Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 22
22 r MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur' 8. ágúst 1962. Frú Finkbine leitar hjalpar í Svíþjóð Thalidomide-harmleikurinn: Þúsundir vanskapaðra barna í Bretlandi og Þýzkalandi MÁL frú Sherri Finkbine Myndirnar hér að ofan sýna hve óhugnanlega hendur sumra barna verða leiknar, er mæður neyta Thalidomide á meðgöngutimanum. hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Skýrt hefur verið frá því í frétt- um, að hún leitaði dómsúr skurðar um það í heima- fylki sínu í Bandaríkjun- um, Arizona, hvort eyða mætti fóstri því, er hún gengur með, vegna þess, að hún neytti lyfsins Thali domide. Frú Finkbine tók lyfið á öðrum mánuði með göngutímans, en þá er hættan mest, að það kunni að valda vansköpun. Hæstiréttur Arizona hafnaði beiðni frú Fink- bine, þrátt fyrir, að 5 læknar hefðu mælt með því, að fóstri hennar yrði eytt. Lög fylkisins mæla hins vegar svo fyrir, að fóstureyðingu megi ekki leyfa nema líf móðurinn- ar sé í hættu. Nú hefur frú Finkbine haldið til Svíþjóðar, ásamt manni sínum, og eru tald- ar líkur á því, að fóstri hennar verið eytt þar. — Tveir og hálfur mánuður er nú liðinn á meðgöngu- tíma hennar. RENAIJLT er bifreiðin sem öli Evrópa hefir þekkt um áraraðir fyrir gæði. • Renault Dauphine er 5 manna. • Renault Dauphine er 4ra dyra og með sér-**k- um öryggislæsjngum á aflurhurðum. • Renault Dauphine er sparneytinn 5,9 1. pr. 100 Km. • Renaull Dauphine er með öflugri vatnsmiðstöð. • Renault Dauphine er ryðvarinn • Renault Dauphine varahlutir eru ódýrir: svo sem frambretti kr: 552.— framhurðir kr: 1065.— framstuðari compl. kr. 1250,— • Renault Dauphine varahlutir eru fyrirliggjandi. • Renault Dauphme kostar aðeins 120 þúsund. • Renault Dauphine er til afgreiðslu strax. Columbus h.f. Brautarholti 20 — Símar 22116, — 22118 Frú Finkbine með manni sínum í Kastrup, er þau höfðu þar viðkomu á leiðinni til Stokkhólms. Þau komust á leiðarenda á sunnudagsmorgun. KOM MEÐ LYFIÐ FRÁ BRETLANDI. Forsaga málsins er sú, að fyrir einu ári fór eiginmaður frú Finkbine, Robert Fink- bine, kennari í sögu, til Bret- lands með hóp nemenda. Þar keypti hann lyfið Thalidom- ide, sem er þýzkt að uppruna, en hefur verið selt sem ró- andi lyf eða svefnlyf. Tók hann það með sér heirn að ferðinni lokinni. Dá það síðan óhreyft í skáp, þar til fyrir nokrum vikum, er frú Finkbine var á öðrum mán- uði meðgöngutímans, að hún tók inn nokkrar af pillunum, vegna vanlíðunar. Skömmiu síðar sá hún smá- grein í blaði nokkru, þar sem sagt var frá því, hve hrylli- legar afleiðingar Thalidomdde getur haft á fóstur. Sneri hún sér þá til dagblaðs. eins, sem birti viðvörun til fólks. Ekki var nafn frú Finkbine nefnt í því sambandi. LÆKNAR SKERAST í LEIKINN. Áður hafði frú Finkbine leitað til læknis, sem staðfesti að um þetta hættulega lyf hefði ver- ið að ræða. Fleiri læknar skár ust nú í leikinn, og skýrslur þeirra, al'ls fimm, leiddu til þess, að ákveðið var að leggja málið fyrir dómstólana. Þá fjóra daga, sem réttur- inn hafði