sauðfé. A þessum árum sigldi Jón nokkrum sinnum. 1914 fór hann til Hjáltlands til þess að kynn- ast búskaparháttum þar. 1916 dvaldist hann í Danmörku og 1919 í Skotlandi, eins og fyrr segir. Jón var mjög ötull starfsmað- ur Búnaðarfélags íslands, ferð- aðist um landið, hélt fyrirlestra og fræddi bændur á annan hátt um það, sem til framfara mætti verða í búskap þeirra og land- búnaðarmálum þjóðarinnar al- mennt. 1915 hóf hann baráttu fyrir því að flytja frosið dilkakjöt á útlendan markað. Yfirullarmats- maður á Su&urlandi varð hann 1916. Búskap hóf Jón árið 1917, er hann keypti Bessastaði á Álfta- nesi. Þar bjó hann fram til 1928 góðu búi. Um tíma var hann formaður Búnaöarfélags Garöa- og Bessastaðahrepps, sem hélt fyrstu garðávaxtasýningu hér« lendis. 1924 stofnaði Jón félag- ið „Landnám“, sem vann að skipulagningu nýbýla í grennd við Reykjavík. 1928 keypti Jón Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og hefur búið þar síðan myndarbúi. Þar stofnaði hann Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga. Jón hefur látið þjóðmál til sín taka og gefið út nokkur rit um þau efni, auk rita um landbún- aðarmál. Einnig hefur hann rit- að fjölda greina í blöð og tíma- rit. — Árið 1921 kvæntist Jón Elínu Vigfúsdóttur bónda á Gullbera- stöðum í Borgarfirði Pétursson- ar. Hefur hún stutt bónda sinn dyggilega í hinum umfangs- miklu störfum hans. Þau hafa eignazt sex börn og eru fimru þeirra á lífi. Amerískar Gólfflísar og Gólfdúkur Mikið litaúrval Bifvélavirki eða maður vanur bifreiðaviðgerðum óskast. — Einn- ig maður til gúmmíviðgerða. Bifreiðaslö'ð Steindórs Sími 1-85-85. * Hafnarstræti 19. — Símar 13184 og 17227. Bátasala Til sölu 20 tonna góður bátur, byggður 1935. Vél Catarpillar 150 hp. ásamt 3 voðutn og tógum. — Sanngjarr.t verð. Austurstræti 14. — 3. hæð Simar 14120 og 20424. - idvjldcu^ ** kjfifAAAbvv\iAr\i f* sbátuö/uf Öicjufþóf Jór\ssor\ & co iba(TS£AVsbv*cetfi h Gufunreinsarinn hitar upp og sprautar s...n sjóðandi gufu um 500 lítrum af vatni á klukkust.und. Gufuhreinsun er fljótvirk aðfeiö til að fjarlægja óhreinindi og drepa sýkla og gerla. „Det on“ er framleiddur af hinu heimskunna fyrirtæki Wanson Etablissement í Belgíu. Einkaumboð á íslandi G L Ó F A X I íx\j s/f Armúla 24 — Sími 34236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.