Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 13
^ Miðvikndagur 8. ágúst 1962.
MORCVNBLAÐIÐ
13
Ólafur Björnsson, prófessor:
Efnahagsbandalag Evrúpu og áhrif
hinn sameiginlegi tollur byrjaði
að koma til framkvæmda er um
hækkun að ræða úr 6% í 11% að
meðaltali, yrði tapið reiknað á
sama hátt 83 millj. kr. Þessai
tölur miða við sama útflutning og
var á árinu 1961, en sé gert ráð
fyrir auknum útflutningi til þess
ara landa, verður tapið auðvitað
meira.
þess á efnahagsafkomu íslendinga
UNDANFARNAR vikur hafa
miklar umræður átt sér stað bæði
xnanna meðal og í blöðum um
Efnahagsbandalag Evrópu (hér
eftir skammstafað EBE) og þann
vanda, sem íslendingum er á
höndum í sambandi við það, þar
eð ekki getur liðið á löngu, áð-
ur en þeir verða að marka ein-
hverja afstöðu trl þess. Á núver-
andi stigi málsins ríkir þó að
mínu áliti svo mikil óvissa um
ýmis atriði, er úrslitaþýðingu
getur haft fyrir það, hverja af-
stöðu sé skynsamlegast fyrir ís-
lendinga að taka í þessu efni, að
ekki er tímabært að marka slíka
afstöðu. Á þeim grundvelli hefir
og ríkisstjórn íslands til þessa
unnið að málinu svo sem kunn-
_ugt er.
En þrátt íyrir þetta hefur ein-
mitt síðustu vikurnar verið haf-
inn öflugur áróður gegn hvers-
feonar aðild íslands að EBE, þann
ig að sá hópur manna virðist vera
töluvert stór, sem telur sig þess
umkominn þegar í stað að taka
endanlega afstöðu til málsins. Eru
þar auðvitað fremstir í hópi þeir,
sem ávallt hafa verið andvígir
hverskonar þátttöku íslands í
samstarfi vestrænna þjóða, og
eru þeir menn auðvitað fylli-
lega sjálfum sér samkvæmir. En
fleiri eru þeir sem a.m.k. hafa
hingað til viljað viðurkenna, að
þeir séu andvígir þátttöku ís-
lands í slíku samstarfi; virðast þó
þegar hafa tekið afstöðu gegn
EBE og víst er um það, að áróð
urinn er við það miðaður, að
hann fái hljómgrunn hjá fleirum
en andstæðingum þátttöku ís-
lands í vestrænni samvinnu.
Fyrirlestrar þeir, sem norski
hagfræðiprófessorinn Ragnar
Frisch hélt hér á landi laust fyrir
miðjan júlí hefir verið helzta
„tromp“ andstæðinga efnahags-
bandalagsins, enda ekki vafi á
því, að fyrirlestrar þessir og það
sem í kringum þá var, hafa átt
sinn þátt í auknum áhuga almenn
ings fyrir málinu, og skal það út
af fyrir sig síður en svo lastað.
En þótt próf Frisch sé hinn merk
asti vísindamaður á sínu sviði,
verður gildi þess boðskapar, er
hann hafði hér að flytja að met
ast með tilliti til íslenzkra við-
horfa í þessum efnum.
Mestu varðar, að íslendingar
marki afstöðu sína tii EBE á
raunhæfum forsendum.
Tilgangur þessara lína er ekki
sá, að brjóta til mergjar erindi
próf. Frisch almennt. Að baki því
liggur sú skoðun, að opinber
stjórn efnahagsmála eða áætlun-
»rbúskapar, eins og það er kall
að öðru nafni, sé líklegri leið til
aukinna framfara og eflingar vel-
ferðar almennings en hagkerfi
hins frjálsa markaðar, sem próf.
Frisch nefnir hið „óupplýsta pen
ingaveldi". Hvort sú skoðun sé
réttmæt eða ekki, verður ekki
rætt hér, enda hafa þeirri hlið
málsins verið gerð ýtarleg skil í
grein dr. Benjamíns Eiríkssonar,
er birtist hér í blaðinu fyrir
skömmu.
