Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 1
24 síður Sýkillinn ræktaður úr andarunga sennilega fundinn helgina að tekizt hafi að rækta frá andarunga úr búi nokkru suður með sjó bakt- eríu þá, sem veldur tauga- veikibróðurnum og hefur nú, að því er blaðið hefur komizt næst, verið hægt að ganga úr skugga um, að hér er um sama stofn að ræða og valdið hefur taugaveikibróð- ur í Reykjavík. Hins vegar liggur ekki enn fyrir, hvern- ig unginn hefur sýkzt. Haldið verður áfram að rannsaka uppruna taugaveiki bróðurins og munu niður- stöður rannsóknanna vænt- anlega liggja fyrir innan skamms. Er þess að vænta, að þessi hvimleiði sjúkdóm- ur sé á enda hér í bæ nú þegar tekizt hefur að rekja uppruna hans. Rússar hefja aftur kjarnorkutilraunir A SUNNUDAG skýrðu talsmenn jarðskjálftamæl- ingastofunarinnar í Upp- sölum frá því, að á mælitækjum stofnunarinn- ar hefðu mælzt hræringar, er sýndu að sprengd hefði veri öflug kjarnorkusprengja námunda við Novaja Semlj, Væri sprengjan að styrkleib um 40 megalestir, sem san FromhaW á bÍ£. 2fl- Þetta væri ekki merki- SET7ÐI9FIRÐI, 7. ágúst — Síld- veiðiskýrslan segir, að Höfrung- ur II frá Akranesi sé aflaíhæstur nú um þessa síðustu helgi. Mikill hluti síldveiðiflotans liggur nú á Seyðisfirði og bíður veðurs, þar sem ekki hefur ^gefið til veiða frá því á sunnudag. Einn af blaðamönnum Mbl. eyðir sumar- fríi sínu í síldarvinnu á Seyðis- firði og bar svo vel í veiði fyrir (honum að Höfrungur H lá við bryggju á síldarplaninu, þar sem tiann vinnur. Hann brá sér því um borð og hitti að máli skip- Etjórann, Garðar Finnsson, og rabbaði við hann litla stund. Við óskuðum til hamingju með „toppinn“ og sögðum hvað skýrsl an segði aflann mikinn. — Ekki nema 17020 mál og tunnur. Og erum við samt heestir? Við vor- um búnir að landa kl. 4 sl. laug- ardag samtals 18.5S0 málum. Svo eitthvað vantar á skýrsluna. — Hvernig hefur þetta gengið? betta hefur verið veðursælt sild- arsumar hjá j'kkur, spyrjum við. — Það má heita að verið hafi blíða veður allan tíman frá því við lögðum af stað heiman frá Akranesi að kvöldi sunnudagsins 24. júni og þar til nú um helgina að hann brældi. — Þetta hefur þá verið sam- felld „törn“, eins og þið segið sjómennirnir. legt síldarsumar ef ekki væru hin fullkomnu tæ^i Viðtal við aflakónginn á Höfrungi II — Já, það má segja svo. Það 'hafa orðið smávegis tafir vegna löndunar. — Eru menn þá ekki orðnir fegnir hvíldinni? Þetta er meira en 40 daga stöðugt áframthald. — Nei, það held ég ekki. — Menn vilja halda sig að þessu meðan veiðitíminn stendur. Hann er ekki svo langur. Þetta er enda ekki mikið líkamlegt erfiði, tækin hafa nú tekið við því hlut- verki. En það geta verið miklar vökur Oft sólarhringana út. — Hvenær byrjaðir þú síld- veiðar, Garðar? — Ég byrjaði sem skipstjóri 1046, en hafði áður verið hóseti. — Þú hefur þá kynnzt miklu aflasumrunum á stríðsárunum og getur borið þau saman við það sem nú er. — Já, þetta er bezta síldar- sumarið frá því aflaleysis for að gæta upp úr 1944. Einkum er aflinn nú mun jafnari jrfir flot- ann en verið hefur að undan- förnu. Eg er hræddur um að lítið hefði verið um afla, ef ekki vœru thin fullkomnu tæki, sem öll skip eru nú komin með. Heita má að við höfum aldrei séð síldina vaða.. Það eru fyrst og fremst leitartækin, sem hafa fundið hana fyrir okkur. Langflest ís- lenzku skipanna eru með sjálf- ritandi leitartæki, sem gefur til kynna ef síld er í 140 gráðu boga frá skipinu, 70 gráður á hvort borð og allt í 1500 m. Framhald á bls. 6. Garðar Finnsson, skipstjóri á Höfrungi H um borð í skipi sínu. Snjór lokaði Siglufjarðar- skarði EFTUt góða veðrið um verzl-f unarmannahelgina kólnaði og í gær snjóaði í fjöll norðan- lands, var víðast hvar á land- inu 3—5 stiga hiti, og rigning frá Húnafióa og austur um Dalatanga. Fréttaritari blaðsins á Siglu firði símaði: ! Á mánudag gerði töluvert mikla rigningu og snjóaði ofan í mið fjöll og skarðið lokaðist um miðnætti. Nokkr- ir bílar voru á leiðinni yfir skarðið og tepptust. Strax á þriðjudagsmorgun var send ýta þangað og var orðið keðju fært yfir skarðið um hádegi. Þetta þykir Siglfirðingum ekki sérlega tíðindum sæta, því skarðið getur lokast í hvaða mánuði sem er — jafn- vel mánaðamót júlí og ágúst. Uppruni taugaveikibróðurins Myndin hér tll vlnstrl var tekin fyrlr skömmu af Marilyn Monroe — meðan hún var enn að vinna við kvikmyndatöku „Something’s got to give“. Myndin til hægri var tekin á sunnu- dagsmorgun er hinni látnu var ekið á börum í líkhús í Los Angeles. Marilyn Monroe látin * * Hún var stjarna í þess orðs fyllstu merkingu, segir Zanuck forstjóri 20th Century Fox Patricia Marlowe framdi sjálfs- morð eftir að hún heyrði um lát Marilyn HIN heimskunna og fagra leikkona, Marilyn Monroe, lézt að heimili sínu í Hollywood, aðfaranótt sunnudagsins. Dauðaorsök in var of stór skammtur svefnlyfja, en ekki er ljóst hvort leikkonan hefur vís- Framhald á bls. 17. UNDANFARIÐ hafa heil- brigðisyfirvöldin unnið að því stanzlaust að komast fyrir um orsakir taugaveiki- bróðurins (musatyfus), sem hefur orðið vart hér í bæ. Hafa umfangsmiklar rann- sóknir átt sér stað án þess að jákvæðar niðurstöður fengj- ust. Eins og kunnugt er, var fyrir skömmu bannað að selja mayonnaise frá verzl- unarfyrirtæki einu hér í bæ og brá þá svo við, að veikin hjaðnaði að mestu. Ekki er Mbl. kunnugt um nein tauga- veikibróðurtilfelli síðustu daga. Hins vegar hefur það nú gerzt, að svo virðist sem rannsóknirnar á uppruna veikinnar hafi borið ávöxt. Morgunblaðið fregnaði um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.