Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 17
MORGVWnr 4 rt 1 Ð 17 f Miðviliudagur 8. ágúst 1962. -Efnahagsbandalag Auður Gísladóttir i ' Framhald aí bls. 13. um góða aðstöðu til að framleiða en hafa hinsvegar á boðstólum kapitalvörur og fullunnar iðnað- arvörur, sem okkur vantar. Fjarlægðin milli fslands og flestra hinna vanþróuðu landa [Cen með vanþróuðum löndum er einkum átt við Asíu-, Afríku- og Suður-Ameríkuríkin) torveldar og meiriháttar viðskipti við þau, a.m.k. ef um þungavarning er að ræða. I>á má ekki gleyma því, að jgert er ráð fyrir því, að flest Afríkuríkin öðlist aukaaðild að EBE, en þar munu möguleikarn ir einmitt mestir fyrir aukinn út flutning frá íslandi til vanþró- aðra landa. Hér verða ekki nán ar ræddir þeir möguleikar, sem á því kynnu að vera að auka við skipti við önnur lönd utan EBE og þá fyrst og fremst Austur- Evrópuríkin og Norður-Ameríku. f>ví efni eru og gerð glögg skil í áðurnefndum fyrirlestri Jónas- ar Haralz, og verður hér látið nægja að visa til hans. En þar eru færð veigamikil rök fyrir því, að möguleikarnir á auknum við- skiptum við þau markaðssvæði hljóti fyrst um sinn að verða mjög takmarkaðir. Er eðlileg þróun félagsmálalög- gjafar í ha ttu innan þeirra ríkja er gerast aðilar að EBE? Hér hafa verið dregnar fram nokkrar staðreyndir varðandi það efnahagslega tjón sem hætta er á að stofnun EBE muni valda þjóðarbúskap íslendinga, ef þeir verða ekki í neinum tengslum Við það. Annmarkarnir á fullri aðild að bandalaginu á grundvelli Róm- arsáttmálans eru hins vegar auð vitað bæði margir og svo stórir frá sjónarmiði okkar fslendinga, að mér vitanlega hafa engir á- byrgir aðilar hérlendis hingað til gerzt talsmenn fyrir slíkri aðild. Þessir annmarkar munu flestum þeim kunnir er áhuga hafa á þessu máli á einn eða ann an hátt, og verða því ekki rakt- ir hér. En þó okkur íslendingum sé auðvitað jafn nauðsynlegt að gera okkur þessa annmarka Ijósa og horfast í augu við þá eins og hitt, hver áhrif það hef- ir á afkomu okkar að vera utan bandalagsins, þá greiðir það ekki fyrir lausn málsins í sam- ræmi við þjóðarhagsmuni, að búnar séu til alls konar Grýlur í sambandi við EBE, sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikan- um. Ein slík Grýla er það, er því er haldið fram m. a. á grund- velli fyrirlestrar próf. Frisch, að vegna þess að hið „óupplýsta peningaveldi‘' verði alrátt í bandalaginu, hljóti slíkt óhjá- kvæmilega að hefta þróun allra félagslegra umbóta í aðildar- ríkjunum. Á þessu virðist lítil hætta, »n.a. £ ljósi þeirra staðreynda, að félagsmálalöggjöf þeirra sex ríkja, er nú mynda bandalagið, er yfirleitt fullkomnari en þeirra Vestur-Evrópuríkja, er ut an bandalagsins standa, svo sem Stóra-Bretlands og Norðurlanda. Eftirfarandi tölur, sem teknar eru úr ritinu „Danmark og det europæiske fællesskab", sem eamið hefur verið af þeim efna- hagsmálasérfæðingum dönsku ríkisstjórnarinnar, er um þetta mál hafa fjallað, sanna þetta, en þær gefa til kynna félagsmála- útgjöld í sexveldunum og í Danmörku. Félagsmála- Félagsmála- útgjöld á útgjöld % af mann, d. kr. þjóðatekjum Luxembourg 1285 17.4 Frakkland 1123 16.3 Belgía 982 16.4 y.