En óháð þeim ágreiningi sem
er og heldur áfram að vera um
þetta efni, ætti ekki að vera
ágreiningur um hitt, að þegar við
íslendingar á sínum tíma tókum
ékvörðun um það, hvort og hvern
ig við æskjum tengsla við EBE,
þá verði það gert á grundvelli
raunhæfrar þekkingar á kostum
og löstum þeirra leiða, sem um er
að velja.
Fyrirlestur próf. Frisch er eðli
lega fyrst og fremst miðaður við
norskar aðstæður og skal hér
ekki lagður dómur á gildi boð-
skapar hans miðað við aðstæður í
heimalandinu. Það er mál Norð-
manna að dæma um það. En
hjálpar hann okkur til þess að
leysa okkar vanda? Eiga þær for
sendur, sem liggja til grundvallar
andstöðu hans við EBE við hér
á landi. Það er efni þessarar
greinar að ræða það í stærstu
dráttum.
Hvernig setui próf. Frisch
dæmið upp?
Forsendur þær, sem próf.
Frisch byggir á þær niðurstöð-
ur, að „aðild að EBE sé óhyggi-
leg og hættuleg", virðast í meg-
inatriðum vera þessar:
Sú aukning þjóðarteknanna,
sem í mesta lagi má gera ráð
fyrir innan efnahagsbandalagsins
er 3M> % á ári. Skynsamlegur á-
ætlunarbúskapur án aðildar að
bandalaginu ætti hins vegar að
geta tryggt 5% árlega aukningu
þjóðartekna á mann. Frá efna-
hagslegu sjónarmiði er það þann
ig tap, en ekki hagnaður, að
ganga í EBE. Markaðstöp, sem af
því kynnu að leiða að vera utan
bandalagsins, má vinna upp með
auknum viðskiptum við þau lönd,
sem eru utan þess, sér í lagi
vanþróuðu löndin.
En auk þeirra óhagstæðu á-
hrifa, sem aðild að EBE hefir að
dómi próf. Frisch á vöxt þjóðar
teknanna, má gera ráð fyrir því,
að skipting þeirra verði ójafn
ari en ella, þar sem alræði hins
„óupplýsta peningaveildis“ tor-
veldar allar félagslegar umbætur
í þágu þeirra sem verst eru settir
í þjóðfélaginu. Sé á þessum for
sendum byggt, getur ályktun sú,
sem af þeim væri dregin, varla
orðið nema á einn veg, þann að
aðild að bandalaginu komi ekki
til greina og kröfum þeim, sem
nú er að því beitt að kynna sér
sem bezt málefni þess og þá
kosti, sem íslandi standa til boða
í sambandi við það, verði betur
varið til annarra nytsamlegri
hluta. Er það raunhæft að byggja
á slíkum forsendum? *
Hverjir eru kostir efnahags-
samvinnu þjóða í milli?
Áður en lengra er haldið er
rétt að gera sér grein fyrir því,
hvaða rök það eru sem að því
hníga, að vænta megi efnahags
legs ávinnings fyrir aðildarríkin,
hvort um sig af pví nána efna-
hagslega samstarfi sem til er efnt
með stofnun EBE. En þar eru
efst á baugi hin alkunnu rök hag
kvæmni verkskiptingar og sér-
hæfingar. Framleiðsluskilyrðin
eru mismunandi í hinum ýmsu
löndum, en af því leiðir að utan-
ríkisviðskipti gera hverju ein-
stöku landi kleift að sérhæfa sig
á því sviði, þar sem það hefir
bezta aðstöðu Hér við bætist, að
framleiðsla í stórum stíl er oft
hagkvæmari en framleiðsla í
smærri stíl, en skilyrði fyrir því,
að hægt sé að framleiða í stórum
stíl er aðgangur að stórum mark-
aði. Nú er það að vísu svo, að þær
tölulegu athuganir sem gerðar
hafa verið á því, hve mikillar
framleiðsluaukningar megi vænta
innan aðildarrikja EBE sem heild
ar vegna aukanna verkaskipting
ar er samameiginlegi markaður-
inn gerði mögulega, benda til
þess, að þessi árangur verði ekki
mjög mikill. Próf. Frisch kemst
þannig að orði, eftir að hafa vitn
að í tvo kunna hagfræðinga, sem
framkvæmt hafa athugun á
þessu, að árangur sá, sem vænta
megi í þessa efni sé „hlægilega lít
ill“. Eg hefi ekki átt þess kost
að sjá unuæddar heimildir, og
get ég ekki vefengt þær. En jafn
vel þó á þessum niðurstöðum
væri byggt, ei það að mínu áliti
fráleitt að draga af því þá álykt
un, að það varði litlu fyrir efna-
hagsafkomu fslendinga í framtíð
inni, hverja aðstöðu þeir fá á
mörkuðum Vestur-Evrópu.
