Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. ágúst 1962. MORGVHBr. JBIto 15 UNPAftCdTU 25 IIM) 1374-1 Um gjaldeyrisforðann og nauðsyn hans eftir dr. Jóhannes Nordal bankastjóra Eftirfarandi grein er tek- in úr Fjármálatíðindum: GJAL.DEYRISFORÐI þjóða er yfirleitt talinn einn mikilvæg- asti mælikvarðinn á stöðu þeirra út á við og efnahagslegan styrk. Breytingar á honum segja að vísu ekki beint til um, hver greiðslugöfnuðurinn við útlönd er á hverjum tíma, þar sem lán- tökur og aðrar fjármagnshreyf- ingar hafa þar einnig áhrif. Hins vegar sýnir varasjóður þjóðar í erlendum gjaldeyri og gulli bet- ur en nokkuð annað greiðslugetu Ihennar út á við og möguleika til eð taka á sig efnahagsleg áföll án greiðsluerfiðleika. Af þessum ástæðum er gjald- eyrisforðinn sá þáttur, sem öllu öðru fremur ákvarðar traust þjóða erlendis og þá einkum það lánstraust, sem þær njóta. Sterk gjaldeyrisstaða er því ekki sízt Tnikilvæg fyrir þjóðir eins og ís- lendinga. sem þurfa á erlendu lánsfé að halda til efnahagslegr- ®r uppbyggingar. Engu að síður er ekki undarlegt, iþótt sú skoðun sé almenn í löndum, þar sem alls Staðar blasa við óunnin verkefni, sem kalla á fjármagn, að það sé illa farið með verðmæti að binda Btórfé í gjaldeyrisinnstæðum er- lendis. Þetta er þó á missikiln- ingi byggt. Það lánstraust, sem eterk gjaldeyrisstaða hlýtur til lengdar að skapa, er einmitt sér- etaklega mikilvægt fyrir þjóðir, eem eru á öru þróunarskeiði og þurfa á trausti og erlendu lánsfé að halda til uppbyggingar. Þessi évinningur einn mun því áreið- enlega gera betur en vega upp á móti þeirri efnahagslegu fórn, sem í því er fólgin að leggja hluta af sparnaði þjóðarinnar í gj aldeyrisvar asjóð. Sterk gjaldeyrisstaða er þó ekki eingöngu mikilvæg vegna þess trausts, sem hún skapar þjóðarbúinu út á við. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir stefn- una í efnahagsmálum inn á við. Frjáls gjaldeyrisverzlun og inn- flutningur er því aðeins fram- kvæmanlegt til lengdar, að fyrir hendi sé nægilegur gjaldeyris- varasjóður til að tryggja, að ætíð verði hægt að standa við allar 6kuldbindingar út á við þrátt fyr ir tímabundnar sveiflur í gjald- eyristekjum og útgjöldum. Jafn- framt hefur gjaldeyrisforðinn því hlutverki að gegna að skapa traust meðal innflytjenda og alls almennings á því, að ekki þurfi að grípa til hafta, þótt á móti blási um stund. Glatist þetta traust hlýtur afleiðingin að verða spákaupmennska Og óeðli- leg eftirspurn eftir gjaldeyri, sem á skömmum tíma getur sett efna- hagskerfið úr skorðum. Fyrir þjóð eins og íslendinga, eem eiga afkomu sína undir mis- jöfnum sjávarafla og erlendum mörkuðum, þar sem verðlag er oft miklum breytingum háð, er sterkur gjaldeyrisvarasjóður sér- Sæmdir Fálka- orðunni HINN 3. ágúst 1962 sæmdi for- seti íslands, að tillögu orðunefnd ar þessa íslendinga riddara- krossi hinnar islenzku fálkaorðu: 1. Lúðvig Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóra, Reykjavík, fyrir störf að veitinga- og gistihúsa- málum. 