Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 23
MiðviTcudagur 8. ágúst 1962. MOF CUISBLAÐIÐ 23 fr Erlend og innlend skip liggja á Seyðisfirði Menn hljóta pustra, skxdmur og kjálkabrot SEYÐISFIRÐl, 7. ágúst. — Mikill hluti síldveiðiflotans liggur nú hér á Seyðisfirði. Telja fróðir menn að hér séu a.m.k. 120 skip, þar af 60 norsk. Annar eins fjöldi Norðmanna er úti í Loð- mundarfirði, en þar eru þeir að ferðbúast heim á leið, flytja þá gjarnan eir.hvern afla milli skipa. Hafa þeir fengið leyfi ísl. land- helgisyfirvulda til þessa. Síld í hverjum möskva Ekki hefur gefið til veiða síð- an á sunnudag, en þá komu 32 skip, sem tilkynnt höfðu að þau vildu landa hér. Allmörg komu einnig inn undan veðrinu. Síð- ustu dagana sem gaf, fengu nokkur skipanna talsvert af smá ■ Frú Finkbine Frahald af bls. 22 kunnugt er, mjög strangt á slíkum aðgerðum. Dr. K. I. Oster skýrði enn fremur frá því, að þegar hef- ur verið framkvsemdar 7 fóst- ureyðingar, þar sem mestu hefði ráðið, að konurnar hefðu tekið Thalidomide. í fimm tilfelianna hefðu aðrar ástæður einnig komið til greina, en í tveimur hefði greinilega komið í ljós, við gegnumlýsingu, að fóstrin voru vansköpuð. Thalidiomide er ekki til sölu hér á landi, og í Randaríkjun um hefur það aldrei verið selt í lyfjabúðum. Hins vegar munu um 1200 laeknar þar hafa fengið lyfið til að reyna á sjúklingum sínum. Allir læknanna, nema 158, höfðu skilað því aftur, er síðast frétt ist. Hins vegar hefur Thalidom ide gengið undir ýmsum nöfn um, og skal bent á þessi: í Kanada: Kevedon, Bret- landi: Distaval, Valgis, Tensi val, Valgraine, Þýzkalandi: Contergan, Grippex, Polygrip- an, ýmis lönd: Softenon. síld, sem hjá sumum ánetjaðist mjög í næturnar. T. d. má segja að staðið hafi síld í hverjum möskva í nót Guðmundar á Sveinseyri og þurfti skipshöfn- in að hanka nótina ofan í lest á dekkið og aftur á bátadekk. Er margra sólarhringa verk að hrista út nótinni. Fleiri skip hafa fengið smásíld í nætur sínar, en þó mun enginn hafa farið eins illa út úr þessu og Guð- mundur á Sveinseyri. Sjómenn láta mikið Eins og geta má nærri er nú mikill fjöldi sjómanna hér á göt- um Seyðisfj arðar og hafa marg- ir þeirra látið mikið, líkt og þeg- ar kálfum er hleypt út á vorin, enda er þetta fyrsta landlegan frá því síldveiðin hófst. Miklar róstur urðu hér á sunnudags- kvöld og aðfaranótt mánudags- ins. Hlutu menn pústra, skrám- ur og jafnvel beinbrot. Spjöll voru einnig framin á verðmæt- um, rúður brotnar og lauslegum hlutum kastað á víð og dreif. Skipstjórinn á Birni Jónssyni mun hafa hlotið einna versta útreið, en hann var kjálkabrot- inn og varð að fara suður til Reykjavíkur í gær til aðgerðar. Margir aðrir hlutu bólgnar kinn- ar og blá augu. Slys í síldarverksmiðjunni hað slys varð við Síldarverk- smiðjuna í gær, að tannhjól féll úr löndunarkrana í höfuð eins háseta á vélbátnum Þorláki, sem var að vinna undir krananum. Að sögn héraðslæknisins hér hlaut hásetinn mikið sár á hnakk ann, en ekki beinbrot. Mikið líf er nú í verzlunum hér og ber þar ekki hvað síst á Norðmönnum sem kaupa gráð ugt íslenzka kindakjötið og ann- an varning. Hér er nú kalsaveður og hefur snjóað töluvert niður í fjöll og hríðarhraglandi verið á Fjarðar- heiði, þótt ekki verði talið að færð hafi spillzt að mun. — vig. | MatareHrunfm aam hef- ur harjat Reykvikínga í heila tvo máauSi og tagt nasr 200 ntannt í rántiS, or afckl taugaveiktbrótir eins og almennt ar tatlS, ntfiaur uRnfHi|a su tlg' und mataroftrunar, sem nefnist músatyfus. Veikin „Timinn" gerir uppgötvun MARGIR ráku upp stór augu, þegar þeir sáu forsíðu „Tím- Sans“ á sunnudag, og birtist hér mynd af hluta hennar._____ 5. ágúst gerir „Tíminn" þá uppgötvun, að hér hafi eng- I inn taugaveikibróðir verið á ferð, heldur „tegund