Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 23
Þriðjuctagur 31. júlí 1962 MOFGUWBLAÐIÐ 23 — Heath telur Frarmhald af bls. 1. nánar, i hverju sá skoðanamun- ur væri fólginn, er gætti í við- ræðum nú fyrir helgina. Talsmaður Verkamannaflokks ins í utanríkismálum, Harold Wilson, vék nokkrum spurning- lun að Heath, og í svörum ráð- herrans kom fram, að það er loforð af hálfu bandalagsríkj- anna að gera sérsamkomulag það, sem áður er að vikið, ef ekki tekst að ná alþjóðlegu sam komulagi. Þá var Heath spurður að því, hvort hann gæti, fyrir hönd stjórnarinnar, lýst því yfir, að ekki yrði gengið til neinna þeirra samninga ,er skert gætu hagsmuni Samveldislandanna, fyrr en fullvíst væri, í hverju slíkt alþjóðasamkomulag væri fólgið. Ráðherrann kvaðst ekki í aðstöðu til að lofa slíku. Hins vegar lagði Heath á- herzlu á, að ákveðið hefði ver- ið að reyna að leysa aðsteðjandi vandamál eins flj ótt- og hægt væri. Kvað hann ríkja samkomu lag allra fulltrúanna á Brussel- — Alsír Framhald af bls. 1. hvort sem þeir væru stadidir I Tizi-Ouzou, Oran, Túnis eða Sviss. Til fundar í Algeirsborg f*að var talsmaður Belkaisem Krim, sem skýrði frá því í dag, að andstæðingar og fylgismenn Ben Bella hyggðust koma samaa til fundar í Algeirsborg á morg- un. Sagt er að einn af svörnustu andistseðingum Ben Bella Moham med Boudiaf aðstoðarforsætisráð- herra muni taika þátt í fund'i þess um, en hann er nú fangi her- manna úr þjóðfrelsishernum, sem hlynntir eru Ben Bella. Fundinn í Algeirsborg munu einnig sitja Mo hammed Kihider einn nánasti samstarfsmaður Ben Bella og er hann lagður af stað áleiðis til Algeirsiborgar. Khider kom til Oran í dag frá París, þar sem hann ræddi við leiðtoga alsírskra þjóðernissinna. Sagði Khider við heimkomuna, að ágreiningurinn milli leiðtog- anna í Alsír væri leystur, og stjórnarnefnd Ben Bella myndi halda til Algeirsborgar í lok þess arar viku og taka við völdum í landinu. Frú Finkbine, maður hennar og eitt fjögurra harna þcirra. 1 Réttarrannsókn vegna dauða af völdum Thalidomide New York, 30. júlí (AP) Heilbrigðisfulltrúi New York borgar krafðist þess í dag, að réttarrannsókn færi fram vegna dauða nýfædds barns. Er dauði barnsins talinn stafa af því að móðirin tók inn lyf- ið Thalidomide á meðan hún gekk með barnið. Er þetta fyrsta barnið, sem látizt hefur í Bandaríkjunum af þessum sökum, en vitað er um þrjú böm, sem fæðst hafa vansköp 1 uð þar í landi vegna þess að mæður þeirra tóku inn Thali- domide um meðgöngutímann. Móðir barnsins, sem lézt fékk lyfið hjá lækni í Banda- ríkjunum, en hinar þrjár kon urnar tóku það inn erlendis. Thalidomide hefur ekki verið á markaðinum í Bandaríkjun- um nema 1 tilraunaskyni og j hafa læknar þar sérstaklega i verið varaðir við því að gefa lyfið konum í barneign, sök- um þess að í Evrópu hafa þús- undir kvenna, sem tekið hafa inn lyfið um meðgöngutímann alið vansköpuð börn. Bandarísk kona frá Arizona, frú Finkbine, tók inn Thali- domide, þegar hún hafði geng ið með barn sitt í þrjá mánuði. Maður hennar hafði keypt lyf ið í Bretlandi. Vegna þess hve líkurnar til þesa að barn frú Finkbine yrði vanskapað voru