Morgunblaðið - 12.08.1962, Side 6
6
MORCUN BLAÐIÐ
Sunnudagur 12. ágúst 1962
☆
FIMM Svíar hafa efnt til sýn-
ingar í Ásmundarsal við Freyju-
götu og sýna þar bæði högg-
myndir, málverk og svartlist.
Einnig eru þar nokkrar myndir
gerðar í gouachelitum. Það má
því fullyrða, að þessi sýning gefi
nokkuð góða mynd af hverjum
þessara listamanna fyrir sig.
Það er alltaf gaman fyrir okk-
ur að fá sýningar sem þessa til
Jandsins og kynnast því, sem er
að gerast í myndlist hjá grönn-
um vorum á Norðurlöndum.
Væri vel, ef meira væri um það,
að góðir listamenn erlendir
vildu sýna verk sín hér, og að
við losnuðum við aðrar þær
munandi efni. En hann hefur
ekki nægilega frumlegar né
sjálfstæðar hugmyndir, og hon-
um tekst ekki að gera verk sín
eftirminnanleg.
Svartlistin á þessari sýningu
er yfirleitt vel gerð og sýnir
einnig að hér eru kunnáttumenn
á ferð. Það er nokkur galli á
iþessari sýningu yfirleitt, hvað
iþessi verk eru miklu glæsilegri
tæknilega séð, en hinn listræni
árgangur. Samt hafði ég ánægju
af að skoða verk þessara Svía
frá Gautaborg, og ég virði tækni
þeirra og dugnað. Það var
skemmtilegt áð sjá verk þeirra
hérlendis. En ég hef alltaf nokk-
urt gaman að því að sjá verk
eftir nýja og mér áður óþekkta
listamenn, hvort heldur mér lík-
ar betur eða ver.
Valtýr Pétursson.
Svfar i Ásmundarsal
hvimleiðu sýningar, sem stund-
um slæðast hingað, aðeins til
skapraunar og leiðinda þeirra er
unna myndlist.
Frísklegur nútímablær ein-
kennir þessa sýningu Svíanna,
og hún ber þess vitni að það eru
lifandi menn sem að fyrirtækinu
standa og að þeir láta sig nokkru
varða hvað er að gerast í mynd-
list stórþjóðanna. Ekki verður
með sanni sagt, að þessi sýning
sé sérlega frumleg eða skilji
eftir hjá manni ástríðufullar til-
finningar til listarinnar. En kunn
átta og tæknibrögð skapa oft
í 3. sinn
Senn gengut Roger Vadim, leik
stjóri, upp að altarinu í þriðja
skipti. Brúðurinn er að þessu
sinni frönsk, óþekkt stúlka, Cat-
herine Deneuve að nafni. Hvort
Vadim tekzt að gera hana eins
fræga og fyrri eiginkonur sínar,
Brigitte Bardot og Annette
Ströyberg, skal ósagt látið, en
Catherine hefur eitthvað verið
að dunda við leiklist, síðustu
mánuðina undir handleiðslu
brúðgumans tilvonandi.
glæsileik og fjör I mörgum verk-
um þessara listamanna. Þeir eru
yfirleitt nokkuð leitandi og virð-
ast ekki enn sem komið er vera
fullmótaðir í list sinni. Þetta eru
frekar ungir menn og eiga auð-
sjáanlega eftir að þroskast mikið
í myndlist. Ég verð að játa það
að þessi sýning hreif mig ekki
stórlega, og ég sakna ýmissa
kosta, sem góðri abstraktlist virð-
ist nauðsynleg. En ég virði til-
raunir þessara listamanna, fram-
tak og dugnað. Sýningartíminn,
sem þeir hafa valið, er mjög
slæmur, Og margur maðurinn ut-
anibæjar um þessar mundir. En
iþeir, sem eiga þess kost að skoða
þessa sýningu, ættu ekki að láta
hana fara aftur erlendis óséða.
