Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 14
14 MORGVN BLAÐIÐ Miðvikudagur 8. ágúst 1962. Faðir okkar JÓN Á. ÓLAFSSON frá Patreksfirði andaðist sunnudaginn 5. ágúst 1962 að Hrafnistu, Reykjavík. Jarðsett verður laugardaginn 11. ágúst frá Dómkirkjunni kl. 10,30 f.h. Börn hins látna. Eiginkona mín BRYNJA ÞURÍÐUR GU«MUNl)SDÖrrrr1'' er andaðist 30. f.m. verður jarðsungin miðvikudaginn 8. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. — Þeir, sem óska að heiðra mianmgu hhmar látnu eru vinsamlega beðnir að láta Barnaspitalasjoð Hringsins njóta þess. Skarphéðinn Árnason og dætur. Systir mín ELÍN GUÐMUNDSPÓTTIR frá Ofanleiti andaðist 28. júlí. Jarðarförin hefur farið fram — Þal_ka auðsýnda samúð. Lára Guðmundsdóttir. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir KRISTBJÖRG ARNBJARNARDÓTTIR, Viðimel 50 er andaðist 31. f.m. verður jarðsungin miðvikudaginn 8. ágúst frá Fossvogskirkju. Athöfnin hefst kl. 13,30. Blóm vinsamlegast afbeðin. en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Guðmundur Guðmundsson, Gunnar B. H. Sigurðsson, Þórdís Magnúsdóttir, Bergur Arnbjarnarson, Gunnar Arnbjarnarson. Útför móður okkar VALGERÐAR ARNODDSDÓTTUR sem lézt 1. ágúst fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 9. ágúst kl. 2,30 e.h. Börnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mtns, föður okkar og tengdaföður BJÖRNS M. ARNÓRSSONAR stórkaupmanns. Guðrún Jónsdóttir, Arnór Björnsson Þorbjörg Björnsdóttir, Einar Kristjánsson, Valgerður Björnsdóttir, Snorri Ólafsson, Helga Björnsdóttir, Gísli Sigurbjörnsson. Þökkum innilega öllum, sem okkur sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTJÓNS JÓNSSONAR, trésmiðs, Skólavörðustíg 26. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Borgarspítalans fyrir allt. sem það gerði fyrir hinn látna. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Einarsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát ÞORBJARGAR SVEINBJARNARDÓTTUR frá Hlíðarenda. Börn, tengdadætur og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar MAGNÚSAR bergssonar frá Skriðufelii. Börn hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útrör dóttur okkar INGIBJARGAR GUÐKÚNAR AÐALSTEINSDÓTTUR Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarsjúkra- hússins fyrir góðviid og umhyggju í langvarandi veik- indum hennar. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja. Ingibjörg Agnarsdóttir, Aðalsteinn Andrésson Jón Guðbrandsson ÞANN 27. f. m. andaðist í Kaup- mannahöfn Jón Guðbrandsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eim- skipafélags íslands í Kaup- manahöfn. Jón var fæddur í Reykjavík 25. júní 1885 og varð því rúm- lega 77 ára gamall. Ungur tók Jón til starfa. Vanr. hann meðal annars um skeið við verzlun Brynjólfs H. Bjarnasonar. Hann var við kaupskap eitt sumar eða fleiri á „spekulants“-skipum, sem sigldu á margar hafnir á Vestfjörðum. — Þá vann hann einnig á skrifstofu Sameinaða félagsins, áður en hánn hélt til Kaupmannahafnar. Þar vann hann um tíma hjá Thore skipa- félaginu. Þegar Eimskipafélagið tók til starfa 1915 og opnaði skrifstofu í Kaupmannahöfn, réð ist Jón þangað, og var hann sið- an í þjónustu félagsins þangað til hann árið 1954 lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1917 höfðu að heita mátti stöðvazt allar siglingar milli ís- lands og meginlands Evrópu, eft ir að Þjóðverjar beittu hinum ótakmarkaða kafbátahernaði. Siglingum íslendinga var því beint til Ameríku, og varð þá að ráði að Jón Guðbrandsson færi til New York sem fulltrúi fé- lagsins þar. Kom fljótt í Ijós, hversu fljótur Jón var að kynn- alúð, samvizkusemi og með ast viðfangsefnunum, enda stundaði hann starfið af þeirri þeirri skapefstu, sem einkenndu öll hans störf. Skipakostur íslendinga var ónógur og var því ekki hægt að verða við nema nokkrum hluta af þeim pöntunum, sem bárust um skiprúm. Útflutningsleyfi þurfti að fá fyrir öllum vörum, sem keyptar voru frá Bandaríkj unum, og oft stóð lengi á að fá slík leyfi, og gerði það starfið erfiðara. Að stríðínu loknu fór Jón aft- Vegna útfarar BRYNDÍSAR SIGURJÓNSDÓTTUR, verða