Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. Júlí 1962 AUÖUR GISÚADÓTTIR, prófastsekkja, andaðist 27. þ.m. Börn og tengdabörn. Ástkær eiginkona og móðir, I.ÁRA GGÐMUNDSDÓTTIR frá Ólaísvöllum á Akranesi andaðist i Borgarsjúkrahúsinu laugardaginn 21. júlí. Útförin hefur farið fram. — Lára bað að heilsa öllum vandamönnum, vinum og velunnurum með hjartans þakklæti fyrir allt gott. — Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð. Ólafur Jónsson og börnin, Úthlíð 12. Elsku litli drengurinn okkar GUÐMUNDUR lézt á Barnadeild Landsspitalans. — Útförin hefur farið fram. Þöltkum auðsýnda samúð. Margrét Kristjánsdóttir Kristmundur Guðmundsson. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir GUÐMUNDUR BJARNI HALLDÓRSSON, skipasmiður, Framnesvegi 20 andaðist hinn 23. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Elísabet G. Guðmundsdóttir Guðmundur H. Guðmundsson, Gerða Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Guðrún Bjarnadóttir, Sigurður R. Guðmundsson og barnabörn hins látna Ástkær dóttir okkar INGIBJÖRG GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR Haðarstíg 18 andaðist í Heilsuverndarstöðinni laugardaginn 28. júlí. Fyrir hönd barna iiennar og systkina. Ingibjörg Agnarsdóttir, Aðalsteinn Andrésson. Eiginkona m'n FINNBORG HELGA FINNBOGADÓTTIR frá Siglufirði andaðist 28. þ m. á Landakotsspitala. Jarðarförin á- kveðin síðar. Guðmurwdur Pálsson og böm, Vitastíg 11. Móðir okkar og tengdamóðir RAGNHILDUR TEITSDÓTTIR andaðist í Bæjarspitalanum 30. þ.m. Jarðarförin aug- lýst siðar. Börn og tengdabörn. Eginmaður minn ODDUR BERGSVEINN JENSSON frá Sælingsdal andaðist að Landsspítalanum sunnudaginn 29. júlí. — Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna og tengda- bama hins látna. Valfríður Ólafsdóttir, Álfhólsvegi 8A. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför MARGRÉTAR SIGURÞÓRDÓTTUR frá Garðsstöðum, Vestmannaeyjum. Synir og stjúpböm. Ég bið Drottinn að launa öllum þeim, sem sýndu mér samúð og vináttu á svo ma»-«víslegan hátt við andlát og jarðarför móður minnar GUÐRÚNAR BENJAMÍNSDÓTTUR Flókagötu 61. Sigurbjörg Magnúsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HILDAR JÓNSDÓTTUR fra Bálkastöðum. Sigurjón Eggertsson og aðrir vandamenn. fe Soffía M. Ólafsdóttir í DAG verður jarðsungin frá Fossvogskapeliu frú Soffia Mar- grét Ólafsdóttir, Vesturgötu 26 B. hér í bæ, er andaðist þann 23. þessa mánaðar á 72. aldursári, fædd 5. júní 1891. Foreldrar Soffíu voru hjónin Ólafur Eiriksson söðlasmiður og Theódóra Guðrún Þorkelsdóttir, sem voru velþekktir og gegnir borgarar í Reykjavík um alda- mótin. Bjuggu þau við Vestur- götu, og þar átti Soffía heimdli flest sín æviár í húsinu sean for- eldrar hennar létu reisa. Þann 24. september 1927 giftist Soffía Kristni Sveinssyni húsgagnaból- stara, sem lifir hana ásamt tveim börnum þeirra hjóna, Agli Orm- ari, sem er ókvæntur, og Guð- rúnu, sem er gift Hrafnkeli Kjart anssyni. Þessi var i aðalatriðum ævi- ferill Soffíu Ólafsdóttur, sagður með örfáum orðum, sem gefa harðla litla hugmynd um per- sónu hennar. Soffía var vel gerð kona og margt vel gefið. Af hinni grann- leitu, nettvöxnu konu, sem allt til hins síðasta var spengileg á velii og létt í hreyfingum sem ung stúlka, geislaði lífsþrótti og lífsfjöri, glaðlegt brosið lét sjaldn ast á sér standa, og þótt sitt- hvað blési á móti í lífiniu var því ekki flíkað við aðra. Hún var sérlega handlagin og rösk til verka, enda ósérhlífin alla tíð. Á yngri árum aðstoðaði hún föð- ur sinn við söðlasmíðina og mun hafa numið hana til fullnustu, bótt ekki lyki hún prófum í þeirri iðn, og með manni sínum vann hún oft að húsgagnabólstrun í verkstæði hans. Hún var bók- hneigð, enda vel greind. Trú- kona var hún og víðsýn og frjáls lynd í trúmálum. Soffía unni mjög áttfhögum sin um og gladdist einlæglega yfir hverju því er henni þótti horfa þeim til framfara. Hún hafði yndi af að mánnast Reykjavíkur