Valter Gibsoni er sá af þesum
listamönnum sem einna mest
vekur athygli mína. Hann á
þarna verk, sem eru nokkuð
misjöfn, en hans sterka hlið virð-
ist vera tilfinning fyrir sjálfu
efninu, er hann vinnur með.
Lars Drougge er ekki skemmti-
legur málari og nokkuð einhæf-
ur. Látir hans eru kraftlitlir og
myndbyggingin vekur ekki á-
huga minn. Wilgot Lind er held-
ur ekki sterkur málari, en vekur
samt nokkra eftirtekt, og þær
myndir, er hann gerir í gou-
achelitum, eru það bezta er hann
sýnir. Hann er ekki frumlegur
né átakamaður í list sinni.
Jens Mattiasson á þarna tvær
myndir í hvítum og ljósum tón-
um, sem eru með því bezta á
þessari sýningu. önnur verk hans
eru nokkuð bragðdauf og skilja
ekki eftir sterk áhrif, en hann
virðist samt meiri málari held-
ur en sumir félagar hans.
Lennart Ason gerir verk sín í
járn, og hefur mikla tækni óg
kann vel að setja saman mis-
Cegn
þvingun
BRÚSSEL, 9. ágúst (NTB). —.
Varautanríkisráðherra Belgíu,
Hendrik Fayat, greindi frá því
á fimmtudag í utanríkismála-
nefnd öldungadeildar þingsins,
að ríkisstjórn landsins hefði snú
ið sér til Cyrille Adoula, forsæt-
isráðherra Kongó, og lagt til við
hann, að horfið yrði frá þving-
unaraðgerðum þeim, sem nýlega
var gripið til gegn yfirvöldun-
um í Katanga.
Lýstu öldungadeildarþingmenn
fylgi sínu við þessa ráðstöfun, en
ástæðan til hennar er af hálfu
belgísku stjórnarinnar talin vera
sú, að umræddar þvingunarað-
gerðir séu lítt til þess fallnar að
stuðla að lausn Katanga-vanda-
málsins. Þvert á móti geri þær
allar samningaumleitanir xnilli
deiluaðilja erfiðari.
Valdar gönguleiðir
í nág^renninu.
Á sumrin nota flestir frí-
tíma sinn ti. að fara í ferðalög
um sveitir og upp til fjalla, og
njóta útiveru og náttúrufegurð
ar. En að fráskildum sumarleyf
istímanum, eiga menn illa heim
angengt nema um helgar. Þá er
erfitt að sækja langt, verður oft
lítið úr svo takmörkuðum tíma
nema akstur í bíl. Þess vegna
hef ég beðið Einar Guðjohnsen,
sem er mikill göngugarpur og
oft hefur leitt hópa Ferðafélags
ins í skemmtilegar ferðir, um að
velja fyiir okkur einhverja
skemmtilega leið í nágrenni bæj
arins, sem hann mælir með að
eyða á góðviðr' — Hann
sagði:
Vestan Bláfjalla,
allt að Kleifarvatni.
Ekki er alltaf nauðsynlegt
að fara langar leiðir til að leita
að öræfakyrrð. 1 næsta ná-
grenni Reykjavíkur má finna
úrval af löngum og stuttum
gönguleiðum um svæði, sem eru
jafn ósnortin af mannahöndum
og afskekktustu svæði hálendis
ins. Á ég hér við svæðin vestan
Bláfjallai.na, allt vestur að
Kleifarvatni
Það þarf ekki mikinn undir-
búning til að komast til þessara
staða, hvort sem menn ráða yfir
eigin farartæki eða þurfa að
vera strætisvögnum eða áætlun
arbílum háðir.
Vestan undir Vífilsfellinu er
skíðaskáli, og er auðvelt að aka
þangað. Er þá beygt út af þjóð-
veginum hjá Fóelluvötnum
skammt fyrir neðan Sandskeið.