skrifstofur TónsKáldafélags íslands og Sambands tónskálda og eigenda ílutningsrétta, lokaðar í dag, en minningarspjöld frá MinnmgarsjóÖi tónskálda afgreidd kl- 10—12 og 17—18 að Freyjugötu 3. Mágur minn og bróðir okkar ÞÓRÐUR JÓNSSON Mófellsstoðum, Skorradal, lézt að heimiii sínu mánudaginn 6 ágúst. Guðfinna Siguiðardóttir og systkini. Móðir okkar RANNVEIG TEITSDÓTTIR, sem andaðíst 30. júlí verður jarðsett frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Slysavarn- arfélag íslands. Þórey Böðvarsdóttir, Ágúst Bóðvarsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁGÚST PÁLSSON, Mánagötu 5, verðlur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 10. ágúst kl. 13,30 e.h. Óskar P. Ágústsson Eva Guðmundsdóttn, Jóna Ágústsdóttir Óskar Sveinbjörnsson, Áslaug Ágústsdóttir, Skúli Björnsson, og barnabörn. Konan mín og móðir okkar SIGURBORG PÉTURSDÓTTIR frá ísafirði, andaðist 5. p rn. Jarðarförm ákveðin föstudagirm 10. þ.m. kl. 15 frá Fossvogskirkju. Þorarinn Gíslason, Jóbanna Þórarinsdóttir, Pétur Þórarinsson, Margrét Þórarinsdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi EINAR BÆRINGSSON til heimilis að Kaplaskjóisvegi 39, lézt að Landsspítal- anum 4. ágúst. I.ára Pétursdóttir og böm. ur til Kaupmannahafnar, en ár- ið 1923 setti Eimskipafélagið á stofn skrifstofu í Hull og stjórn- aði Jón henni. Skrifstofa þessi starfaði þó ekki lengi, þar eð hagkvæmara þótti að fela af- greiðsluna brezku félagi. Hvarf þá Jón aftur til Kaupmanahafn- ar og nokkru síðar gerðist hann skrifstofustjóri félagsins þar. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, var fyrirsjáanlegt að beinar siglingar milli New York og íslands myndu hefjast. —- Hringdi ég því til Jóns í Kaup- mannahöfn og bað hann að fara til New York og skipuleggja af- greiðslu skipanna þar. Eg fann á samtalinu, að Jóni var ekki geðfellt að skilja við konu og heimili, og spurði hann hvort einhver annar af starfsmönnum félagsins gæti ekki farið. Þá sagði ég: „Það er bara ekld sama hvort það er Jón eða séra Jón.“ Þá sagði Jón: „Ég skal fara, en ég verð ekki nema sex mánuði.“ Þannig lauk samtalinu. En Jón var bara ekltí sex mánuði, held- ur sex ár. — Á þessum árum vann Jón Eimskipafélaginu og allri íslenzku þjóðinni ómetan- legt gagn. Að stríðinu loknu tók Jón aft- ur við skrifstofustjórastarfinu I Kaupmannahöfn. Einkennandi fyrir hina frá- bæru skapgerð Jóns, var meðal annars háttvísi hans í umgengni við alla menn, alúð og sam- vizkusemi í öllum störfum. — Hann kynnti sér öll verkefnin niður í kjölinn, enda réð hann farsællega fram úr öllum mál- um, sem undir hann heyrðu. — Það var mikil gæfa fyrir Eim- sltípafélagið þegar það hóf start sitt, að Jón Guðbrandsson skyldi ganga í þjónustu þess. öll þau ár, sem hann vann fyrir félagið, vakti hann yfir hagsmunum og heiðri þess, auk þess sem hann kappkostaði að veita við- skiptavinunum þá beztu þjón- ustu, sem unnt var. Þetta fundu vdðskiptavinirnir og þess vegna naut Jón vinsælda og virðingar allra þeirra, sem náin kynni höfðu af honum. Jón Guðbrandsson naut þess vel að vera í vinahóp. Var hann fjölfróður og skemmtilegur, og var óvenju næmur fyrir því skop lega í umhverfinu. Hófsmaður var hann alla ævi. Jón var allra manna gestrisnastur og góður heim að sækja. Ungur tók Jón að stunda iþróttir, einkum knatt spyrnu og sund, en sundið stund aði han allt fram á síðasta ár. Jón var kvæntur danskri konu, Frida Ottesen, hinni mestu ágæt iskonu. Hún er dáin fyrir mörg- um árum. Fundum okkar Jóns bar fyrst saman í Kaupmannahöfn árið 1915, en náin kynni okkar urðu fyrst í New York 1917. Ég kom til New York í maí 1917, en Jón í júní. Hófst fljótlega með okkur vinátta, sem aldrei hefir fallið skuggi á í 45 ár. Árið 1930 tók ég við forstjórastöðu Eim- skipafélagsins, og síðan hefir samstarf okkar Jóns verið mjög náið og með ágætum. Með þessum fáu orðum kveð ég þig vinur, og þakka þér ágætt samstarf og óbifanlega vináttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. G. Vilhjálmsson. t EKKI YFlRHlAPA RAFKERFIP! i Húseigandafélag Reykjavikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.