Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 16
16 MORG11NBLAÐIB Miðvikudagur 8. ágúst 1962. Bryrtja Þuríður Guðmundsdóttir Fædd 26. maí 1922. Dáin 30. júlí 1962. IN MEMOBIAM „Á bleikum jó, sem ber sitt höfuð reist hóf brúður dalsins för til himinsala. En móðir Guðs lét móti henni fara sinn mikla, hvíta flokk, sinn englaskara.“ D. St. Rétt um tveir tugir ára eru liðnir siðan mér hlotnaðist sú mikla gæfa að kynnast Brynju og Skarphéðni og fjölskyldum þeirra. Slíkt fólk fer ekki ham- förum hversdagslega, en þeim mun meina koma mannikostiir þess í ljós, sem maður kynnist því betur. Lífsiþráður þess er hnökralaus, hreinskilið, einlaegt, trölltryggt, gjafmilt og gott geng ur það lífsleiðina og vill hverj- um manni vel. Mér er enn í fersku minni er ég mætti Brynju fyrst. Það var óvenjuleg reisn yfir hinni ungu og þróttmiklu stúlku. Og ég fann þegar í stað að í Brynju átti unnusta mín ekki aðeins óvenjulega vinkonu, heldur miklu fremur góða og ástríka systur, svo sterk og einlæg voru bönd þau, er tengdu þær sam- an. Aldrei hefur heldur slaknað á strengjum þessum, heldur hafa þeir styrkzt með árunum og orð- ið að öflugum og sterkum hlekkjum, sem bundið hafa fjöl- skyldur okkar saman. — Slíkum verðmætum, er byggjast á manngildi og gullinu í mann- inum sjálfum, fá hvorki mölur né ryð grandað og heldur ekki bústaðaskipti né samfundaslit. Minningarnar verða þá meira en gulls ígyldi, eilíf eign, sem aldrei glatast. Nú er þessi rismikla ágætis kona horfin sjónum okkar. Lífs- fákur hennar fór á óvenjulega miklum og góðum kostum. Hinn bleiki jór hefur borið hana á brott frá okkur. í hófförunum sindrar á gullið, og þar gneistar atf skfeiandi perlum í hverjtu spori, perlum minninganna um vináttu og traust, ástríka eigin- konu og móður. Á móti henni fara hinir miklu skarar engl- arna, hinn stóri hvíti flokkur. „Með fórn og elsku vann hún vegsemd þá, er veitir þeim, sem gefa líf og huga. Hún fann, hvað þegn og þjóðir mestu varðar, var þerna guðs, en dóttir sinnar jarðar". D. St. Við hlið manns síns, Skarp- héðins Árnasonar, forstj. Flug- félags fslands í Hamborg, stóð Brynja, traust og sterk, ástrík og skilningsgóð og hún bar ein- læga og djúpa virðingu fyrir honum og þeim vandasömu trún aðarstörfum, er hlóðust á hann, hvert af öðru, en margháttuð og ólík, á lífsleið þeirra. Það var sérstök og mikil un- un og yndi að sjá hið einlæga og fagra samspil þessara góðu og göfugu hjóna, þennan djúp- stæða gagnkvæma skilning og einlægu ást. Því verður ekki lýst á neinn hátt til hlítar með fátæklegum orðum. Það urðu all ir að betri og bættari mönnum í návist þeirra Brynju og Skarp- héðins, svo miklu höfðu þau af að taka af kostum og gæðum til að miðla og gefa öðrum. Enginn fann þetta þó betur en Helga litla, dóttir þeirra hjón- anna, enda varpaði sú Ijúfa litla mær miklu Ijósi og björtu sól- skini inn í líf þeirra. Heimili Brynju og Skarphéð- ins erlendis í Danmörku, Noregi oe Þýzkalandi var annálað. Það að senda skeyti til að samfagna vinum okkar og samgleðjast vegna fæðingar dótturinnar, þeg- ar barið var að dyrum: Brynja er dáin. Aldrei fyrr hafði ég fund ið jafn átakanlega til þess, hve skammt er á milli gleði og sorg- ar. Aldrei fundið eins hve lífið í sjálfu sér, er miklar andstæður, og hvernig allt hvílir í einhverri ómælilegri óvissu. Og aldrei skil- ið eins vel, hve orðin í danska sálminum „Kun en dag, et öje- blik ad gangen“ eru sönn. Kveðj- an, sem sírnuð var þetta kvöld, varð samúðarkveðja í stað ham- ingjuóska, og gleðin snerist í sorg. Leiðir okkar Brynju lágu fyrst saman í Kaupmannahöfn fyrir um það bil 7 árum. Ég man enn var f'gurt og smekklegt. Næmir listrænir hæfileikar Brynju settu svip sinn á allt og hið hlýja þel og samstiltir hugir hjónanna fylltu andrúmsloftið aðlaðandi yl og hita. Þar stóðu jafnan opn- ar dyr vandamönnum, vinum og gestum. Þar var auðlegð ís- lenzkrar gestrisni á íslenzku heim,. á erlendri grund, is-, lenzkir ,,sendiherrar“ með opna arma og fangið fullt af hispurs- lausri t'.eði og umhyggju í