Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVFTÍLAÐIÐ Þriðiudagur 31. júlí 1962 HOWARD SPRING: 1 RAKEL ROSING FORMÁLI HÖFUNDAR. Mér gremst það oft, ef ég les bók, sem er framhald af annarri, að svo virðist til setlazt, að annaðhvort hafi ég lesið fyrri bókina eða þá sé gaeddur ein- hverri snilligáfu til að skilja málfkveðna vísu. Hér og þar kemur einhver persóna með dul- arfull orð, sem er ætlað að fræða mig um fjölmörg umliðin atvik. En það gera þau sjaldnast, heldur vekja hjá mér ágizkanir og ósk- ir um, að höfundiurinn vildi nú vera svo vænn að segja berum orðum það, sem hann hefur í huga. Og það langar mig að gera, hvað þessa sögu snertir. Ef þú hefur efcki lesið „Ræfil- inn“, veiztu ekkert um Rakel Rosing. En hafirðu lesið hann, veiztu, að hún var af gyðinga- ættum, fædd í Oheetham Hill, sem er hverfi í Manehester. Missti snemma foreldra sína og eini nákomni ættinginn hennar var einn bróðir, sem var henni eins ólíkur og framast mátti verða. Honum þótti vænt um fá- tækrahverfið, þar sem þau fædd- ust, en hún hafði viðbjóð á þvd. Hann hafði samúð með syndurum og þeim, sem orðið höfðu utan- veltu í þjóðfélaginu, en hennar heitasta þrá var samfélag ‘hinna ríku, hvort sem þeir vöru synd- arar eða ekkij og svo þátttaka í lifnaðariháttum og óhófi þeirra. Enda þótt fyrri sagan, sem áð- ur er nefnd, snúist ekki fyrst og fremst um Rakel Rosing, er þar gerð nokkur grein fyrir því, hvernig hún, eftir ýmsum króka- leiðum, gat orðið meðeigandi í lítilli tízkubúð, og hvernig hún fluttist í fína íbúð í ríkismanna- hverfinu í Manahester og hvern- ig hún notaði sér skyndikynni við Sir George Faunt, borgar- ráðsmann, sem varð svo sniort- inn af fegurð hennar, að úr því varð trúlofun. En þá varð henni á í messunni, með þeim afleið- ingum, að allar vonir hennar hrundu til grunna í einni svip- an. Sir George komst að því, að hún var þegar með barni og fóstureyðingin, sem hún reyndi, kom of seint. Þegar nú unnustínn hafði yfir- gefið hana og hún hafði auk iþess misst sinn hluta í verzlun- inni, eftir sennu við meðeigand- ann, var hún blásnauð og að því komin að gerast götudrós, þegar hún hifcti „Grísinn", veðhlaupa- mangarann frá Manchester, sem hafði bróður hennar í brauð sínu og var dæmigert allt það við- bjóðslega, sem hana hafði alltaf langað að losna við að eilífu. Mangarinn var í þann veginn að hætta við þá atvinnugrein og gerast gestgjafi í krá einni úti í sveit, og þar átti bróðir hennar að verða aðstoðarmaður hans. „Grísinn" var gróígerður, en annars góðmenni, og auk þess hrifinn af fegurð Rakelar. Hann ‘bauð henni nú afcvinnu í kránni, og þar eð hún átti sér einskis úrbosta, tók hún því boði. Hann átti ekki að taka við kránni fyrr en eftir nokkrar vikur, og það varð að samkomulagi þeirra í milli, að hún skyldi vera í Black- pool þangað til — upp á hans kostnað. En þegar hann kom á stöðina þar sem hann átti að hitta hana, rétti ókunnugur mað- ur bréf að honum, þar sem sagði. að Rakel hefði séð sig um hönd. Ástæðan var sú, að hún hafði fundið annað vænlegra, sem sé Midhael Hartigan, svo sem um ræðir í eftirfarandi kapítula. I. 1 vínstúlkunni var loftið þykkt og blátt atf reyk. Það hefði verið hægt að skera það með hníf. Af- greiðsluborðið var stór skeifa, og Mike Hartigan stóð við annan 'hælinn á skeifunni. Hann studdi — Við skulum hafa gæsasteik á iólunum, .ia, eða eitthvað í líkingu við hana. olnbogunum á glashringmn á borðinu og renndi augunum eft- ir því endilöngu. Enga lifandi sálu þekkti hann þarna og hann var einmana. Hann barði glas- inu í borðið og bað um meiri bjór og samloku með nautasteik. Hann ýtti svarta flókahattinum affcur á hnakka, svo langt, að hann rétt tolldi á höfðinu, og klóraði sér í hárinu, sem var mikið og úfið. Hann gat réfct greint sitt eigið andlit í speglinum bak við allar flöskurnar, sem stóðu þarna svo freistandi: bláar, rauðar og brún- ar á gljábornum hillum, en fyrir neðan gaf að líta bjórtunnurnar. Flöskurnar og reykurinn þarna inni, gerðu það að verkum, að hann átti bágt með að sjá andlit sitt, svo að hann skaut höfðinu til ýmissa hliða og reyndi síðan að sameina það sem hann sá í eina heild — þetta var þykkleitt, brosandi andlit, með nef sem var alltof