-Þýzkalaiiu 1086 18.2 Danmörk 862 11.4 Holland 683 13.8 ílalía 442 14.3 Þessi tafla sýnir, að félags- málaútgjöld á mann eru meiri •* *» i Danmörku í öllum rikjum sexveldanna nema Hollandi og ítalíu og sé miðað við þjóðar- tekjur eru framlög allra sex- ríkjanna meiri en Danmerkur. Til samanburðar við önnur Norð urlönd en Danmörk, má geta þess, að samkvæmt athugun, sem hér hefir verið gerð, eru fé- lagsmálaútgjöld á mann allmiklu hærri í Danmörku en í Finn- landi og á íslandi, hins vegar eru þessi útgjöld nokkru hærri í Noregi en í Danmörku og all- miklu hærri í Svíþjóð. Athyglisvert er, að miðað við þjóðartekjur eru félagsmálaút- gjöld hæst í Vestur-Þýzkalandi, sem samkvæmt kenningum and- stæðinga EBE, er vafalaust höf- uðvígi hins „óupplýsta peninga- veldis“. Lokaorð í þessari grein hefir engin af- staða verið tekin til þess, hvort eða í hvaða mynd íslendingum beri að æskja inngöngu í EBE. Að mínu áliti er heldur ekki tíma bært að taka slíka afstöðu. En hitt er aftur á móti tímabært að þjóðinni sé kynntur sá vandi, sem íslandi ber að höndum vegna þeirrar þróunar efnahags- mála, sem af stofnun EBE leiða. Hleypidómalaust mat á stað- reyndum er sá eini grundvöll- ur, sem ákvarðanir þær, sem við í þessu efni verðum fyrr eða síðar að taka og orðið geta örlagaríkar, hverjar sem þær verða, sem á verður að byggja, ef þess má vænta að ákvarðan- irnar verði í samræmi við þjóð- arhag. Hér hafa nokkrar þessarra staðreynda verið ræddar, en mörgu er sleppt, m. a. hafa lítt eða ekki verið ræddar aðrar hliðar þessa stórmáls en sú efna- hagslega, en þær eru vissulega mikilvægar. Einhliða áróður af því tagi, sem undanfarið hefur verið hafð ur í frammi undir forystu þeirra manna, sem ávallt hafa verið andvígir allri þátttöku íslands í vestrænni samvinnu, er hins veg ar ekki líklegur til þess að stuðla að réttum skilningi þjóð- arinnar á þessu vandamáli, og ber því við honum að vara. Og um fyrirlestur próf. Frisch má það segja — með fullri við- urkenningu á afrekum hans á sviði hagvísindanna — að þó boðskapur hans hafi vafalaust verið fluttur af góðum hug í garð íslendinga, þá eru forsend- ur þær, er hann byggir niður- stöður sínar á, oi óraunhæfar miðað við íslenzk viðhorf til þess að með boðskapnum sé stig ið spor í þá átt að auka dóm- greind almennings í þessu máli, nema síður sé. FRÚ AUÐUR Gísladóttir, ekkja Árna Jónssonar prófasts á Skútu stöðum við Mývatn, andaðist hér í bænum 27. f.m., 93 ára gömul, en hún hafði átt lieima hér í Reykjavík í 45 ár. Húh var ann- ars Þingeyingur að ætt, fædd 1. marz 1369, góðrar ættar. Faðir hennar var Gísli Ásmundsson á Þverá í Dalsmynni, en þeir voru hálfibræður hann Og Einar Ás- mundsson í Nesi, þjóðkunnur framfaramaður. En móðir Auðar var Þorbjörg Olgeirsdóttir bónda í Garði í Fnjóskadal, mikil at- orku og þrekkona og ótrauð að koma börnum sínum til manns og mennta. Þau Þverársystkini voru fimm. Auður var elst og fjórir bræður, þeir séra Ásmund ur á Hálsi, Ingólfur