álitnar miklar, fór hún þess á leit við dómstólana í Arizona, að henni yrði leyft að láta eyða fóstrinu. Beiðni hennar var synjað, því að lög um fóstureyðingar í fylkinu eru mjög ströng. Eru þær ekki leyfðar nema líf móðurinnar sé í hættu. — XXX ----- Sem kunnug er var Thali- domide uppgötvað í Þýzka- landi 1955 og vakti þaS mikla athygli, einkum fyrir það, að tilraunir sýndu að þótt dýr- um væri gefinn margfaldur skammtur af lyfinu, dóu þau ekki, aðeins sofnuðu djúpum svefni og auðvelt var að vekja þau aftur. Lyfið var selt bæði með og án lylseðla í Þýzka- landi, Bretlandi og víðar og jókst orðstír þess, þegar fregn ir tóku oð berast af misheppn- uðum sjálfsmorðstilraunum. Lyfið hafði verið tekið inn í stórum skömmtum en ekkert dæmi fannst um dauða af þess völdum. Brátt tóku læknar að merkja ýmsar aukaverkanir lyfsins og uppgötva samband milli töku lyfsins og óeðlilega ört vax- andi vanskapnaðar fóstra með þeim afleiðingum að lyfið var víðast hvar tekið af markað- inum í fyrrahaust. - Iþróttir Frahald af bls. 22 í síðari hálfleik var leikur ísl. liðsins allur annar og betri. Hann var umfram allt hraðari og hraðann gátu Þjóðverjarnir ekki ráðið við. Birgir og Karl skora — og jafna — á fyrstu 5 mín. og Ragnar einleikur upp völlinn og nær forystu fyrir Is- land. Hefst nú hörð barátta. — Simmendinger jafnar Karl skap ar aftur forystu, en Boger jafnar, Ragnar nær enn forystu en Simm endinger jafnar. Var nú hraði og mikil spenna í leiknum. Er 14 mín. eru til leiksloka skor ar Rósmundur laglegt mark (sjá mynd) og bætti öðru við hálfri mín. síðar. Hljóp nú mikil harka i leik inn og dómarinn missti að nokkru tökin vegna þess að hann dæmdi nú á það, sem hann hafði áður sleppt og öf- ugt. Enginn vissi sitt rjúkandi ráð og leiktafir og vangavelt- ur voru miklar. Knecht nær að minnka forskot Islands en Kristján Stefánsson ják það enn í tvö mörk. Tók nú að hitna í mönnum. Einari Sig. var vísað af velli og litlu síðar Hagele. Þeir komu báðir inn að 2 mín. liðnum. Einar skoraði svo 15:12, en aft ur minnkaði forskotið fyrir eins- konar sjálfsmark. Öm og Ragnar stækkuðu svo þegar öruggan sig ur í 17:13. • Liðin. Isl. liðið var mjög þungt í byrjun og hafði enga ákveðna leikaðferð. Það gleymdi höfuð- atriðinu, að leika létt og hratt gegn liði sem vill návígi með hörku og grófum brotum. En smám saman léttist leikur liðsins og vegna jafnari manna en í þýzka liðinu eru vannst sigur- inn. Það þýddi ekki að einbeita sér gegn ákveðnum mönnum, þá komu aðrar jafngóðar skyttur. Sérstaka athygli vakti Logi Kristjánsson í marki íslands í síðari hálfleik. Þar er mikið efni á ferðinni. Kristján og Einar voru artnars drýgstir. Þýzka liðið lék á stundum fal- legan og dreifðan samleik, þar sem allur völlurinn var nýttur, en leikur þess varð þó aldrei í senn fallega dreifður og beittur. — Knecht, Bayer, Boger og Simm- endinger eru beztu menn liðsins, ásamt markverðinum, en ljóður er það á liðinu hversu grófur varn arleikurinn er, haldið og hrint í tíma og ótíma, og enn leiðara að sjá menn leika með hristandi hausinn að því er virðist af undr un yfir dómum dómarans, þegar menn hafa augljóslega sjájlfir brotið. 