bezta og einlægasta skilningi. Þau skildu svo vel, Brynja og Skarp- . h-hnn, „hvað þegn og þjóð varð kvoldið, sem við hittumst fyrst, handtakið hennar fasta og inm- lega, hið skemmtilega viðimót og fallegu framikomu. Þau hjónin voru þá nýkomin til borgarinn- ar, en maður hennar, Skarphéð- inn Árnason hafði þá tekið við starfi hjá Flugfélagi íslands þar í borg. Á næstu árum áttum við eftir að kynnast vel, og þau kynni urðu upphaf vináttu, sem hélzt æ síðan og aldrei bar skugga á. Nokkrum árum síðar fluttust þau hjónin til Oslóborg- ar, en þar veitti Skarphéðinn forstöðu skrifstofu Flugfélagsins um nokkurra ára skeið, og það- an fluttu þau síðan til Hamiborg- ar sömu erinda. Hún kom oft heim á þessum árum til þess að vera með ættingjum og vinum, sem hún var bundin miklum og sterkum kærleiksböndum, og til þess að sjá landið, sem hún unni og anda að sér hreina fjalla- loftinu íslenzka. Nú er hún kom- in heim, síðustu ferðina sína, og í dag fylgjum við henni tii hinztu .hvíldar. ar“ og því voru trúnaðarstörfin rækt af þeim báðum í senn. F ’.mtíðin brosti við sjónum þeirra, draumum og vonum. Mikill fögnuöur, mikil hátíðar- stund var í vændum. Lítil dóttir fæddist og leit Ijós þessa heims. Allt var umvafið birtu, gleði, fegurð og ást. En svo kom hið þunga högg svo skyndilega og óvænt. Samvist móður og litlu dótturinnar varð aðeins sem m gunstund og næturvaka. Hin góða og göfuga móðir gaf líf af sínu lífi — gaf — til að hugga. Hin trúaða þerna guðs varð um Ieið trú og einlæg dóttir sinnar jarðar. Hún gaf hinum hedtt elskaða eiginmanni sínum það mesta og bezta, sem kona getur manni gefið. Yfir harmleiknum mikla skín birta lífsins, birta trúaTÍnnar, birta ástarinnar og kærleikans. t f dag er kveðjustund, stund saknaðar og sorgar. Eftir er myndin og minning- arr. ’.r um óvenjulega afbragðs konu. Slíkur fjársjóður fellur ekki né gleymist. Hann stækk- ar, miklast og styrkist í vitund, ást og kæ 'eika Skarphéðins og litlu dætranna til eiginkonu og móður. Hann varðveitist hjá aldraðri móður og móðursystr- um, sem unnu Brynju svo heitt. Hann geymist hjá syAur og mági, dætrum beirra og bróður- dóttur, en böndin bundust órjúf- andi á milli heimila þeirra. Hann glatast aldrei hjá vanda- mönnum og hinum óteljandi vin- um, sem urðu svo lánsamir að kynnast Brynju. Megi almáttugur góður' guð styrkja sorgþrungin eiginmann, dætur og ættingja og gefa þeim öllum trúartraust og huggun sárum harmi. Og megi móðir guðs láta á móti Brvnju fara „sinn mikla, hvíta flokk, sinn englaskara“. — J. Y. Hafstein. f. 26. 5. 1922 d. 30. 7. 1962. BRYNJA er dáin. Þessi orð hljóma enn í eyrum mér og enn á ég bágt með að trúa, að þau séu sönn. Það varð dimmt og kalt í stofunni minni þetta fallega júlíkvöld, þegar sorgar- fregnin barst okkur til eyrna. Fáum mínútum áður hafði ég fengið gleðifregn frá Hamiborg — lítil stúlka fædd, og bæði móður og dóttur leið vel. Ég hafði rétt Brynja Guðmundsdóttir var að mörgu leyti óvenjuleg kona. Hún var ágætlega gefin og vel menntuð, og hún var ein þeirra sem alltaf var að mennta sig, alltaf að bæta við fróðlei'k sinn, og áhugamál hennar voru mörg. Brynja var heilsteyptur persónu- leiki, drenglunduð og hispurs- laus og fram úr hófi traust og góðhjörtuð. Hún var framúrskar- andi smekkleg kona og allt, sem hún kom nálægt, bar þess glöggt vitni. Ég held ég hafi enga konu þekkt, sem allir þættir húsmóður starfsins léku eins í höndunum á, eins og Brynju. Þar var aldrei kastað höndium að neinu, en allt gert af kostgæfni, kærleika og frábærum smekk. Fáa hefi ég þekkt, sem höfðu eins gott lag á börnum,, og kannske ekki síður unglingum, og oft hefi ég hugs- að um það, að hún hefði sómt sér sérstaklega vel sem skóla- stýra húsmæðraskóla. Hún skildi ungmenni afar vel og hafði lag á að laða það góða fram, og kennari held ég að hún hafi verið af guðs náð. En ævistarf hennar varð innan veggja heimilisins og þar var hún sannkölluð drottning í ríki sínu. Hún var frábær eigin kona og mikil stoð manns síns í erilsömu starfi og mikil og góð