Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBL4Ð1Ð Miðvikudagur 8. ágúst 1962. Geysilegur mannfjöldi var í Þórsmörk og tjald í hverjum runna. (Ljósm. Markús), Þúsundír nutu veðurbliðu um verzlu narma nnahelgi Tiðindcalafjst af skemmtistöðum ocj vegum UM verzlunarmanna/helgina var yfirleitt gott veður um land allt, nema hvað rok og rigning var á Norðauisturlandi á mánu- dag. Streymdi ferðafólk um land ið. Var geysileg umferð á öllum vegum og telur lögreglan að aldrei hafi fleiri bílar verið á ferðinni. Ekki er þó vitað um neitt stórslys í umferðinni. — Höfðu bæði lögreglumenn og við gerðarmenn orð á að umferðar- menning hafi verið meiri nú en áður. Mikið fjölmenni var á ýmsum stöðum úti á landi, og skemmt- anir víða, en allt gekk vel, drykkjuskapur nokkuð mikill, en hvergi vandræði af þeim sökum. Lögreglumenn voru á öllum stöð Um, þar sem búizt var við fjöl- menni og umferðareftirlitsmenn á vegum og gekk öll löggæzla mjög vel, að því er Ólafur Jóns- aon, fulltrúi hjá löregliustjóra tjáði Mbl. Lögreglan tók alls 15 menn ölvaða við akstur, þar af 8 í Reykjavík. Sigurjón Magnússon, förstjóri Þungavinnuvéla tjáði blaðinu, að viðgerðarbílar hefðu aðstoðað, lauslega talið, hátt á fimmta hundrað bifreiðir, og hefði þar verið um að ræða stærri og minni viðgerðir, allt frá að hjálpa bílstjórum um vatn á bílana og upp í að draga bíla úr Borgar- firði til Hafnarfjarðar. Ekki varð vegaþjónustan vör við önn- ur umferðarslys en að 4ra manna bifreið valt ofarlega í Lundar- reykjadal aðfaranótt sunnúdags, Enginn slasaðist, en bíllinn var dreginn til Borgarness og sendur suður með skipL Víða fjölmenni Þessa verzlunarmannalhelgi gekk sem sagt betur en oftast áð- ur. Víða var margt manna. T.d. var geysilegt fjölmenni á Þing- völlum, þar sem var gestamót- taka hjá skátum og skátamótinu slitið kl. 10 um kvöldið. Á Laug- arvatni var heldur færra en venjulega, enda enginn dansleik- ur og vár þar allt rólegt. Fjöl- mennir dansleikir voru í Borgar- firðinum, en allt fór þar sæmi- lega fram. í Húnavatnssýslu voru skemmtanir á tveimur stöðum, í Húnaveri og Þórdísarlundi, og bar þar ekkert sérstakt til tíð- inda. Sama er að segja á Snæ- fellsnesi. í Þingeyjarsýslu var sem kunnugt er skemmtanabann Og ekki var að þessu sinni skemmtun á Héraði. Langferðafólk í Bjarkarlundi Fréttamenn Mbl. vöru á nokkr um stöðum, þar sem skemmtanir voru úti um land; og skýrðu þeir svo frá. í Bjarkarlundi voru sennilega um 1500 manns. Þar voru dans- leikir á laugardag og sunnudag. Kom fólk hvaðanæva að, svæð- inu frá ísafirði og til Reykja- víkur, m.a. 3 áætlunarbílar úr Reykjavdk. Fjórir lögregluiþjónar úr Reykjavík voru við gæzlu og 2 umferðarlögreglumenn. Gekk löggæzla vel, þó nokkurt magn af áfengi gert upptækt hjá ung- lingum 16—19 ára, og 3 voru teknir ölvaðir við akstur, þar af 1 leigubílstjóri úr Reykjavík, sem 'hafði 6 flöskur af áfengi í bíln- um. Dansað í rjóðri Þjórsárdals í Þjórsárdal var margt manna um helgina og fór allt hið bezta fram. Á laugardagskvöldið var fjölmennur dansleikur 1 Ása- skóla. Á sunnudagskvöld var dansað í rjóðri í Skriðufellsskógi. Mörg tjöld voru í skóginum og Og naut fólk veðurblíðunnar, sem var með eindæmum. Haldið var uppi ferðum á sunnudag um Þjórsárdal og merkisstaðir skoð- aðir. Voru menn á einu máli um að vel hefði til tekizt með skemmtanahald þar um slóðir. Hátt á 3 þús. i Þórsmörk Hátt á þriðja þúsund