matar- eitrunar“ (!), sem nefnist músatyfus. Fyrir sex vikum skýrði Mbl. frá því, sem rétt er í þessu sambandi, að sótt- in, sem hefur gengið, er sú tegund taugaveikibróður, sem heitir músatyfus og or- sakast af sýkli, er nefnist sal- monella typhi murium, og er sami sjúkdómur, sem gekk undir taugaveikibróðurnafn- inu i Svíþjóð nú í sumar. Frá vinstri: Gehrke, dr. Reichard, dr. Walther og Goldberg. <; Þýzka sendinefndin. — Takmarkið er lausn ÞÝzkalandsmálsins í heild SÍÐASTLIÐINN laugardag kom hingað til lands í boði Allþýðu- flokksins 4 manna sendinefnd frá borgarstjórn Vestur-Berlínar. — Tilefni boðs þessa er, að þann 13. ágúst næstkomandi verður eitt ár liðið frá því, að kommún- istar hófu að reisa miúr þann, er nú aðskilur Austur- og Vestur- Berlín. Mennimir, sem sendinefndina skipa, heita dr. Waltiher, dr. Reic- hard, Goldlberg og Gehrke og eru allir meðlimir og starfsmenn vestur-þýzka Jafnaðarmanna- flokksins. Hafði dr. Walther eink ufli orðið fyrir þeim fjórmenn- ingunum, er þeir rseddu við frétta menn í gærdag. Lýsti hann ánægju sinni yfir iþví að koma hingað til íslands og fá tækifæri til þess að kynn- ast landinu, ekki einungis frá pólitísku og efnahagslegu sjónar- miði, heldur og menningarlegu. Talaði dr. Walther síðan um vandamál Þjóðverja, og sagði, að annars vegar byggi fólkið við lýðræði og réði sjálft málum sín- um, en hins vegar byggi það við einræði, sem kúgaði það á allan mögulegan máta. Dr. Walther talaði um þá þróun mála í Berlín frá stríðslokum 1945 er náði hámarki sínu 13. ágúst í fyrra, er kommúnistar byrjuðu að reisa Berlínarmúrinn. Hefði múr þessi sem væri hræði legur þyrnir í augum Berlínar- búa ekki staðarlega Þýð- ingu, heldur aliþjóðlega, því að við hann mættust sem í brenni- punkti hagsmunir hinna vest- rænu ríkja annarsvegar og Ráð- stjórnarríkjanna hins vegar og hann aðskildi ekki einungis borg- arhluta heldur og fjölskyldur og ástvini. Þá bæri hin stöðugt vaxandi flóttamannastraumur stjórninni í Austur-Berlín glöggt vitni og mætti nefna um það ótal dæmi. Um samgöngur sagði dr. Walther, að íbúum Vestur-Berlínar vœri bannað að fara yfir til Austur- Berlínar, en- íbúar Vestur-Þýzba- lands og útlendingar mættu fara þangað, en á mörkunum væri að- eins 4 staðir, þar sem leyfilegt væri að fara yfir. Væru sam- göngur við Vestur-Berlín frjáls- ar í lofti, en Austur- Þjóðverjar hefðu eftirlit með öllum samgöng um á landi. Dr. Walther, sagði að Berlínar- vandamálið væri hluti af Þýzka- landsmálinu öllu og gætu Vest- ur-Þjóðverjar ekki sætt sig við neina bráðabirgðalausn einstakra vandamála. En tillaga kommún- ista um frjálst borgríki í Berlin án raunverulegra kosninga væri í augum Vestur-Þjóðverja leið til kommúnístisks forrœðis, sem sjálfsagt væri að hafna, ‘en tak- markið væri lausn Berlínarvanda mál sins í samlbandi við allt Þýzkalandsmálið og sameining alls landsins. — Rússar Framh. af bls 1 svarar 40 milljónum Iesta af TNT sprengiefni. Kjarnorku- nefnd Bandaríkjanna stað- festi upplýsingar Svíanna síð degis á sunnudag og aðrar mælingastöðvar hafa einnig tilkynnt um þessar hræring- ar. Bandaríska kjarnorku- nefndin telur jafnframt, að Rússar hafi áður verið búnir að gera aðra tilraun en þá sprengt fremur litla sprengju í Síberíu. Sjálfir hafa Rússar ekki á þessa sprengingu minnzt, hvorki heima né heiman. — Talsmaður utanríkisráðuneyt isins í Moskvu sagði, er fréttamenn spurðust fyrir um sprenginguna: Hamingj- an góða, ég er nýkominn í vinnuna og veit ekkert um þetta. — Síðar fékkst ekkert svar frá ráðunneytinu. í yfirlýsingu, sem bandaríska utanríkisráðuneytið gaf frá sér í gær, er harmað, að Rússar skuli einmitt nú hafa hafið til- raunir á nýjan leik, þar sem Bandaríkjamenn eru í þann veg- inn að leggja fram nýjar tillög- ur um bann við