2. Hallstein Hinriksson, fim- leikakennara, Hafnarfirði, fyrir félags- og íþróttastörf. Fréttatilk. frá orðuritara. staklega nauðsynlegur. Sé hann ekki fyrir hendi, geta frjáls við- skipti við aðrar þjóðir áreiðan- lega ekki staðizt til lengdar, þar sem tiltölulega smávægilegar sveiflur í gjaldeyrisöflun mundu knýja bankana til að grípa til gjaldeyrisskömmtunar til að koma í veg fyrir greiðsluerfið- leika erlendis. Traust gjaldeyris- staða forðar þannig stjórn efna- hagsmála frá því að vera leik- soppur hverrar breytingar, sem á sér stað í útflutningsframleiðsl unni og eftirspurn eftir erlend- um vörum. í stað þess er hægt að miða stefnuna í efnahagsmál- um við að halda heildarjafnvægi í þjóðarbúskapnum til lengdar og að skapa um leið þá festu og almennt traust, sem er forsenda heilbrigðrar fjárfeistingar og vaxandi þjóðarframleiðslu. Hér á landi hélt gjaldeyris- staða bankanna áfram að batna fyrstu fimm mánuði ársins, og í lok maímánaðar nam nettó- gjaldeyriseignin 963 milljónum króna. Alls hafði þá gjaldeyris- staðan batnað um 813 milljónir króna frá því á sama tíma á síð- asta ári. Nokkur hluti þessarar aukningar eða um 283 milljónir króna á rót sína að rekja til notkunar á óafturkræfu framlagi frá Bandaríkjunum, aukningar stuttra vörukaupalána og rýrn- unar birgða, en að langmestu leyti stafar þessi bati af hagstæð- um greiðslujöfnuði við útlönd. Nettógjaldeyriseign bankanna jafngildir nú að verðmæti um þriggja mánaða innflutningi, og má þá segja, að gjaldeyrisvara- sjóður þjóðarinnar sé nú búinn að ná þeirri lágmarksupphæð, sem flestar þjóðir telja nauðsyn- lega til efnahagslegs öryggis. Með þessu er náð mikilvægum áfanga 1 efna'hagsmálum þjóðar- innar, sem auka mun traust manna á efna'hagslegt jafnvægi bæði innan lands og út á við. Það hefur kostað mikið átak að ná þessum árangri í gjaldeyr- ismálum, og nota hefur þurft verulegan hluta sparifjáraukning arinnar undanfarin tvö ár til þess að byggja upp þann gjald- eyrisvaraisjóð, sem nú er fyrir hendi. Þeim fjármunum hefur tvímælalaust verið vel varið, en jafnframt hafa vonir staðið til iþess, að hægt yrði að slaka smám saman á hömlunum í lánsfjármál um á þessu ári, eftir því sem staða þjóðarinnar út á við styrkt- ist. Hætt er við að endurskoða verði allar slíkar fyrirætlanir vegna vaxandi þenslu innan lands undanfarna mánuði. Hefur þessi þróun annars vegar komið fram í þenslu á vinnumarkaðn- um og vinnuaflsskorti, en hins vegar í aukinni eftirspurn eftir hvers konar vörum Og þjónustu og sívaxandi innflutningi. Ofan á þessa þróun hafa nú bætzt veru- legar og almennar kauphækkan- ir, sem hafa munu í för með sér enn aukna eftirspurn. Útlit er nú fyrir, að þessi mikla eftirspurnaraukning muni hafa veruleg áhrif á greiðslujöfnuð- inn og stöðva hina hagstæðu þró un gjaldeyrisstöðunnar, sem átt 'hefur sér stað undanfarna mán- uði. Meginmarkmið stefnunnar í efnahagsmálum á næstunni hlýt- ur því að vera að vinna á móti ofþenslu í eftirspurn innan lands og koma þannig í veg fyrir greiðsluhalla við útlönd. Koma þá ýmsar leiðir til greina, sem of langt mál yrði að ræða hér, en líklegast til árangurs virðist vera að auka aðhald í útlánum SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús anna efnir nú til nokkurs konar samkeppni meðal neyt- enda afurða sinna í Bandaríkj unum. Samkeppnin er fólgin Forsíðumynd á auglýsingablaði því sem sent er tfl umboðs- manna, heildsala og smásöluverzlana um öll Bandaríkin, viðvíkjandi samkeppninni. SH efnir til getraunasam- keppni í Bandaríkjunum í því, að sá sem kaupir ís- lenzka fiskinn í umbúðum Coldwater SH skilar vafning- unum, sem eru utan á öskj- unni, jafnframt því sem hann ritar nafn sitt á sérstakt blað og segir í tuttugu og fimm orðum, hver hann eða hún álíti mestan landkönnuð mannkynssögunnar. Vinningarnir eru samtals 103. Aðalvinningurinn er flug ferð fyrir tvo með Loftleið- um til íslands og til baka til Bandaríkjanna og ókeypis uppihald í sjö daga á Hótel Sögu, 2. og 3. verðlaun er íslenzkur handunninn silfur- borðbúnaður fyrir átta og loks eru 