manns mun hafa verið í Þórsmörk um helgina. Margar ferðaskrifstofur auglýstu ferðir þangað og voru flestir þátttakendur í tjöldumí í Húsadal. Mest bar á ungu fólki, á aldrinum 16—10 ára, og var ölvun mikil meðal þess. Sex lög- regluþjónar úr Reykjavík voru í Þórsmörk um helgina og sögðu þeir fréttamanni Mbl., að ekki hefðu orðið nein stórslys á mönn um, þó að nokkuð hefði borið á því, að menn tognuðu eða skær- ust. Þurfti lögreglan aldrei að 'beita valdi enda voru unglingarn ir furðulega friðsamir, þó að þeir væru ofurölvi. Á laugardags- kvöld var dansað í Húsadal óg á sunnudag var farið þaðan í göngu ferðir og um kvöldið var varð- eldur. Hópur á vegum Ferðafé- lags íslands dvaldist í Langadal um helgina og bar þar ekki á neinni ölvun. Var mikil þátttaka í gönguferð félagsins um Mörk- ina og nutu menn útsýnisins Og fegurðarinnar í ríkum mæli enda var veður með ágætum í Þórs- mörk um helgina. Bindindismót í Hrútafirði Um 500 manns frá Reykjavik, Akureyri, Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi og víðar sóttu mót bindindismanna í Hrútafirði um verzlunarmannahelgina. — Sáu Norðlendingar um kvöldvöku á laugardagskvöld, en Sunnlending ar á sunnudagskvöldið og var dansað bæði kvöldin. Var varð- eldur, og flugeldasýning á sunnu- dagskvöld og fór samkoman vel fram. Rólegt i Eyjafirði Á Akureyri og í nágrenni bæj- arins mun þessi verzlunarmanna helgi vera ein sú rólegasta, sem sögur fara af um langan tima. Dansleikir voru á nokkrum stöð- um og fóru þeir yfirleitt vel fram. í Þingeyjarsýslu voru eng- ir dansleikir leyfðir, en margir tjölduðu þó í Vaglaskógi og var margmenni þar um helgina. Fólk, sem bjó þar í tjöldum naut feg- urðar staðarins, en hefur ekki kvartað yfir ólátum. Þó er vitað um einhver smávegis átök milli unglinga sem vart er orð á ger- andi. Dansleikur var í Laugaborg f fram Eyjafirði. Var mikið fjöl- menni þar og nokkrir þar og nokkrir við skál, en þrátt fyrir óvenjulegt fjölmenni var þetta rétt eins og venjuleg helgi. I Mývatnssveit var óvenju margt fólk, allt hótelrými upptekið og margir bjuggu í tjöldum. Ekki varð vart við ölvun eða neina óreglu þar og fór helgin þar fram eins og bezt má vera. Bifreiðaeftirlitsmenn störfuðu á vegunum út frá Akureyri og segir Svavar Jóhannesson, for- stöðumaður Bifreiðaeftirlitsins á Akureyri, að umferð um vegina hafi verið mjög mikil, einkum á laugardag og laugardagskvöld, en ökumenn hafi sýnt mestu prúðmennsku og að aksturinn hafi farið fram skv. því sem ibezt verður á kosið. Af öllum þeim fjölda bifreiða, sem bifreiða eftirlitsmennirnir stöðvuðu, var aðeins athugavert við eina bif- reið, en þar hafði ungur maður gleymt ökuskírteini heima. Lögreglan á Akureyri telur að helgin hafi verið mjög róleg, hvað alla umferð og umgengni snertir, nema hvað umferðin var öll meiri en venjulega. Á Akur- eyri og í nágrenni skemmdust 14 bílar í árekstrum, en ekki var um slys að ræða, nema á einum stað. Var það á Þelamörk. Þar valt bifreið og voru 4 farþegar fluttir í sjúkrahús. Þrem var sleppt eftir að gert hafði verið að skrámum þeirra, en einn liggur þar enn og ekki vitað hvenær hann fer heim. ; ■■■■■■■■•% ^ C'' mimím Dansað var á palli í Bjarkar lundi á laugardag og sunnudag. (Ljósm. Sig. Karlsson). Bískup vísíterar Suður- Þingey^arprófastsdæmi Elín Arnadóttir MÍN KÆRA vinkona Elín Árna- dóttir er gengin inn til hinnar eiláfu hvíldar. Hún lést í sjúkra húsi Isafjarðar 1/8 ’62. Þessi boð- skapur kom okkur á óvænt, þrátt fyrir að hún hafði verið heilsu- iátii lengi. Við vonuðum að hún mundi fá að vera hjá okkur lengur, en nú hefir hún fengið hvíld eftir mörg þung og erfið ár. Eiín var hjálpsöm og góð við alla og hlífði sér aldrei. Nú þeg ar hún er horfin eru það margir sem sakna hennar. Elín fæddist í Skáladal 26/12. 