kjarnorku- vopnatilraunum á ráðstefnunni í Genf. Ekki er liðið ár frá því Rússar hófu hinar miklu spreng- ingar sínar í fyrrahaust. Þær stóðu í mánaðartíma og lauk með því að sprengd var fimm- tíu megalesta sprengja 30. okt Talið er, að þá hafi Rússar sprengt nálægt fimmtíu sprengj- ur, flestar við Novaja Semlja — og flestar voru stórar, sumar 10—20 megalestir ,aðrar 25—35 megalestir, auk stóru sprengj- unnar. Sprengjan, sem þeir sprengdu á sunnudag, er næst öflugasta kjarnorkuspregja, sem enn hefur verið sprengd — en sprengjur þær, sem Bandaríkja- menn hafa sprengt yfir Kyrra- hafi undanfarna mánuði, hafa allar verið miklu minni og eng- ar yfir tuttugu megalestum. Það kemur engan veginn á óvart, að Rússar skuli hefja sprengingar á ný, þeir höfðu boðað að svo yrði gert, fyrr eða síðar — og aðeins er skammt frá því þeir lýstu svæðið umhverfis Novaja Semlja bannsvæði fyrir skip og flugvélar til 20. okt. n. k. þar sem fyrirhugaðar væru víðtækar heræfingar og til- raunir með nýjar gerðir vopna. Hitt er fremur óvænt talið, hve stór þessi sprengja var, því búizt var við, að Rússar ætluðu í þetta sinn að reyna fyrst og fremst minni „taktísk“ vopn. Dapurlegt útlit f fyrrgreindri yfirlýsingu bandaríska utanríiksráðuneytis- ins segir, að það hljóti að telj- ast mjög dapurlegt og ískyggi- legt útlit, að Rússar skuli telja sig knúða til þess að hefja um- fangsmiklar kjarnorkutilraunir, áður en ár er liðið frá síðustu tilraunum þeirra. Fordæmir ráðuneytið, að þeir skuli hefja tilraunimar einmitt nú, er þeir viti, að lagðar verði fyrir af- vopnunarráðstefnuna í Genf nýj ar bandarískar tillögur um bann við kjarnorkutilraunum, þar sem mjög er komið til móts við kröfur Rússa. „Það varðar heiminn mestu“, segir í yfirlýsingunni, „hverjir það verði, er losi þjóðirnar við ógnir kjarnorkutilrauna, en ekki hverjir verði síðastir til þess að gera slíkar tilraunir. Bandaríkja menn hafa reynt að fá samþykkt bann við kjarnorkutilraunum og eru nú reiðubúnir til að setj- ast að viðræðum í Genf um nýj- ar vísindalegar upplýsingar, er ættu á allan hátt að auðvelda alþjóðlegt eftirlit með því að tilraunabanni verði framfylgt. Óslitin tilraunakeðja IStjórnmálafréttaritarar eru uggandi um að Rússar haidi á- fram að hafna öllu alþjóðlegu eftirliti. Og þótt Bandaríkja- menn séu fúsir til að ganga all- langt til móts við þá, til þess eins að samkomulag náist, muni þeir að vonum aldrei fallast á samkomulag, sem byggist á lof- orðum og heitstrengingum ein- um saman. Það sem uggvænlegast sé við þessar nýju sprengingar Rússa, er að tilraunir stórveldanna kunni að verða óslitin keðja, sem ekki verið rofin á næst- unni, þar sem hvor aðilinn fyrir sig telji sér nauðsynlegt að gera tilraunir vegna framfara hins. Hins vegar er haft eftir vís- indamönnum, að áður en langt um líði verði því marki náð í kjarnorkusprengjutilraunum, að ekki verði lengra farið, því að möguleikar kjarnorkusprengja séu takmörkum háð eins og möguleikar annarra vopna. Hoppdrætti SÍBS Dregið hefur verið í 8. flokki Vöruhappdrættis S.f.B.S. um 990 vinninga að fjárhæð krónur 1.570.000.00. Eftirtalin niúmer hlutu hæstu vinninga: 500.000.00 kr. kom á miða nú- með 18449. 100.000.00 kom á nr. 36523. 50.000.00 kom á nr. 32069 og 47529. 10.000.00 króna vinning hilutu eftirtalin númer: 794 11838 12696 13804 26064 33557 33814 38444 38467 39971 40371 51880 40371 53303 40700 42919 50118 5.000.00 krónur komu á talin númer: eftir- 80 793 1502 3634 4387 5710 9118 9381 9561 10152 10180 11211 12644 13068 14834 15215 15937 17026 17406 19443 20770 20910 22675 23117 23963 24381 24972 28447 29169 30823 30958 32193 33879 36253 41523 46748 49615 49837 51138 53480 54269 54599 55485 58830 58970 59697 59714 60684 64665 64966 (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.