móðir, og er nú sárt að hugsa til litlu dætranna móðurlausu, Helgu tæpra 5 ára, sem var auga steinn og yndi móður sinnar og litlu stúlkunnar, sem fæddist dag inn áður en móðirin var kölluð brott. Heimili þeirra hjóna, Skarphéðins og Brynju, var með miklum myndar- og glæsibrag, og þar nutu hinir mikiu og góðu hæfileikar hennar sín í fyllsta máta. Nú hnýpir þetta fallega heimili í sorg. Sú, sem var lífið og sálin innan veggja þess og lagði allt sitt starf og kærleika í að gera það að unaðslegum griðarstað fyrir eiginmann og börn og eftirsóknarvert heim að sækja fyrir vini og venzlamenn, er skyndilega horfin. Hann. er stór, vinahópurinn, sem saknar Brynju, þessarar út hendina að símanum til þess glæsilegu og góðu konu. Hún Fegurð c heímiluu í heimahúsum FORMICA Plastplötur gera öll herbergi helmilisln* fallegri. Þér getið valið úr 100 mismunandi litum, mynstr- um og fallegum litasamsetningum. FORMICA er ódýrt þegar tillit er tekið til endingar. Það er endingarbetra en nokkuð annað efni af líkri gerð. Til að halda FORMICA hreinu þarf aðeins að strjúka yfir það með rökum klút, þá er það aftur sem nýtt. Biðjið um lita-sýnishorn. Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki bjóða yður önnur efni í stað FORMICA, þótt stælingin líti sæmiiega út. — Ath. að nafnið FORMICA er á hverri plötu. G. Þorsleidsson & Johnson hf« Grjótagötu 7 — Sími 24250 var að eðlisfari glaðlynd og bjartsýn og það var alltaf gott að vera með henni — alltaf dá- samlega hressandi að hitta hana aftur, þegar leiðir höfðu skilið um stund. Hún lagði alltaf gott til allra mála, var jákvæð og góðviljuð og vildi greiða götur allra, sem á vegi hennar urðu. Hún var mikill aðdóandi útilífs og íþrótta og stundaði sjálf íþrótt ir á unglingsárunum. Oft talaði hún við mig um skíðaferðir, en af þeim hafði hún mikið yndi. Allt, sem var heilbrigt, fallegt og hreiAt, var að hennar Skapi. Hún var manna kátust og skemmitilagust í góðum hópi með vinum sínum, og minnist ég margra gleðistunda með henni og gestrisni heimilis hennar, sem aldrei verður þökkuð. Brynja var mjög listhneigð kona og vafalítið hefir búið í henni töluverður listamaður, þótt hún færi aldrei neitt inn á þær brautir, að öðru leyti en því, að listhneigð hennar kom alls stað- ar fram í öllu, sem hún gerði. Vinir hennar munu seint gleyma, hvernig hún tók á mó-ti gestum, hvernig hún skreytti borðin eða hagræddi rós í vasa. Þeir munu líka áreiðanlega lengi muna gjafmildi hennar og höfðings- skap og með hvílíkri kostgæfni hún valdi fallegan grip eða út- bjó eitthvað sjálf til að gleðja vini sína. Hið ytra útlit bögg- ulsins var venjulega með þeim hætti, að viðtakanda hlýnaði um hjartaræturnar — það var brot af henni sjálfri, sem fylgdi með. Þannig var Brynja, sönn og heil- steypt. * * Brynja mín. Það var erfitt að svara litla syni mínum, þegar hann spurði: Hvers vegna er Binna dáin? Ég hefi lflta spurt: Hvers vegna? Hvers vegna núna, þegar lífið brosti sínu fegursta brosi við yfekur? En erum við ekki eins og lítil börn á slíik- um stundum? Við spyrjum, viS sjáum svo skammt og við skilj- um ekki. Bg er þakiklát fyrir ár* in, sem ég þekkti þig, og mér finnst lífið stórum fátækara eftir að þú ert farin. Ég er þakklát fyrir að ég fékk að fyligja þér fyrsta spölinn á hinni hinstu ferð —• frá flugvelli að Fossvogs kapellu. Kvöldið var undurfag- urt. Borgin, sem þú unnir, var böðuð í skini miðnætursó'lar og það var kyrrð og friður ylir öllu. Minningin um þá stund mun fylgja mér til æviloka. Með þessum fátæklegu línum er góð kona kvödd, eiginmanni. dætrum, aldraðri móður, einka- systur og öðrum ástvinum vott- uð einlæg og djúp samúð og þökikuð af alhug margra ára vin- átta og tryggð. Góða vinkona. Nú hafa leiðir skilið um stund. Ég kveð þig með harm í hjarta og bið þér bless- unar Guðs í nýjum heimkynn- um. „— Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Anna Snorradóttir. Túnþökur úr Lágafellstúnl. Gróðrastöðin við Miklatorg. Sími 22-8-22 og 19776.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.