Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVyBLAÐlÐ Miðvikudagur 8. ágúst 1962. __HOWARD SPRING: __8 _ RAKEL ROSIHG mílurnar af vesældarlegum göt- um og skítugum búðarfiolum, sót, reykur og eymd. Ég sagði við sjálfan mig: Einlhver græðir á (þessu. Guð minn góður, Mike. Hugsa sér sumt, sem við græð- um á. Farðu nú ekki að vera við- kvæmur. sagði Mike órólegur. Það eru til milljónir af fátækling um og einhiversstaðar verða þeir að búa. x Já, og ég hef verið fátækur O'g eg hef búið þar og það eina, sem gerði það þolanlegt, vax heil runa af vitleysislegum draumum, sem fóru aftur að ásækja mig í gærkvöldi. Og nú er ég ekki lengur fátækur og get því látið mína drauma rætast. Það er merg urinn málsins, Mike. Eg get látið draumana rætast. Þú getur náttúrlega reynt það. Eg get það, vertu viss, æpti Maurice. Fólk skal fá að heyra frá mér — fólk, sem hefur heyrt um peningana mína, skal nú fá að heyra frá mér. Jæja, verði þér að góðu. En á hvaða sviði ætlarðu svo að skara fram úr? Eg ætla að skrifa .... leikrit .... skáldsögur .... ritverk, sem seljast og ég græði á. Þá veit ég fyrst, að mér hefur tekizt vel. Þá verðurðu að halda veizlur og bjóða öllum bókmenntasnáp- um. Um að gera að komast í samband við rétta menn. Vitanlega geri ég allt sem með þarf. Þá geturðu haft gagn af pen- ingunum þínum. Augun í Maurice leiftruðu af reiði. Reyndu nú að hætta að tala um þessa andskotans peninga. Eg skal komast það, sem ég ætla mér án þeirra. Þú verður þó að minnsta kosti að kaupa matinn ofan í þig og næðið við ritstörfin, sagði Mike. En góði takstu ekki ofmikið á loft út af þessu. Hamingjan skal vita, að ég tel það ekki eftir þér. En segðu mér eitt: Hvað verður um mig í þessum áætlunum þín- um? Og þá útskýrði Maurice, að það hefði hann allt ákveðið kvöldinu áður. Mike skyldi fara tafarlaust til London aftur. Bannermanns- stofurnar voru þegar úr sögunni og smám saman ætlaði hann líka að losa sig úr öðrum fyrirtækj- um, sem hann átti í. Mike skyldi setjast að í húsinu við Portman- torgið. Herbergin þín eru tilbúin og fólkið á von á iþér. Eg hringdi þangað í morgun. Þetta verða náðugir dagar hjá þér. Þú fitn- ar eins og svín. Þú átt ekki að gera annað en stjana við mig og sjá um, að engin ónáði mig. Þú átt að segja: Herra Banner- mann er ekki til viðtals, hann er að skrifa og það má ekki trufla hann. Já, þú verður lukkunnar panfíll, Mike. Maurice stóð upp og tók að stika um gólfið. Þú skalt fá að sjá ýmsa stórkostlega drauma rætast. Stóra, þykkleita andlitið ljóm- aði af gleðibrosi. Allt háð og gamansemi þurrkaðist burt úr huga Mikes. Maurice var alvara — fúlasta alvara — og Mike leizt ekki á það. En hvort sem honum líkaði það betur eða verr, gat hann ekkert að gert. Hann hafði enn aldrei heyrt getið um fjár- málamann, sem tók sig upp á miðjum aldri og gerðist mikill listamaður. En Maurice var Maurice. Kannski kraftaverkið gerðist í þetta sinn. Hann greip höndina á Maurice. Ja, þú ert svei mér forkostulegur, sagði hann í aðdáunar og aðfinnslutón í senn. Eg er hræddur við þetta, get ég ekki neitað. En ef nokkr- um er treystandi til þess arna, þá ert þú maðurinn. Eg held mér takist þeta, Mike. Þá ætla ég að flýta mér til höfuðborgarinnar og ydda hundr að fjaðrapenna. Þú kemur á eft- ir, Maurice? Maurice færðist heldur undan. Eg veit ekki, hvenær ég kem á eftir þér, sagði hann. Eg er þreyttur. Eg þarf að fá almenni- lega hvíld og frí. Eg hef aldrei komið í Vatnahéraðið og nú þeg- ar ég er kominn þangað rétt að bæjardyrunum, er ég að hugsa um að líta á það. Jæja, þú skalt fara varlega ef þú ekur bíl þangað, aðvaraði Mike. Þar er fullt af brekkum og kröppum beygjum, svo að það er líkast því sem maður væri að aka upp húsvegg. Varaðu á þér únliðinn, Maurice. Vertu óhræddur. Þú ert ekki enn farinn að segja mér, bvað þú áttir við þeg- ar þú sagðir, að það 'hefði verið skrítið að hitta þessa stúlku. Maurice hleypti brúnum. Skiptu þér ekki af því, sagði hann. Flýttiu þér heldur heim og farðu að hella á blek'bytturnar. V. Þegar Mike Hartigan var far- inn, steig Maurice upp í bílinn sinn og ók hægt af stað áleiðis til Manohester. Það