stórt, svartar, loðnar augnabrýr, falleg ar tennur og hlægilegan hárvöxt niður með báðum eyrum. Mike fitlaði við bartana sína og var í nokkrum vafa. Allir iþessir Suðurlandasnápar í kvik- myndunum voru með svona barta. Þeir vildu vera grannir og renglulegir og með hausinn svartlakkaðan og þá var vitan- lega allt 1 lagi að vera með svona barta. En hvað sjálfan hann snerti, var hann ekki viss um það. En svo fór Mike að rýna lengra í speglinum en á sína eig- in mynd og sá þá könuandlit, óljóst í fjarska. Hönd hans hætti að strjúka bartana og hann vissi ekki hvað gera skyldi. Konan var að horfa á hann og brosti tvírætt. Það var líkast því sem hún lægi niðri í vatni og væri að brosa upp til hans. Þetta gerði hana eitfchvað fjarlæga og dularfulla. En hún var bara að ibrosa að heimgku hans og hé- gómaskap, sem var hvorttveggja allfcof áberandi. Hann stakk síðasta bitanum af samlokunni upp í sig, greip ölkrúsina og snarsneri sér við á háa stólnum. Konan sat úti við vegg hinumegin og var ein síns liðs. Mike stikaði til hennar í tveim skxefum. Á ég að fella þá? Eða kannske náða þá í bili? sagði hann. Hún leit á hann afchugulum augum. Síðan tók hún hanzkana sína og töskuna af hinum stóln- um. Mike tók þessu boði og settist niður. Betra að fella þá, sagði hún. Gefið mér þá tíu mínútur, sagði Mike. Hann stóð síðan upp, hvolfdi því, sem eftir var í krús- inni í sig og lagði armbandsúrið sitt á borðið hjá henni. Taktu tímann, sagði hann og var borf- inn. 2. Rakel Rosing sneri portvíns- glasinu sínu mjúklega í hendinni og horfði á rauðleitar dreggjarn- ar. Svo horfði hún á úrið, sem lá á borðinu. Þetta vax vandað úr, sá hún strax. Hún var vön að veita slíku og þvíliku eftir- tekt. Hún hafði líka tekið eftir fötunum á Mike Hartigan, sem voru vönduð, enda þótt hann bæri þaiu kæruleysislega. Hún opnaði töskuna sína og lagaði á sér andlitið, vandlega. Þessi maður bar það einhvern veginn með sér, að honum mætti treysta. Hann var ólíkur hinum, sem hnöppuðust þarna að af- greiðslubórðinu. Hún hafði þeg- ar afchugað þá — að vanda. — Það voru atvinnurekendur úr Lancashire með konur sínar, og svo búðarlokur innan um og saman við. Nokkra sfcund áður en Hartigan hafði tekið eftir henni, hafði hún verið að afchuga hann. Hann hafði borgað veit- ingarnar með pundsseðli. Slíku tók Rakel einnig eftir. Hún gleymdi kliðnum í gest- unum, hvellróma gamansemi af- greiðslustúlknanna, þefnum og reyknum, sem var allsstaðar milli sagborna gólfsins og til- reykta loftsins. Hún hefði vel getað verið í búningsherbergi. Hún roðaði varirnar á sér og hætti ekki fyrr en hún hafði íengið rétta litinn á þær. Hún strauk á sér kinnarnar, sem voru eins og fílabein og afchugaði augnabrýnnar, sem voru skástrik upp á við og fann, að ekki yrði þar um bætt. Svo afchugaði hún vandlega neglurnar og hárið. Henni leið vel og fann sig hrausta og heilbrigða. Hún hatfði nú ver- ið mánuð í Blackpool og úti við alla daga og ljómaði nú af hreysti og velMðan. Hún þurfti ekki að segja þessum manni, sem hafði skilið úrið etftir hjá henni, að hún væri hérna á kostnað veðhlaupamangara í Manahester. Eða þurfti hún það kannski? Hún lokaði töskunni og leit upp. Mike Hartigan kom hlaup- andi til hennar — bartalaus. Hann brosti, svo að skein í hvít- ar tennurnar. Svarti hatturinn var í hendinni á honum, allur bögglaður. Hinni hendinni renndi hann gegn um hárið, en það varð sarnt ekkert úfnara eftir. Ofurlítið blóð rann úr skrámu við annað eyrað. Hann greip úrið. Jú, svei mér ef það tókst ekki. Og á eftir fimmfcán sek- úndur! Hann svalaði andlitið á sér með habtinum. Hér er ómögulegt að vera, sagði hann. Komdu út. Það er ekkert milli Blaekpool og Ameríku. Nema írland, sagði Rakel. írland telst ekki með, síðan Mike Hartigan fór að heiman, svaraði hann. Og þú ert þá Mike Hartigan? Já, frá Cork. Og ég heiti Rakel Rosing, frá Manahester. Þau gengu eftir hliðargötu niður að sjónum. Það var næst- um háflóð og álandsvindur. Öld- urnar risu og vindurinn feykti þeim alla leið upp í strangötuna. Þau sneru sér upp í vindinn. Rakel hélt í hattinn sinn og fann að vindurinn lagði fötin fast að líkama hennar. Hún gat fundið pilsfaldinn skella og smella eins og fána í roki. Svona veður