læknir í Borgarnesi, Garðar stórkaupmað ur og Haukur prestur við Hólms ins kirkju í Kaupmannahöfn og eru nú öll látin. Öll urðu þessi systkini merkir starfsmenn hver á sínu sviði. Þeir Ásmundur og Ingólfur hafa skrifað góðar minn ingabækur, sem segja margt fróð legt og skemmtilegt frá æsku þeirra og samtíma, og Læknisævi Ingólfs er að vissu leyti orðin klassisk bók á sínu sviði. Þau systkini fengu að vísu gOtt vega- nesti, uppörfun og átríki úr iheimahúsum, en hófust mest af sjálfum sér. Frú Auður ólst upp á Þverá, var um skeið við nám á Akureyri og í Kvennaskólanum hér í Reykjavík undir stjórn Thoru Melsted, dvaldist um tíma á Bessastöðum hjá Grími Thomsen og konu hans og um nær tveggja ára skeið hjá fósturbróður sín- um, séra Einari á Borg á Mýrum. Hún giftist séra Árna á Skútu- stöðum 17. marz 1896 og var síð- ari kona hans. — Séra Árni var fæddur 1849 og dó 1916 á Hólmum í Reyðarfirði. Fluttist frú Auður þá hingað suður, keypti nokkru síðar hús í Mið- stræti rak þar lengi matsölu og eignaðist hér marga vini og var mjög vel látin. Hún hafði hætt starfsemi sinni fyrir löngu og seinustu árin átti hún heima í Bjarka'hlíð hjá Ólöfu dóttur sinni og manni hennar, Hákoni hæsta- réttarritara. Séra Arni á Skútustöðum var merkur kennimaður, vel hagmælt ur og ritfær, sat mörg ár á Al- þingi og var amtsráðsmaður og sýslunefndarmaður og hafði mikla umsýslu. Ráku þau frú Auður og hann myndarbú og var hún annáluð húsmóðir, dugmikil, ráðdeildarsöm og gestrisin. En mjög margir gestir, erlendir Og innlendir, komu að Skútustöðum og bundu síðan vináttu við pró- fastshjónin þar. Einar Benedikts'- son skrifaði einu sinni í gestabók Skútustaða þessa vísu: Bærinn þessi er byggðar prýði, byggðin þessi er fjórðungsprýði, fjórðungurinn Fróns er prýði, og Frón er vorrar jarðar prýði. Skútustaðaiheimilisins í tíð iþeirra frú Auðar og séra Árna er mjög víða getið í erlendum ferðabókum héðan og ég held einlægt lofsamlega. Frú Auður starfaði lengi í kvenfélagi sveitar sinnar, var formaður þess og heiðursfiélagi síðar. Þau hjónin eignuðust 9 börn, en tvö dóu kornung. Sjö eru á lífi: Dýrleif, gift Ásgeiri Péturssyni, Þor- björg hjúkrunarkona, Gísli bóndi á Helluvaði í Mývatnssveit, kvæntur Sigríði Sigurgeirsdóttur, Þóra, kona Kristins Ármannsson- ar, séra Gunnar í Kópavogi, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur frá Auðkúlu, Inga, gift Vilihjálmi Þ. Gíslasyni og Ólöf, kona Hákon ar Guðmundssonar. Hálfsystkini iþeirra, af fyrra hjónabandi séra Árna, fóru til Ameríku: Jón, sem er læknir í Seattle og Þuríður nuddlæknir nýlega dáin þar. Afkomendur frú Auður eru 51, börnin 7, 20 barnabörn og 24 barnabarnabörn. Hún var börn- um sínum mjög umhyggjusöm og ástrík og allt frændlið hennar og tengdafólk virti hana og unni fyrir mannkösti hennar, gáfur og skapfestu, hún var því hollráð og vinföst, mild og góð. Hún var í broddi lífsins fríðleiks og glæsi- kona, hún var höfðingskona í gömlum stíl, heimilis- og ætt- rækin, trúkona, og fróð um marga hl-uti. Samt fylgdist hún vel með nýjum tíma og áhuga- málum ungs fólks