Morgunblaðið - 30.08.1962, Síða 8
8
MORGU1SBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 30. ágúst 1962
75 ára í dag:
Páll Ólaísson fyrrv. ræðismaður
PÁL.L Ólafsson fyrrv. ræðismað
ur á í dag 75 ára afmæli. Hann
er löngu IJóðkunnur maður og
er óþarfi að rekja æviferil hans
ýtarlega.
Foreldrar hans voru hin merku
Ihjón séra Ólafur Ólafsson prófast
ixr að Lundi og síðar að Hjarðar
holti í Dölum og kona hans Ingi
björ^ Pálsdóttir.
Páll Ólafsson gerðist ungur at
hafnamaðu- á sviði viðskipta-
og atvinnumála. Hann varð kaup
félagsstjóri í Búðardal og rak
þar síðan sjálfstæða verzlun.
Þaðan fluttist hann til Reykja-
vikur og stundaði hér um langt
skeið .ogaraútgerð. Var hann
jafnframt í mörg ár framkvæmd
arstjóri Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeiganda og hafði fjöl
þætt afskipti af félagsmálum út-
vegsmanna og annara atvinurek
enda. I.innig rak hann hér bygg
ingarvöruverzlun, stundaði bú-
skap og var umsvifamikill at-
vinnurekandi.
! mönnum atvinnurekenda og fórn
aði samtökum þeirra miklum
kröftum og tíma.
Púll Olafsson er maður list-
elzkur og listhneygður. Hann er
músíkmaður ágætur, leikur prýði
lega á orgel og píanó. Einnig hef
ur hann samið fjölda tónsmíða.
Hagyrðingur er hann ágætur og
vel ritfær.
Með þessa hæfilei'ka sína fer
hann dult en vinir hang vita að
atorku, eignast glæsileg og vel
gefin börn og getur nú litið vfir
farinn veg glaður og reifur. í>að
er ósk vina hans að honum megi
enn endast orka og aldur til þess
að sinna hugðamálum sínum og
fullnægja þeirri athafnaþrá, sem
honum hefur brunnið í brjósti
frá æskuárum.
Páll Ólafsson mun í dag dvelja
utan bæjar. M.S.
7/7 Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti
Sigldu djarft á sólar haf,
og sjá, þú tekur land fyrir handan boða.
Skelfa ei lát þig sker né kaf.
Skipið' er guðs og höfnin í morgunroða.
Það var, vinur, árla á æsku þinnar stund,
að elding skapahljómsins snart þinn streng og hoga.
Þá léku rósir bjartar um bernsku þinnar lund
und bliki guðamálms frá stjörnu loga.
Ásmundur Jónsson frá Skúfsstööum.
Vebæk þjóðminjavörður í GrænlandL
Páll
Ólafsson
TTm árabil rak hann stóra út-
gerðar- og fiskverkunarstöð í
Viðey, sem á þeim árum var
blómlegur útgerðarstaður.
Nokkru fyrir síðari heimsstyrj
öldina fluttist Páll Ólafsson til
Danmerkur og stundaði bar um
skeið verzlun og viðskipti. Síðan
hóf hann útgerð og innflutnings
verrlun í Færeyjum og stofnaði
þar fyrirtæki um slíí'in atvinnu
rekstur í Thorshavn. Varð hann
fyrsti ræðismaður íslands í Fær
eyjum til mikils hagræðis bæði
fyrir þjóð sína og frændur okk-
ar Færeyinga.
Aö st„ rjöldinni lokinni fluttist
hann til Xaupmannahafnar og
átti þar heimili um árabil. Stund
aði hann þaðan verzlun og við-
skipti, sem beindust aðallega til
íslands.
Síúan í fyrra hefur Páll verið
búsettur í Hafnarfirði. Stendur
heimili hans nú að Suðurgötu 23
í Hafnarfirði. Rekur hann nú inn
flutningsverzlun, sem aðaillega
byggist á viðskiptum við Dan-
mörku.
Páll Ólafsson er hið mesta
glæsimenni í sjón og raun. Hann
er fríður sýnum, virðulegur í
allri framkomu og hinn bezti
drengur. Strax á æskuárui.i tók
hann virkan þátt í félagsmálum
var m.a. einn af stofnendum og
florystumönnum Ungmennafélags
insins Ólafur Pá heima í Dölum.
Síðar varð hann einn af forvígis j
hann á margt í fórum sínum,
sem hann hefur gefið sér tóm
til að semja á annasamri ævi.