var komið upp í vana hjá honum að aka hægt. í fyrsta lagi vildi hann ekki leggja lamaða únliðinn á sér í neina hættu og í öðru lagi var hann laus við alla hraðasýki. Það hefði gengið guðlasti næst í hans augum að pína Rolls Royc- inn mjög mikið. Miklu betra að láta hann renna hægt og hátíð- lega eftir veginum, eins og í skrúðgöngu með hann sjálfan, Maurice Bannermann, innan- um allt silfurskrautið, gljáandi speglana og dýru loðfeldina. — Hann gat aldrei losnað við þá tilfinningu, að það væri miklu betra að láta sjá sig í Rolls Royce en að vera í Rolls Royce. Hann hafði ekki nefnt það við Hartigan, *að stúlkan hafði af- þakkað tedrykkjuboð hans. Og hvað um það? Hádegisverð og te á einum og sama degi. Hann minntist þess ekki að hafa nokk urntíma boðið nokkurri kven- persónu upp á slíkt. Hann hafði líka verið svo önn- um kafinn: stjórnarfundir, leyni fundir og brask, á hlaupum hing að og þangað. Hann var orðinn hundleiður á öliu þessu fyrir löngu. Hann hafði ekki sagt Mike frá þvi, en þetta tiltæki ihans hafði ekki verið nein snögg leg hugdetta. Hann var búinn að hugsa um það í heilt ár, Og nú ætlaði hann að losa sig við allt saman, rétt eins og honum hefði fyrst verið að detta það í hug nú. Og nú gat hann fengið tíma til að umgangast konur og stunda áhugamálin, sem höfðu verið svo mikill þáttur í æsku hans. í stuttu máli sagt: nú ætl- aði hann að fara að lifa. En hitt vissi hann, að hvað Rakel snerti, þá var hann að blekkja sjálfan sig. Það var ekki einvörðungu þetta nýja frelsi hans, sem leyfði honum að verða hrifinn af henni. Það var heldur ekki sú tilviljun, að þegar hann kom beint frá Cheet ham, skyldi hann einmitt rekast á þessa konu, sem átti endur- minningar sameiginlegar með honum. Nei, fyrst og fremst var það konan sjálf! Rakel Rosing var ein saman næg til að gera hann hrifinn. Fagra stolta höfuðið með blá- svarta hárið sléttgreitt, fílabeins gula hörundið sem leiddi svo vel í ljós velsköpuð beinin undir því, augun, sem voru svo svört og dreymandi, að það leyndi næstum hörkunni sem undir bjó, varirnar, sem stúlkan kunni svo vel að gera enn fallegri en þær voru — allt þetta hafði gripið Maurice þeim heljartökum og svo hafði mjúka röddin og tigndrlegur limaburð- ur rekið smiðsböggið á hrifningu hans. Hún var kona, sem hafði alla þá ytri fegurð til að bera, sem hlaut að hrífa hvern mann, og Maurice fannst það ofdirfska af sér, þegar hann að loknum hádegisverðinum sagði við hana: Mundi yður finnast það nær- göngult, ef ég byði yður að drekka te með mér seinna í dag? Augu hennar horfðu niður í diskinn og litla slörið, sem huldi annað augað að nokkru, nægði til þess að hylja feginleikan og gleðina, sem greip hana við þetta boð. Nei, sagði hún. Mér fyndist það alls ekki nærgöngult, af því að ég kann vel við yður. Má ég ekki segja það? Maurice hristi höfuðið. Og ég kann líka vel við yður. Þess vegna er ég að bjóða yður. En ég get bara ekki kómið, sagði hún og sendi honum langt augnatillit, sem var fullt af söknuði. Ég hef alls engan tíma í dag.... En á morgun? Og heldur ekki á morgun, fyrr en annað kvöld. Kvöldverð þá. Vilduð þér það? Klukkan átta? Nú var brosið á henni ljóm- andi. Já, það gæti ég. Þegar Maurice ók eftir slétt- lendinu fyrir utan Blackpool á leið til Preston, iðraðist hann alls ekki eftir það, sem hann hafði gert. Hann var þvert á móti ánægður með það. Hann hafði leigt herbergi í Manchester og ætlaði þangað nú. En í morg- unmálið skyldi hann fara til Blackpool aftur. 2. Rakel flýtti sér. í fyrsta sinn síðan hún kom til Blackipool, flýtti hún sér. Fjaran var full af æpandi, sveittum múgi og hún brosti þegar hún leið fram hjá mjúkum skrefum. Að vera að æpa Og fljúgast á við stráka! Nei, það var ekki rétta aðferðin. Mikil freisting hafði það ver- ið, þegar hann bauð henni upp á te. Hún hló er hún minntist þeirra klókinda sinna að draga það heldur á langinn þangað til hún gæti haft mest gagn af því. Nú var það kvöldverður — og í nýjum fötum! Það var rétt svo, að hún hafði efni á að koma fyrirætlun sinni í kring. í leiðinlega herberginu sínu tók hún dót sitt saman í töskuna og leitaði