Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 12
r MORGVNBT/AÐIÐ
12
mtfrifafrtfc
'Útgefandi: Hf. Árvakur, Heykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÁBYRGÐARLEYSI í
UTANRÍKISMÁL UM
rkki er það að ófyrirsynju,
sem að undanfömu hef-
ur verið vakin athygli á tvi-
skinnungshætti Framsóknar-
flokksins í vitanríkismálum
og fullkomnu ábyrgðarleysi.
Framsóknarflokkurinn þyk-
ist styðja Atlantshafsbanda-
lagið og tók á sínum tíma
þátt í að marka þá utanríkis-
stefnu, sem íslendingar
fylgja, en stöðugt er þó hald-
ið uppi beinum og óbeinum
áróðri gegn þessari sömu
stefnu.
Tímanum hefur t. d. þótt
bera vel í veiði þegar tæki-
færi gafst til að ræða við
mann, sem tekur sér í munn
gömlu kommúnistaslagorðin
eins og þetta: „Prestar eru
sendir á vígvellina til að
blessa morðtólin.“ Þegar
fréttamaður Tímans er kom-
in að efninu segir hann í við-
talinu:
BÆTT GJALD-
FYRIRSTAÐA
IT’ins og getið er um á öðrum
stað í blaðinu hefur
gjaldeyrisstaðan batnað mjög
mikið á þessu ári. Þannig
batnaði hún hvorki meira né
minna en um 437 millj. kr.
fyrstu fimm mánuði ársins.
Nú er svo komið, að íslend
ingar eiga verulega gjaldeyr-
isvarasjóði, þótt þeir þyrftu
enn nokkuð að aukast ef vel
ætti að vera.
Hér er um að ræða einn
þátt árangursins af viðreisn-
inni og einn hinn mikilvæg-
asta. Áður var stöðugur halli
á viðskiptum íslendinga við
útlönd og við þurftum að
fleyta efnahagslífinu áfram
með lánum og styrkjum, en
nú er fjárhagur landsins orð-
inn traustur.
„Þeir sem lengi dveljast
með framandi þjóð, en fylgj-
ast vel með þ'róun mála
heima á íslandi, hafa opnari
augu fyrir því sem er að ger-
ast og verða áþreifanlegar
varir við það, en þeir sem
amstra í dagsins önn heima
fyrir. Við spyrjum því Her-
mann Pálsson, hvað helzt
stefni í óheillaátt."
Ekki stendur á svarinu,
því að sá sem spurður ervík-
iur að öllu milli himins og
jarðar og sér fátt gott í fari
Islendinga. En meginatriðið
er það, að íslendingar „hafi
horfið frá hlutleysisstefnu
sinni, sem áður aflaði þeim
virðingu meðal þjóðanna.“
Út af fyrir sig er það ekk-
ert nýtt að einhver einstakl-
ingur, sem dvelur fjarri ætt-
jörðinni, þykist þess umkom
inn að fordæma allt sem gert
er „heima“. Það er heldur
ekkert við því að segja, þótt
einhver íslendingur aðhyll-
ist hlutleysisstefnu, en þegar
blað sem þykist styðja At-
lantshafsbandalagið smjattar
á þessum skoðunum, þá dylst
tilgangurinn ekki.
Hér er að vísu aðeins um
að ræða eitt dæmi þess,
hvernig Framsóknarmenn
nota hvert tækifæri til þess
að reyna að grafa undan ut-
anríkismálastefnu íslend-
inga, |>egar þeir eru í stjórn-
arandstöðu. En það styður
þá skoðun Alþýðublaðsins,
að ætíð þurfi að „múta“ Fram
sóknarflokknum, þegar mik-
ið er í veði.
Þetta hefur tekizt sam-
hliða því sem full atvinna
hefur verið innanlands og
betri afkoma en nokkurn
tíma áður. Það hefur tekizt
án þess að draga úr fram-
kvæmdum. Þess vegna má
með sanni segja, að hér á
landi sé nú góðæri.
MEIRI SPARI-
FJÁRAUKNING
Cparif j áraukningin heldur á-
^ áfram og fer mjög vax-
andi. Þannig varð sparifjár-
aukning í bönkunum 173
millj. kr. fyrstu fimm mán-
uði ársins og 76 millj. í spari-
sjóðum. Á sama tíma í fyrra
varð sparifjáraukning íbönk
um 100 millj. kr. og 18 millj.
kr. í sparisjóðum.