æsku- ára sinna og atburða frá þeim Minning tímum, en jafnframt var hugur- inn ávallt opinn og næmur fyrir hræringum samtíðarinnar. Fyrir 30 árum eignuðust þau hjónin landskika á Iðubökkum í Biskupstungum, og fylgdi með veiðiréttur í ánni. Höfust þau þegar handa um garð- og trjá- rækt, og reistu sér þar er frá leið sumarbústað. Soffía tók miklu ástfóstri við þennan stað og átti þar mörg handtökin. Undi hún, kaupstaðarbarnið, sér þar öllum sumrum við gróðunmold- ina og veiðar í ánni, og þaðan var hún flutt sjúk til Reykja- vikur nokkrum dögum fyrir and látið. Soffía var félagslynd kona og tók mikinn þátt í mangvíslegum félagsstörfum Hún hafði mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir og var ein af stofnendum Sjálfstæð- iskvennafélagsins Hvatar. Átti hún lengst af sæti í stjóm félags ins gegndi m.a. þar ritarastörfum með mikilli prýði í 14 ár. Alltaf var hún boðin og búin til starfa fyrir félag sitt þegar með þurfti, og sakir lundarfars hennar og lipurðar var þar sem annars- staðar öllum hlýtt til hennar sem með henni unnu. f nafni okk ar félagssystra hennar í Hvöí færi ég henni nú að leiðarlokum þakk ir fyrir samrveruna, fyrir ósér- plægni hennar og sívakandi á- huga í störfum. Ástvinum henn- ar votta ég innilega samúð okkar við fráfall góðrar konu. Auður Auðuns. 1 Vilhjálmur Cunnarsson Minning LITLI frændi minn, Vilihjálmur Gunnarsson, andaðist hinn 28. júní s.l. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, þótt aðeins væri hann tæpra þriggja ára að aldri. Hann var fæddur 27. septemiber 1959. Vilhjálmur litli var sonur hjónanna Gunnars Hákonarson- ar og Sigurbjargar Vilhjálms- dóttur til heimilis að Þingholts- braut 32, Kópavogi. Bfcki verður rituS löng minn- ingargrein um lítinn dreng. Þó eru honum bundnar margar hug- ljúfar minningar, sem nu eru Innilegar þakkir færi ég öllum, sem heiðruðu mig á 85 ára afmæli mínu. Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri. Háteigi. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig og glöddu á sjötugs afmæii mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Helga Þorsteindóttir, Gauksstöðum, Garði. Sfúlka óskast til afgreiöslustaiia. ÁSGEIR Langhoitsvegi 174. — Sími 34320. Útför föður okkar MAGNÚSAR BERGSSONAR frá Skriðufelli til heimilist að Stóragerði 18 fer fram fimmtudaginn 2. ágúst og hefst kl. 3 að Stóra- Núpi. Blóm afþókkuð, en þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnamr njóta þess. — Bílferð verður að Stóra-Núpi kL 1 e.h. frá B.S.Í. Börn hins látna. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar GUNNLAUGS HALLDÓRSSONAR Mjógötu 7, ísafirði. Guðrún Finnbogadóttir og börn. trega blandnar. Ofckur veitist oft erfitt að skilja hví litlir hnófck- ar, sem engu hafa mein gert í þessari veröld, verða að kveðja hana svo fljótt. Þó var svo komn- ið fyrir Vilhjálm litla að dauð- inn, sá mikli maður með stóra ljáinn, kom sem frelsandi engill og linaði þjáningar lítils drengs, sem voru orðnar honum óbæri- legar. Við höfðum lengi séð hvert stefndi og því kom ancöátsstund- in okfcur efcki á óvart. Djúp sorg hvíldd þó yfir þeim fámenna hópi, sem fylgdi litla syninum, bróðumum og frændanum sið- asta spölinn. Sá hópur fann bæn- arþörfina í versinu: „Kom, huggari, mig hugga þu, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, ý kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árm." Við biðjum þess að vorsólin þerri tregatárin. Elsku litli frændi minn. Við vitum að nú líður þér vel og allir em þér góðir. Við söknum þín, en við trúum, að síðar eig- um við eftir að lifa saman bros- mildar yndisstundir á landinu handan við gröf og dauða. t þeirri trú og vissu kveðjum við þig nú. Megi bros þitt og glaða lund verða ofckur hugigun og ljúf endurminning. Guð blessi Þig. Þess óskar þín. Greta frænka. EGGF.RT CLAESSEN og , GUSTAV A. SVEINSSON hæsta r éttarlögna ei. Þórshamri. — Súni 11171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.