svo uppi hús- móðurina í eldhúsinu. Eg verð að fara til Manchester, en ég verð komin aftur á morg- un. Já, einmitt. En setjum nú svo, að þér komið ekki aftur? Rakel skildi hálfkveðna vísu og opnaði budduna. Þetta nægir fyrir henberginu til vikuloka. Allt í lagi, ungfrú Rosing. Rakel brosti þangað til hún var komin út úr dyrunum og úr augsýn gömlu konunnar. Þá bætti hún að brosa, og eitruð gretta kom á andlitið. Alltaf þurfti maður að eiga við svona fólk. Tortryggið. Allt snerist um peninga. Alltaf lifði maður á fremstu nöf og guð mátti vita, hvað við tæki, ef maður dytti fram af. Hún vissi upp á skild- ing, hve mikla peninga hún hafði í buddunni sinni. Það var rétt að hún gat sloppið með það: komizt til Manchester, leigt sér ódýrt herbergi yfir nóttina og keypt fötin, sem hún þurfti. og svo komizt aftur til Blackpool að morgni. Fljót nú! Ef þú miss- ir af lestinni, verður engin búð opin í Manohester, þegar þú kem ur þangað. Það var ekki margt í lestinni Og Rakel var ein í klefa. Hún lagði töskuna sína upp í netið og hvíldi fæturna á sætinu á móti og reykti vindling meðan lestin þauit yfir flatneskjfuna- Hún hugsaði um hitt Og þetta, sem hún hafði aldrei getað leyft sér en alltaf langað til að gera. Lestin ók inn í Preston. Hugsa sér! Hún var komin á aðalbraut- ina, og ef hún færi í öfuga átt mundi hún geta komizt á ýmsa rómantíska staði, Lancaster, Penrith, Carlisle og jafnvel alla leið til Skotlands. Það var ferð, sem hún hafði aldrei farið. Hún leyfði sér að hugsa um sjálfa sig sitjandi í matarvagni, sem ruggaði uppi í hálendinu, innan um lyng og ár í Skotlandi. Hún hugsaði líka um endinn á þeirri ferð — Gleneagles hótelið með þjónum, baði og hverskyns þæg- indum og óhófi. Þannig enduðu allir draumarnir hjá Rakel. Glæsilega Preston. Hún hafði heyrt borgina nefnda þannig, en ekki varð hún mikils glæsileika vör. Og Warrington var ennþá verri. Það var farið að skyggja. Háir reykháfarnir á sápuverk- smiðjunum spúðu svörtum reyk upp í himininn — það var allt og sumt, sem hún sá af Warr- ington, og svo gul augun á hús- unum, sem störðu út í dimmuna. Það fót ofurlítill hrollur um Rakel við þessa dapurlegu sjón. Einmitt svona yrði hennar eigið líf — þoka og grámóska — nema því aðeins hún gerði eitthvert átak til að losa sig í snatri úr Iþessari deyfð og framkvæmda- leysi, sem hún virtist fallin I upp á síðkastið. Ekki lét hún þessa hugsun samt í ljós Og það gerði ekki betur en hún gerði sér fulla grein fyrir henni í huga sínum, en hún fann bara til andstyggð- ar á þessu leiðinlega landslagi, sem hún þaut gegn um, og þvi ÍHUtvarpiö Miðvikudagur 8. ágúst. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðuríregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleilkar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc. — Tónileikar. — 16.30 Veður-* fregnir. Tónleikar. —• 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynning ar. — 19.20 Veðuríregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Bohemian hljómsveitin í Vfn leikur Straussvalsa. — Fried Walter stjómar. 20.25 Erindi eftir Ole Storm: „Svip« myndir úr sögu brezku alfræði- bókarinnar'*. Ólafur Grunnara* son þýðir og flytur. 20.55 íslenzk tónilist: Páll Kr. Pálsson leikur á orgel í Hafna-rfjarðar* kirkju. a) Toccata og Hicercare eftir dr, Hallgrím Helgason. b) Stef með tilbrigðum 1 b-moll eftir Sigursvein D. Kristinsson. 21.15 Eyjatr við ísland: I. Flatey 4 Skjálfanda (Sverrir Bergmann), 21.45 Sonja Schöner, Heinz Hoppe 9, fl. syngja létt lög. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og ofurstinn" eftir Franz Veríel: I. (Gissur Ó. Erlingsson). 22.30 Næturhljómleikar: ^Byron-sin- fónía" op. 53 eftir Alan Bush. Robert Lauhöfer bariton, kór og sinfóníuhljómsveit útvarps- ins í Leipzig flytja. — Herbert Kegel stjórnar. ** 26 Daeskrárlok. X-X-X- GEISLI' GEIMFARI X-X-X- En hvað eigum við að gera við en lausan, eins og hina tvo, en ekki mun sjá um, að við lcomust heilu og þessa tvo, dr. Draco? Geisla. höldnji til Karz. k Við látum vísindamanninn frá Asp- Við höfum hann með okkur. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.