Hér er annar vottur um
árangur viðreisnarinnar. —
Þrátt fyrir geysimiklar fram
farir og framkvæmdir safna
íslendingar nú gildum sjóð-
um, sem nota má til upp-
byggingar í framtíðinni. —
Þess vegna er það ekkert
vafamál, að þessi áratugur
mun marka tímamót í fram-
farasókn þjóðarinnar.
Með hliðsjón af þessum
mikla árangri er ekki ofsög-
um sagt af því, *að málflutn-
ingur stjómarandstæðinga
er furðulegur. Þeir hamast
dag eftir dag við það að
reyna að telja sjálfum sér og
öðrum trú um að viðreisnar-
stefnan sé til hinnar mestu
bölvunar og hér sé stjórnar-
far nú ótækt, en hafi verið
Miðvikudagur 8. ágúst 1962.
Stjórn Adoula hyggst
þjarma að Katanga
Neitar Belgíu-stjórn Tshorabes ura
vegabréf sáritun ?
Elisabethville, Leopoldville
og Biussel, 7. ágúst —
NTB — Reuter.
• Miðstjórnin í Leopoídville
kunngerði í dag ýmsar ráð-
stafanir, sem ákveðið hefur verið
að gera gagnvart fylkisstjórninni
í Katanga, til þess að reyna að
binda endi á skilnað Katanga
frá Kongó.
• Stjórnin hefur fyrirskipað,
að allt f jarskiptasamband við
Katanga verði þegar í stað rof-
ið. Flugvélar til og frá Elisabeth
ville skulu skyldaðar til að hafa
viðkomu í Leopoldville og áhafn
ir þeirra og farþegar gangast
undir toll- og vegabréfaskoðun
þar í borg,
• Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Briissel, að
stjórn Bclgíu hafi neitað Moise
Tshombe um vegabréfsáritun til
þess að komast þangað. Hann
var væntanlegur í kvöld til
Brussel frá Genf, þar sem hann
hefur verið undir læknishendi.
• Sagt er: að Belgíustjórn hafi
neitað Tshombe um vega-
bréfsáritun á þe-im forsendum,
að dvöl hans í landinu geti vald-
ið vandræðum og að utanríkisráð
herra Katanga, Evarista Kimba,
hafi viðhaft óviðurkvæmilegar
ágætt á tímum „vinstri stefn-
unnar“, tímum hafta, boða,
banna og uppbóta, þegar
skammt miðaði í átt til bættra
lífskjara, borið saman við
þróun allra nágrannalanda.
stjómmálayfirlýsingar á blaða-
mannafundi í Brússel nú fyrir
skömmu.
• Hyggjast hamla starfsemi
fyrirtækja
Auk fyrrgreindra aðgerða mið
stjórnarinnar í Leopoldville varð
andi flugsamgöngur og fjarskipti
við Katanga, hafa verið ákveðn-
ar ýmsar ráðstafanir gagnvart
fyrirtækjum í Katanga, sem
halda uppi einhvers konar starf-
semi í Kongó utan fylkisins.
Cyrille Adoula, forsætisráðherra
í Leopoldville, kallaði á sinn
fund í dag fulltrúa margra um-
ræddra fyrirtækja og skýrði
þeim frá ákvörðunum sínum.
Moise Tsbombe.
f tilkynningu um þetta mál
segir stjórnin, að námufélögum,
verzlunarfélögum, plantekrueig-
endum og fleiri ótilgreindum
aðilum verði ekki lengur gefnar
frjálsar hendur til þess að grafa
undan sjálfstæði Kongó, með
stuðningi þeirra við Katanga-
stjórn, og jafnframt hagnast á
viðskiptuin í öðrum héruðum
Kongó.
Fréttaritari Reuters í Elisabeth
ville símar, að erfitt kunni að
verða fyrir Leopoldvillestjórnina
að framfylgja ákvörðunum sín-
um. Til að mynda hafi fjarskipta
samband við Katanga verið með
eðlilegum hætti í dag. Það verði
helzt með íhlutan Sameinuðu
þjóðanna, að unnt verði að fram
fylgja ákvörðuninni um að fjar-
skipti fari fran, um Leopoldville,
en slíkt gæti leitt til vopnaðra
átaka í Elisabethville. Varðandi
ráðstafanir gagnvart einstökum
fyrirtækjum, segir hann sama
uppi á teningnum, nema Adoula
fái aðstoð í þeim efnum frá
evrópskum fyrirtækjum i
Rhodesíu og annars staðar sem
viðskipti hafi við fyrirtækin i
Katanga.
