Morgunblaðið - 12.08.1962, Page 15

Morgunblaðið - 12.08.1962, Page 15
Sunnudagur 12. ágúst 1962 MORGVNÉLAÐIÐ 15 Bðrn þekkja hann NÝLEGA eignaðist Oharlie Chaplin, sem er 74 ára gamall, tíunda barn sitt, og þau hjón- in, hann og Oona O’Neil, sit áttunda. Þau búa með allan hópinn í 18. aldar villu með 40 hektara garði í kring ná- lægt Vevey í Sviss. En í þessum stóra garði, Paradís krakkanna, er þó einn bannstaður. Þau mega ekki leika sér nálægt svölun- um þar sem palbbi þeirra vinn ur. Ohaplin er mikill reglu- maður í daglegu lífi. í marz- mánuði flytur hann vinnustað sinn úr bókaherberginu og út á svalirnar, þar sem hann sit- sem rithöfund, ekki leikara ur oft vafinn í teppi, því kuldagjóstur getur fengið hann til að hörfa inn eftir það. Á þessum stað setti hann fyrir tæpum mánuði punktinn aftan við minningar sínar, er hann byrjaði að skrifa fyrir 6 árum. Þetta er þriggja binda verk, 1031 vélrituð síða, sem hann hefur lesið einkaritara sínum fyrir. Þetta hefur ekki alltaf gengið sérlega hljóðlega fyrir sig. Chaplin getur ekki setið kyrr við vinnu sína, hann gengur um, jafnvel hleyp ur, og hvað lítið sem er fer í taugarnar á honum. Hann rýk- ur upp við hvert smáhljóð og verður ósanngjarn, en nokkr- um mínútum seinna biður hann svo afsökunar, þó ekki takizt alltaf að graeða sárin á stundum. Og hann þolir aldrei nein mótmæli. Yfir hverri ósk hans vakir Oona, sem giftist þesum manni sem er 36 árum eldri en hún, fyrir nærri 20 árum. Hver ósk hans er upp- fyllt, jafnvel áður en hann lætur hana í ljós. Hann þolir illa gust, hitaofn er alltaf nær tækur, stigarnir þreyta hann, Oona hefur látið setja lyftu í húsið, honum leiðist sjónvarp, það er alveg bannað á heimil- inu og þó Oona dái börn sín, bannar hún þeim að koma með fleiri en 1 leikfélaga beim í einu, þar sem Chaplin er illa við hávaða. Þau hjónin lifa ákaflega lát- lausu lífi. Litlu krakkarnir búa sér með barnfóstrum sín- um og tala saman frönsku, sem foreldrarnir skilja varla. Eldri krakkarnir einir sitja til borðs með foreldrunum. Þau vita að faðir þeirra er frægur og eru stolt af honum, en þáu fengu ekki að sjá kvikmyndirnar hans fyrr .en eftir þrábeiðni. Hjónin búa á annarri hæð en börnin. — j Oona hefur íbúð á fyrstu hæð, þar sem hún situr löngum og saumar, skrifar bréf eða les, og Chaplin hefur sérstakt herbergi og bað. Gestir koma sjaldan. Kl. 9 á kvöldin fer Oona venjulega að 'hátta, en Ghaplin fer að vinna í her- bergi sínu. Elzta dóttirin er við balletnám í London og hinir krakkarnir eru að byrja að fara í burtu í skóla, en næstum á hverju ári bætist í hópinn, og sá yngsti er Christofer. Douglas-Dakota lendir á Patreksfirði Patreksfirði, 10. ágúst. f GÆR lenti á flugbrautinni hér í firðinum 20 manna Douglaa- Dakota-flugvél, og er það 1 fyrsta skipti, sem svo stór flug- vél lendir þar. Flugbrautin er á Sandodda milli Hvalskers og Sauðlauksdals og er nú orðin 600 metra löng. Með flugvélinni voru Ingólfur Jónsson, flugmála ráðherra, Agnar Koefod-aHnsen, flugmálastjóri, Örn O. Johnson, frkvstj. Flugfélags íslands, og Hilmar Sigurðsson, fltr. hjá F.f. Voru þeir að athuga hér aðstæð- ur, og hvort ekki væri hægt að lengja brautina. Mun þeim hafa litizt vel á aðstæður hér. — Tr. ---------------- j Hafnar- framkvæmdir á Patreksfirði ; Patreksfirði, 10. ágúst. DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir hef ur unnið hér um hálfs mánaðar skeið að dýpkunarframkvæmd- um í höfninni, sem eru til mik- illa bóta. Skipið hélt sl. mið- vikudag til ólafsvíkur og verður þar í viku, en kemur síðan hing- að. Einnig hefur verið unnið að hafnarbótum með krana frá landi. Hér hefur verið blæjalogn dag eftir dag. Dragnótabátarnir hafa fengið fremur tregan afla, en veiði er að glæðast á línu. — Tr. Færeyjar raímagnsh andverkfœri Flugfélag íslands efnir til skemmliferðar til Fær- eyja dagana 17.—21. ágúst, ef næg þátttaka fæst. Flogið verður frá Reykjavik föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00 og lent á Sörvágsflugvelli. Farþegum verð- ur séð fyrir bátsferð til Tórshavn og gistingu á góðu hóteli þar. Heim verður haldið þriðjudaginn 21. ágúst kl. 16:00. Nánari upplýsingar veitir söluskrifstofa okkar, Lækjargötu 4, eða ferðaskrifstofurnar. Frá Samvinnuskólanum Bifröst Kennara vantar að Samvinnuskólanum á komandi hausti. Aðalkennslugreinar: — Bókfærsla, vélrit- un og vörufræði. — Laun samkvæmt 7. flokki launa- laga ríkisins. Umsóknir sendist skólastjóra Sam- vinnuskólans Bifröst fyrir 1. sept. næst komandi. Samvinnuskólinn Bifröst. t^sölustaðir b./ggingavörur h.f. Laugavegt 178, sími 35697. J.B. PÉTURSSON BllKKSMIÐJA • STALTUNNUGERÐ JÁRNVÖRUVER2LUN Ægisgótu 4, simi 15300.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.