Frá skíðaskálanum, sem mun
heita Amarsetur, er auðvelt að
ganga á Vífilsfell eða Bláfjöll.
Bláfjöilin hafa upp á f jölmargar
gönguleiðir að bjóða á fögrum
sumardögum, og eru auk þess
hreinasta Paradís fyrir skíða-
fólk að vetri til. Ágæt gönguleið
er suður meff Bláfjöllum að vest
anverðu ,og er þá bezt að fara
austanvið Rauðuhnúka. Eftir
stutta göngu til suðvesturs er
um við komin að Stóra-Kóngs-
felli, sem blasir við víðasthvar í
Reykjavík. Suðvestanundir fell
inu eru mikil eldvörp og margt
að sjá. Sjálfsagt er að skreppa
upp á fellið því að þaðan er á-
gætis utsýni. þótt það sé innan
við 200 metrar frá rótum. Frá
Stóra-Kóngsfelli er stutt að
ganga vestur að Þríhnúkum og
þangað er mjög skemmtilegt að
koma. Austasti hnúkurinn er
einskonar strompur. Hann er
með gat í toppinn og er mér
ekki kunnugt um, að mælt hafi
verið dýpið til botns. Varasamt
er að fara alveg fram á barm
gjótunnar nema þá í kaðli því
að brúnirnar eru nokkuð lausar.
Fróðlegt væri að vita hvor er
dýpri stiompurinn á Þríhnúk-
um eða ný; strompurinn í
Öskju. Eg mæli eindregið með
því, að menn gangi á Þríhnúka
og skoði þetta náttúruundur.
Einnig má ganga á Þríhnúka frá
vestri. Frá Vatnsskarði er hægt
að aka nokkuð austur með
Lönguhlíð, misjafnlega langt eft
ir gerð farartækisins. Þaðan má
svo ganga á Þríhnúka eða um
Grindaskarðasvæðið, þar sem
margt er að skoða, gíga og gjár
og margt fleira. Einnig má
ganga suður um Brennisteins-
fjöll, þar sem einu sinni var unn
inn brennisteinn og enn má sjá
nokkur vegsummerki þeirrar
iðju. f Brennisteinsfjöllum er
líka ferlegur hraunketill, en
þangað er alllöng leið. Það er
hæfileg dagsganga að ganga frá
bílnum í Breiðdal undir Löngu-
hlíð austur í Grindaskörð, síðan
suðvestur að Eldborg í Brenni-
steinsfjöllum og þaðan beint nið
ur í Fagradal, þar sem hraunið
hefur fallið í fossi niður af
brúninni. Þessi hringur yrði ná-
lægt 25 kílómetrum.
Frá Hafnarfirði má líka aka
eða ganga í hreiður Farfugla
norðaustan í Valahnúkum. —-
Þarna i Valabóli, eins og hreiðr
ið heitir, er skemmtilegt að
dvelja daglangt eða lengur. í
nágrenninu er margt að skoða.
Búrfell og Búrfellsgjá eru
þarna skammt norðurundan. í
Helgadal eru skemmtilegir
hraunhellar og neðanjarðargang
ar. Helgafell er þarna í næsta
nágrenni og hefir upp á mikla
fjölbreytni að bjóða fyrir þá,
sem vilja leggja á brattann. —
Sunnan við fellið er Gullkistu-
gjá með fj ölbrey tilegum og
gróskumiklum burknagróðri.
Frá Valabóli má einnig ganga í
Grindaskörð, Þríhnúka og við-
ar.
Eins og sjá má er á öllu þessu
svæði úrval gönguleiða, og geta
allir fundið þar leiðir við sitt
hæfi. Þangað er hægt að
skreppa fyrirvaralaust þegar
veður og tækifæri leyfa. öræfin
eru hér í næsta nágrenni okkar.
Einar Þ. Guðjohnsen.