og hafði samúð með þeim. Hún var full álhuga og atorku, gæzku og glaðværðar, þó að hún þekkti einnig og skildl alvöru og áföll lífsins. Það á við um þau Þverársystk- ini, sem Inólfur læknir kvað til séra Ásmundar bróður síns: Vonir og reynsla vega salt, ef vel á þetta er litið. Fósturjörðin átti alt — okkar krafta og stritið. Frú Auður Gísladóttir vann langt og gott ævistarf á miklum og hröðum umibrotatímum — ekki í broddi mikilla opinberra athafna, en samt í iðu og um- hyggju þeirra heimilis- og sveita- starfa sem eru einn vegiamesti grundvöllur alls lífs í landinu og þar sem margar konur hafa unnið og vinna enn í kyrrð og kærleika, í önn daglegs lífs og í skjóli þeirra heimila, sem þær skapa. Auður Gísladóttir var ein af þessum kyrrlátu og elskulegu öndvegiskonum. V. Þ. G. áhrifum kvikmyndalífsins, þar, sem gjarna gleymist að kvikmyndastjórnar séu mann- legar. Hinn heimsfrægi franski rithöfundur Jean Cocteau sagði, er hann frétti lát leikkonunnar, ag vonandi yrði þessi hörmulegi atburð- ur viðvörun fólki, er gerði sér bæði að leik og starfi að njósna um kvikmyndastjórn- ur og þekkt. listafólk og eirði engu í lífi þeirra. • Fjórar tilraunir áður? í fréttum frá NTB og Reuter segir, að dagblaðið New York Post hafi sagt í dag, að Marilyn Monroe hafi áður gert fjórar sjálfsmorðstilraun- ir, síðast fyrir fjórum árum í New York. Þá tók hún einnig of stóran skammt svefnlyfja, en fannst og var komið á sjúkrahús, áður en það varð of seint. Árið þar áður, er hún vai að vinna að kvik- myndinn „Some like it hot" segir blaðið, að hún hafi gert sjálfsmorðstilraun með sama hætti. Vinir hennar hafi reynt að halda þessum atburðum leyndum og séð um, að hún væri í stöðugri umsjón lækna. Loks segir blaðið, að hún hafi trúað rithöfundinum Ben Hecht fyrir því, að hún hefði gert tvær sjálfsmorðstilraunir áður en hún náði tvítugu. Kveðst blaðið hafa þær upp- lýsingar eftir Hecht sjálfum. New York Post segist einnig hafa fengið að vita, að sá er Marilyn átti síðast viðræður við, hafi verið sonur Joe Di Maggio, baseballleikarans, er var annar eiginmaður Mari lyn. Ráðskona leikkonunnar segir þau bafa rætt um hjú- skaparvandræði Di Maggio yngra, en hann hefur ekki fengizt til að skýra frá sam- tali beirra. Darryl Zanuck, forstjóri 20th Century Fox sagði í við- tali við fréttamenn AFP í París í dag, að hann væri harmi lostinn yfir fráfalli Marilyn Monroe. Hún hefði verið stór stjarna í þess orðs fyllstu merkingu. Zanuck var framleiðandi margra fyrstu mynda, sem Marilyn lék í, en hann sagði hana sjálfa hafa rutt sér braut til stjarnanna. Hún hefði uppgötvað sig sjálf ag rutt sér framabraut. • Patricia Marlowe fremur sjálfsmorff Reuter fréttastofan segir frá því í kvöld, að brezka leik- konan Patricia Marlowe hafi fundizt látin í íbúð sinni í Lon don, og af öllum líkindum framið sjálfsmorð. Skildi hún eftir tvö bréf hjá tómum lyfja glösum undan svefnlyfjum. Talið cr að lát Marilyn Mon roe hafi haft þessi áhrif, að Marlow þekkti Marilyn vel og hafði látið í ljósi við vini sína, að fregnin um lát hennar hefði