Nýjar símalínur
Haft ei eftir áreiðanlegum
heimildum bæði í Elisabethville
og Brussel, að starfsmenn Sam-
einuðu þjóðanna hafi unnið að
því undanfarið að koma fyrir
nýjum símalínum milli Elisabeth
ville og Leopoldville. Og sömu
heimildir herma, að belgíska
stjórnin ætli innan skamms að
rjúfa beint tal- og ritsímasam-
band við Elisabethville og neyða
stjórn Katanga með þeim hætti
til þess að beina öllu fjarskipta-
sambandi um Leopoldville.
Ben Bella tekinn
við stjórninni
uianríkismálin
OSMEKKLEGT
Síðastl. mánudagskvöld bar
einn dagskrárliður Ríkis-
útvarpsins nafnið „frídagur
verzlunarmanna“. Þættir með
sama nafni hafa verið flutt-
ir í útvarpinu undanfarin ár
og þótt skemmtilegir og fróð-
legir. Að þessu sinni vakti
það undrun manna, hve ein-
hliða efni var valið til flutn-
ings. Sá, er annaðist dag-
skrána, átti viðtöl við nokkra
menn, sem teljast mega til
verzlunarmannastéttar, eða
hafa gert það, en leitaði ekki
út fyrir eitt ákveðið fyrir-
tæki, þ.e.a.s. SÍS og dóttur-
félag þess, KRON. Hefðu
ókunnugir mátt ætla, að ann-
að verzlunarfélag fyndist
ekki í landinu. — Slík
„gleymska" hjá Ríkisútvarp-
inu eða aðstoðarmanni þess,
á hátíðisdegi allra íslenzkra
verzlunarmanna, ætti ekki
að koma fyrir aftur. — Ekki
bætti úr skák hinn ómerki-
legi og ósmekklegi „gaman“-
þáttur, sem hlustendum var
boðið upp á í lok þessa ein-
stæða dagskrárliðar.
Boudiaf sér um
Alsír, 7. ágúst. — (NTB-AP)
I D A G var gefin út yfirlýs-
ing frá stjórnarbúðum Ben
Khedda í Algeirsborg, þess
efnis, að stjórn hans hefði
fengið völdin formlega í
hendur stjórnarnefnd Ben
Bella, samkvæmt samkomu-
lagi þeirra frá því í síðustu
viku. —
Stjóm Ben Khedda verður
þó ekki endanlega leyst upp,
fyrr en Þjóðfrelsisráðið hef-
ur verið kallað saman, að af-
loknum þingkosningum og
það samþykkt skipan stjórn-
arnefndarinnar.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum að stjórn Ben
Khedda verði eins konar yfir-
borgarstjóm Algeirsborgar, en
stjórnarnefndin fari með völd í
landinu öllu. Mohammed Boudi-
af, varaforsætisráðherra í stjórn
Ben Khedda, og nú einn af
stjórnarnefndarmönnum, hefur
fengið í hendur umsjón utan-
ríkismála. Vekur það nokkra at-
hygli, þar sem hann var á dögun
um einn harðasti andstæðingur
Ben Bella. Hefur Boudiaf þar
með tekið við starfsviði Saad
Dahlab, þess, er sagði af sér
stöðu utanríkisráðherra í stjórn
Ben Khedda og fór til Sviss.
Ræddi f jármál Alsír
Abderrahmane Fares, formað-
ur bráðabirgðastjórnarinnar í
Alsír, kom í dag til Alsír eftir
skamma dvöl í Frakklandi. Þar
átti hann viðræður við Louis
Joxe, Alsírmálaráðherra Frakk-
lands, meðal annars um fjárhags
vandræði Alsír. Er talið, að Far-
es hafi leitað eftir lánd hjá
frönsku stjórninni til þess að
unnt verði að hefjast handa með
fullum krafti að r«isa Alsír úr
rústum.