Páll er mikill starfsmaður og
má segja að honum falli aldrei
verk úr hendi. Hann ber aldur
sinn vel, stendur enn mitt. í um-
svifum viðskiptalífsins og er full
ur áhuga og starfsgleði eins og
jafn^n áður. Hann er einlægur
ættjarð. -sinni og vill vinna landi
sínu og þjóð af fremsta megni
meðan kraftar endastl
Páll Ólafsson er kvæntur Hildi
Stefánsdóttur, prests Jónssonar
á Auðkúlu og Þorbjargar Hall-
dórsdóttur konu hans, mikil-
hæfri og glæsilegri konu. Hafa
þau átt 5 börn, sem öll eru á
lífi. Eru þau Stefán tannlæknir,
kvæntur Guðnýju Níelsdóttur,
Ingibjörg, gift Pétri Eggerz sendi
herra, Þorbjörg, gift Andrési
Ásmundssyni lækni, Ólöf mynd
högg/ari, gift Sigurði Bjarnasyni
ritstjóra og Jens mannfræðing-
ur.
Hefur heimili þeirra Páls og
frú Hi.dar jafnan borið svip sér
stæðrar smekkvísi og höfðings-
skapar, hvort sem það hefur stað
ið utanlands eða innan.
Pádl Ólafsson hefur unnið mik
ið og i, jlþætt lífsstarf. Enda þótt
hann hafi mætt ýmsum erfiðleik
um eins og flestir íslenzkir at-
hafnamenn hefur hann þó -erið
gæfumaður. Hann hefur sigrazt
| á e.fiðleikunum með frábærri
Tveir merkir fornleifafundir
á Grænlandi síðastliðið sumar
Fréttamaður Mbl. í Kaupmannahöfn
ræðir við C. L. Vebæk bjóðminjavörð
FÖSTUDAGINN 24. ágúst birti
Mbl. frásögn danska blaðsins
„Politiken" af merkum forn-
leifafundi á Grænlandi. Fundizt
höfðu víkingabyggðir frá land-
námsöld við Narssaq. Fréttarit-
ari Mbl. hjá „Kristeligt Dagblad",
Gunnar Rytgaard, hefur nú átt
viðtal við C. L. Vebæk þjóð-
minjavörð, sem telur frásögn
„Politiken" ekki varpa alls kostar
réttu ljósi á gerðir leiðangurs-
manna og árangurinn af rann-
sóknum þeirra.
Hér fer því á eftir frásögn
Rytgaards:
Þegar C. L. Vebæk þjóðminja-
vörður fór í hinn margumtalaða
leiðangur sinn til Narssaq á Græn
landi í sumar, fann hann þar ekki
aðeins eitt merki víkingabyggð-
ar frá landnámsöld heldur tvö.
Annar þessi fornleifafundur var
uppgröftur bæjartóftanna af vík
ingabæ í Eystribyggð, hinn var
uppgröftur litlu kirkjunnar í ná-
grenni sóknarkirkjunnar Und-
ir Höfða. — Þessi kirkju-
fundur hefur svo orðið til þess,
að Vebæk hefur komið fram með
nýja kenningu um kirkjulíf norr
ænna manna á Grænlandi — og
hvernig sem á það er litið, verður
árangurinn af rannsóknunum í
sumar ekki metinn til fjár, því
að þarna hefur fengizt mikilvæg
vitneskja um landnám íslendinga
og Normanna á Grænlandi.
Vebæk þjóðminjavörður er
ekki að fara í grafgötur með, að
fundur víkingabýlisins er ómetan
legur. Byrjað var að grafa eftir
rústum þessa bæjar árið 1954,
árið eftir að K. N. Christensen
hafði fundið hinn fræga „rúna-
flein frá Narssaq“. Síðan hafa
Vebæk og samstarfsmenn hans
unnið að uppgrefti bæði árið
1958 og svo í sumar, samtímis
því sem annar leiðangur hélt til
Brattahlíðar, þar sem athyglin
beindist þó einkum að Þjóðhild-
arkirkjunni, sem kona Eiríks
rauða lét reisa.
í Narassaq má telja með næst-
um öruggri vissu, ag fundizt hafi
fyrstu rústir ósnortins víkinga-
býlis í Grænlandi. Sýnt þykir, að
býli þetta sé frá því um 1000,
þar eð þarna hafa fundizt ljósar
menjar frá víkingaöld. Bærinn
er langur skáli með engu bak-
hýsi, en slíkar viðbyggingar hafa
fundizt á öllum fornum bæjar-
rústum í Grænlandi til þessa,
enda benda þessi bakhýsi á, að
bæirnir hafi verið reistir eftir
víkingaöld. Skálinn hefur verið
um 35 metra langur (án torf-
veggja), en rannsókn hefur samt
leitt í ljós, að upphaflega hafi
verið þarna 14 — 15 metra lang-
ur skáli, eins og tíðkaðist á vík-
ingaöld.
— „Slíkt liöfum við aldrei rek
izt á á Grænlandi, segir C. L.
