Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 3
/ Miðvibudagur 8. ágúst 1962. I»ESSA dagana liggur hér í höfninni — hjá toguiun- um við Faxagarð — danskt | 2600 lesta herskip, sem \ „Ægir“ heitir. Með skip- || inu eru um 60 sjóliðsfor- ff ingjaefni — og svo vill til,; að einn í þeim hópi er ís-1 lendingur, Skúli Möller. „Ægir‘ danski er að lesta- |f| tölu til u.iþ.b. fimmfalt stærri M en nafni hans í íslenzku land- J helgisgæ-zlunni. Skipið er á sumrin notað sem skólaskip — fyrir sjóliðsforingjaefni, en erffj annars fyrst og fremst birgða- f;j skip fyrir kafbáta danska sjó-fj Ihersins, sem eru 3 talsins. Alls ff eru nú um 230 menn á „Ægi“. || Tíðindamður Mbl. hitti f| Skúla Möller að máli stundar- || Jcorn í gærdag. Hann er 23 árafi gamall, sonur Ingólfs Möllear,|f Ihins kunna skipstjóra, og kipp j ir því í kynið. Skúli hefur stundað sjóliðsforingjanám íj Danmörku um rúmlega 2jai ára skeið, eða síðan thann laukf stúdentsprófi snemma sumarsl 1960. Áður hafði hann verið tvö sumur á skipum Land- MORCUNBLAÐ1Ð Skúli Möller um borð í „Ægi“ hinum danska Stríðið við bækurn- ar er liáð í Einn Islendingnr meðal 60 sjóliðsíor- ingjaefna á danska herskipinu „Ægi" hér í hofn ið fyrirfram. — Burtséð frá því, sem þegar hefur verið nefnt, er svö auðvitað reynt að búa sjóliðsforingja efnin undir bókstaflega allt, sem á sæ getur gerzt. Og það er margt, því ekki lýgur mál- tækið. Aginn strangur á „Ægi“ Skúli lét vel af lífinu um borð. — Hvað mest viðbrigði kvað Skúli hafa verið fólgin í því að kynnast aganum. Þau ' viðbrigði væru áreiðanlega meiri fyrir íslending en Dana. í>ó hefði tekið furðuskamman tíma að venjast honum — en nú væri svo komið, að ekkert þætti sér sjálfsagðara. Meðan ,,Ægir“ hefur hér við stöðu, fá sjáliðsforingjaefnin og fleiri skiþsmenn tækifæri til að sjá sig ofurlítið um í höfuðstaðnum og nágrenni hans. Allstór hópur fór t.d. austur fyrir fjáll í gær og anu ar fer í dag. Þess utan verður svo mótttaka í danska sendi- ráðinu fyrir iþá skipsmenn, sem í land komast. Og einnig mun skipherrann, Komm- and0r K. Dam, taka á móti boðsgestum á skipsfjöl. Eiim íslendingur — Z Thailendingar Skúli er eini íslendingur- inn á „Ægi“ — en fyrir utan Ihann eru svo, auk Dananna, tveir Thailendingar. Þeir komu til Danmerkur u.þ.b. hálfu ári áður en þeir hófu nám sitt og kunnu þá ekki stakt orð í dönsku. Nú eru þeir hins vegar orðnir næst- um „fuldbefarnir" — eins og það hefur verið kallað á „gamalli og góðri“ islenzku og gætu eflaust kjaftað hverja helgisgæzlunnar. — Leysti Skúli greiðlega úr spurningum fréttamannsins um nám sitt og veru um borð í hinu danska skipi. Fjóra mánuði ársins á hafi úti Siglingar svipaðar þeirri, sem hingað er farin að þessu sinni, eru einn liður í sjóliðs- foringjanáminu, sem alls tek- ur Ujþ.b. 4V2 ár. Skólinn er til húsa í flotastöð Kaup- mannahafnar, Holmen, og þar er dvalizt 8 mánuði ársins. — Fjóra mánuði er svo verið á 'hafi úti. Hefur æfingadeild skólans umráð yfir 4 litlum tundurduflaslæðurum Og tveim 30 lesta seglskipum, auk segla afnotanna af ,,Ægi“. Um börð í ,,Ægi“ vinna sjó- liðsforingjaefnin flest — ef ekki öll störf, og fer verkefni hvers og eins eftir því, hve langt hann er kominn í nám- inu. Þeir, sem eru í síðasta bekk, sigla skipinu undir hand leiðslu hinna föstu yfirmanna, Og eru nemendur í næstsíðasta bekknum þeim til aðstoðar í „Að heilast og kveðjast.......“ „Ægir“ — grátt skip, grátt fyrir járnum brúnni. Hinir yngri gegna svo aftur almennri vinnu um borð, þilfarsvinnu oþ.ih. Skotæfingar á opnu hafi ,,Ægir“ er bærilega vopnum búinn. Eru fallbyssur skipsins 8 talsins, tvær 102 mm og sex 40 mm. Yrði áreiðanlega eng- inn ofsæll af að lenda í gin- inu á þeim. Sjóliðsforingja- efnin eru að sjálfsögðu æfð í meðferð þeirra, jafnframt því sem bruna- og björgunaræf- ingar eiga sér stað. Skotæf- ingar allar fara fram á opnu hafi, venjulega á lokuðum svæðum, sem auglýst hafa ver Ágætt héraðsmót Sjálfstæðis- manna á Laugarbakka k SÍDASTLIÐINN laugardag efndu Sjálfstæðismenn í Vestur- Húnavatnssýslu