verið sér mikið áfall, en hún gæti vel skilið að Mari- lyn hefði framið sjálfismorð. Sjá greia um Marilyn Mon- roe á bls. 10. ■ Marilyn Framhald af bls. 1. vitandi ætlað að ráða sér bana, eða hvort hún hefur tekið of mikið af lyfjun- um í örvæntingu og ógáti. Rannsókn er hafin í mál- inu og niðurstöður vænt- anlegar innan vikutíma. Marilyn Monroe var 36 ára aff aldri, hafði veriff þrígift, þriðji maffur hennar var rit- höfundurinn Arthur Miller og þótti hjónaband þeirra hin ákjósanlegasta samtvinnun óvenjulegarar fegurffar og gáfna. Þau skildu fyrir tveim árum. • Meff símtólið í hendi Ráðskona Marilyn Monroe, frú Murray að nafni, hefur skýrt lögreglunni svo frá, að um miðnætti á laugardag hefði hún séð ljósskímu leggja með hurðinni að svefnher- bergi leikkonunnar, sem hafði gengið snemma til náða, sagzt vera þreytt og þarfnast hvíldar. Klukkan þrjú um nóttina sá ráðskonan enn ljós í svefnherberginu og hugðist fara þangað inn og athuga hvort eitthvað væri að — en dyrnar voru læstar. Hún hringdi þá í einkalækni leik- konunnar Dr. Greenson, er kom þegar á vettvang, ásamt öðrum lækni. Ekki tókst þeim að brjóta upp hurðina að svefnherberginu og komust fyrst inn rneð því að brjóta rúðu. Er þau komu að Mari- ^ lyn, var hún látin. Önnur hönd hennar var kreppt um símtólið ,en síminn var á nátt borðinu og einnig lyfjaglös, þar á meðal tóm glös undan svefniyfjum Hafði hún fengið lyfseðil hjá Dr. Grennson fyrir nýjum skammti á laugar daginn, en undanfarið hafði hún átt mjög erfitt með svefn og liðið illa, að því er frú Murray sagði. Marilyn lét ekki eftir sig neina skriflega yfirlýsingu, eða annað, sem benti til þess að hún hefði fyrirfram ráð- gert að svipta sig lífi. Hafi hún gert það, þykir því lík- legt, að húr. hafi látið stjórn- ast af augnabliks örvæntingu. Þó benda læknar á, að þess eru dæmi, að fólk er átt hefur vanda til svefnleysis og notað svefnlyf í lengri tíma, oft með misjöfnum árangri, taki stundum inn stóra skammta með of skömmu millibili í von um að geta sofn að, með þeim afleiðingum að svefninn verður hinn hinzti. Símtólið í hendi Marilyn þykir einnig benda til þess, að hún hafi reynt að kalla á hjálp. Hinsvegar hefur frú Murray borið, að hún hafi heyrt símahringingu í her- bergi Marilyn seint á laugar- dagskvöldið, en óupplýst er, hver hringt hefur. • Viffvörun? Marilyn Monroe var síðast til umræðu í heimsfréttum, er kvikmyndafélagið 20. Century Fox vék henni frá starfi, er verið var að taka kvikmynd- ina „Sornething’s got to give“ og réði aðra leikkonu í hlut- verk hennar. Hún hafði oft verið fjarverandi kvikmynda- tökur sökum veikinda, en fé- lagið neitaði að trúa því, að hún væri veik og sleit samn- ingi við hana. Þá hafði kvik- myndatakan tafizt verulega, en félagið nýverið orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna tafa við kvikmyndina „Kleo- pötru“. Lát Marilyn Monroe hefur vakið mikla athygli og um- ræður blaða, — sem hneigjast til þess að lýsa að nokkru leyti ábj'rgð á hendur Holly- wood og mannskemmandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.