2 LEIKIR fóru fram í íslands- móti kvenna í útihandknattleik á sunnudag. — Ármann vann Breiðablik með 5 mörkum gegn 2 og Víkingur vann KR með 8 mörkum. gegn 3. Sprengáng í sendiráðs- bústað Londion 30. júlí. SL. laugardagskvöld varð sprenging í bústað sendilherra Rúmeníu í London og kvikn- aði í húsinu af hennar völd- um. Þrjár konur og einn karl- maður reyndu að bjarga sér úr eldinum með því að stökkva út um glugga. Þau voru öll flutt í sjúkrahús, þar sem ein konan lét Iffið. Fólk þetta neitaði að segja nofn sin, þegar til sjúkraihúss- ins kom og rúmenska sendi- ráðið neitaði eirmig að gefa upplýsingar um fólkið. ÞeBar slík slys hendir er það venja, að brezk yfirvöld rann- saki þau. Ekki er þó gert ráð fyrir að rannsókn fari fram að þesisu sinni, vegna deilna, sem risið hafa. Er deilt um ihivort rannsókn væri brot á réttindum, sem erlend sendi- ráð njóta. Fyrst var álitið að hér hefði verið um skemmdarverk að ræða, en í dag var lögreglan komin á þá skoðun, að spreng- ingin hefði orðið af slysni. fundunum um það atriði. í fréttum frá Briissel í dag, segir, að Paul Henri Spaak, ut- anríkisráðherra Belga, hafi sagt, að hann trúi því ekki, að sam- komulagsumleitanir við Breta hafi farið út um þúfur. „Umræðurnar verða alltaf heitastar, þegar komið er að kjarna málsins, og ég trúi ekki öðru ,en það takist að finna lausn, sem allir geta sætt sig Auknar varúðarráðstafanir Hluti fjórðu herdeildar þjóð- frelsishersins, sem nú hefur völd- in í Algeirsborg gerði í dag aúkn ar varúðarráðstafanir. Hermenn, sem áður voru á verði í borg- inni eru i»ú lokaðir inni í skál- um sínum, og öflugur vörður er við gistihús það, sem erlendir sendimenn og fréttamenn er- lendra blaða hafa aðsetur í. í dag til'kynnti yfirstjórn fjórðu herdeildarinnar, að allir, sem hnepptir hefðu verið í fangelsi í Algeirsiborg, frá þvá að Alsir fékk sjálfstæði, yrðu látnir laus- xr. Erlendar fréttir í STUTTU MÁLI fjallgöngumaður, er hann gerði tilraun til að klífa norð urhlíð Eiger-tinds í Sviss. — Bretinn, sem fórst Barry Brew ster 22 ára og 25 ára gamall félagi hans Brian Nally voru á leið upp á hinn 4000 metra háa Eiger-tind, þegar slysið var. Þeir voru komnir nokkuð hátt í hlíðina, er Brewster hrapaði til bana. Nally reyndi að komast niður einn síns liðs, en tveir landar hans komu honum til hjálpar. Á myndinni 3ést Nally (lengst til hægri) & niðurleið ásamt þeim. — XXX — LONDON, 30. júlí (AP) — Erkibiskupinn af Kantaraborg, A. M. Ramsey, kom í dag til Moskvu til þriggja daga við- ræðna við yfirmenn grísk ka- , þólsku kirkjunnar í Rússlandi um aukna vináttu ensku kirkj unnar og hinnar rússnesku. ■ i Þegar erkibiskupinn var að leggja af stað í Rússlandsferð ina var hann spurður af frétta mönnum hvort hann áliti ger 1 legt að vera í senn kristinn. maðúr og kommúnisti. Hann að líf í anda kommúnismans svaraði því neitandi og sagði, væri augljóslega líf án trúar á guð. Þetta er í fyrsta skipti sem A. M. Ramsey heimsækir Rúss land eftir að hann varð yfir- maður ensku kirkjunnar, en áður hafði hann komið þang- að einu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.