Vebæk. Við höfum fundið mörg
merki víkingatímans í rústum á
Grænlandi, en þetta er fyrsta
örugga vitneskjan um híbýlin
eins og þau voru í rauninni á
sjálfri víkingaöldinni. Hér höf-
um við nefnilega í fyrsta sinn
rekizt á leifar frá hinni eigin-
legu landnámstíð, þegar íslenzk-
ir höfðingjar og norskir höfðingj
ar, sem höfðu viðkomu á ís-
landi, námu land á Grænlandi.
Bænum svipar að mörgu leyti
til bæja frá því um 1000, sem
fundizt hafa á íslandi. Þó bera
íslenzku rústirnar ekki eins hrein
merki víkingaaldar, því að yfir-
leitt hefur þar verið skeytt við
þau bakhýsum, eins og áður var
minnzt á. í bænum í Narassaq
hefur engin viðbygging fundizt.
Fornleifafræðingarnir þykjast
nú sannfærðir um, að þessar rúst
ir í Narssaq séu „hreinar". Af
byggingarmáta og vatnsleiðslum
má draga þá ályktun með vissu,
að stærsta herbergi bæjarins hafi
verið hinn raunverulegi bær í
upphafi, en síðar hafi svo verið
aukið við og endurbætt. Vatns-
leiðslukerfið, sem sést enn greini
lega, hefur legið í bakvegg hins
upprunalega húss, en þaðan ligg
ur svo vatnsstokkur í boga þang
að, sem siðar var aukið við skál-
ann. Þegar aukið hefur verið
við skálann, hafa menn bætt við
gamla vatnsleiðslustokkinn og
veitt vatni út í alla viðbygging-
una. Vatnsleiðslurnar eru vendi
lega þaktar steinhellum.
Þetta vatnsleiðslukerfi þykir
afar merkilegt menningarsögu-
legt fyrirbrigði, og hefur slíkt
hvergi fundizt í þessari mynd
nema á Grænlandi. Kerfið hefur
ekki einvörðungu þjónað þelnj
tilgangi að leiða vatnið burt frá
bænum, heldur hefur þarna verið
rennandi vatn til nota. Við end-
ann á einum stokknum fann
Vebæk tréfötu, sem að líkindum
hefur verið sett þar undir bunu
og á öðrum stað í leiðslukerfinu
er brunnur, sém hulinn hefur
verið með geysimiklu loki úr
hvalbeini, og var gat á því miðju.
í gegnum gatið hafa menn sótt
vatn í ausur.
Þótt ekki hafi fundizt slíkt
arrústum á íslandi, vitum við,
að þetta fyrirbæri var ekki
óþekkt. í íslendingasögunum er
sagt frá því, að gerð hafi verið
„uppspretta" inni í bæ nokkrum.
En hvað er því nú til sönnun-
ar, að umræddur bær hafi verið
meðal fyrstu bæja norrænna
manna á Grænlandi? Vebæk
byggir kenningu sína á þessu:
Narassaq-bærinn liggur rétt vi3
innsiglinguna í Eiríksfjörð, og
því hafa menn orðið að fara þar
framhjá til að komast til Bratta-
hlíðar. Þá má telja ofureðlilegt,
að þarna hafi einhver höfðingi
reist býli skammt frá verustað
Eiríks rauða, sem er innar í firð
inum.
Rúnafleinninn er mikilvægt
sönnunargagn. Fleininn hefur
einn manna Eiríks rauða að öll-
um líkindum gert. Menn hafa til
þessa ekki vitað, að grænlenzkir
landnámsmenn hafi iðkað rúna-
ristur og skáldskap um árið 1000.
Grænland var numið frá ís-
landi, en rúnaristur lærðu menn
fyrst á íslandi um árið 1200. Sá,
sem risti rúnirnar á fleininn frá
Narssaq hefur verið einn af mönn
um Eiríks rauða, en Eiríkur er
fæddur og upp alinn í Noregi, og
þaðan hefur sá, er rúnirnar risti,
þekkingu sína. ,
Loks hafa fundizt í rústunúm
örvaoddar og annað, sem svipar
til þess, sem fundizt hefur í rúst
um á íslandi frá því um árið
1000. í Narassaq fannst kambur,
sem Vebæk segir, að vel gæti ver
ið frá íslandi. Grænlenzku örvar
oddarnir eru einungis búnir til
úr hreindýrshorni, en þeir ís-
lenzku úr járngrýti. Legið hefur
beint við að nota hreindýrshom
í örvarodda á Grænlandi, þar eð
það er sízt lakara en járngrýti.
Hinn fornleifafundurinn, sem
er sízt ómerkari, er fundur litlu
kirkjunnar nálægt Undir Höfðe
Framhald á bte. VI,