málið til meðferð- ar, dvaldist frú Finkbine í sjúkrahúsi, m.a. til þess að forðast ónæði og aðkast. „TIL AÐ DRAGA AÐ SÉR ATHYGLI“ — SÖGÐU SUMIR. Er nafn frú Finkbine vdr komið í fréttirnar, var þess skammt að bíða, að alls kyns fólk færi að veitast að henni, með ásakanir. Var henni bor- ið á brýn, að hún hefði að- eins vakið máls á þessu, til þess að vekja athygli á sér, þar eð hún kæmi iðulega fram í sjónvarpi, og hefði því þörf fyrir að auglýsa sig. Hins vegar voru aðrir, sem tóku málstað hennar, m.a. nokkrir Norðurlandabúar, kunningjar þeirra hjónanna. Leiddi það, m.a. til þess, að hún ákvað að leita úrlausnar í Svíþjóð. ÞRÍTUG, OG FJöGUkRA BARNA MÓÐIR. Vart er þó hægt að saka frú Finkbine um að hafa haft neitt annað í hyggju, en forða því, að fóstur það, sem hún nú elur, kæmi síðar í heiminn vanskapað. Hún er þritug að aldri, og I stað handa hefur hún gervihendur. Litla stúlkan hér að ofan er handalaus. Hún fæddist í Þýzkalandi, og er aðeins ein af 5000 börnum, þar í landi, sem orðið hafa fórnar- dýr lyfsins. Myndin er tekin á stofnun fyrir vansköpuð hörn. á fjögur börn, á aldrinum frá 20 mánaða upp í 8 ára. Er þau hjónin komu við á Kastrupflugvelli nú um helg- ina, á leið til Svíþjóðar, sagði ' frú Finkbine m.a. við blaða- menn, að hún væri fyrst og fremst móðir barnanna sinna, en ekki leikkona. HJÁLP í SVÍÞJÓÐ. Einn dönsku fréttamann- anna lagði þá spurningu fyrir hjónin, hvað tæki við, er til Svíþjóðar kæmi. „Ég veit það ekki,“ sagði frú Finkbine, „en við trúum og vonum, að við munum fá þar hjálp. Margir hafa viljað hjálpað okkur. Skýrslur lækn anna fimm eru þegar komnar til Svíþjóðar. Þar mun ég gangast undir rannsðknir, áð- ur en endanleg ákvörðun verð ur tekin um fóstureyðingu.“ 5000 VANSKÖPUÐ BÖRN f ÞÝZKALANDI OG 1000 í BRETLANDI. Afstaða frú Finkbine, sem og annarra kvenna, er þannig er ástatt fyrir, er skiljanleg. Lyfið Thalidomide hefur haft hinar hörmulegustu af- leiðingar, er konur hafa neytt þess snemmia á meðgöngu- tímanum (sjá myndir hér á síðunni). Alls hafa um 5000 börn fæðzt vansköpuð í Þýzka landi einu af þessum sökum. Kemur vansköpunin fram á hinn skelfilegasta hátt, er börnin vantar algerlega suma útlimi, eða útlimirnir likjast þá mest selshreifum. Um 1000 börn hafa fæðzt þannig á sig komin, á Bretlandiseyjum. í Þýzkalandi hefur slíkum börnum verið veitt viðtaka á sérstökum stofnunum, þar sem reynt er að kenna þeim eins og öðrum örkumla börn- um. UMMÆLI SÆNSKU LÆKN- ANNA UM FRÚ FINKBINE. Dr. Karl-Inge Oster, einn úr stjórn kommglega sænska læknafélagsins, hefur lýst því yfir, að í máli frú Finkbine muni framburður hennar sjálfrar, svo og skýrslur lækn anna bandarísku, verða þyngst á metunum. Ekkert sé heldur að finna í sænskum lögum, er mæli svo fyrir, að erlendar konur geti ekki fengið fóstri eytt í Svílþjóð, er ástæður séu taldar nægar. Þar í landi mun læknisúr- skurður ráða öllu um, hvort slíkar aðgerðir eru fram- kvæmdar, en trúarástæður engu. Kaþólsk trú tekur, sem Framh. á bls 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.