1889. Hún giftist Elíasi Alberts- syni frá Hesteyri og þar áttu þau heima í mörg ár. Á Hesteyri kynntist ég minni kæru vinkonu fyrir mörgum árum. Ég var út- lendingur og þekkti fáa, en Elín tók á móti mér með opnum örm um og mikilli ástúð ög í litla hús inu hennar var ég sem heima hjá mér. Það var alltaf gott áð koma til Ellu og Ella, og móðir Ellu sem alltaf var hjá dóttur sinni og tengdasyni, og Elín hugsaði um hana til hinztu stundar, en hún lést nærri 100 ára gömul. Síðan fluttu þau til ísafjarðar og keyptu þar lítið hús og þar •bjuggum við ávalt er við kom- um til ísafj-arðar, þangað var alltaf gott að koma og við fund- um að við vorum velkomin. Elín var í Heimilaisamoandi Hjálpræðishersins. Hún var trú- uð kona og vildi því öllum gott gera. Nú er ég staðnæmist við dánarbeðinn þinn, þá streyma minningarnar fram bjartar og fagrar sem þú stráðir á veg þinn. Með þessum línum vil ég flflytja þaklæti fi-á Evjarna og mér fyrir allt sem þú varst okk- ur. Ég bið svo góðan Guð að styrkja manninn þinn og böm í þessari sorg. Hjartans þökk Elín mín fyrir allt. Þótt við skilj umst hér á jörð, þá eigum við fullvissuna um endurfundi. Guð blessi minningu þína, Svanhild. Athugasemd í MORGUNBLADINU hinn 3H. júlí sl., í grein um Jón H. Þor- bergsson á Laxamýri, stendur þetta meðal annars: „1924 stofnaði Jón félagið „Landnám", sem vann að skipu- lagningu nýbýla í grend við Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Þetta félag stofnaði Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, á útmánuðum 1924 í Reykjavík. Sigurður hóaði saman þeim ,,Hólamönnum“, er hann náði til í Reykjavík og ná- grenni, munu flestir þeirra hafa verið fyrrverandi nemendur á Hólum, en ef til vill einhverjir eldri. Undirritaður var meðal þeirra, er sátu stofnfundinn. Reýkjavík 1/8 1962. Jón Sigtryggsson. BISKUPINN vísiterar Suður- Þingeyjarprófastsdæmi dagana 8. til 22. ágúst. Vísitazían hefst á hverjum stað með guðsþjónustu. Að henni ltkinni verða viðræð- ur við söfnuð og skoðun á kirkj- unni, og verður vizitazíunni hagað pannig: Miðvikudaginn 8. ágúst verður biskup kl. 2 í Svalbarðskirkju, fimmtudaginn 9. ágúst kl. 1 í Laufáskírkju og kl. 5 í Greni- víkurkirkju, föstudaginn 10. ágúst kl. 2 í Hálskirkju, laugar- daginn 11. ágúst kl. 1 í Illuga- staðakirkju og kl. 5 í Drafla- staðakirkju, sunnudaginn 12. ágúst kl. 2 í Einarsstaðakirkju, þar sem minnzt verður 100 ára afmælis kirkjunnar. Mánudaginn 13. ágúst kl. 2 visiterar biskup Grenjaðarstaðakirkju, þriðjudag inn 14. ágúst kl. 2 Þverárkirkju, miðvikudaginn 15. kl. 2 Nes- kirkju, fimmtudaginn 16. kl. 2 Þóroddstaðarkirkju, föstudaginn 17. kl. 2 Ljósavatnskirkju, laug- ardaginn 18. kl. 2 Lundarbrekku kirkju, sunnudaginn 19. kl. 2 Húsavíkurkirkju, mánudaginn 20. kl. 2 Flateyjarkirkju, þriðju- daginn 21. kl. 2 Skútustaðakirkju og miðvikudaginn 22. þ.m. kl. 2 Reykjahlíðarkirkju. Óskað er sérstaklega eftir að börn, einkum fermingarbörn ársins komi til viðtals við biskup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.