f því sambandi verður að hafa
hugfast, að efnahagssamvinna V-
Evrópuríkjanna er engin nýjung,
heldur hefir hún átt sér stað frá
styrjaldarlokum og orðið stöð-
Ólafur Björnsson.
ugt nánari, þannig að líta má á
EBE sem lokastig þróunar, sem
verið hefir óslitin allan þennan
tíma. Öll þessi ríki, sem nú eru
aðilar EBE eða sótt hafa um að-
ild að því í einhverri mynd, hafa
tekið virkan þátt í þessu sam-
starfi, þar á meðal Noregur. —
Þetta samstarf hefir einmitt fyrst
og fremst verið fólgið í því að
koma á sem frjálsustum viðskipt
um milli þessara landa, afnema
innflutnings og gjaldeyrishöft
og lækka tolla. Vegna þessarar
samvinnu er verkaskipting milli
þeirra Evrópuþjóða, sem virkan
þátt hafa tekið í þessu samstarfi
þegar komin á það stig, að þær
niðurstöður, er hér hefir verið
getið, þurfa í sjálfu sér ekki að
koma á óvart.
En einmitt í þessu efni hefir
ísland haft algera sérstöðu meðal
þeirra þjóða, er tekið hafa þátt
í efnahagssamvinnu Evrópu-
þjóða vestan járntjalds: ís-
land hefur að vísu tekið þátt
í þessu samstarfi og notið góðs
af því, en með öðrum hætti
Það hefir ekki verið um það að
ræða að við höfum tekið þátt í
hinum frjálsa markaði Evrópu,
nema til malamynda, og atvinnu
líf okkar hefir því ekki verið að
hæft slíkum markaði. Allt frá
stríðslokum fram til ársins 1960,
að viðreisnarráðstafamrnar voru
gerðar, hafa verið hér ströng
gjaldeyris- og innflutningshöft,
þó að nokkuð væri að vísu slak
að á þeim árin 1951—’'55, vegna
efnahagsráðstafananna, sem gerð
ar voru 1950. Síðustu tvö árin
hafa innflutningshöft að vísu ver
ið afnumin að mestu, en tollar á
innfluttum varningi eru enn
margfaldir a við það, sem gerist
í öðrum löndum Vestur-Evrópu,
þrátt fyrir það spor sem stigið
var á síðasta Alþingi í þá átt að
lækka hátolla.
ísland hefir hinsvegar notið
góðs af aðild sinni að efnahags-
samvinnu Vestur-Evrópuþjóða og
stofnunum á vegum hennar, á
þann hátt, að slík aðild hefir
veitt okkur aðstöðu til þess að fá
gjaldeyrislán, sem gert hafa það
kleift að skjóta á frest óumflýj
anlegum aðgerðum til þess að
hagkerfi okkar væri starfhæft, en
ekki verður sú saga rakin nánar.
Áhrif hins langvarandi hafta-
búskapar á atvinnulíf íslendinga.
Sú sérstaða íslands innan efna
hagssamvinnu Vestur-Evrópu-
þjóða, sem nú hefir verið gerð
grein fyrir, veldur því aftur, að
niðurstöður athugana þeirra,
sem gerðar hafa verið á því hverr
ar framleiðsluaukningar megi
vænta vegna aukinnar verka-
skiptingar í skjóli EBE, eiga ekki
við um ísland.