til héraðsmóts, er haldið var að Laugarbakka. Var það vel sótt og fór í alla staði hið bezta fram. Samkonmna setti og stjórnaði Benedikt Guðmundsson, Staðar- bakka. Dagskráin hófst með því, að Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari, söng einsöng; undirleik annaðist Ólafur Vignir Alberts- son. Þá flutti Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, ræðu. Síð- an söng frú Sigurveig Hjalte- sted, óperusöngkona, einsöng. Þessu næst flutti Einar Ingi- mundarson, alþingismaður, ræðu. Fluttur var gamanleikurinn meðal landsprófskempu í kútinn. Til þess kemur þó varla, því að þær eru margar á síld og „Ægir“ lætur aftur úr höfn á föstudagsmorgun. Héðan heldur skipið senni- lega beint til Kaupmannahafn ar, eftir skamma viðdvöl þar verður síðan a.ö.l. haldið til áframhaldandi æfinga, aðal- lega í nánd við strendur Dan- merkur, sem standa munu þar til æfingatímabilinu lýkur um miðjan októbermánuð, — en: þá hefst stríðið við bækurnar á nýjan leik, sagði Skúli, og það er stríð, sem við verðum að heyja 1 fullri alvöru. „Heimilisfriður" eftir Georges Courteline og fóru með hlutverk leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Að leiksýningu lokinni sungu þau Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested tvísöng við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Var ræðumönnum pg listafólk inu ágætlega fagnað. Lauk síðan þessari samkomu með dansleik. STAKSTEINAR Hvar stóð þetta? „Stjórnin ber því við, að ekki sé búið að selja fyrirfram meiri síld en búið er að salta. Vitan- lega á að vera óhætt að salta nokkúð meira en búið er að selja fyrirfram, einkum ef stjórnin liðkar eitthvað til á þeirri stefnu, að við eigum helzt ekki að eiga viðskipti annars staðar en í Vestur-Evrópu. Því er alveg óhætt að halda nokkurri söltun áfram vegna væntanlegrar sölu. Þetta stöðv- aði stjórnin með því að neita síldarsaltendum um ábyrgð. Þetta mál er annars gott dæmi þess, að við þurfum að reyna að tryggja okkkur markaði sem allra víðast en einskorða ekki síldveiði okkar við Vestur- Evrópu, eins og ýmsa virðist dreyma um. Vitanlega þurfum við að auka viðskipti okkar þar, en, það má ekki verða til þess að við vanrækjum framtíðar- markaðina, sem eru að skapast i hinum vanþróuðu löndum, eða viðskiptin við Bandaríkin og Austur Evrópu“. Þessi orð stóðu ekki i hinu löggilta málgagni heimskomm- únismans, heldur í Tímanum. Hver er tilgangurinn? Menn hljóta að spyrja, hver tilgangurinn sé með slíkum skrifum. Að því er áframhald- andi sildarsöltun varðar hefur áður verið bent á, að við hefð- um ekki gert annað en bæta samningsaðstöðu Rússa með því að vera búnir að salta síld, sem við værum tilneyddir að selja þeim. Vertíð stendur enn sem hæst og enginn vandi að salta nokkra tugi þúsunda tunna síð- ar, ef samningar nást um frek- ari sölur. Þess vegna er þessi þáttur fullyrðinga Tímans ómak legur. En hitt er aðalatriðið, að blaðið er enn við sama hey- garðshornið, þegar rætt er um afstöðu okkar og hagsmuni út á við. Þá er sérhvert færi notað til þess að reyna að gera tor- tryggileg samskipti okkar við vestrænar lýðræðisþjóðir. Talar sínu máli Samningjumleitanirnar við Rússa að undanförnu hafa talað sínu máli. Þær sanna að áhættu- samt er að binda mikinn hluta viðskipta við þau lönd, þar sem stjórnarvöld ráða yfir öllum við skiptum og hægt er að stöðva þau með ákvörðun einhvers em- bættismanns eða stjómmála- manns. Tíminn hnýtir að vísu Bandaríkjunurn við þegar hann boðar aukin viðskipti við komm únistaríkin. Engum dylst að við leggjum megináherzlu á að selja á Bandaríkjamarkaði enda er verð þar yfirleitt hærra en annars staðar. Við viljum líka eiga viðskipti við kommúiýta- ríkin, en við hljótum að halda þeim innan ákveðinna takmarka. Eðlilegasti markaður okkar hef- ur þó verið, er og verður ná- grannalöndin í Vestur-Evrópu, þótt málgagn Framsóknarflokks ins sé að reyna að gera lítið úr honum, vegna þess að þannig heldur það að það geti bezt þóknazt samherjunum í kommún istaflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.