lík- aði henni ekki meir en svo. Hún hefði heldur viljað sitja inni við X- Xr * GEISLI GEIMFARI X- X- Xr A Ef við höfum tekið skakkan mann, Hugsaðu um, hver bú ^rt Hugs- Það er að koma fram mynd á munum við komast að hinu rétta aðu ................. hugsaðu! tjaldinu, dr. Draco. með því að neyða bann til að gefa Öryggisráð jasðe#!! upp nafn sitt. arineld og heyra vindinn hvína úti fyrir á glamrandi rúðunum. En svo átti hún örðugt uppdrátt- ar eins og nú var ástatt. Þessi góðlegi maður með þykka, svarta hárið, sem flaksaðist í vindinum* var í hennar augum eins og ein- hver fótfesta. Hún máttd ekki sleppa honum fyrr en hún hefði kynnt sér nánar, hvað upp úr honum kynni að vera að hafa. Þessvegna stóð hún þarna viS hlið hans og horfði út á sjóinn, enda þótt hana hryllti við iþess- um myrka fleti, sem teygði sig alla leið út að rauðum, gáruðum sjóndeildarhringnum. Hún óskaði þess heitast, að hann vildi stinga upp á einhverju þægilegu, sem vit væri í, svo sem kvikmynda- húsi eða danssalnum í Tuminum, En allt slíkt var fjarri Mike Hártigan og hugsanaferli hans. Er þebta ekki stórkostlegt? æpti hann í kapp við storminn og teygði út armana, eins og til að faðma hann að sér. Ljósin koma upp eftir hálftíma. Ég ætla að fara þarna út Og horfa á þaui Vilt þú koma með mér? Það fór hrollur um Rakel vi8 þá tilhugsun eina saman. Ekkert skyldi fá hana út á þessar svörtu, æðandi öldur, svona undir nótt- ina, og í þessum kulda. En svo var líka kvíðvænlegt að þurfa að sleppa hendi af Hartigan. Ég hef aldrei komið á sjó á ævi minni, sagði hún. Ekki einu sinni út á bát á sumardegi. Þá áttu mikið eftir, sagði hann um leið og hann þrýsti hattinum fastar á sig og greip handlegg hennar járntaki. Komdu bara SHtltvarpiö frrlðjudaguj- *t. jóif. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — T6n« leikar. — 8.30 Fréttir — 8.36 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir> 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillr. tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Frétttr. Endurtekið tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkyna* ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir, 20.00 Þýzkir listamenn flytja aríur úr óperum eftir Mozart og Lortzing, 20.15 Örnefnaspjall. (Björn Þorsteins* son sagnfræðingur). 20.40 Sellókonsert í a-moll op. 129 eftir Schumann Janos Starker selló* leikari og hljómsveitin Philhar* monia flytja Carlo Maria Giul* ini stjórnar. 21.05 íslenzkt tónlistarkvöld: Baldur Andrésson talar um Björgvin Guðmundsson og kynnir verlc hans. 21.45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Guðrún Ás* mundsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 1. ágúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón* leikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. *«• Tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir, — tónleikar) . 18.30 Óperettulög. 18.50 Tilkynningar, 19.20 Veðunfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Hugleiðing í Hallormsstaðaskógi (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur). 20.15 Mantovani-hljómsveitin leikur létt lög. 20.30 Örn Arnarson; síðara erindi (Stef án Júlíusson rithöfundur). 21.00 Atriði úr óperunni „Don Carlos'* eftir Verdi. — Tito Gobbi, Mar* io Filippeshi og Boris Christoff syngja með hljómsveit óper* unnar 1 Rómaborg. — Gabri* iele Santini stjórnar, 21.20 Smásaga: ,X-eiguherbergi meO húsgögnum" eftir O. Henry. Málfríð* ur Einarsdóttir þýðir. (Indriði Waage leikari). 21.40 íslenzk tónlist: a) Rómansa eftir Árna Björns* son, Josef Felzman, leikur á fiðlu og Fr. Weisshappel á pí* anó. b) Konsert í einum þætti fyrip píanó og hljómsveit, eftir Jón Nordal. Höfundur leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands. Wil* helm Schleuning stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson** eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson; XIII. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Næturhljómleikar: Dr. Hallgrím* ur Helgason kynnir holilenzke nútímatónlist: 4. kvöld. Sinfónia »r. 4 eftir Guillaume Landré, (Concertgebouw-hljómsveitin f Amsterdam leikur. Stjórnandi; Bernhard Haitink).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.