Ástand það, sem ríkt hefir í
efnahagsmálum okkar frá styrj-
aldarlokum, en einkenni þess
eru rangskráð gengi, sem gert hef
ir það nauðsynlegt að beita
ströngum innflutningshöftum, hef
ir haft örfandi áhrif á alla fram
leiðslu fyrir innlendan markað,
sérstaklega þá, sem byggir á inn
flutningi hráefna, en að sama
skapi haft óhagstæð áhrif á alla
útflutningsframleiðslu. Þar sem
innlendi markaðurinn er lítill, en
útflutningsframleiðslan er fyrir
heimsmarkað, hefir þessi þróun
auðvitað dregið mjög úr því, áð
hægt hafi verið að hagnýta kosti
þess að framleiða í stórum stíl, og
hafa efnahagslegar framfarir því
orðið minni en efni hefðu annars
staðið til. Ætla má, að miklir
möguleikar séu því hér fyrir
hendi til þess að auka framleiðslu
afköstin mtð því að beina fram-
leiðslukröftunum meira í þágu
útflutningsins en nú er. En til
þess að svo megi verða þarf auð-
vitað á auknum mörkuðum að
halda.
Einmitt vegna þess, hve at-
vinnulíf okkar er fábreytt og
þjóðin fámenn, eigum við meira
undir því en stærri þjóðirnar, að
utanríkisverzlun okkar geti ver
ið með eðlilegum hætti. Óskyn-
samleg stefna í efnahagsmálum
hefir að vísu hindrað eðlilega
þróun útflutningsatvinnuveg-
anna, en þessvegna má einmitt
gera ráð fyrir því, að hér séu
möguleikar á meiri aukningu
þjóðartekna ef ísland yrði virk
ari þátttakandi í efnahagssam-
starfi þjóða en verið hefir, heldur
en í þeim löndum sem þegar hafa
um langt skeið tekið virkan þátt
í slíku samstarfi og aðlagað sig
því.
Hverja þýðingu hafa markaðirnir
í aðildarríkjum EBE fyrir
utanríkisverzlun íelendinga?
í erindi er Jónas H. Haralz
hagfræðingur flutti á sl. vetri í
Hagfræðafélagi íslands er upp-
lýst, að árið 1961 hafi útflutning
ur íslands til þeirra landa er nú
má telja líklegt að gerist aðilar
að BBE, numið 61% af heildar-
útflutningi landsins en innflutn
ingur frá þessum löndum 51%
af heildarinnflutningi. Eru þessar
tölur að vísu nokkuð lægri en
hvað snertir Danmörku og Nor-
eg, sem flytja yfir 70% af út-
flutningi sínum til sömu landa,
en eigi að síður sýna þessar töl-
ur ljóslega, hve mikilvægur mark
aðurinn í þessum löndum er út-
flutningsframleiðslu okkar. f
sama erindi gerir Jónas einnig
ráð fyrir því, að meðaltollunin
á því magni sjávarafurða sem
flutt var til þessara landa árið
1961 muni nema 11%, er hinn
sameiginlegi tollur á sjávaraf-
urðum, hefur tekið gildi. Fob-
verðmæti útflutnings sjávaraf-
urða til þessara landa nam 1646
millj. kr. árið 1961, þannig að
tap okkar við það að standa utan
bandalagsins miðað við það að
njóta tollfrelsis innan þess, nem
ur þannig 188 millj. kr., sé miðað
við útflutning sjávarafurða ein-
göngu. Sé hins vegar miðað við
þá tolla, sem í gildi voru áður en
f þessu er fólgið það efnahags-
lega vandamál, sem fslendingar
standa gagnvart, ef ekki verður
um nein tengsl að ræða við EBE,
þannig að útflutningsatvinnuveg
irnir verði að bera að fullu hinn
sameiginlega toll bandalagsins.