100 vinningar ís- lenzk gæruskinn. Keppninni lýkur 30. nóvember 1962 og verður þá dregið úr vinning- um. Eins og kom fram í viðtali um daginn við sölustjóra og umboðsmenn Coldwater Sea- food, sem hér voru staddir er nú efnt til mikillar söluherferð ar víðsvegar um Bandaríkin. - Ofannefnd samkeppni er einn liður í þeirri söluherferð. — Einnig hafa auglýsingar verið settar í þekkt tímarit í Banda- ríkjunum, sem þjóna þeim til- gangi að vekja athygli á af- urðum SH og Coldwater, sem seldar eru undir vörumerk- inu „Icelandic“ og „Fresher brand“. Meðal þeirra blaða, sem auglýsa þær fiskiafurðir að staðaldri í nokkra mánuði í senn er Good Housekeeping, sem kemur út í tæpum 5 milljónum eintaka. Þjóðhátíð lokið og hundruð bíða flugfars frá Eyjum VESTMANNAEYJUM, 7. ágúst. — Þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyjum er nú lokið. Hér í blað- inu hefur nokkuð verið greint frá undirbúningi hátíðarinnar, sem að þessu sinni var haldin á vegum íþróttafélagsins Þórs. Söng í 50. sinn Öllu vinnandi fólki í Eyjum var gefið frí á föstudag og tók það þannig út frídag verzlunar- manna. Hátíðin var sett kl. 14 af Jóhanni Friðfinnssyni, bæjar- fulltrúa og að setningarathöfn- inni lokinni var haldin guðs- þjónusta. Séra Þorsteinn L. Jónsson predikaði og kirkjukór Landakirkju söng undir stjórn Hrefnu Oddgeirsdóttur. Meðal söngmanna var Árni Johnsen og var þetta 50. þjóðhátíðin, sem hann söng á. Síðar um daginn lék Lúðrasveit Vestmannaeyja, undir stjórn Oddgeirs Kristjáns- sonar, tónskálds, og ávarp flutti frú Ingibjörg Johnson, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu. — Þá flutti Páll Þorbjörnsson, skip- stjóri, ræðu og keppt var í ýnts- um greinum íþrótta. Kl. 19 kom að einu helzta atriði þjóðhátíð- innar, en það var bjargsig, þjóð- aríþrótt þeirra Eyjamanna. Sig- maður að þessu sinni var Skúli Theódórsson og verður sagt nán- ar frá bjargsiginu síðar. — Um kvöldið voru ýmis skemmti- atriði og dansað var á tveimur stöðum til kl. 4 um nóttina. Kl. 24 var kveikt í heljarmik- illi brennu á Fjósakletti og flug- eeldum skotið. Skeði þá mjög sorglegt slys, er skyggði á gleði hátíðargesta, er fullorðin kona varð fyrir öflugri skiparakettu og höfuðkúpubrotnaði. Kynnir i 40 ár Seinni dagur þjóðhátíðarinnar var laugardagurinn og var dag- skrá þá einnig mjög fjölbreytt. Meðal atriða var ræða, flutt af Stefáni Árnasyni, yfirlögreglu- þjóni í Vestmannaeyjum, en Stefán var jafnframt kynnir á hátíðinni. Var þetta fertugasta ár Stefáns sem kynnir á þjóð- hátíð. Mikill fjöldi aðkomufólks Miklar annir voru hjá Flug- félagi íslands og Skipaútgerð ríkisins, sem héldu uppi stöðug- um ferðum til Eyja, var talið að flutt hefðu verið hátt á annað þúsund manns á þjóðhátíðina. í dag og gær var töluvert norðan- rok, sem algjörlega hamlaði flug samgöngum og bíða hundruð manna eftir fari til lands. Hefur Herjólfur verið í stöðugum ferð- um og auk þess fór stór hópur með Lagarfossi, sem kom hér við á leið til Keflavíkur. Um miðjan dag í dag biðu enn um 500 manns eftir fari og eru marg ir orðnir hraktir, enda auralitlir eftir gleðskapinn á þjóðhátíð- inni. Verður að flytja alla með skipum, því ekkert útlit er fyr- ir að lægi í bráð. GG. bankanna og draga -r eftirspurn með fjármálalegum aðgerðum rikissjóðs. Er vissulega mikið leggjandi í sölurnar til að varð- veita gjaldeyrisforðann og þann árangur, sem náðst hefur í efna- hagsmálum að undanförnu, og tryggja bæði efnahagslegt jafn- vægi og viðskiptafrelsi. J. N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.