Er hér þó aðeins gert ráð fyrir
því, að ekki verði um aðrar höml
ur að ræða á innflutningi frá
löndum utan bandalagsins, en
þær, sem felast í hinum sameig
inlega t.olli, en vel getur orðið
um frekari hömlur að ræða, t.d.
i mynd beinna innflutningshafta.
Er það atriði nánar rætt í fyrr-
nefndu erindi Jónasar, sem birt
er í jan.-apríl hefti Fjármálatíð-
inda 1962, og íáða má öllum þeim
til að lesa, sem áhuga hafa á að
kynna sér staðreyndir í því máli,
er hér er rætt.
Getum við bætt okkur hið beina
tjón, er EBE mun baka okkur, ef
við stöndum utan þess?
Það er samkvæmt framan-
greindu óvéfengjanleg staðreynd,
að miðað við allt annað óbreytt,
veldur það okkur talsverðu tjóni,
að vera utan EBE og njóta engra
fríðinda á hinum stóra markaði
þess. Þetta tjón er þó .meira í
því fólgið að hindra aðíilega þró
un útflutningsframleiðslu okkar
en hinu, nð núverandi útflutnings
verðmæti rýrni svo mjög. Hvaða
leiðir finnast til að bæta það
tjón?
Próf. Frisch bendir þar á
tvennt í fyrirlestri sínum. í fyrsta
lagi telur hann að með því að
taka upp „skynsamlegan áætlun
arbúskap“ geti hin einstöku lönd
þótt utan bandalagsins séu, náð
meiri framleiðsluaukningu en
gert sé ráð fyrir innan bandalágs
ins, sbr. hér að framan.
Ekki skal það dregið í efa, að
prófessorinn myndi reiðubúinn
að gera nánari grein fyrir því
hvað í þessu íelst, miðað við að-
stæður í Noregi. En svo lengi
sem ekki liggur fyrir ákveðin
greinargerð fyrir því hvað í slíku
felst í einstökum atriðum, verð
ur ekki hjá því komizt að tor-
tryggja þá lausn, sem í þessu
kann að vera fólgin. Almenn
vígorð eins og „áætlunarbúskap
ur“ leysa engan vanda. Það sem
máli skiptii er það hvernig slíkan
áætlunarbúskap á að fram-
kvæma, af hverjum og hve víð
tækur hann á að vera. Þær til-
raunir, sem hér á landi hafa ver
ið gerðar með opinberan áætlun-
arbúskap, sbr. starfsemi Fjárhags
ráðs og gjaldeyrisúthlutunar-
nefndanna, hafa ekki gefið góða
raun. Það yrði fyrst, þegar and
stæðingar EBE hér á landi hefðu
gért nánari grein fyrir því, hvers
konar áætlunarbúskapur það
væri, sem gæti leyst vandamál
okkar í sambandi við EBE, að
ástæða væri til að ræða slík úr
ræði í alvöru. Hitt úrræðið, sem
próf. Frisch bendir á, náist ekki
viðhlítandi verzlunarsamningur
við bandalagið, er öflun nýrra
markaða og þá fyrst og fremst
í vanþróuðu ríkjunum.
Nú er það tvímælalaust rétt,
að með tímanum verður um stór
an og vaxandi markað að ræða í
vanþróðuðu löndunum. Hitt er
svo annað mál, hve miklar líkur
eru á því. að hægt verði á næstu
misserum að bæta upp það tjón,
sem við verðum fyrir vegna rýrn
unar markaða í Y.-Evrópu með
auknum viðskiptum við vanþró
uðu löndin. í því efni er aðstaða
Islendinga verri en þeirra þjóða,
sem lengra eru komnar á braut
iðnvæðingar. Vanþróuðu löndin
framleiða hráefni en flytja inn
fullunnar iðnaðarvörur og kapi-
tálvörur, nákvæmlega eins og við
gerum. Þau geta því ekki a.m.k.
ekki fyrst um sinn verið jafn
eðlilegir viðskiptavinir og hin
þéttbýlu iðnaðarlönd, sem vantar
matvæli og hráefni, sem við höf-
Framihald á bls. 17